Morgunblaðið - 01.10.1986, Side 27

Morgunblaðið - 01.10.1986, Side 27
Hildur Jónsdóttir og Sigríöur Sveinsdóttir, startsmenn innanlandsdeildar Samvinnuferða-Landsýnar, fá knöttinn áritaðan. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986 Þing breska Verkamannaflokksins: Róttæklingar reknir úr V erkamannaf lokknum London, frá Valdimar Unnari Valdimarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÁKVEÐIÐ var á landsþingi breska Verkamannaflokksins, sem nú er haldið í Blackpool, með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða að reka úr flokknum átta róttæka vinstrisinna, sem staðið hafa í forsvari fyrir flokksdeild- ina í Liverpool. Brottrekstur þessi hefur lengi verið á döfínni og kom fáum á óvart. Róttæklingamir átta höfðu verið sakaðir um margvísleg brot á flokksreglum og fór ekki hvað síst fyrir bijóstið á mönnum stuðningur þeirra félaga við „Militant Tend- ency“, byltingarsinnaða hreyfíngu sem víða um land hefur haft sterk ítök í flokksdeildum Verkamanna- flokksins. Forysta flokksins, með Niel Kinnock í fararbroddi, hefur skorið upp herör gegn þessari hreyfíngu og hyggst gera hana með öllu áhrifalausa innan flokksins. Brottrekstur róttæklinganna átta er liður í þeirri viðleitni ríkjandi afla innan Verkamannaflokksins að auka sigurlíkur flokksins í næstu þingkosningum, sem ef til vill verða haldnar þegar á næsta ári. Hefur Niel Kinnock til dæmis oft líkt „Militant Tendency" við illkynja æxli, sem Verkamannaflokkurinn Miami: Komið upp um kókaín- smyglara Miami, AP. KOMIST hefur upp um gífurlegt kókainsmygl i Bandarikjunum og hafa 22 starfsmenn Eastern Airlines-flugfélagsins og einn starfsmaður Mexicana-flugfé- lagsins verið handteknir í sambandi við það. Talið er, að mennimir 23 hafí smyglað kókaíni fyrir einn milljarð dollara til Bandaríkjanna um flug- völlinn í Miami en bandaríski saksóknarínn Leon Kellner kvaðst ekki búast við, að eiturlyfjafram- boðið minnkaði mikið þótt þessi lindin þomaði. Enn er leitað nokk- urra manna, sem tengjast þessu máli. Smyglið fór þannig fram, að ferð- atöskum með kókaíni var komið um borð í flugvélar í Kólombíu og á flugvellinum á Miami sáu starfs- menn Eastren Airlines um að koma þeim undan. Talið er, að á þeim tíma, sem smyglhringurinn starf- aði, hafi hann smyglað til Banda- ríkjanna um íjórðungi alls þess kókaíns, sem þangað kemur. verði að skera burt vilji flokksmenn eygja möguleika á sigri í komandi kosningum. Landsþing breska Verkamanna- flokksins lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum að víkja úr flokknum róttæklingunum frá Liverpool og má segja að þetta sé að ýmsu leyti táknrænt fyrir það sem ríkjandi öfl í flokknum leggja nú áherslu á. Leynt og ljóst virðist stefnt að þvf að stinga undir stól því sem talist getur vinstri róttækní til að styggja ekki þá fjölmörgu kjósendur sem staddir eru nærri miðju hins póli- tíska liti-ófs. Verkamannaflokkur- inn þarf á stuðningi þessa hóps að halda í næstu kosningum og bera ýmsar áherslur flokksins og athafn- ir þess glögglega vitni á hvaða mið er nú reynt að róa. Róstur við minningarathöfn Hundruð námuverkamanna trufluðu í síðustu viku minningarat- höfn um þá 177 menn sem fórust i námuslysi í Evander í Suður-Afríku. Mennimir sungu baráttusöngva af þvílíkum krafti að oftlega heyrðist ekki hvað þeir sem fluttu minningar- ræðurnar sögðu. Skipt um sovézkan sendiherra í Sýrlandi Moskvu, AP. SOVÉTSTJÓRNIN hefur tilnefnt nýjan sendiherra sinn í Sýrlandi. Sá heitir Alexander Dzaskoov og er starfsmaður stofnunar, sem fer með málefni Afríku og Asíulanda með það að markmiði að efla traust og samskipti Sovétríkjanna og landa þriðja heimsins. Ekki er tekið fram hvert fráfarandi fulltrúi Sov- étríkjanna í Damaskus verður fluttur. vm-Mum Hérer JUVIHTUS FÓTBOITI sem þú getur eignast! Samvinnuferðir-Landsýn annast móttöku og umsjón með íslandsdvöl Juventus-liðsins og hátt í 300 áhangenda þess. Og nú bregðum við á leik með hjálp Juventus-leikmanna og bjóðum öllum krökkum á aldrinum 2ja-15 ára, sem ekki komast á völlinn, að senda okkur línu og freista þess að hreppa í staðinn fótbolta sem allir leikmenn Juventus hafa áritað. Við drögum eitt nafn úr pottinum - og Valur-Juventus verður ekki síður spennandi fyrir þá sem heima sitja. Sendið okkur linu eða úrklippuna hér að neðan, og setjið í póst fyrir næstu helgi. Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 • Símar 91-27077 & 91-28899 Nafrv. Heimili: I Staður:. Sími: Ég er á aldrinum 2ja-15 ára - og komst ekki á leikinn Valur-Juventus. Vinsamlegast sendið mér Juventus-boltann, | mérað kostnaðarlausu, ef mitt nafn verður dregið út. m.'mt sm ^ m m m m m m m m M

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.