Morgunblaðið - 16.09.1986, Side 68
Uppboð auglýst
á 700 húseignum
í Lögbirtingablaðinu sem kem- I ekki fjölgað en hinsvegar hefur
ur út nk. föstudag eru auglýst uppboðum Qölgað þar sem sala fer
uppboð á 700 húseignum vegna | raunverulega fram.
vangoldinna fasteignagjalda.
Samtökin Lögvernd hafa sent
Steingrími Hermannssyni bréf
þar sem m.a. er vakin athygli á
þessum auglýsingum.
Að sögn Jónasar Gústafssonar
borgarfógeta er þetta svipaður
fjöldi sem auglýstur er og verið
hefur undanfarin ár eftir að beiðni
hefur borist frá Gjaldheimtunni um
mánaðamót júlí og ágúst vegna
ógreiddra fasteignagjalda. „Ég held
að þetta séu gegnumgangandi smá-
ar upphæðir," sagði Jónas. „Þetta
er svona á bilinu 1500-1600 krónur
upp í nokkurhundruð þúsund en
algengustu upphæðimar eru innan
við 10 þúsund, held ég.“ Hann taldi
að auglýsingum um uppboð hafi
Morgunblaðið/Sigurgeir
Vitinn nýstárlegi.
V estmannaeyjar:
Eyjólfur
Konráðí
prófkjörið
í Reykjavík
EYJÓLFUR Konráð Jónsson,
alþingismaður, hefur ákveðið
að gefa kost á sér í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík fyrir næstu al-
þingiskosningar.
Eyjólfur Konráð, sem verið
hefur þingmaður Norðurlands-
kjördæmis vestra frá 1974,
tilkynnti stjóm kjördæmisráðs-
ins þar þessa ákvörðun á
sunnudaginn. Hann sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að hann
vildi styrkja pólitíska stöðu sína
til framdráttar þeirri ftjálslynd-
isstefnu, sem hann hefði sett á
oddinn og barist fyrir. „Þess
vegna hef ég ákveðið að bjóða
mig fram í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík, þar sem
fylgi Sjálfstæðisflokksins er
mest ogtraustast," sagði hann.
Sjá: „Sókn úr vígi fijáls-
lyndis" á bls. 4.
Morgunblaðið/Helgi Bjamason
Kerin sett í Arnarflugsþotu á
Keflavíkurflugvelli og á innfelidu
myndinni hugar Ólafur Skúlason
framkvæmdastjóri Laxalóns að liðan
„farþeganna" í 30 þús. feta hæð yfir
Atlantshafi.
Laxaseiði með
flugi til Irlands
Fjórði vitinn á
nýja hrauninu
Vestmannaeyjum.
INNAN skamms munu ljós nýs
vita á Heimaey taka til við að
lýsa sæfarendum sem koma
austan að. Um þessar mundir
eru starfsmenn Vita- og hafn-
armálaskrifstofunnar að ganga
frá Ijóshúsi nýs vita austast á
nýja hrauninu, skammt norðan
við Prestavík. Þetta er fjórði
vitinn sem reistur er á nýja
hrauninu á árunum eftir gos.
Allir þrír fyrri vitamir sem
þama höfðu verið reistir, einn
þeirra raunar nokkurskonar hálf-
viti, höfðu orðið að láta undan
síga fyrir ágangi sjávar sem braut
landið undan þeim. Fyrsti vitinn
hvarf reyndar með öllu í hafið í
stórviðri fyrir nokkmm ámm.
Hinn nýi viti er nokkm fjær sjó
en hinir fyrri. Ljóshúsið er boltað
ofaná skemmtilega hannaða und-
irstöðu, breiðar skáhallar tröppur
með palli. Líkist vitinn eiginlega
ölympíueldi þar sem hann stendur
á rauðmalarkambi á hrauninu og
varpar geislum sínum út yfir haf-
ið. Þessi nýi viti verður raflýstur
og hafa starfsmenn Rafveitu
Vestmannaeyja unnið við að
leggja rafstreng út á hraunið, sem
einnig nýtist sorpbrennslustöð
bæjarins
frá.
sem þama er
skammt
- hkj
Dingle, írlandi, frá Helga Bjarnasyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
FISKELDISSTÖÐIN Laxalón í Reykjavík hefur selt 400 þús. sumaral-
in laxaseiði að verðmæti rúmlega 11 milljónir til fiskeldisstöðvar á
Irlandi. Seiðin voru flutt út í sérhönnuðum flutningskeijum í þotu
frá Arnarflugi á laugardag. Haft var á orði að liklega hefði Amar-
flug ekki áður flutt jafn marga „farþega" í einni ferð eða 400.004,
þ.e. seiðin og fjóra menn að auki.
Laxalónsmenn líta á þennan út-
flutning sem tvíþætta tilraun.
Flutningsmátinn er nýr þ.e. flugið
og flutningskerin, en viðtakandinn
kaupir þau með og notar síðan sem
eldisker í stöðinni. Þá er það einnig
óvenjulegt að flutt séu út smáseiði.
Eftir að seiðaútflutningur Islend-
inga hófst að nýju fyrir þremur
árum hafa eingöngu sjógönguseiði
verði flutt út og alltaf með tankskip-
um. „Þetta er mikilvæg tilraun,"
Flugatvikið yfir Austurlandi:
Vélarnar svo nálægt
að lá við stórslysi
— segir flugstjóri bresku þotunnar
FLUGSTJÓRI brezku júmbóþotunnar, sem nærri var lent í
árekstri við SAS-þotu yfir Austurlandi, segir í skýrslu um atvik-
ið að flugvélamar hafi verið mjög nálægt hvor annarri er þær
mættust og að legið hafi við stórslysi er leiðir þeirra skárust.
Nær 600 manns voru í flugvélunum tveimur.
Ian J. Basnett, flugstjóri Bo-
eing-747-þotu British Airways,
segir DC-8 þotu SAS hafa verið
15 metrum neðar og 60-90 metra
hægra megin við sína fiugvél er
þotumar mættust. Hann tekur
fram að enginn tími hafí gefíst
til aðgerða til að forða slysi, svo
skyndilega hafí atvikið borið að.
Flugvélamar voru báðar á um 900
km/klst hraða er þær mættust
og nálguðust hvor aðra því sem
nemur 500 metrum á sekúndu eða
30 kílómetra á mínútu.
I skýrslu Eric Qvist, flugstjóra
SAS-þotunnar, segir að stutt hafí
verið á milli flugvélanna er þær
mættust í sömu flughæð. Þær
voru báðar ofar skýjum, en mistur
var í lofti og segir brezki flugstjór-
inn að mjög erfítt hafí verið að
gera sér grein fyrir skyggni þar
sem hann hafi flogið mót sólu.
Báðir taka flugstjórarnir fram að
um árekstrarhættu hafí verið að
ræða og strika yfír orðið „flugum-
ferðaratvik" í sérstökum reit á
skýrslublaðinu, þar sem þeir eru
beðnir að lýsa tegund atviks.
Sjá útdrátt úr skýrslum flug-
slysanefndar á bls. 64 og 65:
„Misræmi milli fréttatilkynn-
ingar samgönguráðuneytis og
skýrslu flugslysanefndar“ og
fleiri fréttir úr skýrslunum.
sagði Ólafur Skúlason fram-
kvæmdastjóri Laxalóns í samtali
við blaðamann Morgunblaðsins,
„því ef þetta reynist vel höfum við
möguleika á að flytja gönguseiðin
út á þennan hátt í framtíðinni þó
ef til vill verði bannað að flytja
seiði út með skipum."
Seiðin voru 14 tíma á leiðinni.
Þau voru sett í kerin í útibúi Laxa-
lóns að Fiskalóni í Ölfusi aðfaranótt
laugardags. Þaðan voru þau flutt
með vörubílum til Keflavíkur þar
sem Boeing 737 þota Arnarflugs
tók við þeim og flutti til Shannon-
flugvallar á írlandi. Frá Shannon
fóru seiðin á flutningabíl sem fór
með þau til stöðvarinnar sem er
skammt frá Dingle í Kerry-héraði
á suðvestur Irlandi.
Flutningurinn gekk þokkalega
og var Ólafur ánægður með ástand
seiðanna á áfangastað. 'Einhver af-
föll urðu eftir flutninginn og fyrstu
dagana, en að sögn Ólafs er þó
ekki hægt að gera dæmið endanlega
upp fyrr en að nokkrum tíma íiðn-
um.
Óðinn sendi
Týtil hafnar
VARÐSKIPIÐ Óðinn sendi í
gær vélbátinn Tý, 37 tonna bát
frá Sauðárkróki, til hafnar þar
sem aðeins vélstjórinn var með
réttindi og hinir þrír skipverjamir
óskráðir. Reyndar virtist ekki ljóst
hver var skipstjóri um borð sam-
kvæmt upplýsingum Landhelgis-
gæslunnar.