Morgunblaðið - 09.10.1986, Side 29

Morgunblaðið - 09.10.1986, Side 29
MORGUNBLAÐBÖ, FTMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 H§ 29 Ólafur Guðmundsson milli Hlíðarenda og Bergþórshvols eða annarra bæja en ætla mætti af sögunni. Hér ræður flarlægðar- skyn utansveitarmanns ferðinni. Fyrir bragðið verður Njáls saga e.k. utansveitarkronika Breiðfirð- ingsins Sturlu Þórðarsonar, þroskaðasti ávöxtur snilldar hans. (Bókmenntaþættir bls. 285.) Þetta hygg ég að allir geti fallist á — að ijarlægðarskyni utansveitar- manns er vart treystandi. En hvemig skýrir Matthías tilfinn- ingu Njáluhöfundar fyrir flarlægðinni frá Staðarfelli út í Bjameyjar á Breiðafirði, sem er ijarri lagi, svo ekki sé meira sagt. Þjóstólfur fóstri Hallgerðar rær einn á sexæringi út í Bjameyjar frá Staðarfelli, drepur Þorvald bónda hennar og rær sömu leið til baka, allt í einni striklotu. Leiðin út í Bjameyj- ar er talin um 38 km og því hefur Þjóstólfur róið í svo til einum áfanga um 76 km. Slíkt afrek er ef til vill hugsanlegt, þótt það sé með ólíkind- um. Þetta ranga mat Njáluhöfundar á ijarlægðinni frá Staðarfelli út í Bjam- eyjar er augljóslega ijarlægðarskyn utansveitarmanns, sem væri skiljan- leg villa ef höfundur væri t.d. Austfírðingur. En það er fráleitt að ímynda sér að Sturlu bónda í Fagu- rey verði á slík mistök á heimaslóð- um. Þama er því um utansveitarkron- iku að ræða, sem bendir eindregið til þess að þarna hafí hvorki Sturia né nokkur annar Breiðfirðingur átt hlut að máli. í upphafi vitnaði ég til orða Ein- ars 01. Sveinssonar „Ein ömgg mótbára útilokar mann, hve margt svo sem með honum mælir." Hér að framan tel ég mig hafa bent á 3 mótbárur gegn því að Sturia Þórðarson sé höfundur Njálu. I. Tímans vegna er ákaflega hæpið að Sturla komi til greina sem höfundur, eins og bent hefiir verið á. H. Hin gloppótta staðþekking höf- undar í Breiðafjarðardölum og hið ranga fjarlægðarskyn á Breiðafirði útilokar Sturlu Þórð- arson sem höfund Njálu. m. Það er samdóma álit nær allra fræðimanna, sem fengist hafa við Njálurannsóknir, að tengsl Njáluhöfundar við Austfirði hafi verið n\jög náin. Byggja þeir á rannsóknum, sem er of langt mál að relga hér. En þær hafa m.a. leitt í ljós, að sterkar líkur em fyrir því að höfundur hafi verið af ætt Svínfellinga eða tengdur henni á einhvem hátt. Þá em ættartölur í Njálu ekki þær sömu og í Landnámu, upp- mni þeirra mun vera frá Suðausturlandi, að ætlan Guð- brandar Vigfyssonar. Um þær segir Einar Ól. Sveinsson: „ ... virðist vafalaust, að ættartölur Njálu styðjast ekki við hinar vestlensku Landnámsbækur 13. aldar." Nú er Sturla höfundur Land- námu (Sturlubókar), og er þá örðugt að finna skynsamlega skýringu á því, ef hann er höf- undur Njálu, hvers vegna hann notar ættartölur frá Suðaustur- landi. Það síðastnefnda, ásamt áður- nefridum mótbámm, hygg ég taki af öll tvímæli um Sturlu Þórðarson sem höfund Njálu. Höfundur er útibússtjóri Búnadar- bankans í Stykkishólmi, áðursveit- arstjóri þar en nú búsetturá SeHjamamesi. Hjartanlegar þakkir sendi ég öllum þeim sem glöddu mig á 85 ára afmœli mínu 29. septém- ber og börnum mínum og fjölskyldum þeirra meÖ veglegu hófi i Hreðavatnsskála og gjöfum frá þeim. Guð blessi ykkur öll. Jóhannes G. Jóhannesson, Borgarnesi. Ný tískuverslun — Nýtt merki Gallabuxur í miklu úrvalL Gallajakkar — skyrtur — pils — kjólar. Kakibuxur — flauelsbuxur. Peysur í miklu úrvali — skyrtur í miklu úrvali. Bémuilarjakkar (mikíð litaúrval). SASCH-hátískuvara. SASCH fyxir dðmur og herra. SASCH fyrir ungt fólk á ðllum aldri. í SASCH færðu föt við þitt hæfi Kynningarverð út næstu viku. 10% afsláttur af öllum vörum SASCH, Laugavegi 69, sími 24360

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.