Morgunblaðið - 09.10.1986, Síða 58

Morgunblaðið - 09.10.1986, Síða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 V estfjarðakj ördæmi: Prófkjör Sjálf- stæðisflokksins Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi fer fram laug- ardaginn 11. október og sunnudag- inn 12. október nk. Kjörstaðir: Isafirði, Bolungarvík, Súðavik, Isa- fjarðdjúpi, Árneshreppi, Hólmavík, Austur-Barðastrandarsýslu, Pat- rekshreppi, Tálknafirði, Bíldudal, Þingeyri, Flateyri og Suðureyri. Frambjóðendur í prófkjörinu eru níu talsins. Þeir eru, taldir í stafrófs- röð: Einar K. Guðfinnsson, útgerðarstjóri, Bolung- arvík, 30 ára. Maki: Sigrún J. Þórisdóttir. Guðjón A. Kristjáns- son, skipstjói, forseti Farmanna- og fískimanna- sambands íslands, 42 ára. Guðmundur H. Ingólfs- son, skrifstofustjóri, Hnífsdal, 53 ára. Maki: Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir. Hallgrimur Sveinsson, bóndi á Hrafnseyri og skólastjóri á Þingeyri, 46 ára. Maki: Guðrún Stein- þórsdóttir. Hildigunnur Lóa Högnadóttir, verzlunar- stjóri, Isafírði, 36 ára. Maki Georg Bæringsson. Matthías Bjarnason, viðskipta- og samgöngu- ráðherra, 65 ára. Maki: Kristín Ingimundardóttir. Ólafur Kristjánsson, skólastjóri, Bolungarvík, 50 ára. Maki: Herdís Ágústa Eggertsdóttir. Óli M. Lúðviksson, skrifstofustjóri, ísafírði, 43 ára. Maki: Guðrún Þórðar- dóttir. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sam- einaðs Alþingis, 67 ára. Maki: Elísabet María Ólafs- dóttir. Vogabær í Vogum 10 ára Vogum. FYRIRTÆKIÐ Vogabær í Vog- um hélt upp á tiu ára afmæli fyrir nokkru. Fyrirtækið var stofnað í ágústmánuði árið 1976 íif hjónunum Sigrúnu Ó. Inga- dóttur og Guðmundi Sigurðs- syni með rekstri verslunar, en á síðasta ári hætti fyrirtækið rekstri verslunar og fór út í framleiðslu á ídýfu, þ.e. Vogaídýfu. Framleiddar eru þrjár tegundir af Vogaídýfu, með kryddblöndu, laukídýfu og létt ídýfa með beik- onbragði. Að auki framleiðir fyrirtækið brauðsalöt og hrásalöt. Vogaídýfa hefur verið í stöð- ugri sókn og er henni dreift um allt land, en salötin fara aðeins til dreifíngar í verslanir á Suður- nesjum. Þá hafa farið fram vörukynningar í verslunum á Suð- umesjum og á höfuðborgarsvæð- inu sem eigendur og starfsfólk annast. íbúum í Vogum var boðið að skoða framleiðslu fyrirtækisins og aðstöðu og bragða það sem Voga- bær framleiðir. Fjöldi manns þáði boðið. EG Eigendur Vogabæjar, Sigrún og Guðmundur, ásamt starfsfólki Morgunblaðið/EG CHEVROLET MONZA 1987 árgerðirnar eru komnar — Beinskiptir — Sjájfskiptir — Aflstýri — 4ra og 3ja dyra — Framhjóladrifinn — Þægilegur — Öruggur — Sparneytinn Verð: 451.000 beinskiptur 505.000 sjálfskiptur Verð: 444.000 beinskiptur 498.000 sjálfskiptur mmturl HOFÐABAKKA 9 5IMI 687500 CHEVR0LET

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.