Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 31
iREYKiAVIK MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAG 9. OKTÓBER 1986 oiede gíver mere 'end torsk A capitaf free fromi terrorism By Nicholas Beeston, and I ChristopHer Follett in ' Copenhagen "ecurity against terrorisn 1 y have been the decidind or in choosing Reykjavilc the locatíon for thisl :h’s superpower pre-sum-1 Icelandic officials said| rday, hough emphasizing that d has always ykjavik Onited Stat '■ T* STOR,ES t'm£/°ctoBEk^ ce/and Cometh es mit at Reykjavik airport. j trade not a trade? ,. _____ The oflicial limousine pf Mr Gorbachovfomting part of the Soviet advance party tor . Summitry spells opportunity for the enterprising residents of Reykiavik í opnugrein um fundarhöldin í Reykjavík að fundurinn gefi vonir um skjóta samninga um meðal- drægar kjamaflaugar NATO í Evrópu og sovézkar SS-20 flaugar, sem beint er á skotmörk í Evrópu. að senda frá sér fréttir, þá jafnvel búa þeir til fréttir. Meira að segja hið virta danska blað Berlingske Tidende fellur í þá gryfju sl. sunnu- dag, að segja að Reagan og Gorbachev ætli að heiðra hið sögu- fræga Alþingi og vera viðstaddir setningu þess á föstudag, segist hafa þetta eftir Morgunblaðinu, sem er alrangt. Fégræðgi íslend- inga er umtöluð og Reykjavík líkt við gullgrafarabæinn Kiondyke, í Kanada, sem frægur varð er gull- æði gekk yfir árið 1898. Er þetta gert í breska blaðinu The Daily Telegraph 3. október o.fl. blöðum. Fréttaritari breska blaðsins, The Times , segir ýmsar sögur úr bæ- jarlífinu í Reylqavík, í frétt sem birtist 6. október, en bætir því við að ekki sé rétt að leggja áherslu á það sem miður fer. íslendingar hafí tekist á við hið erfiða hlutverk er stórveldin fólu þeim, af dugnaði, ef ekki hreinum hetjuskap. Sagnir um að íslendingar trúi á tröll, huldufólk og drauga, fékk byr undir báða vængi, er móttökuhús borgarstjómar Reykjavíkur “ Höfði“ kom til greina sem fundar- staður og Qölluðu flest blöðin um þessar sagnir. Orð ráðamanna verða einnig tileftii uppsláttar s.s. þau orð Ólafs Ragnar Grímssonar, varaþingmanns að leiðtogafundur- inn sé á við góða þorskvertíð. Eðlilegt er að fjölmiðlar geri sér mat úr slíkum viðburði sem fundur valdamestu manna heimsins óneit- anlega er og því verður kastljósinu beint að Islandi næstu sólarhringa. íslendingar hafa aldrei fengið slíkt tækifæri til landkynningar sem í sambandi við þennan fund og von- andi tekst vel til. Allir, bæði ráðamenn og almenningur, verða að leggja sig fram við að gera sitt besta, láta ekki ógætileg orð falla og vera landi sínu til sóma í hvívetna. Fyrir liggi tillögur um að NATO- flaugunum verði fækkað í 100 og sovézkum SS-20, sem hver um sig er með þrjár kjamorkusprengjur, í 33. Hefði það í för með sér mikla fækkun því Sovétmenn hafi komið fyrir 271 flaug með 813 sprengjum og NATO-ríkin 236 flaugum. The SundayTimes fjallar um ástæður Reykjavíkurfundarins og segir Gorbachev hafí ekki viljað taka áhættuna á því að halda fund- inn í Washington og koma þaðan tómhentur. Það hefði orðið vatn á myllu andstæðinga hans heimafyr- ir, sem vaxið hefur ásmegin að undanfömu, og jafnvel getað orðið honum að falli. Hann taki miklu minni áhættu með „mini-leiðtoga- fundi“ hér á landi og að hverfandi líkur séu á að fundurinn mislukkist þar sem samkomulag um Evrópu- flaugamar sé nánast á borðinu. Blaðið segir að Gorbachev hafi einn- ig meðferðis málamiðlunartillögu um geimvamaáætlunina og lang- dræg lqamorkuvopn og að hann muni jafnvel freista þess að ná ein- hvers konar bráðabirgðasamkomu- lagi um kjamorkutilraunir, sem yrði skref í baráttu hans fyrir algjöru banni við slíkum tilraunum. Mikið mæðir á Reagan The Sunday Times klikkir út með að segja að vegna kosninga til öld- ungadeildarinnar í nóvember mæði mjög mikið á Reagan og að hann sé undir mkiklum þrýstingi að gefa eftir kröfum Sovétmanna á Reykjavíkurfundinum. Svokallaðir hægrimenn í Bandaríkjunum hafi gagnrýnt Reagan mjög fyrir að fallast á Reykjavíkurfundinn af ótta við undanlátssemi þar vegna ná- lægðar kosninganna. Blaðið skýrir frá því að Reagan hafi hins vegar stuðning þjóðarinnar, samkvæmt skoðanakönnunum í síðustu viku. Bandaríska vikuritið U.S. News and World Report er undirlagt und- ir Reykjavíkurfundinn og frásögn blaðamanns þess, Nicks Daniloff, af fangelsisdvölinni í Moskvu, þar sem hann var handtekinn í ágústlok og sakaður um njósnir. Daniloff var sleppt daginn áður en tikynnt var um Reylqavíkurfundinn. Hann kemur til landsins og skrifar um fundinn í blað sitt. „Októberundrið" Blaðið segir tilkynninguna lyn fundinn hafa komið sem þrumu úr heiðskíru lofti og nefnir hann „okt- óberundrið". Það segir Daniloff hafa spurt Reagan þegar þeir hitt- ust sl. miðvikudag hvort Reykjavík- urfundurinn yrði til að koma samskiptum stórveldanna aftur í samt lag. „Það kemur í ljós eftir 10 daga,“ svaraði Reagan. Ennn- fremur segir blaðið að óvissu gætti meðal háttsettra ráðamanna um fundinn en að sömu aðilar bindu þó miklar vonir við hann. Það tekur og f sama streng og framangreind brezk blöð um nauðsyn fundarins hér fyrir Gorbachev, sem ekki hefði efni á „öðrum Genfar-fundi" í Was- hington, þ.e. árangurslausum samtalsfundi vegna andróðurs í Kremlín. Hann þarfnist samkomu- lags um takmörkun vígbúnaðar eða afvopnun vegna áforma sinna um endurreisn sovézks efnahagslífs. í þeim efnum sé honum þröngur stakkur skorinn vegna gífurlegra útgjalda til vamarmála, eða sem nemur 15% af þjóðarframleiðslunni, miðað við 7% í Bandaríkjunum. Spor í rétta átt U.S. News and World Report vitnar til ýmissa sérfræðinga er það reynir að gera sér grein fyrir hvers vænta megi af Reykjavíkurfundin- um. Það vitnar í Robert McFarlane, sem var öryggisráðgjafi Reagans þegar Genfarfundurinn fór fram. Hann segir tveggja daga fund í Reykjavík ekki nóg til að negla nið- ur einstök atriði samnings um Evrópuflaugamar enda þótt undir- búningur að samkomulagi um þær sé mjög langt á veg kominn. Helm- ut Sonnenfeldt, fyirum aðstoðar- maður Henry Kissinger telji hins vegar að raunhæfur árangur geti orðið af fundinum í þessu efni. Blað- ið kemst að þeirri niðurstöðu að athygli heimsins beinist að Reykjavík næstu daga og að ástæða sé til bjartsýni því það eitt að stór- veldin skuli ræða saman á fundi sem þessum sé spor í rétta átt. Nauðsyn- legt sé hins vegar báðum leiðtogun- um að einhver sýnilegur árangur verði af fundinum því annars yrðu fundir þeirra álíka mikilvægir og tal tveggja gamalla kvenna í kaffí- vagni. Jákvæð kynn- ing í Suðnr- Kalifomíu San Diego, frá Jónasi Egilssyni fréttaritara ÍSLAND, með aðaláherzlu á fyrri hluta nafnsins, er orð sem hljóm- að hefur ókunnuglega í eyrum íbúa Suður-Kalifomíu. Á þessu varð þó skyndileg breyting þegar leiðtogar stórveldanna tveggja ákváðu að halda annan fund sinn í Reykjavik. ísland og Reykjavík eru nú nær daglega í fjölmiðlum hér vestan hafs. Bæði dagfolöð útvarps og sjónvarpsstöðvar keppast við a senda efni um land þjóð og annað sem viðkemur fundi leiðtoganna. í heildina hef- ur ísland hlotið góða landkynn- ingu en þó er margt eftir ógert til að eyða alls konar fordómum um land og þjóð. Fyrir utan hefðbundna lýsingu á íslandi, þ.e. sögu landsins, legu þess, veðurfari o.s.frv., gera §öl- miðlar talsvert úr húsnmæðisskorti fyrir fréttamenn sem koma til Reykjavíkur í tilefni fundarins. Ýmsir fjölmiðlar, t.d. Los Angeles Times, skrifa af nokkurri hrifningu um viðbrögð Reykvíkinga, sem hlaupið hafa undir bagga og boðið gestum að dveljast i heimahúsum. Að vísu slá fregnir um okurleigu og gullæði $ þessu sambandi skugga á. Greinir t.d. blaðamaður vikurits- ins Time og CBS-sjónvarpsstöðin frá því að íslendingar ætli að græða á fundinum og biðji um milli 6 og 7 þúsund dollara, 250-300 þús. ísl. kr., fyrir hús og íbúðir fundarhelg- Jákvæð landkynning Hið útbreidda blað Los Angeles Times skrifaði um leiðtogafundinn og íslenzk málefni á nær heilli síðu á mánudag. Blaðamaður þess, Stanley Meisler, skrifar frá íslandi og er frásögn hans látlaus en já- kvæð fyrir land og þjóð. Þar er m. a. skýrt frá aðdraganda og endalok- um deilu íslendinga og Bandaríkja- manna vegna vísindahvalveiða þeirra fyrmefndu. Segir í frásögn- inni að ekki aðeins sé fremur kuldalegt um að Ktast á íslandi heldur andi frekar köldu í samskipt- um þjóðanna vegna vísindahval- veiðanna og þess þrýstings sem íslendingar voru beittir af hálfu Greenpeace og síðar Bandarílqa- stjómar. í skrifum sínum um hvalveiðideiluna og önnur mál vitn- Morgunblaðsins. ar blaðið m.a. í Matthías Johanness- en ritstjóra Morgunblaðsins. í umfjöllun fjölmiðla er þess reglulega getið að ísland sé sjaldan í heimsfréttunum og að svo hafi ekki verið frá 1972 þegar skákein: vígi Fischers og Spassky 1972. í þessu sambandi glejmia margir fundi Nixon og Pompidou ári seinna. Nú er landið hins vegar rækilega í brennidepli bandarískra fjölmiðla. Og vissulega kemur ýmis- legt í þjóðlífinu fréttamönnunum á óvart. Þeir undrast sjónvarpsleysi á fímmtudögum og bera það saman við að hér getur hver sjónvarpsnot- andi valið daglega um allt að því 30 stöðvar. Þeir skrifa um síma- skrána og finnst stórkostlegt að öll símanúmer landsmanna rúmist í lítilli bók. Einnig kemur þeim spánskt fyrir sjónir að sjá símnot- endum raðað í stafrófsröð eftir skímamafni. Þá hefur íslenzka naftiakerfið valdið þeim heilabrot- um. Loks vekur aðdáun þeirra það sem þeir kalla litla afbrotatíðni og þeir gera nokkuð úr því að íslenzk- ir lögreglumenn beri ekki vopn. Þeir halda því meir að segja fram að hér. sé svo friðsælt að íslending- ar læsa jrfirleitt ekki húsum sínum á nóttunni. Á sama tíma færist í aukana hér vestra að fólk setji rimla fyrir dyr og glugga til að halda óboðnum gestum íjarri og sofi með skammbyssu við höfðalagið af ótta við innbrotsþjófa og aðra glæpa- menn. Að brjóta ísinn Ákvörðunin um Reykjavíkur- fundinn og staðsetning hans hefur orðið ýmsum skopsagnahöfundum kærkomin efniviður. Hafa þeir gert létt grín að ýmsu, s. s. því sem þeir nefna trú á stokka og steina og draugagangi á væntanlegum fundarstað leiðtoganna. Einnig leika fjölmiðlar sér með nafn landsins og máltækið að bijóta ísinn, sem sjaldan eða aldrei hejrist eða sést á prenti, er nú óspart not- að í íjölmiðlum í sambandi við umijöllun um fundinn. Binda fjöl- miðlar hér í Suður-Kalifomíu almennt vonir við að á íslandi bijóti Reagan og Gorbachev ísinn í við- leitninni til takmörkununar ýmiss konar vigbúnaðar eða afvopnunar. Cís Anaclcs ttitnc rrfw íffiW mftiérQm *■ |- tCV«+ Is'Í*'** s ZMJK wpí.S »TJl vnffT rWT =£ Siffo. T«m ti 5 $$*&**>*: **•*»•«*»«? garaiS «*. «W»|» mutiMirw-wwW'W *»»B*'*». Forsíða Los Angeles Times á mánudag. Þar segir í forsíðufyrirsögn að Reykjavík sé vinalegur fundarstaður. Inni í blaðinu var löng frá- sögn af íslandi og íslenzkum málefnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.