Morgunblaðið - 09.10.1986, Síða 13

Morgunblaðið - 09.10.1986, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 13 Gámasölur í Bretlandi: 67,50 krónur fyrir ýsuna GÁMAFISKUR var seldur í Bretlandi fyrir samtals 35,6 milljónir fyrstu þijá daga vik- unnar. Meðalverð fyrir þorsk og ýsu var nokkuð mismun- andi eftir dögum. Hæst meðalverð var á mánudag, 67,52 fyrir ýsu og þorsk 60,54. Á mánudag voru alls seldar 221,8 lestir af gámafíski fyrir samtals 13.555.400 krónur. Meðalverð var 61,10.144,8 lest- ir voru af þorski á 60,54 krónur að meðaltali og 25,9 lestir af ýsu á 67,52. A þriðjudag voru seldar 327,7 lestir að verðmæti 17.849.600 krónur, meðalverð 54,46. 236,7 lestir voru af þorski að meðaltali á 52,04 krónur og 40,5 lestir af ýsu á 64,72. Á miðvikudag voru seld- ar 70,3 lestir á samtals 4.219.200 krónur. Meðalverð var 60,01 króna. Af þessu voru 37,9 lestir af þorski að meðal- tali á 57,87 krónur og 17,8 lestir af ýsu á 59,96. Á miðvikudag seldi Þorri SU 63,6 lestir, mest þorsk og ýsu í Grimsby. Heildarverð var 3.694.200 krónur, meðalverð 58,06. Félag frímerkja- safnara: „Reykjavík 86“ - frímerkjasýn- ing 9.-12. okt. Dagnr frímerkisins I dag FÉLAG frímerkjasafnara heldur frímerkjasýninguna „Reykjavík ’86“ dagana 9.-12. október í húsa- kynnum Landssambands íslenskra frímerkjasafnara að Síðumúla 17 í Reykjavík á 2. hæð í vesturenda. Á sýningunni verð- ur reynt að hafa sem mesta fjölbreytni í söfnum. Verða m.a. sýnd tegundasöfn, sem sýna fugia, dýr, skip, bíla o.s.frv. Þá verður lítill samkeppnisdeild og þar sýnd flugsafn, spjaldbréfa- safn og átthagasafn úr Hafnar- firði. Loks verða sýnd póstkort með myndum frá Reykjavík á ýmsum timum. Aðgangur að sýningunni er ókeypis, en sýningargestir eiga þess kost að kaupa póstkort með mynd af ýmsum póststimplum frá Reylgavík. Er upplagið tölusett og takmarkað. Kortin gilda sem happ- drættismiðar. Vinningurinn er frímerkjasafn, sem sýnt verður í ramma nr. 1 á sýningunni og heitir „Reykjavík 200 ára“. Sunnudaginn 12. október verður skiptimarkaður í félagsheimili Fé- Iags frímerkjasafnara í Síðumúla 17 og verður hann haldinn á milli kl. 13.00 og 16.00. Allir eru vel- komnir á markaðinn, jafnt félags- bundnir sem ófélagsbundnir frímerkj asafnarar. Dagur frímerkisins 1986 er í dag og verður af því tilefni stefnt að því að koma upp á vegum félagsins sýningum á frímerkjum í gluggum verslana og pósthúsum. í dag verð- ur sýningin opin frá kl. 18.00 til 22.00, 10. okt. kl. 17.00 tii 21.00, 11. okt. kl. 13.00 til 20.00 og 12. okt., sem jafnframt er síðasti sýn- ingardagur, er opið frá 13.00 til 19.00. Fréttatilkynning Allar frekari upplýsingar og innritun í súna 10004/21655/11109 MÁLASKÓLI RITARASKÓU i rnir ÁNANAUSTUM 15 Nýja áfangakerfið sem við tókum upp um áramótin auð- veidar nemendum að meta ftamfarir við tungumáianámið. Áfangarnir eru tjórir: bvriendur. lærlingar, sveinar og meistarar. Námskeiðin sem nú fara í hönd eru í a) og c) fiokkum allra áfanganna. Ef þú veist lítið um raunveru lega kunnátm þína í tungu- málinu leysa stöðuprófin úr þeim vanda. Strax í fyrsta bjóðum við uppá stöðupróf fýrir þá sem vilja. Góð málakunnátta er íslend- ingum alger nauðsyn — en hvem- ig náum við bestum árangri? Fyrst er að hugsa málið, síðan hringja til Mímis. Múnir hefur um langt árabil sérhæft sig í vönduðu tungumálanámi og kappkostað að tryggja nemandanum bestu fáanlegu kunnáttu á sem skemmstum túna. Áratuga reynsla og ánægðir nem- endur em besta auglýsingin. Enska Þýska Franska Spænska Danska ítalska íslenska fyrir útlendinga Kennt er tvisvar í viku, tvær klukkustundir í senn. Öll námsgögn eru innifalin f nám- skeiðsgjaldi og við bjóðum uppá veitingar í friminútum. Öllum d) námskeiðunum lýkur með prófi í apríl og þá útskrifúm við fýrstu lærlingana, sveinana og meistarana! tima Manudaga - fimmtudaga Tímar: 18.30- 22.30 20.30- 22.30 Enska, síðdegistímar 13-15 20. október til 4. desember Vilm læra önnur mngumál en þau sem hér em nefnd? Látm það ekki aftra þér frá því að grípa til símans - hringdu tii okkar og berðu fram óskir þínar. Við reynum að koma til móts við alla. 10% afsláttur gildir fyrir hjón, systkini, ötyrkja, ellilífeyrisþega og félagsmenn Stjórnunar- félagsins. Munið: starfs- menntunarsjóðir rikisins og Reykjavíkurhorgar taka þátt í að greiða námskeiðsgjöld sinna félagsmanna á námskeiðum Mimis. FRYSTIKISTUR SPAÐU I VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ 200 litra. kr. 22.000 250 lítra kr. 24.400 300 lítra kr. 25.000 350 lítra kr. 26.080 410 lítra kr. 20.080 510 lítra kr. 33.000 FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 91-84670 # Innrabyrði úr hömruðu áli # Lok með ljósi, læsingu, jafn- vægisgormum og plastklætt # Djúpfrystihólf # Viðvörunarljós # Kælistilling # Körfur # Botninn er auðvitað frysti- flötur ásamt veggjum iggHb—^ o

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.