Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 IV i' ,< jpmasi\ iv í ■■ nm ■Bauii Afmæliskveðja: Gerður Jónsdóttir HJALPARSJOÐUR QÍRÓ 90.000 -1 köllum við hana öll, því alltaf hefur hún gert jafnt við okkur. Nú eru eldri systkini mín farin suður til framhaldsnáms, svo ég verð ennþá tíðari gestur í litlu notalegu íbúð- inni í Oddeyrargötu 13 í vetur. Oft horfi ég á eftir nöfnu minni, þegar hún gengur galvösk niður Oddeyrargötuna í hríðum og kalsa á vetrum. Þá verður mér gjaman hugsað til þess, að það er mikil- vægt að mæta ellinni með réttu hugarfari. Ég á þá ósk heitasta að geta seiglast áfram með jákvæðum huga eins og þessi fíngerða, aldna kona. Hún fylgist vel með því, sem gerist í landinu og á erlendum vett- vangi; hefur aldrei mátt missa af fréttaþáttum og ég tala nú ekki um veðurfregnimar. Það er kapítuli út af fyrir sig, að heyra hana og föður minn ræða saman um veðurútlitið. Nafna er mjög víðsýn og skortir ekki umræðuefni, þegar rætt er við hana. Hún hefur gott skopskyn og lætur aldrei koma sér úr jafnvægi. Aður en ég lýk þessu greinarkomi um nöfnu mína, Gerði Jónsdóttur, langar mig til að minnast á ríkan þátt í fari hennar, sem ég veit að allir, sem þekkja hana, meta mikils. Trygglyndi hennar við skyldmenni og vini er fágætt og til fýrirmynd- ar. Hún nýtur þess að veita og gefa, en á heldur erfitt með að vera þiggjandi Jæja, nafna mín. Nú veit ég, að þér finnst löngu nóg komið af hrós- yrðunum, því þú hefur aldrei kunnað að meta skjall. En þú verð- ur að sætta þig við þessa línur. Elsku vinkona. Ég hlakka til að hitta þig, þegar ég kem til þín úr skólanum á morgun, ég vona að þú haldir áfram að vera eins spræk og ung í anda, þrátt fyrir áttatíu árin, því hamingjan er jafngömul þér og hvomg eldist. Bestu ham- ingjuóskir. Gerður Bolladóttir Kæra nafna. Fyrir nítján ámm fæddist telpuhnokki, sem gefið var nafnið þitt, m.a. vegna þess, að þú ert ömmusystir hennar. Satt best að segja er ég fjarska ánægð með þá ákvörðun foreldra minna, bæði vegna þess að Gerður er ágætt íslenskt nafn og ekki síður vegna þess, að þú, ömmusystir mín, ert mér einkar kær vegna mannkosta þinna og vakandi umhyggjusemi. Og þess vegna sendi ég þér heilla- óskir á áttræðisafmæli þínu með þessu fátæklega greinarkomi. Það fyrsta, sem mér kemur þá í huga, em jólin heima í Laufási við Eyjafjörð. Á þeirri ljóssins hátíð hefur nafna ávallt verið hjá okkur og sett virðulegan svip á hátíða- haldið. Hún setur sér reglur og bregður helst ekki út af þeim. Þá er það sterkt einkenni nöfnu, hve hún er fost fyrir í skoðunum og vanaföst í lífsvenjum sínum. Hver dagur hjá henni hefur sínar fostu og skemmtilegu venjur. En þótt nafna mín sé föst fyrir, þá er ekki þar með sagt, að hún sé „gamaldags" í skoðunum. Stund- um finnst mér meira að segja að hún sé ekki árinu eldri en ég, þeg- ar við emm að tala saman. Aldrei hefur nafna setið auðum höndum og satt að segja held ég hún gæti aldrei unað aðgerðarleysi. Eins kann hún þá mikilvægu list, að láta sig alltaf hlakka til einhvers. Nafna vann til 70 ára aldurs við bókband í Prentverki Odds Bjöms- sonar á Akureyri og það hefur áreiðanlega ekki dregið úr áhuga hennar fyrir bóklestri. Heim hjá foreldrum hennar á Oddeyrinni vom bókmenntir f heiðri hafðar. Móðir hennar, Þómnn Friðjónsdóttir frá Sandi, var vel skáldmælt eins og fleiri systkini hennar og faðir henn- ar, Jón J. Jónatansson jámsmiður, sparaði aldrei fé til bókakaupa. Á heimilið komu flestar nýjar bækur, sem þóttu hafa bókmenntagildi, ekki síst ljóðabækur. Og nafna hef- ur alltaf eitthvað til að lesa, enda tíður gestur á Amtsbókasafninu. Þá hefur hún ekki einungis lesið bækur fyrir fullorðna, heldur einnig unglinga- og bamabækur, sem hún telur ekki síðra lesefni, ef vel em skrifaðar. Sfðan við, systkinin í Laufási, hófum nám í framhalds- skólum á Akureyri, höfum við alltaf getað leitað til nöfnu okkar, en það Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavik og á skrifstofu blaðs- ins í Hafnarstræti 86, Akureyri. Athygli skal á þvf vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á f miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tek- in til birtingar frumort Ijóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gild- ir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu Ifnubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.