Morgunblaðið - 16.09.1986, Page 67

Morgunblaðið - 16.09.1986, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. SEPTEMBER 1986 67 16. skákin í heimsmeistaraeinvíginu: Kasparov vann í æsispennandi skák Skák Bragi Kristjánsson SEXTÁNDA skákin var tefld í heimsmeistaraeinvíginu í Len- ingrad í gær. Kasparov hafði hvítt og upp kom sama afbrigði í spænska leiknum og i 14. skák- inni, sem Kasparov vann. Heimsmeistarinn brá út af fyrr- nefndri skák í 18. leik og upp kom geysiflókin staða. Karpov tefldi af miklum krafti, fórnaði peði og fékk góð gagnfæri. Kasparov lagði þá út í kóngssókn sem ekki virtist þó mjög hættuleg við fyrstu sýn. Karpov gat unnið mann og erfitt er að segja um hvort Kasparov hefði fengið nægar bætur fyrir hann. í framhaldinu lék Karpov af sér drottningunni og gafst upp. Staðan sem upp kom í þessari skák var svo flókin, að ómögulegt er að fullyrða nokkuð um hvort djörf taflmennska heims- meistarans átti rétt á sér. Taugar áskorandans, Karpovs, þoldu hins vegar ekki álagið og hann lék af sér drottningunni. 16. skákin Hvítt: Kasparov Svart: Karpov Spænskur leikur 1. e4 Kasparov leikur kóngspeði eins og í 14. skákinni sem hann vann. 1. - e5, 2. Rf3 - Rc6 Karpov býður upp á spænska Ieikinn þrátt fýrir að Petrovs-vörn, 2. — Rf6 hafi gefist honum vel gegn Kasparov til þessa. Skýringin kann að vera sú að Petrovs-vörn leiðir oft til jafnteflislegrar stöðu en Kaipov þarf nauðsynlega á vinn- ingi að halda, því hann er tveimur vinningum undir í einvíginu. 3. Bb5 - a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. 0-0 - Be7, 6. Hel - b5, 7. Bb3 - d6, 8. c3 - 0-0, 9. h3 - Bb7, 10. d4 - He8, 11. Rbd2 - Bf8, 12. a4 - h6, 13. Bc2 - exd4, 14. cxd4 - Rb4, 15. Bbl - c5, 16. d5 — Rd7,17. Ha3 - c4,18. Rd4 I 14. skákinni lék Kasparov hér 18. axb5 — axb5, 19. Rd4 — Hxa3, 20. bxa3 — Rd3, 21. Bxd3 — cxd3, 22. Bb2 o.s.frv. Kasparov vann þá skák en hann er greinilega ekki ánægður með gang mála í henni. 18. - Df6, 19. R2f3 - Rc5 Karpov fórnar peði og fær í stað- inn mikið spil. 20. axb5 — axb5, 21. Rxb5 — Hxa3, 22. Rxa3 — Ba6, 23. He3 - Hb8, 24. e4 — dxe5, 25. Rxe5 - Rbd3, 26. Rg4 Hvítur setur á drottninguna á f6 og valdar um leið peðið á f2. 26. - Db6, 27. Hg3 Kasparov verður að tefla til sókn- . ar því Karpov hefur náð undirtök- unum á drottningarvæng. 27. -g6 Spurningin er hvort svartur getur leyft sér að leika 27. — Re4. Leið sú sem Karpov velur lítur vel út og virðist örugg. 28. Bxh6 - Dxb2,29. Df3 - Rd7 Ekki gengur 29. — Dxa3, 30. Rf6+ — Kh8, 31. Dh5! og svartur er varnarlaus, t.d. 31. — Hxbl+, 32. Bcl+ - gxh5 (32. - Kg7, 38. Re8 mát), 33. Hg8 mát, eða 31. — Bg7, 32. Dh4 o.s.frv. 30. Bxf8 - Kxf8 Nú er ljóst að hvíti riddarinn á a3 er dauðans matur en spurningin er hvort hvítur hefur nægilega sterka sókn. 31. Kh2! Otrúlegur leikur. Hvítur kemur m.a. í veg fyrir að svartur geti svar- að 32. Rh6 með Dcl+ ásamt — Dxh6. 31. - Hb3 Eftir 31. Dxa3, 32. Bxd3 — cxd3, 33. Rh6 — De7, 34. Hxg6 lendir svartur í erfiðleikum. 32. Bxd3 - cxd3? Karpov notaði 29 mínútur á þennan leik og átti því aðeins þijár mínútur eftir til að ná 40 leikja markinu. Ekki er annað að sjá en hann hafi orðið að leika 32. — Hxd3, 33. Df4 - Dxa3, 34. Rh6 - De7, 35. Hxg6 — De5, 36. Dxe5 (ekki 36. Hg8+ - Ke7, 37. d6+ - Hxd6, 38. Rf5+ — Kf6 og eftir drottningakaup verða biskup og Gary Kasparov riddari svarts ásamt c-peðinu of sterkir fyrir hvít) 36. — Rxe5, 37. Hxa6 — Hxd5 og svartur ætti að halda jafntefli. 33. Df4 - Dxa3, 34. Rh6 - De7, 35. Hxg6 - De5 Kaipov setti ailt traust sitt á þennan leik en nú á Kasparov ein- falda vinningsleið. 36. Hg8+ - Ke7, 37. d6+ Svona einfalt var það þá. 37. - Ke6 37. - Kxd6, 38. Rxf7+ eða 37. - Dxd6, 38. Rf5+ 38. He8+ - Kd5, 39. Hxe5+ - Rxe5, 40. d7 — Hb8, 41. Rxf7 og Karpov gafst upp. Staðan: Kasparov 9'/2 v. Karpov 6V2 v. „Manna sláturhús- ið frá degi til dags“ — segir Gunnar Páll Olason, slátur hússtj ór i á Kópaskeri „ÞAÐ HAFA alltaf skapast vand- Bæklingur fyrir for- eldra fatl- aðra barna LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp hafa gefið út upplýsingabækling fyrir foreldra fatlaðra barna. Bæklingurinn „I hnotskurn" inniheldur upplýsingar um rétt- indi og þjónustu við börn og ungmenni sem búa við fötlun eða langvarandi veikindi. í bæklingnum er getið í stuttu máli allra helstu atriða sem varða þjónustu hins opinbera og félaga- samtaka við fötluð börn og foreldra þeirra t.d. um greiningu eða mat á fötlun, starfsemi Svæðisstjóma um málefni fatlaðra, almannatrygging- ar, heilsugæslustöðvar, dagvistun, skólagöngu, félagslega þjónustu sveitarfélaga o. fl. Ekki er um tæm- andi upplýsingar að ræða, en í öllum , yppiíSM I tinOTSKURÍI \ 1 m Rf. rriMX oc HÓf&vns va> rORN OC. VNOMtXN! MM Si'.'A VW Í fOIWX KOA í.AN'tíV,ÁE.VN'Di VhiKSS’D tilvikum er þess getið hvar fá má frekari upplýsingar. Þetta er fýrsti bæklingur sinnar tegundar þar sem finna má á einum stað fróðleik af þessu tagi. Bækl- ingurinn sem er 28 bls. er tekinn saman af félagsráðgjöfunum Haf- dísi Hannesdóttur og Sævari Berg Guðbergssyni að tilhlutan Þroska- hjálpar. Hann verður fáanlegur á skrifstofu Landssamtaka Þroska- hjálpar, Nóatúni 17, hjá aðildarfé- lögum samtakanna, á skrifstofum Svæðisstjóma úm málefi fatlaðra á öllum átta þjónustusvæðum lands- ins, svo og á heilsugæslustöðvum og víðar þar sem foreldrar leita með börn sín. ræði varðandi mannaráðningar i sláturhúsið, en aldrei hefur það verið eins slænit og nú,“ sagði Gunnar Páll Ólason, sláturhús- sljóri á Kópaskeri, i samtali við Morgunblaðið. „Unga fólkið úr sveitunum er einfaldlega ekki lengur til staðar — það flyst suður fljótlega eftir að skyldunámi lýkur. Ég hef mannað sláturhúsið frá degi til dags, hringi út á kvöldin til þeirra sem hafa gefið kost á sér og stend svo við gluggann á morgnana til að vita hverjir mæta og það fólk hefur hjálpað upp á sem ekki er bundið við störf heima fyrir í sveitunum. Kópaskersbúar em yfirleitt ekki við störf í sláturhúsinu þar sem vinnan er aðeins tímabundin. Það fær sér frekar fasta vinnu og kemur því gott atvinnuástand nú í rækju- vinnslunni ekki sérstaklega við okkur. í sláturhúsinu em 106 stöð- ur en t.d. síðasta föstudag var ég aðeins með 94 nöfn.“ Slátmn hjá Kaupfélagi Norður- Þingeyinga á Kópaskeri hófst 11. september og er áætlað að henni ljúki 9. október. Alls á að slátra 26.500 fjár, þar af 2.000 fullorðnu. Guðjón sagði að milli 20 og 30 unglingar störfuðu nú í sláturhús- inu. Þeir hættu hinsvegar í næstu viku þar sem grunnskólar væm að byija. Guðjón sagðist hafa auglýst mikið eftir fólki en aðeins fengið átta starfsmenn út á það. FISKIDÆLUR SL0GDÆLUR • FLYGT dælir auð- veldlega vökva blönduðum fiskúr- gangi og slógi. • FLYGT hefur inn- byggðan hníf sem sker í sundur fiskúr- ganginn. = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER JO FÆRIBANDA- MÓT0RAR • Lokaðir.olíu- kældir og sjálfsmyrj- andi • Vatnsþétting- IP 66 • Fyllsta gang- öryggi, lítið viðhald = HEÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER AUÐVELD f NOTKUN OG ÞÆGILEG AÐ ÞRÍFA Sjón er sögu ríkari | Líttu á gripinn því hún fœst víða. 1. Hraðsuðukanna sem slekkur þegar sýður. 2. Einnig má stilla hana þannig að hún haldi hvaða hitastigi sem er frá 25° C og upp í suðu 100° C. r|pr|=t=i=|r| ÚTSÖLUSTAÐUR JU Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Raftækjadeild S. 10600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.