Morgunblaðið - 09.10.1986, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.10.1986, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 Tarkowsky-myndin Fórnin Draumar, heimsendir og* íslensk völva Sovéski kvikmyndaleikstjórinn, Andrei Tarkowsky, með áritaða mynd af húsinu sem atburðir Fómarinnar gerast í. Útitaka: Annað skot á snjóinn eftir nöktum fótum barns. Lítill drengur bíður eftir föður sínum; hinn sex ára gamli Tommi er með hræðilegt kvef. Mikill undirbúningur. Draumar. Myndavélinni er beint að blautri forinni á jörðinni. Tarkowsky leggur niður dagblöð, rífur myndir úr bók af sænska heimskautafaranum Nordenskjöld, setur útlenskar myntir í hrauk. Myndavélin á að fara yfir þetta. „ A þetta að tákna eitthvað,“ spyr einhver. „Tákna?“ svaraði Tarkowsky og brosir. „Ekki spyrja mig. Hvernig á ég að vita það? Þetta er það sem draumar eru gerðir úr ...“ Um næstu helgi verður frumsýnd í Háskólabíói sænska myndin Fómin eftir sovéska kvik- myndahöfundinn Andrei Tarkowsky. Guðrún Gísladóttir leikkona, sem fer með hlutverk í myndinni, átti frumkvæðið að því að fá myndina hing- að til lands í tilefni fundar þeirra Ronalds Reagan og Mikhails Gorbachev í Reykjavík. Haft var samband við dreifingaraðila Tarkowskys í Svíþjóð og fékkst myndin hingað í örfáa daga til sýningar. „Það er tilvalið að sýna hana hér núna þegar þessi stórveldafundur stendur yfir, “ sagði Guðrún Gísladóttir í samtali viðMorg- unblaðið. Myndin segir frá mögulegum heimsenda af völdum kjamorkunnar, en honum er afstýrt meðal annars af völu frá fslandi. Og kannski er þetta eina tækifærið Rætt við Guðrúnu Gísla- dóttur sem fer með hlutverk í Fórninni og fjallað um Tarkowsky og mynd hans sem Gorbachev hefur til að sjá myndina. Tarkowsky, sem naut mikilla vinsælda í heimalandi sínu, segir að þó hann hafi gert mynd í Sviþjóð, sé það samt sem áður rússnesk mynd fyrir rússneska áhorfendur. Þeir hafa bara ekki tækifæri til að sjá hana i bili. Það væri gaman ef þeir Reagan og Gorbachev skelltu sér i bíó um helgina og fengju sér popp. Tarkowsky gerði Fómina í Svíþjóð á síðasta ári, en með helstu hlutverk í henni fara Erland Josephson, Susan Fleetwood, Sven Wollter, Valérie Mariesse, Allan Ed- wall og Guðrún Gísladóttir, sem leikur hina áðumefndu íslensku völu. Kvikmyndatöku- maður er Sven Nykvist. Tarkowsky stóð í stappi við sovésk jrfírvöld um að fá ungan son sinn yfir til Vesturlanda á meðan á kvikmyndatökunni stóð. Skömmu seinna fékk hann að vita að hann væri haldinn krabbameini. Honum var vart hugað líf sl. vor, og héldu menn að Fómin yrði hans síðasta mynd. Mitterrand Frakklandsforseti gekk á endanum í það að fá son Tarkowsk- ys sendan til föður sins eftir að uppvíst varð um krabbameinið, og Sovétmenn létu undan. Síðan berast þær fréttir að krabba- meinið sé horfíð úr Tarkowsky. Ég held að fólk sem kemst í gegnum svona veikindi sé heilagt. Ég held að hann hafi fengið krabbameinið til að ná syni sínum úr Sovétríkjunum. Eftir að það tókst hvarf sjúkleikinn. Hann var í endurhæfíngu í Þýskalandi hjá antroposophistum og er kominn aftur til Ítalíu, þar sem hann á nú lögheimili. Ég held líka að hann sé ánægður með að myndin skuli vera sýnd héma núna. Hann vill stuðla að friði; myndin er um það hveiju einstaklingurinn er tilbúinn til að fróna fyrir friðinn. Einstaklingurinn á að líta svo á að hann skipti máli í þessu sam- bandi, en það er þung byrði að bera. Ég veit ekki lengur út af hveiju ég er í þess- ari mynd; af því að ég er leikkona; af því að ég er íslendingur. Fýrst hélt ég að það væri bara afþví að ég varsvona freknótt. Fómin er sýnd þessa dagana á kvik- myndahátíð í New York og kvikmyndagagn- rýnandi The New York Times, Walter Goodman, fer lofsamlegum orðum um hana og segir hana „siáandi fallega". Hann segir að Tarkowsky eigi tveimur gamalreyndum sænskum kvikmyndamönnum mikið að þakka, þeim Sven Nykvist og Erland Joseph- son. Goodman segir myndina íjalla um andleg skipbrot mannkyns á atómöld. At- burðir myndarinnar eða draumar virðast eiga sér stað eina langa nótt á afmæli Alex- anders, sem Josephson leikur. Viðstaddir eru eiginkona hans (Susan Fleetwood), tán- ingsdóttir hennar (Filippa Franzén), tveir vinir, læknir (Sven Wollter) og póstmaður (Allan Edwall), að hluta til gáfumaður, yfir- skilvitlegur, en að hluta vitleysingur og að auki tvær þjónustustúlkur. Þessi heldur drungalega samkunda er trufluð skyndilega af öflugum stormi, þrumur dynja og dular- full óp heyrast úr ijarska. Rödd í sjónvarpinu talar um hörmungar af völdum kjamorku- slyss eða sprengingar og Alexander, sem tekur sekt mannkynsins á sínar herðar, býðst.til að fóma öllu sem hann á, ef fjöl- skylda hans megi bjargast. „Ég hafði séð tvær myndir eftir Tark- owsky áður en ég lék í Fórninni, “ segir Guðrún. „Það voru myndimar Stalker og Solaris. Fyrir þremur árum sat ég hér heima með vini minum, Lárusi Ými Óskarssyni, leikstjóra, og hann spurði mig með hveijum ég vildi helst vinna ef ég mætti velja. Og ég sagði Tarkowsky. Þegar Láms hafði tækifæri til, laumaði hann Ijósmynd af mér í myndabunka af skandinavískum leikurum sem Tarkowsky ætlaði að Ifta yfir þegar hann var að físka eftir leikumm i Fómina. mSm w fi £*?!*&■ ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.