Morgunblaðið - 09.10.1986, Síða 54

Morgunblaðið - 09.10.1986, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 Opið vinarbréf til Hjalta Jóhannssonar eftir Steingrím St Th. Sigurðsson Kæri Hjalti. Eins og þú veist mæta vel þá er ég nýkominn að vestan frá bemsku- og æskustöðvum þínum. Þar hreifst ég af fegurð umhverfis, sem er ein- stök og komst í snertingu við hljóðleik r>g lífsorku, sem stafar af nafnlausum neljum við Djúp. Fyrir bragðið reit ég afmælis- kveéju — öllu heldur eins konar stemningu — um Salbjörgu ljósmóður á Lyngholti, sem við báðir virðum mikils. Grein mSn birtist 5 Mbl. 6. september síðastliðinn — nokkrum dögum fyrir sjálft afmælið, sem var 30. september. Ég þakka þér fræðilega grein með viðtalsívafi um Salbjörgu, sem birtist í Mbl. á afmælisdegi hennar. Var mildð á ritsmíð þinni að græða eins og vænta mátti — einkum og sérí- lagi þessum ítarlega fróðleik um líf og starf vinkonunnar. Hins vegar rak mig í rogastanz, er ég sá, að þú hafðir fléttað inn í ritsmíðina kafla um afmælisstemningu mlna. Þú hlýt- ur að q'á það sem smekklegur blaðamaður, að slíkt og annað eins eyðileggm- heiidarbyggingu þinnar að öðru leyti athygiisverðu greinar um afmælisbamið. Hins vegar skil ég nákvæmni þína — við erum báðir kennara- og skólastjórasynir og höf- um því alizt upp við nákvæmni á ákveðnum sviðum — það er kannski sáifræðilega skýringin á þessari ná- kvæmnisástríðu þinni. Einnig skilst mér, að þú hafir sem ritfær vel kunn- andi maður fengizt töluvert við blaðamennsku (m.a. á Þjóðviljanum og víðar, svo að fullrar nákvæmni sé gætt) — en eins og við vitum báðir, þá byggist blaðamennska fyrst og fremst á því að greina frá stað- reyndum, fyrst og fremst staðreynd- um, ella er hún ekki góð blaða- mennska. Ég þakka þér ábendingar þínar, minn kæri, en mér finnst þú engu að síður í einum flórum til firém atrið- um af átta, sem þú telur upp, gera úlfalda úr mýflugu eins og ég mun greina frá hér á eftir. Og nú ætla ég að virða fyrir mér þau átta at- riði, sem þú kirfilega númerar með rómverskum tölum í öðrum dálki á I Þú fettir fingur út í fyrirsögnina Salbjöig við Djúp. Mér finnst fara betur á því og orð samhæfist betur karakter að kenna Salbjöigu við ísafjarðardjúp, sem sagt Djúp — heldur en Lyngholt, þar sem hún býr. Djúpið hefur verið vettvangur hennar alla ævi, enda er skapgerð hennar mótuð af stórbrotnu um- hverfi eins og hjá öðrum nafnlaus- um hetjum þar við Djúp — gott ef ég lét ekki í það skína í af- mælisstemningu minni. Greinin sú snerist fyrst og fremst um atgervi Salbjaigar, sem ég hrífst af, svo mjög, að mig langar til að skrifa bók um lífshlaup hennar og hetju- dáðir. Það er önnur saga. H Salbjörg var ekki fædd á Lóns- eyri eins og þú leiðréttir mig réttilega, en hins vegar var hún mikið viðloðandi á Lónseyri hjá ættfólld sínu — og það er sennileg- asta skýringin á rangherminu. Þar eð ég tel mig nú orðið fljótan til að viðurkenna mistök (en öllum getur orðið á í messunni), fellst ég á þetta atriði, eitt af því fáa, í at- hugasemdum þínum — og biðst velvirðingar. IH Ég er hiss á þér jafiiglöggum manni og vonandi andlega heiðar- legum að vilja ekki viðurkenna hann Jens í Bæjum sem rithöfund. Leggur „maður að vestan" eins og þú virkilega snobbmat á rithöfund- arhæfileika? Ég túi því ekki, fyrr en ég tek á því. Hefurðu ekki lesið fréttqjistla Jens, sem kenndur er við Kaldalón, í Mogganum? í það blað hefur hann skrifað um árébil og gerður góður rómur að hjá fólki, sem er gætt meðalgripsviti og meira. Maðurinn sá kann svo sannarlega til vígs með pennanum, en hins vegar er hann af hjarta lítillátur og laus við raup eins og fleirí á Snæfjalla-striind. IV Rétt í þessu var ég að tala í síma við hann Engilbert á Tyiðilmýri, son Salbjargar. Hann sagði, að sér fyndist það svolítið hart að vera sviptur vélstjóranafnbótinni — hann stjómaði þó altjent rafstöð- inni — eins og þú veizt bezt sjálfur, þá verða menn fyrir vestan að kunna margt sér til þjaigar og vera jafnvígir á margt. Eg held við ættum að láta Engilbert halda vél- stjóratigninni — hann hefur til þess unnið. V Sálmanúmerataflan í kirkjunni í Unaðsdal, gjöið af völundinum og listamanninum honum Halldóri í Bæjum er slíkt guði þóknanlegt listaverk, að mér hefur sennilega fundizt verðugt að hækka lista- verkið í tign og gera óvart að altaristöflu, enda er miklu meira af guði og trú í töflu Halldórs en í sjálfri altaristöflunni. Og hana nú! VI Trillan Ogri eða Vigri eins og ég nefiidi svo í grein minni er ekki réttnefiii og þar gætti ekki ná- kvæmni. Ég dró þessa nafnályktun af heiti aflatogaranna Ögra og Vigra, sem þeir Hermannssynir gera út með glæsileik og sóma fyrir land og þjóð. Þó verð ég að segja, að mér finnst þetta atriði ekki ófyriigefanlegt, ef vel er að gáð. VH Þetta atriði er laukrétt leiðrétt- ing og þar færðu einkunmna 8 sarnkvæmt gamla Örsted. Ég fór rangt með nafn á þeim sona Her- manns formanns í Ögri, sem Salbjöig tók á móti eftir svaðilfeið yfir Djúp á litlu fleyi Hermanns í mannskaðaveðri. En þetta er að minni hyggju ekki veigamikið at- riði. VIH Salbjörg hlýtur ljósmóðurrétt- indi árið 1929, og nú er það herrans ár 1986, og samkvæmt beztu heim- ildum er hún enn ljósmóðir fyrir guði og mönnum. Enn er hún, nítíu ára gömul, á hálfum launum í Nauteyrarhreppi sem ljósmóðir — það hef ég eftir henni 'gálfri — enda þótt hún sé hætt að taka á móti bömum. Þetta em samtals 57 ár - 1929 til 1986 - og hver getur neitað því, að það sé meðal- mannsaldur. Hins vegar ber þú brigður á slfkt. Ég hvika ekki frá því, að Salbjörg hafí verið Ijósmóð- ir við Djjúp meira en mannsaldur. Kæri Hjalti, Ég græddi á nákvæmni þinni í kennaralegum athugasemdum þínum, sem þó anda af velvild og jákvæðum hug í minn garð, sbr. þau orð, sem þau feið um mig sem skríbent, svo að ég noti þitt orða- val. Hins vegar get eg ekki fallizt á flögur til fimm atriði af þeim átta, sem þú taldir upp, en ekkert í ábend- ingum þínum skerti g'álfsvirðingu mína á einn eða neinn hátt nema síður væri. Þessi atriði eru: Nr. H um fæðingarstað Salbjaigar; nr. V — sálmanúmerataflan í kirkj- unni í Unaðsdal, sem er léttvægt atriði og skiptir litlu máli eins og ég benti á, en það er skondið rannsókn- arefni út af fyrir sig til þess að finna ástæðuna fyrir mistökum, sem stöf- uðu af listrænu mati á töflu Halldórs í Bæjum. Nr. VI Naftiið á trillunni í Ögri, sem hét Hermóður, en ekki Ögri eða Vigri (en hæpið er að gera slíkt að stór- máli eins og annað). Nr. VH Nafnið á sveinbaminu í Ögri, sem Salbjöig tók á móti. Kæri vinur, Ég rita þér þetta bréf með fullri viiðingu fyrir þér sem manni og greinarhöfundi. Báðum hefur okkur oiðið á, en ekki svo, að til vansæmd- ar horfi. Þú gerir athugasemdir á átta stöðum við grein mína 6. sept- ember sl., en í fjórum til fimm tilfell- um falla þau atriði um sjálf sig eins og ég leitast við að rökstyðja. Hin þijú til fjögur eru tittlingaskítur í ritsmíð, sem hugsuð er sem stemn- ing, en ekki fræðimennska. En sem gamall kennari og fyrrverandi blaða- maður tel ég alltaf fulla þörf á að leiðrétta, ef ekki er farið laukrétt með staðreyndir. Hins vegar hef ég nú gert athuga- semd við athugasemd í fullu trausti þess, að þú takir slíkt til greina á sama hátt og ég hef tekið mark á þeim leiðréttingum þínum, sem eiga rétt á sér. Það er heiðarlegt upp á vestflrzku. Við sáumst tvívegis fyrir vestan nú í september og fór vel á með okkur, enda þótt við höfum ekki enn sem komið er gengið undir jarðarmen og svarizt í fóstbræðralag að fomum sið, en eftir skrif okkar nú er ég sannfærður um, að þess verður ekki langt að bíða. Sjáumst og hittumst heilir í fom- bókaverzlun hans Braga Kristjóns. Þinn einlægur. Höfundur er rithöfundur oglist- fyrri síðunni í grein þinni í Mbl.: ' PHI málari. 3H*f9unfrlftfeifr Áskriftcirsíminn er 83033 ífalið: Flug, gisting í 2ja manna herbergjum, morgunverður, skoðunarferð og afslát a

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.