Morgunblaðið - 09.10.1986, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 09.10.1986, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 35 Reagan ræðir við Yuri Orlov: Mannréttíndamálín forsenda árangnrs - sagði Bandaríkjaforseti um sam- skipti stórveldanna Ronald Reagan og Yuri Orlov, á fundi i Hvita húsinu sl. þríðjudag. Washington, AP. RONALD Reagan, Banda- ríkjaforseti, hyllti sovéska andófsmanninn, Yuri Orlov, sem “hetju okkar tíma“, á fundi i Hvita húsinu sl. þriðju- dag og lofaði að árangur í mannréttindamálum yrði jafn Skreiðarhneyksli upplýst í Noregi Talið að nærri 25 millj. nkr. hafi runnið til IRA Jan Erik Laure, fréttaritari Morgunblaðins UPPVÍST hefur orðið um gífur- legt skreiðarhneyksli í Noregi. Nærrí 25 milljónir norskra króna hafa runnið til IRA, írsku hryðju- verkasamtakanna, en þessir peningar fengust út á skreið, sem sagt var, að yrði seld í Nígeríu. Líkur eru á, að sparisjóðurínn í Tromsö tapi 50 miiy. nkr. á ERLENT i Ósló. svindlinu og hætta er á, að skreiðarútflutningsfyrirtækið Alvestad brödrene Johnsen verði gjaldþrota. Maðurinn, sem stóð á bak við svindlið, heitir James Beime, írskur stuðningsmaður IRA, og er hans nú leitað um allt írland. Beime var kunnugt um, að norskir skreiðar- verkendur sátu uppi með miklar birgðir, sem þeir vildu selja fyrir næstum því hvaða pening, sem væri, og hann fékk talið Alvestad- fyrirtækinu trú um, að hann hefði í höndunum 150 millj. nkr. samning um skreiðarsölu til Nígeríu. Honum tókst að blekkja tvo bankastjóra Midland-bankans í Englandi til að veita ábyrgðir og í sölulaun vildi hann fá tvær milljónir punda. Þenn- an pening, nærri 25 millj. nkr., fékk Haiti: Leiðtoginn vill kom- ast úr sviðsljósinu Port-au-Prince, AP. Á Haiti henda menn gaman að þvi að hvern einasta ibúa eyjar- innar langi til að gegna embætti forseta. Öðru máli gegnir um Henri Namphy hers- höfðingja, sem staðið hefur við stjórnvölinn á Haiti frá því Jean Claude „Baby Doc“ Duvalier var í útlegð 7. febrúar. Hann vill láta af embætti forseta sem fyrst. Þessi 54 ára gamli fyrrum starfsmannastjóri hersins segir að sig hafi dreymt um að verða her- maður, hann hafí lært til yfír- manns og nú kveðst hann hlakka til að snúa aftur til herbúðanna. „Að vera forseti þessa lands er ekki hlutskipti, sem ég hefði kosið mér,“ sagði Namphy í við- tali á sveitasetri sínu í úljaðri Port-au-Prince, höfuðborgar Ha- iti. Namphy hefur stjómað sér- stöku ráði borgara og yfírmanna í hemum, sem fer með völd á eynni, síðan Duvalier hvarf á braut. Namphy hefur ítrekað lýst yfír því að stjóm sín verði aðeins við völd þar til hægt er að halda þing- kosningar. Ákveðið hefur verið að þær fari fram í nóvember 1987. „Ég hafði yndi af að slaka á í lauginni fyrir aftan húsið mitt með glas í hendi. En það er mér fyrirmunað um þessar mundir," segir Namphy, sem er lítið hrifinn af því að þurfa að vanrækja Ijöl- skyldu sína á kostnað skyldu- starfa: „En ég verð að færa fómir.“ Þrír aðiljar að áðumefndu ráði sögðu af sér í mars sakir óvin- sælda. Þeir vom sakaðir um að gæta hagsmuna Duvaliers. Aftur á móti segja gagnrýnendur að Namphy fari sér of hægt og hvetja hann til að segja af sér og hleypa borgaralegri stjóm að. Þeir halda fram að mikið þurfí að gera í landbúnaðarmálum og draga þurfí úr atvinnuleysi. Vinir Namphys og samstarfs- menn líta öðmm augum á málið: Namphy var ekki undirbúinn til að setjast í forsetastól og hefur enn ekki lagað sig að starfínu. Alténd megi bóka það að Namphy muni draga sig í hlé og láta völd- in í hendur lýðræðislega kjömum forseta í febrúar 1988 eins og ákveðið hefur verið. Hershöfðinginn, sem á sínum tíma tilkynnti í sjónvarpi að Du- valier væri á fömm, hefur ætíð vikið sér undan spumingunni um það hvemig á því stóð að hann fékk völdin í hendur ásamt fimm öðrum aðiljum að stjóm eyjarinn- ar. Hann spyr aðeins á móti: „Hvaða rétt hefur fallin ríkisstjóm til að velja arftaka sinn?“ Namphy segir að samskipti sín við Francois „Papa Doc“ Duvalier og „Baby Doc“ hafí verið innileg: „Eg sagði honum [Francois Du- valier] það, sem mér bjó í hjarta," sagði Namphy. „Ég útgkýrði lögin fyrir honum og hann tók sínar ákvarðanir. Samviska mín hefur alltaf verið hrein.“ Namphy hefur sjaldan farið út fyrir landsteinana. Hann var gerð- ur að hershöfðingja 1982 er hann stjómaði árás á hendur uppreisn- armönnum, sem réðust til upp- göngu á norðurströnd eyjarinnar. En hann komst fyrst til met- orða innan hersins 22 ára þegar Francois Duvalier, sem kom á grimmúðlegu einræði á Haiti eftir kosningar árið 1957, veitti honum foringjatign. Namphy segir nú að útrýma þurfi fátækt á eynni, efla menntun og undirbúa jarðveginn fyrir lýð- ræði: „Ég hef aldrei kosið og ég veit varla um hvað kosningar snú- ast. Fyrst þannig er ástatt með mig hlýtur þjóðin öll einnig að þurfa á aukinni menntun að halda.“ Forsetinn dregur heldur ekki dul á að hann ætli að ljúka starfs- ferli sínum í hemum: „Ég hef eitt að segja þeim, sem tekur við af mér sem forseti: Það borgar sig fyrir hann að koma tímanlega til embættisvfgslunnar því ekki ætla ég að bíða eftir honum." ofarlega á baugi og takmörk- un vígbúnaðar, á leiðtoga- fundinum í Reykjavík um næstu helgi. Reagan sagði að aukinn skilningur Sovétmanna á mann- réttindum væri forsenda þess, að árangur næðist í öðrum málum. Orlov og kona hans, Irina L. Valitova, sem komu til Bandaríkjanna sl. sunnudag hittu Reagan í einrúmi fyrir fund með baráttumönnum fyrir mannréttindum. Reagan sagði við fréttamenn að meðferð Sov- étmanna á Orlov hefði betur en nokkuð annað sýnt lítilsvirðingu þeirra fyrir mannréttindum. Bandaríkjaforseti sagði að mannréttindabrot Sovétmanna yrðu á dagskrá Reyjavíkurfund- arins, svo og hernaðaríhlutun þeirra og fylgiríkja þeirra víða um heim. Einnig yrði unnið að því að auka samskipti þjóðanna tveggja. Reagan kvað Sovét- menn þurfa að taka sig á í mannréttindamálum, annars yrði tvísýnt um leiðtogafund í Bandaríkjunum á ár. Blaðafulltrúi Shultz segir af sér: Kveðst saklaus af ásökunum blaða Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttarítara Morgunblaðsins i Bandaríkjunum 25 mil[)ónir nkr. runnu til hryðju- verkamanna IRA hann borgaðan. Síðan hefur ekkert spurst til Beime og skreiðin liggur nú að hluta í Hamborg. Bankastjóramir við Midland-banka hafa verið rekn- ir og talið er vist, að Beime hafí látið peningana renna til IRA. BLAÐAFULLTRÚI George P. Shultz utanríkisráðherra, Bern- ard Kalb, sagði af sér í gær vegna frétta af tilraunum ríkis- stjómar Ronalds Reagan til að blekkja blaðamenn um Líbýu. “Þetta mál fellur kannski í gleymsku og dá, en maður getur ekki varið það fyrir sjálfum sér,“ sagði Kalb klökkur á blaða- mannafundi í gær og kvaðst vilja varðveita trúverðugleika sinn með afsögninni. Dagblaðið Washington Post full- yrti síðastliðinn fímmtudag, að forsetaembættið hefði skipulagt víðtæka herferð til að dreifa röng- um fréttum af Gaddafí Líbýuleið- toga og fölsuðum sögum um ótrausta stöðu hans. Talsmenn Hvita hússins hafa lýst því yfír að þessar uppljóstranir skaði trúverðugleika forsetaemb- ættisins gagnvart fréttastofum á mjög viðkvæmum tíma, rétt fyrir leiðtogafundinn á íslandi. Bemard Kalb sagðist ekkert vilja segja um einstök atriði fullyrðinga Washing- ton Post og sjálfur hefði hann ekki verið beðinn að dreifa neinum sög- um af þessu tagi. Dagblaðið New York Times skýrði frá því siðastliðinn sunnu- dag, að talsmenn forsetans viður- kenni að ráðgjafí forsetans í öryggismálum, John M. Poindexter aðmíráll, hafí í sumar hvatt til þess að ríkisstjómin dreifði fölskum upp- lýsingum til að veikja stöðu Gaddafis. í Washington Post var því haldið fram að fréttir byggðar á heimildarmönnum innan ríksstjómarinnar hefðu byrjað að birtast í ágúst.en þar verið sagt að Líbýu væri ógnað bæði innanlands og erlendis og Gaddafí hefði end- umýjað stuðning sinn við alþjóðlega hryðjuverkamenn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.