Morgunblaðið - 16.09.1986, Síða 62

Morgunblaðið - 16.09.1986, Síða 62
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEIÍIBER 1986 62 > ást er... f3- ... að láta gleði og gott skap ráða ríkjum alla daga TM Reg. U.S. Pat. Oft,—all rights resefved 01986 Los Angeles Times Syndicate Þá hef ég fundið sérfræð- ing í að opna peninga- skápa, með hraði! Með morgunkaffinu MH Mér sýnist þú verðir að láta bíða að kaupa tvöfalda hlöndunginn á sportbílinn þinn? HÖGNI HREKKVÍSI j '"/////////fíiitihin niiiiíiíUuuuwuv Vegna skrifa um hávaða í Sundlaug Seltjarnarness María Sveinsdóttir skrifar: „Það er nú svo Sigurður Þór, að erfitt getur reynst að þjóna mörgum herrum, músíkina teljum við móðir mín einn af mörgum kostum Nes- laugarinnar. Daglega, í allan vetur, ókum við framhjá þremur laugum til þess að stunda þessa ágætu laug. Þarna eru hátalararnir, eins og víðast annars staðar, ekki notaðir til að ausa skömmum yfir laugargesti af yngri kynslóðinni, laugarvörðurinn hnipptr bara í bömin og segir þeim góðlátlega til, hvetju fyrir sig. Starfsfólkið á „Nesinu“ er einstak- lega alúðlegt, en um leið lætur það mann afskiptalausan, þannig að maður nýtur fullkomins frelsis. Allt þetta fólk, sem Sigurður Þór segir fæiast burt vegna hávaða, held ég að geti ekki verið svo margt og hljóti þá bara að vera of spennt til að vera innan um margt fólk, því óneitanlega fylgir hávaði öllu þessu fólki sem stundar laugarnar. Starfsfólki Sundlaugar Seltjam- „Ágæti Velvakandi. Við krakkar í 5. bekk Grunnskól- ans í Þorlákshöfn höfum verið að ræða hlutskipti heymarskertra og þeirra sem þurfa að tjá sig á tákn- máli. Okkur langar að leggja spurningu fyrir forráðamenn sjón- varpsins: Væri ekki hægt að setja arness sendi ég bestu kveðjur og vonandi verða rokkararnir ekki þagnaðir þegar við mætum aftur í vetur." texta með fréttaágripi á táknmáli? Með því myndu allir læra táknmál smátt og smátt og auðvelda þar með okkur sem heymm að tala við þá sem tala táknmál og skilja þá. Bestu kveðjur. 5. bekkur Grunnskóla Þorlákshafnar.“ Setjið texta við fréttir á táknmáli Víkverji skrifar Fyrir þingkosningamar í Frakk- landi fyrr á þessu ári var það töluvert gagnrýnisefni þeirra, sem þá kepptu að því að ná völdum af sósíalistum, hve ríkisstjóm þeirra hefði verið lin í baráttunni við hryðjuverkamenn. Þess vegna var þess að vænta að Jaeques Chirac, núverandi forsætisráðherra Frakka, brygðist hart við hryðju- verkum. Það kemur engum á óvart, sem fylgst hefur með frönskum stjómmálum. Hins vegar kemur það okkur Islendingum líklega í opna skjöldu, að við skulum framvegis þurfa að fá sérstaka áritun í vega- bréf okkar, þegar við fömm til Frakklands. Þegar þetta er ritað er óljóst hvemig að þessari áritun verður staðið af hálfu franskra stjómvalda. Það er misjafnt eftir löndum, hvem- ig þau standa að framkvæmd reglna af þessu tagi. Þeir, sem ferðast hafa til Bandaríkjanna annars veg- ar og Sovétríkjanna hins vegar, hafa kynnst þeim mun, sem er á því, hvernig risaveldin tvö taka á þessum málum. Þeim sem fara í fyrsta sinn til Bandaríkjanna, finnst það óþarft amstur að þurfa að fara í sendiráð þeirra hér til að fá vega- bréfið áritað. Áritun Bandaríkja- manna getur gilt jafn lengi og passi viðkomandi og hún veitir heimild til að ferðast um Bandaríkin þver og endilöng. Annað er uppi á ten- ingnum í sovéska sendiráðinu. Þar fá menn aðeins áritun til að fara í eina tiltekna ferð og verða að nefna þá staði innan Sovétríkjanna, sem þeir ætla að heimsækja. Til annarra staða en skráðir em í áritunina fá þeir ekki að ferðast í Sovétríkjun- um. Þetta getur Víkvetji staðfest af eigin raun. XXX Fyrir tveimur áratugum eða svo bar svo til, þegar Víkvetji var á ferðalagi um Evrópu, að honum gafst tækifæri til að fá að sigla með einum Jöklanna, sem þá vom í fömm með frystan físk, frá Kaup- mannahöfn til Ventspils í Lettlandi. Var þetta þannig að áritun í vega- bréftð fékkst í sendiráði Sovétríkj- anna í Kaupmannahöfn. Þar var spurt, hvaða borgir í Sovétríkjunum ætlunin væri að heimsækja, en eins og kunnugt er telja ráðamenn í Moskvu Eystrasaltslöndin hluta af Sovétríkjunum. Þar sem ljóst var, að skipið myndi dveljast nokkra daga í Ventspils voru nefndar borg- ir eins og Riga og Leníngrad. Við komuna til Ventspils var full- trúi Intourist, sovésku ferðaskrif- stofunnar, tilbúinn á bryggjunni til að taka á móti ferðamanninum. Var farið með lest til Riga. Þegar þang- að kom vildu menn þó ekki viður- kenna áritunina áfram til Leníngrad. Var þá spurt, hvort kannski væri unnt að fljúga til Moskvu. Það var talið enn fráleit- ara. Minnist Víkverji þess, að hann hringdi þá í Kristin Guðmundsson, sem var sendiherra íslands í Moskvu, til að leita liðsinnis hans við að komast áfram frá Riga. Þrátt fyrir aðstoð hans var fulltrúum Intourist ekki þokað og var flogið með ferðalanginn til Ventspils. Var dögunum þar að mestu eytt í góðu yfirlæti um borð í skipinu. Var ekki árennilegt að fara oft í land fram hjá vörðum, sem skoðuðu hvem mann gaumgæfilega og veltu pass- anum lengi fyrir sér. XXX Eins og áður sagði er ekki vitað á þessari stundu, hvemig Frakkar ætla að standa að útgáfu vegabréfsáritana til íbúa í löndum utan Evrópubandalagsins og Sviss, sem ekki þurfa annað en að sýna passa eða nafnskírteini við landa- mærin. Þessi ákvörðun frönsku stjórnarinnar, sem tekin er af illri nauðsyn og vegna meinsemdar, sem við íslendingar þekkjum aðeins af afspum, til allrar hamingju, stang- ast illilega á við allar hugmyndir lýðfijálsra þjóða um samskipti þeirra á milli. Þess sjá víðar merki en í Frakk- landi að evrópskar ríkisstjórnir telji sig nauðbeygðar til að herða eftirlit við landamæri sín og setja hertar reglur um ferðir fólks yfír þau. Kommúnistaríkin hafa flutt' þús- undir manna flugleiðis til Austur- Berlínar frá arabaríkjum. Þetta fólk hefur síðan leitað vestur á bóginn og beðið um hæli sem flóttamenn í Vestur-Þýskalandi. I Danmörku glíma menn við vaxandi vandamál vegna flóttamanna og þannig mætti lengi telja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.