Morgunblaðið - 12.11.1986, Page 4

Morgunblaðið - 12.11.1986, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986 Hjálparstofnun kirkjunnar: Gagnrýninni verður svarað með breytingum á reksti Engihlíð 9 verður seld HÚSEIGN Hjálparstofnunar kirkjunnar að Engihlíð 9 verður seld. Stjórn Hjálparstofnunar- innar tók þessa ákvörðun á fundi sl. mánudagskvöld þar sem tekin var fyrir gagnrýni á rekstur stofnunarinnar og ábendingar nefndar sem kirkjumálaráðherra skipaði til að rannsaka starfsemi hennar. Aðal- og varamenn framkvæmdanefnd stofnunar- innar, Erling Aspelund, stjórnar- formaður og Guðmundur Einarsson, f ramkvæmdastjóri buðust allir til þess að láta nú þegar af störfum, en sljómin hafnaði því. Gagnrýni nefndarinnar réttmæt I yfirlýsingu sem stjómin sendi fjölmiðlum er sagt að reynt verði að draga úr öllum rekstrarkostn- aði, þ.a.m. yfírvinnu starfsmanna. Ekki hafí verið gætt nægjanlegs aðhalds í viðskiptum við tiltekna aðila, og slíkt muni ekki endurtaka sig. Hinsvegar er það mat stjómar- innar að ekki verði komist hjá því að hafa eftirlit með verkefnum á hjálparvetvangi og halda uppi sam- skiptum við systurstofnanir. „Stjómin mun leita allra ráða til að kostnaður við þessi samskipti og ferðalög þeirra vegna verði í algjöm lágmarki" segir orðrétt í skýrslunni. Guðmundur vill selja allar eignir stofnunar- innar „Ég hef ítrekað óskað eftir því að láta af störfum, en stjómin telur að þær forsendur séu ekki fyrir hendi sem réttlæti afsögn. Ég legg ekki mat á það sjálfur hvort það sé rétt eða rangt,“ sagði Guðmund- ur Einarsson, framkvæmdastjóri stofnunarinnar. Aðspurður hvort Hjálparstofnunin væri starfhæf við þessar aðstæður sagðist hann ekki líta fram hjá því að hún hefði orðið fyrir miklum álitshnekki, og ekki sæist fyrir endan á því ástandi. „Eini möguleikinn er sá að okkur takist að láta verkin tala,“ sagði Guðmundur. Hann taldi fyrsta skrefíð að selja húseignina, eins og stjómin hefði þegar samþykkt, og að sínu mati ætti einnig að selja bifreiðar í eigu stofnunarinnar. „Við þurfum að losa allt okkar fé, til að geta staðið við skuldbinding- ar, og munum leita til systurstofn- ana okkar eftir stuðningi við þau verkefni sem við höfum lofað, svo sem aðstoð við flóttamenn frá Afg- hanistan, munaðarleysingjahæli í Eþíópíu og aðstoð á hungursvæðun- um í Sudan." Vonast til að vinna traust fólks á ný Erling Aspelund, stjómarform- aður, tók í sama streng og Guðmundur. Gagnrýni nefndarinn- ar gæfí stofnuninni tilefni til að færa ýmislegt til betri vegar. „Stjómin telur að við eigum að þjappa okkur saman, og líta á hið jákvæða sem stofnunin hefur gert. Umfjöllunin hefur öll beinst að því neikvæða." Hann sagðist ekki búast við því að jólasöfnun Hjálpastofnun- ar myndi skila jafn miklpm árangri í ár, eins og oft áður. Spumingu blaðamanns um hvort ekki hefði verið skynsamlegt fyrir stofnunina að taka boði forstöðumannanna um að hætta og byrja með hreint blað svaraði Erling neitandi. „Með því að svara gagmýninni, minnka allt sem heitir kostnaður,_pelja eignim- ar, breyta reikningsskilum og fleiru vonumst við til að geta unnið traust fólks á ný.“ Skýrsla RLR um hvalbátarannsóknina: Eðlileg fyrstu við- brögð lögreglunnar - er mat forsætisráðherra VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi f gær: Gert er ráð fyrir stormi á I, II, III og IV miðum, vestur, suðaustur, suður- og suðvesturdjúpi. Um 400 kíló- metra suður af Hvarfi er víðáttumikil 963ja millibara lægð, sem þokast austur. Yfir N-Grænlandi er 1017 millibara hæð. Veður fer smám saman hlýnandi þegar líður á nóttina. SPÁ: í dag verður hæg austan- og norðaustanátt á landinu og víðast hvar bjart veður en sennilega smáél við noröaustur- og austurströndina. Búast má við 0-5 stiga frosti. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FIMMTUDAGUR: Austanátt og stydda eða skúrir um mest allt land. FÖSTUDAGUR: Austan- og norðaustanátt með skúrum austan- lands og éljum í útsveitum á norðurlandi. Fremur þurrt á suðvestur- og vesturlandi. Hiti nálægt frostmarki. TAKN: Ó Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað A m Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * •jq Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir Él Þoka Þokumóða Súld Mistur Skafrenningur Þrumuveður V * V 5 oo 4 K VEÐUR VÍÐA UMHEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri -7 léttskýjaö Reykjavík -3 snjóél Bergen 8 alskýjað Helsinki 10 skýjað Jan Mayen -6 snjóél Kaupmannah. 11 rígnlng Narssarssuaq 2 skafrenn. Nuuk vantar Oaló 9 skýjað Stokkhólmur 11 skýjað Þórshöfn 1 skýjað Algarve 14 rigning Amsterdam 13 mistur Barcelona 20 skýjað Beriín 13 mistur Chicago -5 snjókoma Glasgow 8 úrkoma Feneyjar 10 þokumóða Frankfurt 11 heiðskírt Hamborg 15 hélfskýjað London 13 skýjað Los Angeles 14 heiðskirt Lúxemborg 11 heiðskfrt Madrfd 13 mistur Malaga 18 alskýjað Mailorca 19 hálfskýjað Miami vantar Montreal 1 alskýjað Nice 19 léttskýjað NewYork 5 alskýjað París 16 hálfskýjað Róm 19 þokumóða Vfn 6 mistur Washington 7 rígning Winnipeg -25 heiðskfrt STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra segist telja að fyrstu viðbrögð lögreglu eftir að hvalbátunum var sökkt í Reykjavíkurhöfn á sunnudags- morgun hafi verið mjög eðlileg. Þessari niðurstöðu komst forsæt- isráðherra að, eftir að hafa kynnt sér skýrslu Rannsóknar- lögreglu ríkisins um viðbrögð lögreglu, Útlendingaeftirlits og Rannsóknarlögreglu. Forsætis- ráðherra kynnti þessa skýrslu á rikisstjórnarfundi í gærmorgun. „Þessi skýrsla gerir grein fyrir nákvæmri tímaröðun á öllum at- burðum, og það eru kynnt þama afskipti lögreglu, Rannsóknarlög- reglunnar og Ðtlendingaeftirlitsins af þessum málum," sagði Steingrímur í samtali við Morgun- blaðið. „Meginniðurstaða mín, eftir að hafa farið yfir þessa skýrslu, er sú að fyrstu viðbrögð á sunnudags- morgun hafi verið rnjög eðlileg," sagði forsætisráðherra. Hann sagði að í skýrslunni kæmi fram, að lögregla hefði komið á staðinn um kl. 6 á sunnudagsmorg- un, örfáum mínútum eftir að hún var kvödd niður eftir. Rannsóknar- lögreglan hefði komið um kl. 7 á staðinn og strax hefði farið fram athugun á staðnum og verið rætt við menn sem voru kunnugir skip- unum. „Allir virtust vera þeirrar skoð- unar, að þama væri um leka að ræða, meðfram skrúfuöxli, en skrúfan hafði verið tekin af öðru skipinu," sagði Steingrímur. Hann sagði að talið hefði verið að annað skipið, sem sökk fyrst, hefði dregið hitt niður með sér, en þau voru bundin saman. „Niðurstaða rann- sóknarinnar, eftir fyrstu vettvangs- könnun var sú að ekkert benti til þess að um skemmdarverk væri að ræða, en þeir vildu samt sem áður ekki útiloka það,“ sagði Steingrím- ur. Forsætisráðherra sagði að lög- reglan hefði því haft samband við Útlendingaeftirlitið, en það hefði að vísu ekki verið fyrr en kl. 10 á sunnudagsmorgun. „Það má til sanns vegar færa, að það var of seint,“ sagði Steingrímur, „en það verður að athuga það, að þegar farið var að athuga hvort einhverjir væru staddir hér á landi, á skrá Útlendingaeftirlitsins, sem gætu verið grunsamlegir, þá kom í ljós að svo var ekki. Þessir tveir menn voru ekki á skrá þeirri sem Útlend- ingaeftirlitið fær frá Alþjóðalög- reglunni (Interpol)." Steingrímur sagði að það hefði ekki verið fyrr en hringt var til Færeyja, þegar fram hafí komið að Færeyingar hefðu einhverja menn grunaða, að þessi nöfn voru gefín upp. Nöfn þessara manna hefðu hins vegar ekki verið á skrá þeirri sem Útlendingaeftirlitið hefði. „Þessir menn komu hingað til landsins 15. október sl. og vitanlega er það mjög alvarlegur hlutur, að þessir menn skuli hafa getað verið hér allan þennan tíma, án þess að nokkur grunur falli á þá,“ sagði Steingrímur ogbætti við: „það kem- ur meira að segja fram, í skýrslunni að Útlendingaeftirlitið hafði smá- vegis afskipti af þeim, því þeir voru hér í vinnu, sem þeim var ekki heim- il.“ Forsætisráðherra sagði að fram- hald þessa máls yrði það, að saksóknari, Rannsóknarlögregla og dómsmálaráðuneyti ynnu af fullum krafti að málinu. „Ég hef gefið fyr- irmæli um, að það verði ekkert látið ógert, til þess að koma lögum yfir þessa menn,“ sagði Steingrímur. Aðspurður hvort framsals þessara manna yrði krafíst, sagði hann: „Það verður tvímælalaust krafíst framsals, ef þeir verða höndum teknir í landi, þar sem það þýðir. Það mun vera föst regla, að land framselur aldrei sína þegna, heldur dregur þá fyrir dóm í landinu. Ef þeir verða handteknir í Bretlandi og Bandaríkjunum, þá yrðu þeir dregnir fyrir dóm þar. Ef þeir yrðu handteknir í einhverju öðru landi, þá yrði krafíst framsals." Kynnmgarkvöld um Indlandsferðir Indlandsvinafélagið efnir til kynningarkvölds um ferðalög til Indlands á Hótel Esju í kvöld, miðvikudaginn 12. nóvember kl. 20.30. Flutt verða erindi um ferðir til Indlands, menningu landsins og minjar. Einnig verða sýndar kvik- myndir sem kynna það helsta sem ferðamönnum kann að þykja for- vitnilegt á Indlandi. Þá verður greint frá undirbúningi hópferðar til Indlands sem fyrirhugað er að fara á næsta ári, segir í frétt frá félaginu. Dagskrá kynningarkvöldsins verður með þeim hætti að Sigurður A. Magnússon, rithöfundur, mun fjalla um ferðalög á Indlandi. Sendi- herra Indlands á íslandi, R.K. Anand, mun flytja erindi um menn- ingu Indveija og hvemig ferðamenn geta best kynnst henni. Síðan verða sýndar tvær stuttar kvikmyndir. Fjallar önnur um hvemig ákjósan- legast er að ferðast um Indland en hin sýnir gömul hof, mUsteri og menningarminjar frá fyrri öldum. Að þessu loknu gefst gestum tæki- færi að bera fram fyrirspumir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.