Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986
LEIÐTOGAFUNDURINN í REYKJAVÍK
Fj ölmiðlamenn
á þriðja þúsund
Á ÞRIÐJA þúsund blaðamannasklrteini hafa veríð gefin út fyrír
starfsmenn innlendra og eríendra fjölmiðla, sem fylgjast með fundi
Reagans og Gorbachevs í Reykjavík.
Morgunblaðið fékk þær upplýs-
ingar í Alþjóða blaðamiðstöðinni í
Hagaskóla síðdegis í gær, að ná-
kvæmar upplýsingar um fjölda
þessara manna lægju ekki fyrir.
Þeir væru á milli tvö og þijú þús-
und og inn í þeirri tölu væru frétta-
menn, ljósmyndarar og kvikmynda-
og hljóðtökumenn. Miklar annir
voru við útgáfu skírteinanna í
Hagaskóla í gær.
Vaka Hjaltalín hjá Ferðaskrif-
stofu ríkisins sagði í gær, að
ferðaskrifstofan hefði þegar bókað
gistingu fyrir um 750 erlenda
starfsmenn Qölmiðla. Ekki væri vit-
að, hve margir hefðu útvegað sér
húsnæði með öðrum hætti. Nokkr-
ir, sem tilkynnt hefðu komu sína,
hefðu helst úr lestinni, en margir
væru enn að bætast við.
Götur lokaðar í ná-
grenni fundar- og dval-
arstaða leiðtoganna
Bifeiðastöður bannaðar víða í miðbænum
SVÆÐINU umhverfis banda-
ríska sendiráðið við Laufásveg
verður lokað allri umferð frá
kl. 15.00 í dag þar sem von er
á forseta Bandaríkjanna, Ron-
ald Reagan, til landsins i kvöld,
en hann mun búa I sendiráðinu.
Laufásvegur verður lokaður frá
Baldursgötu að Skálholtsstíg.
Skálholtsstígur verður lokaður
upp fyrir Grundarstíg og Þing-
holtsstræti verður lokað frá
Skálholtsstíg að Hellusundi að þvi
meðtöldu.
Svæðið umhverfís fundarstað
leiðtoganna, Höfða, verður lokað
af, a.m.k. á meðan fundir standa
yfír, bæði laugardag og sunnudag.
Borgartúnið verður lokað frá
Skúlatúni að Nóatúni og hliðar-
götur þar af. Sætúni verður einnig
lokað alveg af.
Búast má við því að í mið-
borginni verði víða bannaðar
bifreiðastöður, þar sem leiðtog-
amir fara um. T.d. verða bifreiða-
stöður alfarið bannaðar á
Leigubíl-
ar rann-
sakaðir
Sendiráð Banda-
ríkjanna leigir
225 bíla
HLUTI Ieigubílaflotans sem
sendiráð Bandaríkjanna hefur
tekið á leigu vegna komu Reagan
til landsins er undir sérstöku
eftirliti öryggisvarða. Gerð er
sprengileit í bilunum og þeir
siðan geymdir undir eftirliti ör-
yggisvarða frá því í gærkvöldi
og fram yfir helgi.
Sendiráð Bandaríkjanna hefur
225 leigubfla til umráða frá öllum
stærstu leigubílastöðvunum. Auk
þess hefur sendiráðið Sovétríkjanna
nú þegar tekið 30 bfla á leigu hjá
BSR og fjölgar þeim er líður að
helginni. Þá er fyöldi bfla í fastri
þjónustu erlendra blaða- og frétta-
manna, meðal annars hjá banda-
rísku sjónvarpsstöðvunum.
Framkvæmdastjórar leigubfla-
stöðvanna segja að þrátt fyrir þessi
miklu umsvif vegna leiðtogafundar-
ins hefði gengið vel að útvega fólki
leigubfla, enda væru vaktaskipti á
bflunum. Hjá Hreyfli fengust þær
upplýsingar að enn hefði ekki þurft
að neita neinum um leigubfl, en hjá
BSR fengur þær upplýsingar að
einhveijir erfiðleikar væru að anna
, eftirspuminni yfír háannatímann á
daginn.
Fríkirkjuvegi frá Skálholtsstíg að
Lækjargötu, og í Lækjargötu að
Skúlagötu.
Að sögn Óskars Ólasonar yfír-
lögregluþjóns verður lögreglan
með geysimikið eftirlit um helg-
ina. „Lögregluþjónar verða á
öllum þeim gatnamótum, sem
bflalestimar fara um og verður
engin umferð leyfð á móti bflalest-
um leiðtoganna. Verið er að tala
um allt frá 25 upp í 40 bfla í
hvorri bflalest, a.m.k. þeim er
koma frá Keflavíkurflugvelli.
Síðan má búast við að loka þurfí
umferð ef leiðtogamir fara t.d. í
heimsókn á Bessastaði eins og
ráðgert er,“ sagði Óskar.
Reykjavíkurhöfn:
; 'K'V-x sgg * > ^|
Lögreglumenn standa vörð um Ægisgarð og hleypa engum að sovésku skipunum nema þeir eigi
þangað brýn erindi.
„Rússnesk landhelgi“
í Reykiavíkurhöfn
70 símalínur lagðar í skipin
Oviðkomandi er nú meinaður aðgangur að Ægisgarði í Reykjavik-
urhöfn. Sovéska skemmtiferðaskipið Baltika og stórt, soveskt
skemmtiferðaskip, Georg Ots, lögðust þar að bryggju fyrri part-
inn í gær og íslenska lögreglan hleypir engum óviðkomandi út i
skipin.
„Þetta er rússnesk landhelgi," beðið um að hafa frið hér á
sagði lögregluþjónn, sem stóð bryggjunni og við sjáum til að
vörð við skipin. „Sovétmenn hafa þeir fái hann.“
Sovéskir sendiráðsstarfsmenn
og íslenskir starfsmenn Pósts og
síma voru hinir einu sem komust
fram hjá lögregluverðinum í gær.
Símamennimir sögðust vera að
leggja 70 símalínur um borð í
skipin.
Bannsvæði - tvö varð-
skip við eftirlitsstörf
SÉRSTAKAR reglur verða í
gildi um siglingar á hafnar-
svæði Reykjavíkur um helgina
vegna leiðtogafundaríns og
verða tvö varðskip auk nokk-
urra báta við gæslustörf.
Að sögn Gunnars B. Guðmunds-
sonar hafnarstjóra í Reykjavík
verður aukin öryggisgæsla hjá
skipaþjónustuvakt hafnarinnar;
betur verður fylgst með umferð
um höfnina og skip látin tilkynna
sig örar en venja er. Um helgina
verður öll umferð skipa bönnuð á
milli Engeyjar og Laugamess svo
og umferð skemmtibáta um gömlu
höfnina og inn að Laugamesi.
Sagði Gunnar að skipaumferð yrði
Keflavíkurvegrir:
Lokað á meðan leið-
togarnir fara um
LÖGREGLAN mun loka Kefla-
vikurvegi síðdegis í dag á
meðan bílalest Bandaríkjafor-
seta fer frá flugvellinum að
dvalarstað hans i Reykjavík.
Sama verður uppi á teningnum
síðdegis á morgun þegar von
er á leiðtoga Sovétríkjanna.
Flugstöðinni á Keflavíkurflug-
velli verður lokað nokkru áður en
von er á leiðtogunum, að sögn
Þorgeirs Þorsteinssonar lögreglu-
stjóra á Keflavíkurflugvelli, en
það á ekki að koma að sök fyrir
flugfarþega þar sem þá verður
væntanlega búið að afgreiða allt
almennt flug. Að sögn Óskars
Ólasonar yfirlögregluþjóns hjá
lögreglunni í Reykjavík er það
sameiginleg ósk beggja leiðtog-
anna að ekki verði leyfð umferð
á móti bflalestum þeirra þar sem
ekki eru tvískiptar akgreinar með
umferðareyjum á milli. Verður því
öllum leiðum inn á Keflavíkurveg
lokað á meðan bflalestimar fara
um alveg inn í Engidal í Hafnar-
fírði og á sumum götum alveg að
áfangastöðum í Reykjavík. Jón
Eysteinsson bæjarfógeti í
Keflavík sagði að allt tiltækt lög-
reglulið hjá embætti hans yrði við
þessi störf. Óskar sagði að jafn-
framt yrðu allir kyrrstæðir bílar
á leiðinni fjarlægðir af öryggis-
astæðum.
Von er á Ronald Reagan til
landsins um klukkan 19 í kvöld
og má fólk búast við truflun á
umferð á leiðinni frá þeim tíma.
í bflaíest forsetans verða 30—40
bílar. Bjóst Óskar við að ekið yrði
á löglegum hraða, ekki væri
ástæða til annars. Mikhail
Gorbachev kemur síðan síðdegis
á morgun og má búast við svipuð-
um truflunum á almennri umferð
þegar bflalest hans fer um, og
einnig á laugardag þegar stór-
veldaleiðtogamir heimsækja
forseta íslands á Bessastöðum.
takmörkuð eins og mögulegt væri,
en hún væri sem betur fer ekki
mikil um helgar. Þó má geta þess
að Akraborgin gengur eins og
venjulega.
Þröstur Sigtryggsson skipherra
í stjómstöð Landhelgisgæslunnar
sagði að varðskipið Óðinn yrði
fyrir framan Höfða frá föstudegi
og fram yfír helgi og hefði eftirlit
með næsta nágrenni og strand-
lengjunni, og sæi um að bann við
umferð væri uirt. Landhelgis-
gæslumenn sinna starfí sínu um
borð í skipinu, sem mun liggja við
ankeri, og úr hraðskreiðum gúm-
bátum sem verða til taks.
Varðskipið Týr verður á Sund-
unum um helgina og er hlutverk
skipveija að fylgjast með umferð
skipa til og frá Reykjavík. Frá
honum verður stjómað hraðbátum
sem verða við Sovésku skipin sem
liggja við Ægisgarð. Er hlutverk
þeirra að halda skipum og bátum
í sem mestri fjarlægð frá rússn-
esku skipunum.
Sovésku skemmtiferðaskipin
eru bundin sitt hvoru megin við
Ægisgarð, en við Ægisgarð hafa
hvalbátamir legið á vetrum og þar
hafa oft verið geymd skip sem
lagt hefur verið til lengri tíma.
Af þeim sökum hefur höfnin innan
við Ægisgarð stundum verið nefnd
„þanghafið".