Morgunblaðið - 01.10.1986, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 01.10.1986, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1986 Bretavinna í Öskjuhlíðinni Fylgst með upptöku á „ Tilburyu Sviðið er Öskjuhlfðin sunnanverð á hráslagalegu mánudagssíðdegi, snemma hausts. Blaðamaður Morgunblaðsins hefur leitað skjóls í varðskýli breska hersins og horfír á herflutningabifreið spóla í eðj- unni fyrir utan. Hermenn gráir fyrir jámum eru á voki milli sandpokavirkjanna. Á klöppunum fyrir ofan gína kjaftar loftvamarbyssanna mót himni. Undir stórum steini standa tæknimenn Sjónvarpsins f skjóli undan úrhellinu, og ræða sín í milli. Allt í einu kallar Viðar Víkingsson leikstjóri: „Við skulum byija að æfa“ og vígalegur herflokkur gengur í takt niður brekkuna með tilheyrandi hrópum og köllum. Allt á þetta sér eðlilega skýringu: Nú standa yfír tökur á sjónvarpsmyndinni „Tilbury" sem Viðar Víkingsson hefur skrifað eftir samnefndri smásögu Þórarins Eldjáms. í Öskjuhlíðinni hafa Sjónvaips- menn reynt að endurskapa anda stríðsáranna, með ýmsum hergögnum. „Við erum að taka hér nokkur atriði sem gerast þegar söguheljan, ungur sveita- strákur, kemur til borgarinnar og byijar f „bretavinn- unni“,“ segir Viðar þegar hann gefur sér tíma til að spjaila við blaðamann. „Myndin fjaliar öðrum þræði um umrót stríðsáranna, séð með augum þessa unga pilts. Inn í söguna blandast einnig stef úr þjóð- sögunum, en heiti myndarinnar er sótt í söguna af Tilbera." Viðar segir sögu Þórarins hafa breyst nokkuð í förum úr máli yfír í myndmiðilinn. Spunn- ið var við söguþráðin og í stað athugasemda sögumanns munu áhorfendur sjá atburði með hans augum. Aðalhlutverk „Tilbury“ er f höndum Kristjáns Franklín Magnús, en með önnur hlutverk fara Karl Ágúst Úlfsson, Helga Bemhard, Erla Skúladóttir og Eric Anderson. Viðar skrifar handrit og stýrir myndinni, Öm Sveinsson er kvikmyndatökumaður og Gunnar Baldursson gerir ieikmyndina. Það rignir eins og helt sé úr fötu á sjónvarpsmenn- ina. „Það gerir ekkert til" segir Viðar aðspurður hvort regnið setji ekki strik í reikninginn. „Þessi atriði eiga að vera svolítið drungaleg, og á meðan ekki rignir á linsuna skiptir veðrið okkur ekki máli. Annars voru þeir búnir að lofa okkur sunnanátt, en ég sé ekki betur en að hann sé að austan." Viðar telur söguna spennandi og skemmtilega, þótt fyndn- in beri keim af „gálgahúmor." „Þetta ætti að verða svona grínagtug draugasaga" segir Viðar, en hann leikstýrði einmitt Krisfjáni Franklín í myndinni „Draugasögu" sem sjónvarpið sýndi fyrir tveimur ámm. „Þetta verður ekki mynd um stríðið og hemá- mið, eða „períódumynd" eins og Atómstöðin. í þessari mynd verður skírskotunin til þjóðsögunnar leiðandi stef.“ Julian Lennon Hefur kornist áfram á eigin verðleikum Julian Lennon fékk gífurlega mikla athygli fyrir tveimur árum, þegar hann gaf út Valotte, sína fyrstu breiðskífu, og eftir að „Stick Around" kom út hefur vinur- inn haft í mörg hom að líta. Eftir fyrstu plötuna efaðist fólk. Spumingar eins og getur hann fet- að í fótspor föður sfns? eða er hann aðeins að nota eftimafnið sér til framdráttar? sköpuðu deilur um framtíð Julians sem tónlistarmanns. Julian sagði að skffan og einkum hljómleikaforin, sem fylgdi í kjölfar- ið, hafí aflað honum virðingar og það sem væri meira virði, hann væri hann sjálfur. „Það að fara upp á svið, gera hlutina og vera þess meðvitandi að ég gæti það, jók sjálfsöiyggið." Það var greinilegt að Julian hafði aflað sér fylgis upp á eigin spýtur og eftir fyrstu hljóm- leikana skrifaði einn gagmýnand- inn:„Þegar hann og hljómsveitin hneigðu sig í lokin fyrir þakklátum áhorfendum mátti sjá á brosi hans að hann vissi að hann hafði komist áfram á eigin verðleikum." Á fyrstu skífunni vom m. a. top- plögin „Valotte" og „Too Late For Goodbyes" og á þeirri nýju „Want Your Body“ og „Stick Around." Julian hefiir haft nóg að gera í upptökum, viðtölum og sjónvarps- þáttum. „Sumir halda að ég sé góður strákur sem semji góð lög. Aðrir halda mig enn ríka, snobbaða krakkann, sem lifir á nafninu. Satt best að segja líður mér undarlega, þegar fólk segir:„Mér fellur tónlist þín vel í geð og einnig föður þíns, en þú syngur betur." Enn veit ég ekki hvemig á að taka svona.“ Þjálfaðir í göngu á tveimur dögum Hermennimir skunda til og frá samkvæmt skipun- um leikstjórans. Búningar þeirra virðast ósviknir, og em það reyndar því Sjónvarpið fékk þá að láni ftá Bretlandi. Sá sem ber ábyrgð á því að leikaram- ir hreyfí sig eins og sönnum hermönnum sæmir er Eric Ánderson, sem hefur verið búsettur á íslandi undanfarin 7 ár. Eric ætti að kunna til verka því hann var í Skoska varðliðinu (Scottish Guards) um átta ára skeið og hafði m.a. með höndum þjálfun nýliða í hemum. „Hér fékk ég tvo daga til að ljúka þjálfun sem tekur margar vikur í hemum" segir Eric. „En leikaramir vom fljótir að læra og gera þetta ákaflega vel.“ í myndinni leikur Eric Guy Gaddwick, skoskan liðþjálfa sem stjómar vinnu íslendinganna. „Ég segi nokkrar setningar í einu atriðanna. í öðm á ég að reiðast söguhetjunni þegar hann slettir óvart mold á stígvélin mín sem em fínpússuð. Þetta er frnrn- raun min á leiklistarsviði, þó tók ég þátt í flutningi ópera í Covent Garden á meðan ég var i hernum. Þá vomm við hermennimir notaðir í ópemuppfærsl- um þegar vantaði menn í aukahlutverk sem kynnu að ganga í takt.“ Við slítum talinu, því það er komið að Eric að æfa atriði þar sem hann leiðir flokk hermanna. Þegar blaðamaður hverfur af vetvangi er ellimóður herflutningabill með tvo leikara innanborðs að erfiða upp brekkuna á meðan leikstjórinn og kvikmynda- tökumaðurinn hlaupa til og frá og gefa bendingar. Hermennimir axla riflana og ganga í fylkingu á móti bifreiðinni. Gestimir á Hótel Loftleiðum hljóta að nudda stýmmar tvisvar úr augunum ( fyrramál- ið, hugsar blaðamaður, þegar hann hverfur úr stríðsástandi i Öskjuhlíð til hins daglega amsturs. COSPER 9366 22—■ u (^Kotst6*u- ÍSS55®* — Konan mín er f sfmannm. Geturðu ekki sagt já, elskan1 nokrum sinnum á meðan ég skrepp f kaffí? (réttuin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.