Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 09.10.1986, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 1986 61 Frá vinstri: Þonsteinn Sigurðsson, skólastjóri Safamýrarskóla, María IQeld, skólastjóri Þjálfunarskóla ríkisins í Kópavogi, Björk Jónsdóttir, kennari í Safamýrarskóla, Heiður Vigfúsdóttir, kennari Öskju- hlíðarskóla, Jóhanna Kristjánsdóttir, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, Jónas Pálsson, rektor KHÍ, Eyrún Gísladóttir, umsjónarmaður með starfsleikninámi KHÍ i sérskólum, Sigríður Jónsdóttir, kennari í Þjálfun- arskóla ríkisins í Stjörnugróf, Kristján Jóhannesson, skólastjóri sama skóla, og Þórunn Jónatansdóttir, kennari sama skóla. Kennaraháskóli íslands fer inn á nýjar brautir í sérkennslu Símenntun í nánum tengslum við daglegt skólastarf HAUSTIÐ 1985 hófst við Kenn- araháskóla Islands nám í sér- kennslufræðum, sem gert er ráð fyrir að kennarar geti lokið með BA-gráðu. Námið er skipulagt með nokkuð öðrum hætti en ver- ið hefur í framhaldsdeildum KHÍ undanfarin ár. Þátttakendur starfa áfram að hluta við kennslu og áhersla er lögð á að tengja námið verkefnum í viðkomandi skólum. Námið er undir umsjón gistilektors frá New-castle Poly- technic-háskóla í Englandi, Mr. Keith Humphreys, sem hefur mikla reynslu að baki i sér- ríkisins við Stjömugróf og Þjálfun- arskóli rikisins í Kópavogi. í starfsleiknináminu hafa hingað til verið tæplega hundrað þátttak- endur, skólastjórar, kennarar og aðrir starfsmenn ofantaldra skóla. í haust bættust í þennan hóp tíu nýir þátttakendur. Starfsleikninám- ið hefur gefið góða raun í þessum flórum sérskólum og nú í upphafí þessa skólaárs bættist Þjálfunar- skólinn á Akureyri í hópinn. Þar munu stunda nám um 20 þátttak- endur og sækir hluti þeirra námið fyrir hönd Skólaheimilisins að Eg- ilsá í Skagafirði. í vetur munu því Megintilgangur námsins er að auðvelda kennumm og öðm starfs- liði skólanna að fá yfirsýn yfir og æfa hina ýmsu þætti kennslustarfs- ins svo að þeir verði hæfari til að skipuleggja vinnu sína og gera þannig skólastarfíð hnitmiðaðra og jafnframt árangursríkara. Starfsdagur Þann 22. sept. sl. var í annað skipti haldinn sameiginlegur starfs- dagur í tengslum við starfsleikni- námið. Á þessum starfsdögum koma þátttakendur saman úr hinum ýmsu sérskólum og fræðast um næsta námsáfanga. í þetta skiptið var lögð áhersla á nauðsyn þess að setja fram raunhæf og hnitmiðuð námsmarkmið. Einnig var fjallað um mismunandi þroskastig í hugs- ana-gangi hjá bömum. Blaðamaður Morgunblaðsins hafði tal af nokkr- um þátttakendum og voru þeir allir sammála um að þetta væri merkt framtak hjá KHÍ. Þeir lögðu áherslu á að kennurum er með þessu gefinn kostur á námi í skólunum sjálfum. Þorsteinn Sigurðsson, skólastjóri Safamýrarskóla, sagði að starfs- leikninámið væri merkileg nýjung í starfsnámi kennara sem frábrugð- in væri hefðbundnu námi að því leyti að um leið og þátttakendur fengju fræðilega þekkingu, þá væri sú þekking hagnýtt strax í daglegu starfi. Áhersla er lögð á að laga námið að þörfum einstakra nem- enda í stað þess að vinna með þá sem hóp og verða vinnubrögð þar með markvissari. Þorsteinn sagði að lokum að þetta nám hefði haft afgerandi áhrif á flest sem gerist innan skólans vegna þess að nánast allir starfsmenn eru þátttakendur í því. Kristján Jóhannesson, skólastjóri Þjálfunarskóla ríkisins við Stjömu- gróf, sagði kennara verða mun raunsærri á þarfir bamanna eftir slíkt nám og væri nú aðalmarkmið- ið einstaklingurinn og þarfir hans í stað heildarinnar áður. María Kjeld, skólastjóri Þjálfun- arskóla ríkisins í Kópavogi, sagði að 23 starfsmenn væm við skólann og allir tækju þeir þátt í náminu. „Þetta er auðvitað aukavinna, sem leggst á okkur, en hún er ömgglega þess virði. Þetta er það gagnlegasta sem fyrir skólann hefur komið og emm við ákaflega þakklát KHI fyr- ir þetta framtak." Jóhanna Kristjánsdóttir, skóla- syóri Öskjuhlíðarskóla, sagði að námið kæmi til móts við allt starfs- fólk skólanna og sérstaklega jákvætt væri að leiðbeinendur námsins væra sjálfir starfsmenn og þekktu því vel til. Heiður Vigfús- dóttir, kennari við sama skóla, sagði að ekki væri síður mikilvægt að fá starfsfólk sérskólanna, svo sem fóstmr og uppeldisfulltrúa, ásamt kennumm inn í námið. „Við sam- ræmum nú vinnu okkar betur en áður.“ Jónas Pálsson, rektor KHÍ, sagð- ist gera sér vonir um áframhaldandi uppbyggingu sérkennslunáms, t.d. sé fyrirhugað að hefja fyrrihluta- nám í sérkennslu á Áusturlandi á næsta ári í samvinnu við Fræðslu- skrifstofu Austurlands. Þó sagði Jónas það auðvitað háð fjárveiting- um. Starfsleikninám í al- mennum grunnskólum Kennaraháskólinn mun á næs- tunni bjóða kennumm í nokkmm almennum gmnnskólum þátttöku í starfsleikninámi, sem sniðið er að sérkennsluþörfum nemenda í þeim skólum og starfsskilyrðum kennara þar. Hér er af hálfu Kennaraháskól- ans um nýbreytni að ræða sem er liður í fjölþættari áformum endur- menntuní j- KHÍ um aukna símennt- un fyrir starfandi kennara og nokkuð breyttar áherslur frá því sem verið hefur, m.a. aukið sam- starf við fræðsluskrifstofur og ráðgjöf við einstaka gmnnskóla, sem vilja efla og þróa skólastarfið á eigin forsendum. Hluti nemenda starfsleiknináms KHÍ á sameiginlegum starfsdegi. kennsluf ræðum. Veigamikið atriði í hinu nýja sérkennslunámi er þáttur sem nefnist starfs- leikni-nám. Starfsleikninám í sér- skólum Þessi hluti námsins hófst í fjóram sérskólum ríkisins í Reykjavík og nágrenni um áramótin 1985/86. Skólamir em: Öskjuhlíðarskóli, Safamýrarskóli, Þjálfunarskóli samtals á annað hundrað manns taka þátt í starfsleiknináminu. Námið fer ftam í skólunum sjálf- um, að meðaltali 2 klst. á viku, varir í fjögur misseri og miðast inni- hald námsins við sérkennsluþarfir nemenda viðkomandi skóla. Þeir sem hafa umsjón með náminu úti í skólunum em kennarar, sem hafa verið í hálfs árs undirbúningsnámi við KHÍ og útskrifast þaðan sem leiðbeinendur fyrir starfsleikninám í sérskólum. Frostvarin vörugeymsla er hitamál Flytjir þú inn viðkvæma vöru er kominn tími til að líta á hitamælinn, því nú fer að frysta. Skipadeild Sam- bandsins hugsar vel um viðkvæmar vörur innflytjenda, og býður því frostvarðar vörugeymslur. Gangir þú rétt frá vörum þínum þarftu ekki að hafa áhyggjur af að Tákn traustra flutninga þær verði fyrir frostskemmdum þrátt fyrir kaldan vetur. Frostvarðar geymslur Skipadeildar Sambandsins sjá til þess. Ekki brenna inni með vörur þínar í fyrstu frostum. Hafðu samband við Skipadeildina. SKIPADEILD SAMBANDSINS SAMBANOSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200 GOH FÓLK / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.