Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 31
iREYKiAVIK
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAG
9. OKTÓBER 1986
oiede
gíver
mere
'end
torsk
A capitaf
free fromi
terrorism
By Nicholas Beeston, and I
ChristopHer Follett in '
Copenhagen
"ecurity against terrorisn
1 y have been the decidind
or in choosing Reykjavilc
the locatíon for thisl
:h’s superpower pre-sum-1
Icelandic officials said|
rday,
hough emphasizing that
d has always
ykjavik
Onited Stat
'■ T* STOR,ES t'm£/°ctoBEk^
ce/and Cometh
es
mit at Reykjavik airport. j
trade not a trade? ,. _____
The oflicial limousine pf Mr Gorbachovfomting part of the Soviet advance party tor .
Summitry spells opportunity for the
enterprising residents of Reykiavik
í opnugrein um fundarhöldin í
Reykjavík að fundurinn gefi vonir
um skjóta samninga um meðal-
drægar kjamaflaugar NATO í
Evrópu og sovézkar SS-20 flaugar,
sem beint er á skotmörk í Evrópu.
að senda frá sér fréttir, þá jafnvel
búa þeir til fréttir. Meira að segja
hið virta danska blað Berlingske
Tidende fellur í þá gryfju sl. sunnu-
dag, að segja að Reagan og
Gorbachev ætli að heiðra hið sögu-
fræga Alþingi og vera viðstaddir
setningu þess á föstudag, segist
hafa þetta eftir Morgunblaðinu,
sem er alrangt. Fégræðgi íslend-
inga er umtöluð og Reykjavík líkt
við gullgrafarabæinn Kiondyke, í
Kanada, sem frægur varð er gull-
æði gekk yfir árið 1898. Er þetta
gert í breska blaðinu The Daily
Telegraph 3. október o.fl. blöðum.
Fréttaritari breska blaðsins, The
Times , segir ýmsar sögur úr bæ-
jarlífinu í Reylqavík, í frétt sem
birtist 6. október, en bætir því við
að ekki sé rétt að leggja áherslu á
það sem miður fer. íslendingar hafí
tekist á við hið erfiða hlutverk er
stórveldin fólu þeim, af dugnaði,
ef ekki hreinum hetjuskap.
Sagnir um að íslendingar trúi á
tröll, huldufólk og drauga, fékk byr
undir báða vængi, er móttökuhús
borgarstjómar Reykjavíkur “
Höfði“ kom til greina sem fundar-
staður og Qölluðu flest blöðin um
þessar sagnir. Orð ráðamanna
verða einnig tileftii uppsláttar s.s.
þau orð Ólafs Ragnar Grímssonar,
varaþingmanns að leiðtogafundur-
inn sé á við góða þorskvertíð.
Eðlilegt er að fjölmiðlar geri sér
mat úr slíkum viðburði sem fundur
valdamestu manna heimsins óneit-
anlega er og því verður kastljósinu
beint að Islandi næstu sólarhringa.
íslendingar hafa aldrei fengið slíkt
tækifæri til landkynningar sem í
sambandi við þennan fund og von-
andi tekst vel til. Allir, bæði
ráðamenn og almenningur, verða
að leggja sig fram við að gera sitt
besta, láta ekki ógætileg orð falla
og vera landi sínu til sóma í
hvívetna.
Fyrir liggi tillögur um að NATO-
flaugunum verði fækkað í 100 og
sovézkum SS-20, sem hver um sig
er með þrjár kjamorkusprengjur, í
33. Hefði það í för með sér mikla
fækkun því Sovétmenn hafi komið
fyrir 271 flaug með 813 sprengjum
og NATO-ríkin 236 flaugum.
The SundayTimes fjallar um
ástæður Reykjavíkurfundarins og
segir Gorbachev hafí ekki viljað
taka áhættuna á því að halda fund-
inn í Washington og koma þaðan
tómhentur. Það hefði orðið vatn á
myllu andstæðinga hans heimafyr-
ir, sem vaxið hefur ásmegin að
undanfömu, og jafnvel getað orðið
honum að falli. Hann taki miklu
minni áhættu með „mini-leiðtoga-
fundi“ hér á landi og að hverfandi
líkur séu á að fundurinn mislukkist
þar sem samkomulag um Evrópu-
flaugamar sé nánast á borðinu.
Blaðið segir að Gorbachev hafi einn-
ig meðferðis málamiðlunartillögu
um geimvamaáætlunina og lang-
dræg lqamorkuvopn og að hann
muni jafnvel freista þess að ná ein-
hvers konar bráðabirgðasamkomu-
lagi um kjamorkutilraunir, sem yrði
skref í baráttu hans fyrir algjöru
banni við slíkum tilraunum.
Mikið mæðir á Reagan
The Sunday Times klikkir út með
að segja að vegna kosninga til öld-
ungadeildarinnar í nóvember mæði
mjög mikið á Reagan og að hann
sé undir mkiklum þrýstingi að gefa
eftir kröfum Sovétmanna á
Reykjavíkurfundinum. Svokallaðir
hægrimenn í Bandaríkjunum hafi
gagnrýnt Reagan mjög fyrir að
fallast á Reykjavíkurfundinn af ótta
við undanlátssemi þar vegna ná-
lægðar kosninganna. Blaðið skýrir
frá því að Reagan hafi hins vegar
stuðning þjóðarinnar, samkvæmt
skoðanakönnunum í síðustu viku.
Bandaríska vikuritið U.S. News
and World Report er undirlagt und-
ir Reykjavíkurfundinn og frásögn
blaðamanns þess, Nicks Daniloff,
af fangelsisdvölinni í Moskvu, þar
sem hann var handtekinn í ágústlok
og sakaður um njósnir. Daniloff var
sleppt daginn áður en tikynnt var
um Reylqavíkurfundinn. Hann
kemur til landsins og skrifar um
fundinn í blað sitt.
„Októberundrið"
Blaðið segir tilkynninguna lyn
fundinn hafa komið sem þrumu úr
heiðskíru lofti og nefnir hann „okt-
óberundrið". Það segir Daniloff
hafa spurt Reagan þegar þeir hitt-
ust sl. miðvikudag hvort Reykjavík-
urfundurinn yrði til að koma
samskiptum stórveldanna aftur í
samt lag. „Það kemur í ljós eftir
10 daga,“ svaraði Reagan. Ennn-
fremur segir blaðið að óvissu gætti
meðal háttsettra ráðamanna um
fundinn en að sömu aðilar bindu
þó miklar vonir við hann. Það tekur
og f sama streng og framangreind
brezk blöð um nauðsyn fundarins
hér fyrir Gorbachev, sem ekki hefði
efni á „öðrum Genfar-fundi" í Was-
hington, þ.e. árangurslausum
samtalsfundi vegna andróðurs í
Kremlín. Hann þarfnist samkomu-
lags um takmörkun vígbúnaðar eða
afvopnun vegna áforma sinna um
endurreisn sovézks efnahagslífs. í
þeim efnum sé honum þröngur
stakkur skorinn vegna gífurlegra
útgjalda til vamarmála, eða sem
nemur 15% af þjóðarframleiðslunni,
miðað við 7% í Bandaríkjunum.
Spor í rétta átt
U.S. News and World Report
vitnar til ýmissa sérfræðinga er það
reynir að gera sér grein fyrir hvers
vænta megi af Reykjavíkurfundin-
um. Það vitnar í Robert McFarlane,
sem var öryggisráðgjafi Reagans
þegar Genfarfundurinn fór fram.
Hann segir tveggja daga fund í
Reykjavík ekki nóg til að negla nið-
ur einstök atriði samnings um
Evrópuflaugamar enda þótt undir-
búningur að samkomulagi um þær
sé mjög langt á veg kominn. Helm-
ut Sonnenfeldt, fyirum aðstoðar-
maður Henry Kissinger telji hins
vegar að raunhæfur árangur geti
orðið af fundinum í þessu efni. Blað-
ið kemst að þeirri niðurstöðu að
athygli heimsins beinist að
Reykjavík næstu daga og að ástæða
sé til bjartsýni því það eitt að stór-
veldin skuli ræða saman á fundi sem
þessum sé spor í rétta átt. Nauðsyn-
legt sé hins vegar báðum leiðtogun-
um að einhver sýnilegur árangur
verði af fundinum því annars yrðu
fundir þeirra álíka mikilvægir og
tal tveggja gamalla kvenna í kaffí-
vagni.
Jákvæð kynn-
ing í Suðnr-
Kalifomíu
San Diego, frá Jónasi Egilssyni fréttaritara
ÍSLAND, með aðaláherzlu á fyrri
hluta nafnsins, er orð sem hljóm-
að hefur ókunnuglega í eyrum
íbúa Suður-Kalifomíu. Á þessu
varð þó skyndileg breyting þegar
leiðtogar stórveldanna tveggja
ákváðu að halda annan fund sinn
í Reykjavik. ísland og Reykjavík
eru nú nær daglega í fjölmiðlum
hér vestan hafs. Bæði dagfolöð
útvarps og sjónvarpsstöðvar
keppast við a senda efni um land
þjóð og annað sem viðkemur
fundi leiðtoganna. í heildina hef-
ur ísland hlotið góða landkynn-
ingu en þó er margt eftir ógert
til að eyða alls konar fordómum
um land og þjóð.
Fyrir utan hefðbundna lýsingu á
íslandi, þ.e. sögu landsins, legu
þess, veðurfari o.s.frv., gera §öl-
miðlar talsvert úr húsnmæðisskorti
fyrir fréttamenn sem koma til
Reykjavíkur í tilefni fundarins.
Ýmsir fjölmiðlar, t.d. Los Angeles
Times, skrifa af nokkurri hrifningu
um viðbrögð Reykvíkinga, sem
hlaupið hafa undir bagga og boðið
gestum að dveljast i heimahúsum.
Að vísu slá fregnir um okurleigu
og gullæði $ þessu sambandi skugga
á. Greinir t.d. blaðamaður vikurits-
ins Time og CBS-sjónvarpsstöðin
frá því að íslendingar ætli að græða
á fundinum og biðji um milli 6 og
7 þúsund dollara, 250-300 þús. ísl.
kr., fyrir hús og íbúðir fundarhelg-
Jákvæð landkynning
Hið útbreidda blað Los Angeles
Times skrifaði um leiðtogafundinn
og íslenzk málefni á nær heilli síðu
á mánudag. Blaðamaður þess,
Stanley Meisler, skrifar frá íslandi
og er frásögn hans látlaus en já-
kvæð fyrir land og þjóð. Þar er m.
a. skýrt frá aðdraganda og endalok-
um deilu íslendinga og Bandaríkja-
manna vegna vísindahvalveiða
þeirra fyrmefndu. Segir í frásögn-
inni að ekki aðeins sé fremur
kuldalegt um að Ktast á íslandi
heldur andi frekar köldu í samskipt-
um þjóðanna vegna vísindahval-
veiðanna og þess þrýstings sem
íslendingar voru beittir af hálfu
Greenpeace og síðar Bandarílqa-
stjómar. í skrifum sínum um
hvalveiðideiluna og önnur mál vitn-
Morgunblaðsins.
ar blaðið m.a. í Matthías Johanness-
en ritstjóra Morgunblaðsins.
í umfjöllun fjölmiðla er þess
reglulega getið að ísland sé sjaldan
í heimsfréttunum og að svo hafi
ekki verið frá 1972 þegar skákein:
vígi Fischers og Spassky 1972. í
þessu sambandi glejmia margir
fundi Nixon og Pompidou ári
seinna. Nú er landið hins vegar
rækilega í brennidepli bandarískra
fjölmiðla. Og vissulega kemur ýmis-
legt í þjóðlífinu fréttamönnunum á
óvart. Þeir undrast sjónvarpsleysi á
fímmtudögum og bera það saman
við að hér getur hver sjónvarpsnot-
andi valið daglega um allt að því
30 stöðvar. Þeir skrifa um síma-
skrána og finnst stórkostlegt að öll
símanúmer landsmanna rúmist í
lítilli bók. Einnig kemur þeim
spánskt fyrir sjónir að sjá símnot-
endum raðað í stafrófsröð eftir
skímamafni. Þá hefur íslenzka
naftiakerfið valdið þeim heilabrot-
um. Loks vekur aðdáun þeirra það
sem þeir kalla litla afbrotatíðni og
þeir gera nokkuð úr því að íslenzk-
ir lögreglumenn beri ekki vopn.
Þeir halda því meir að segja fram
að hér. sé svo friðsælt að íslending-
ar læsa jrfirleitt ekki húsum sínum
á nóttunni. Á sama tíma færist í
aukana hér vestra að fólk setji rimla
fyrir dyr og glugga til að halda
óboðnum gestum íjarri og sofi með
skammbyssu við höfðalagið af ótta
við innbrotsþjófa og aðra glæpa-
menn.
Að brjóta ísinn
Ákvörðunin um Reykjavíkur-
fundinn og staðsetning hans hefur
orðið ýmsum skopsagnahöfundum
kærkomin efniviður. Hafa þeir gert
létt grín að ýmsu, s. s. því sem
þeir nefna trú á stokka og steina
og draugagangi á væntanlegum
fundarstað leiðtoganna.
Einnig leika fjölmiðlar sér með
nafn landsins og máltækið að bijóta
ísinn, sem sjaldan eða aldrei hejrist
eða sést á prenti, er nú óspart not-
að í íjölmiðlum í sambandi við
umijöllun um fundinn. Binda fjöl-
miðlar hér í Suður-Kalifomíu
almennt vonir við að á íslandi bijóti
Reagan og Gorbachev ísinn í við-
leitninni til takmörkununar ýmiss
konar vigbúnaðar eða afvopnunar.
Cís Anaclcs ttitnc
rrfw íffiW
mftiérQm
*■ |- tCV«+ Is'Í*'**
s ZMJK wpí.S »TJl vnffT rWT
=£ Siffo. T«m ti 5
$$*&**>*: **•*»•«*»«?
garaiS
«*. «W»|» mutiMirw-wwW'W *»»B*'*».
Forsíða Los Angeles Times á mánudag. Þar segir í forsíðufyrirsögn
að Reykjavík sé vinalegur fundarstaður. Inni í blaðinu var löng frá-
sögn af íslandi og íslenzkum málefnum.