Morgunblaðið - 01.10.1986, Síða 26

Morgunblaðið - 01.10.1986, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986 Finnskir græningj- ar stofna ekki flokk Hclsinki, frá Lars Lundsten, fréttarítara Morgunbladsins. FINNSKIR græningjar héldu um helgina þing og var þar ákveðið að stofna ekki formlegan græningjaflokk. Tvær græningjar sitja nú á 200 þingsæta þjóðþingi Finna. Hreyfingin hefur ekki formlegt skipulag og mörgum græningjaforingjum hefur þótt brýn nauðsyn að koma á einhvers konar skipulagi til að missa ekki fylgi i þing- kosningunum í vor. Græningjahreyfingin hefur frá upphafi verið nokkurs konar mót- mælahreyfing og andvíg stjómar- háttum. Þeir, sem ekki vilja stofna flokk græningja, segja að styrkur hreyfingarinnar felist í því að gefa öllum tækifæri til að taka þátt í starfí hennar. Samkvæmt þeim er formlegur flokkur ávallt háður leið- togum sínum. Engu að síður var u.þ.b. þriðj- ungur þátttakenda á landsmótinu þessa helgi hlynntur því að stofna flokk. Þetta getur haft í för með sér að hreyfíngin klofni. Þá er mjög líklegt að græningjar tapi þingsæti hvort sem fylgi þeirra eykst eða minnkar. París: Enn fjölgar fórnar- lömbum hryðjuverka Parfg, AP. UNG kona lést í gær af völdum sára er hún hlaut þegar sprengja sprakk fyrir framan fataverslun í París þann 17. september. Fórn- arlömb sprengjutilræðanna í París í septembermánuði eru þvi orðin tíu talsins. Sprengjutilræðið fyrir utan versl- unina kostaði sex manns lífíð en 35 særðust þar af 24 alvarlega. Vitni kváðust hafa séð mann kasta sprengju út um glugga á BMW- bifreið sem ók framhjá versluninni. Maðurinn reyndist vera Emile Abd- allah en samtökin sem báru ábyrgð Tækniafrek Símamynd/AP Hátt yfir Norðursjó gnæfir þetta mannvirki, sem Hollendingar hafa reist til að veija land ágangi sjávar. Þegar hvessir falla gríðarstórar lokur að stöfum en vamargarðurinn er um sex kUómetrar að lengd. Margir telja þetta eitt hið glæsilegasta mannvirki á sviði tækni og verkfræði sem reist hefur verið. á sprengingunni höfðu krafíst þess að bróðir hans yrði látin laus úr fangelsi. Frönsk yfírvöld leita nú Emile Abdallah og þriggja bræðra hans. Þeir segjast hins vegar hafa verið í Líbanon þegar atburðurinn gerð- istv í gær sendi Jóhannes Páll páfí II sendi frönsku þjóðinni samúðar- kveðjur og kvaðst biðja þess að lát yrði á hermdarverkum þessum. Páfí mun koma í heimsókn til Frakklands í næstu viku. Finnland: Beðið eftir uppstokkun í stjórnarsamstarfinu Indversk flugvél hætt komin í flugtaki Nýju Delhi, Indlandi, AP. NÍU SLÖSUÐUST þegar farþega- vél frá Air India með 195 manns innanborðs hætti við flugtak á síðustu stundu og lenti utan flug- vallar. Vélin var komin á mikla ferð, þegar flugstjórinn veitti því athygli að eldur var laus í vinstri vélar- hreyfli. Vélin skemmdist mjög mikið, en AP-fréttastofan telur að með snarræði hafí flugstjórinn komið í veg fyrir hörmulegt slys. Þetta gerðist á flugvellinum í Madr- as, en þaðan var vélin að fara til Bombay. Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Finnskir jafnaðarmenn og hægri- menn í Kokoomus-flokknum hafa komið mörgum á óvart með yfirlýs- ingum um að flokkamir tveir gætu mjmdað ríkisstjóm saman eftir næstu þingkosningar sem haldnar verða í mars 1987. Undanfarin tutt- ugu ár hefur það fyrirkomulag ríkt að jafnaðarmenn hafa myndað ríkissjóm með Miðflokknum og nokkrum smáflokkum. Stundum hefur Kommúnistaflokkurinn einn- igtekið þátt í stjómarsamstarfinu. Nú virðast kratar vera orðnir leiðir á því að formaður miðflokks- ins, Paavo Váyrynen utanríkisráð- herra, gerir allt til þess að búa sig undir forsetakosningamar 1988. Váyrynen er sá eini, sem hingað Morgunblaðsins. til hefur boðið sig fram. En hann hefur einnig talað um að starfa með hægri mönnum f ríkisstjóm eftir þingkosningamar. Hingað til hafa jafnaðarmenn oft * getað látið Kommúnistaflokkinn SvíblÓðl vega upp á móti Miðflokknum. En ---------ö-------* nú er Kommúnistaflokkurinn end- anlega klofnaður og getur varla komið til greina í ríkisstjóm. Hægrimenn hafa ekki setið í ríkisstjóm undanfarin tuttugu ár, þrátt fyrir að Kokoomus sé næst- stærsti flokkurinn á þingi. Ef samstarfi milli Miðflokks ogjafnað- armanna er að ljúka getur verið að kominn sé tími til að stofna nýja samsteypustjóm. En einnig er líklegt að kratar og miðflokksmenn geti notað hægrimenn einungis sem vopn í valdabaráttunni þeirra á milli. Ný tilskipun sovéska kommúnistaflokksins. Dregið úr viðskiptahöftum Hoakvu, AP._ STJÓRNVÖLD í Moskvu eru um þessar mundir að draga úr höft- nm á viðskiptasviðinu. Sovésk fyrirtæki fá nú frjálsari hendur en áður til að versla milliliðalaust við erlend fyrirtæki. Sam- kvæmt nýju fyrirkomulagi, sem kynnt var I síðustu viku, þurfa 90 sovésk fyrirtæki og stofnanir ekki lengur að bera samninga undir ráðamenn í því ráðuneyti sem fer með utanríkisviðskipti. Að auki er ráðgert að samvinna í iðnaði og tækni milli fyrirtækja í Austur-Evrópu verði aukin. Að sögn vestrænna stjómar- erindreka í Moskvu virðist sem hið nýja fyrirkomulag muni ekki ná til fyrirtækja í olíuiðnaði en þaðan koma mestu gjaldeyristekj- ur Sovétmanna. Þær tekjur eru síðan nýttar til kaupa á vélum og tækjum til iðnframleiðslu. Nú er málum svo háttað að öll viðskipti Sovétmanna við ríki á Vesturlöndum og önnur ríki Aust- ur-Evópu fara fram í gegnum hinar ýmsu deildir innan ráðu- neytisins sem fer með utanríkis- viðskipti. Deildir þessar eru ótalmargar og annast hver þeirra viðskipti með ákveðna vöruflokka allt frá kavíar og vodka til stór- virkra véla. Þannig geta erlend fyritæki, sem hafa hug á að selja sovéskum samykjubúum drátta- vélar, ekki snúið sé beint til samyrkjubúanna. Samningamir verða að fara fram í gegnum við- skiptaáðuneytið og þá deild þess sem sér um innflutning á dráttar- vélum. Á sama hátt þarf viðeig- andi deild að samþykkja allan innflutning sovéskra fyrirtækja. Samkvæmt tilskipun sovéska kommúnistaflokksins munu 90 fyrirtæki fá leyfí til að versla milliliðalaust við erlend fyrirtæki. Reglur þessar munu taka gildi um næstu áramót. Vestrænir sendi- menn segja að fyrirtækin fái ekki algjörlega frjálsar hendur því í tilskipuninni sé gert ráð fyrir að sett verði á stofn ný stjómar- nefnd, sem annist öll utanríkisvið- skipti. Aðstoðarutaníkisráðherra verður formaður hennar og emb- ættismenn sem nú starfa við utanríkisverslun munu einnig koma til með að sitja í henni. Opinberir starfsmenn í verkfall Frá Erik Liden, fréttaritara Morgnn- bladsins í Svíþjóð. VERKFALL 18.000 opinberra starfsmanna í Sviþjóð hófst um hádegisbil i gær. Meðal þess sem lamast er starfsemi sjúkrahúsa, bamaheimila, toll- og póstþjónustu og samgöngur. Talið er líklegt að fleiri opinberir starfsmenn hefíi verkfall á morgun. Talsmenn þeirra halda því fram, að reynt verði að láta almenning líða sem minnst fyrir aðgerðimar, en sagt hef- ur verið í gamni og alvöru, að verkfall stöðumælavarða í Stokkhólmi sé hið eina jákvæða í þessu verkfalli. Samningaviðræður milli ríkisvalds- ins og opinberra starfsmanna, sem eru um 1,3 milljónir í Svíþjóð, hafa staðið yfír í marga mánuði og hafa þær strandað á kröfu opinberra stíirfs- manna um sambærilegar launahækk- anir við það, sem gerist í einkageiran- um. Ríkisstjóm jafnaðarmanna segir slíkt óaðgengilegt og leiðtogar ýmissa verkalýðsfélaga segja óréttlátt að op- inberir starfsmenn fái jafnhá laun og þeir sem starfa í einkageiranum, þar sem afkoma öll er ótryggari. Verk- fallið er talið kosta ríkissjóð um 1 milljarð sænskra króna (tæpl. 6 millj- arða Isl kr.) á viku. # ÁiFABORG ? rr~ Byqqinqadeild með NÝTT NAFN w ivicirmari • Baðinnréttingar áður Nýborg — nú Alfaborg... • Þakrennur Á sama stað: SKÚTUVOGI4 Með sama símanúmer: 68 67 55

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.