Morgunblaðið - 09.10.1986, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986
Steingámasóknin þyngist
— eftir Leif Sveinsson
Árið 1875 var haft eftir Páli
Briem, síðar amtmanni, að nú
sæktu plágur að Norðlendingum
úr öllum áttum, hafls að norðan,
öskufall að austan, flárkláði að
sunnan og Saura-Gísli að vestan.
Þessi setning kom mér í hug, þeg-
ar ég las um fyrirhugaðar bygging-
ar á vegum Alþingis og Reykavík-
urborgar \~ miðbæ Reykjavíkur.
Tvær stefnur takast á í málefnum
miðbæjarins, annars vegar húsfrið-
unarstefna, hins vegar niðurrifs-
menn, sem eiga þá ósk heitasta að
afmá allar menjar þess, að fólk
hafi búið í miðborg Reykjavíkur.
Ég er einn þeirra, sem lengi efað-
ist um réttmæti uppbyggingar
Bemhöftstorfunnar, en er nú einn
af dyggustu stuðningsmönnum
hennar. Svo hefur farið um fleiri
og hélt ég satt að segja, að nú
væri endanlega horfíð frá niðurrifs-
stefnunni í miðbænum, en svo
virðist ekki vera.
Borgarstjóri er ákveðinn í því
að raska jafnvægi Tjamarbyggðar-
innar að norðan og mun vera að
undirbúa samkeppni meðal arki-
tekta, hver geti búið til nöturiegast-
an steingám á bökkum 'Ijamarinn-
ar, þar sem áður stóð Báran, og
kalla ráðhús.
Þetta teljum við Tjamarvinir hin
verstu spjöll. En ráðhús hefur nú
áður verið teiknað í Reylqavík og
ætlaður staður við Tjömina, en
ekki orðið af byggingu, svo von-
andi standa heilladísir Reykjavíkur
enn vörð um perlu Reykjavíkur,
'Ijömina.
Nýbygging Alþingis
Nýlega voru birt úrslit í sam-
keppni um byggingu húss fyrir
Alþingi. Voru uppdrættir til sýnis
í Odda, hinni nýju byggingu Há-
skóla íslands. Rölti ég þangað
suður eftir eitt kveldið, en lenti þá
á fundi hjá Arkitektafélagi íslands,
þar sem verið var að skýra upp-
drættina fyrir fundarmönnum.
Arkitektar tala sitt eigið tungumál,
mjög ólíkt íslensku, svo ég harmaði
að hafa ekki haft með mér túlk.
Sýnishom: „Projektið á fasöðinni
var allt of mikill massi, enda conc-
eptið vitlaust." Við Jón Helgason
dómsmálaráðherra vomm þeir einu
meðal fundarmanna, sem ekki voru
húsagerðarlistamenn, svo okkur
gekk ekki alltof vel að skilja þessa
myndmálugu menn. Þó var reynt
að hjálpa okkur að skilja uppdrætt-
ina með aðstoð Legokubba og gekk
þá allt skár.
I. verðlaunateikningin er í sjálfu
sér ágæt, en hún á bara ekld heima
við Kirkjustræti og Ijamargötu.
Hins vegar myndi hún sóma sér
ágætlega í Moskvu eða Washing-
ton, þar sem eru Kremlarmúrar og
Pentagon. Risi hún við Kirlqu-
stræti og Tjamargötu, dræpi hún
endanlega miðbæ Reykjavíkur. Það
stórslys verður að hindra, og skora
Húsaröðin f Kirkjustræti 1930 — bifreiðir búast tíl Alþingishátíðar
á Þingvöllum.
ég á alla góða menn að sameinast
um það. Einn er sá arkitekt, sem
vék út frá skilmálum nefndar þeirr-
ar, sem sá um samkeppnina, en
það er Hjörieifúr Stefánsson. Hug-
mynd hans er sú, að láta bæði
húsin Kirkjustræti 8b og 10 halda
sér, en flytja síðan húsið, sem
stendur við Vonarstræti 12 á homi
'Ijamargötu og Kirkjustrætis,
gegnt Hjálpræðishemum. Fundar-
salir Alþingis em þar fyrirhugaðir
á bak við þessi hús í byggingum,
sem væm að miklum hluta gierhús.
Teikning af Kirigustrætí 8b eftír Magnús Blöndahl, húsið var kall-
að „Sykurtoppamir h«n« Magnúsar Blöndahl1*.
lengur gælt við þá hugmynd að
gera Alþingi að einni málstofu, eins
og er hjá Dönum og Svíum og
víðar. Þá hugmynd þarf að ræða
til hlítar, áður en ráðist er í millj-
arðabyggingu yfir Alþingi, og
meðan við hugleiðum það, ætti að
leggja Hótel Borg undir Alþingi. í
því húsi em svo margar vistarver-
ur, að hver þingmaður gæti fengið
þar sína einkaskrifstofú, næg salar-
kynni em til nefndafunda, góð
veitingaaðstaða, o.s.frv. Sumum
mjmdi kannske eftir sjá að Hótel
Borg sem veitingastað, en eigend-
um þess hefur ekki tekist að halda
lífi í staðnum. Matsalur tómur á
hveiju kveldi.
Lokaorð
A) Séu uppi áform að byggja
ráðhús í Reylq'avík, þá á það auðvit-
að að vera í Kringlumýrinni, því
nýtt ráðhús á að vera í nýjum mið-
bæ, það segir sig sjálft.
B) Finna þarf nýjan stað fyrir
Alþingishús. Nútímaþinghús kemst
ekíri fyrir í miðbænum, skv. I.
verðl. teikningunni. Gera þarf upp
við sig, hvort breyta eigi Alþingi í
eina málstofú.
í Malmö í Svíþjóð var rifist í 40
ár hvemig borgarieikhús ætti að
vera. Síðan var það byggt og allir
hinir ánægðustu með húsið. Á ís-
landi er rokið til að byggja stór-
byggingar undirbúningslítið, sbr.
allt of skamman skilafrest á teikn-
ingum hins nýja Alþingishúss.
Síðan er rifist í 40 ár, hvemig bygg-
ingin hefði átt að vera. Sá munur
er á okkur og Svíum. Við erum of
fátæk þjóð til að haga okkur svona.
Htifundur er lögfræðiagur.
iv-jjjrr
Garðurinn bak við Kirkjustræti 8b. Á myndinni eru nu. Sveinn Jónsson trésmíðameistari, Elín kona
hans, Ellert Schram skipstjóri, frú Sigurveig Sveinsdóttír og fjölskylduvinir.
Hjörleifúr leysir þama að mínu
áliti sjónarmið beggja hinna
stríðandi afla, húsfriðunarmanna
og niðurrifsmanna. Með tillögu
Hjörleifs verður tryggt, að í fram-
tíðinni eiga afkomendur okkar þess
kost að sjá, að það bjó fólk í miðbæ
Reykjavíkur, því að sjálfsögðu
veiða hús þessi gerð alveg upp og
færð í upphaflegt form, því að af
þeim eru til frumuppdrættir.
Ég er því eindregið fylgjandi til-
lögu Hjörleife og skora á alla
AJþingismenn að samþykkja að
byggja eftir henni.
En meðal annara orða, er ekki
Húsaröðin í Kirigustrætí ca. 1910, nLa. Vershm Gunnars Einarssonar, Kirkjustrætí 4.
Garðurinn bak við Kirkjustræti 8b þann 6. okt. 1986, yósmyndari Ólafur K. Magnússon.