Morgunblaðið - 12.11.1986, Page 16

Morgunblaðið - 12.11.1986, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986 Einmani mitt í heimsins glaumi Békmenntir Jóhann Hjálmarsson Kristján Jónsson: Ljóðmæli. Matthías Viðar Sæmundsson sá um útgáfuna. Almenna bóka- félagið, Ljóðaklúbbur 1986. í löngu örlagaljóði, Allt breyttist, ortu 1865, fjailar Kristján Jónsson Fjallaskáld um mann sem orðinn er „einmani mitt í heimsins glaumi". Slíkur einmani var Kristján sjálfur og þessi einmani er á ferð í ljóðum hans, alls staðar auðþekkjanlegur. Varla þarf að rifja upp vísuna frægu um eyðisandinn og einfar- ann, en grípa má til annarrar vísu sem Kristján orti til bróður síns eftir að hafa meðtekið frá honum siðalærdóm: Vaka lífsins verði þér svo vær og ljúf og full af ró, eins og banablundur mér blíðri niðri í grafarþró. Kristján vissi þó hvert stefndi og að ekki var snúið aftur. Drykkju- skapur hans var eins konar dauða- þrá manns sem orðinn er útlagi frá mannlegu félagi og flóttinn eina leiðin. í langri ritgerð Matthíasar Viðars Sæmundssonar: Dimmir dagar (formáli Ljóðmæla) er komist að eftirfarandi niðurstöðu: „Merk- ustu kvæði hans fjalla ekki aðeins um baráttu og einmanaleika. Þau eru barátta og einmanaleiki. I þeim tjáir Kristján sig sem einstaklingur í stríði við eigin tilvist, án tillits til hugmyndakerfa eða kennisetninga. Að því leyti yrkir hann sig út úr rómantík aldar sinnar. Nútíminn er í augsýn." Það er auðvelt að fallast á það að kvæði Kristjáns séu barátta og einmanaleiki. Það er ekki síst sá eiginleiki þeirra sem gerir þau eftir- tektarverð fyrir nútímalesendur. Og vissulega er nútíminn í augsýn í kvæðum Kristjáns. En margt í þeim er frá rómantísku skáldunum, ekki síst formið. Og mikið í skáldskap Kristjáns á rætur sínar í íslenskum alþýðukveðskap og dregur dám af honum. í ritgerð sinni hrekur Matthías Viðar það alþýðuviðhorf að óham- ingja Kristjáns hafi stafað af vonbrigðum í ástamálum, heitrofi stúlku sem hann unni. Matthías Viðar telur að ýmislegt, þar með talið ástamein, hafi haft áhrif á lífsskoðun Kristjáns. Þyngst vegur Kristján Jónsson Fjallaskáld aftur á móti „bölsýni og sjálfseyð- ingarhneigð Kristjáns", sem átti „upptök sín innra með honum sjálf- um“. Matthías Viðar tekur undir með Jóni Ólafssyni sem benti á að lífíð sjálft hefði verið ógæfa Krist- jáns og sorg hans sjálfskaparvíti því að „þeir sem þunglyndir eru í verunni, eins og Kristján var, geta ekki án sorga lifað; því að þá er heimurinn færir þeim ekki sorgar- efni, þá búa þeir sér það til sjálfír". Bölsýni Kristjáns og þunglyndi sættu ekki tíðindum eða gæfu til- efni til umþenkinga hefði hann ekki verið jafn gott skáld og hann er í bestu kvæðum sínum. í Sjálfslýs- ingu yrkir hann um hryggð sína og harm og tregatár, en segir: „Veit að fánýtt allt þó er.“ Ég er eitt þeirra kvæða Kristjáns þar sem hann dregur saman lífsmynd sína í hnitmiðuðu formi: Áður á lífsins leiðir mín ljúfa starði önd, sem þá á hafrót horfír halur af auðri strönd. Nú er ég böis af bárum borinn um ævistraum. Ægja mér ógnir margar, en allt þó líkast draum. Senn er leiðinni lokið, lúin og vegmóð önd. Mér munu öldur aftur að óminnis varpa strönd. Hér er fánýtið enn á dagskrá, lífíð draumur. Menn efast varla um alvöru Kristjáns, það sem ljóð hans í raun og veru tjá. En í Skáldin gerir hann ekki mikið úr sorgaróð- um skáldanna og harmi, hryggð þeirra og tárastraumur er þar ekki annað en skáldadraumur. í Horfinni fegurð yrkir Kristján: „Hverfanda allt á hveli líður,/í heimi stöðugt er ei neitt." í Voninni sem Matthías Viðar telur „eitt þeirra verka sem varða leiðina frá Jónasi til nútímaljóðlistar", yrkir Kristján um það sem best friðar órótt hjarta, sjálfa vonina. En niðurstaða ljóðsins er ekkert gleðikvak: Afram geysar aldastraumur; allt er lífið myrkur draumur sælublöndnum sollinn hörmum, sjónhverfing og leiðsla hál. Állt, sem hefur upphaf, þrýtur; allt, sem lifír, deyja hlýtur. Vonin lífs er vemdarengill, von, sem þó er aðeins tál. Lesendur Ljóðmæla Kristjáns Jónssonar munu þó ekki þurfa að una sér eingöngu við hryggðarstef skáldsins og vonleysi. I bókinni eru líka gaman- og ádeilukvæði og kvæði af ýmsu tagi, líka þýðingar. Allt er tekið með sem gefíð hefur verið út eftir skáldið, sumt er birt í fyrsta sinn. Þannig fæst heildar- mynd af skáldskap Kristjáns. Almenna bókafélagið rýfur með þessari útgáfu hefð sem flestir ljóðabókaklúbbar hafa tileinkað sér, þ.e.a.s. að leggja megináherslu á ljóðaúrvöl og endurútgáfur ein- stakra ljóðabóka ásamt nýjum verkum. En með þessari vel heppn- uðu og smekklegu útgáfu gefst fólki kostur á að eignast öll kvæði Fjalla- skáldsins á viðráðanlegu verði. Ljósrituð martröð Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Einar Már Guðmundsson: Eftirmáli regndropanna. Almenna bókafélagið 1986. Í skáidsögu sinni, Eftirmála regndropanna, fer Einar Már Guð- mundsson að nokkru leyti inn á nýjar brautir. Frá endurminninga- veröld bemskunnar í Riddurum hringstigans (1982) og Vængja- slætti í þakrennum (1983) einbeitir hann sér nú að því að lýsa hvemig samtfmi og þjóðtrú eiga með sér fund eða rekast á. En það er margt minningalegt í nýju skáldsögunni, ekki síst mynd hverfísins sem dreg- in er nákvæmlega upp. í þessu hverfí er fyrsti og stærsti geðspítali borgarinnar. En þar er líka verkstæði söðlasmiðsins sem er eldra en húsin, götumar og geðspítalinn. Sumir líkja því við sögumar sem sagðar eru þar inni: „í senn eldra en allt sem gamalt er og yngra en allt sem ungt er“. Á verkstæði söðlasmiðsins er samfelld hátíð. Söðlasmiðurinn seg- ir sögur og lætur ekki bama þær fyrir sér og veitir óspart áfenga drykki sem hann hefur bruggað sjálfur. Fjórtán trillukarlar eru ávallt viðstaddir og bóndi með svartan hund. Annað fólk sem kemur einkum við sögu eru prestshjónin Daníel og Sigríður, Anton rakari og Herbert skólastjóri. En það eru bæði dauðir og lifandi sem láta að sér kveða, aðgangsharðir við kvenfólk gerast til dæmis drukknaðir sjómenn. í Eftirmála regndropanna hald- ast í hendur raunsæileg frásögn og furðusaga. Til þess að skýra þetta má grípa til lýsingar á því sem gerist þegar skáldskapurinn tekur við af veruleikanum. Söðlasmiður- inn er staddur í miðri sögu um loftárásir á London, á hlaupum ofan í neðanjarðarbyrgi. Himinninn ljóm- ar og mönnum verður litið út um þakglugga verkstæðisins: „Eitt andartak er sem blálýst myrkrið litist gulu ljósi og þeir sjá ekki betur en að yfír himinhvelið aki eldvagn sneisafíillur af bijósta- stórum hafgúum með lokkaflóð líkt sólargeislum og varir svo eggjandi Einar Már Guðmundsson rauðar að jafnvel trillukörlunum rís hold." Menn hafa talað um ljóðrænan stfl Einars Más Guðmundssonar. Enda þótt mér þyki Einar Már ekki sérstaklega ljóðrænn, ekki einu sinni í Ijóðum sínum, notfærir hann sér ýmsar aðferðir ljóðrænnar tján- ingar. Meðal annars leggur hann stund á myndmál og endurtekning- ar sem dugað hafa ljóðskáldum vel. I kaflanum Regndropamir koma endurtekur hann til dæmis línu sem gæti verið upphaf ljóðs: „Yfír dimmri kvöldsvæfri borginni". Hann er ekki heldur langt frá mynd- máli prósaljóðs í eftirfarandi lýs- ingu í sama kafla: „Því á meðan hafíð lemur klapp- imar þar sem trillur trillukarlanna bylgjast einsog litlir fánar og slást utan í bryggjuna og gul Ijós geðspít- alans stara, er engu Iíkara en björgin séu að klofna og borgin, hið nakta tré, falli með draugalega kastalana fram af klettasyllum.“ Hér er á ferð biblíuleg skírskotun eins og svo víða hjá höfundinum. Það er heldur engin tilviljun að trillukarlamir minna á lærisveina Krists einsog þeir eru sýndir á biblíumyndum sem presturinn gefur sunnudagaskólabömum. Regndrop- amir verða líka að lokum eins konar syndaflóð í vitund prestsins. Einar Már nær víða góðum árangri með hnitmiðuðum texta sínum, en sumt verkar eins'og stflæfíngar, höfundurinn þreifar sig áfram í nýstárlegri skáldsagnagerð sinni. Meðal raunsæilegri frásagna í Eftirmála regndropanna er lýsing á lífí prestshjónanna úti á landi, einn- Stykkishólmur: Aðalfundur sýslumannafélags íslands Stykkishólmi. AÐALFUNDUR sýslumannafélags íslands var haldinn i Stykkishólmi dagana 24.-26. október sl. Var fundurinn haldinn í félagsheimilinu sem er áfast Hótel Stykkishólmi en þar höfðu fundarmenn alla aðstöðu. Á fundinum voru mættir allir félagsmenn samtakanna að tveimur undan- skildum. Þetta er þvf með fjölmennustu fundum félagsins og sá fyrsti sem haldinn hefir verið hér í Stykkishólmi og annar utan höfuðborgar- innar, en hann var haldinn í Borgamesi. Jóhannes Amason sýslumaður, formaður félagsins, stjómaði fundin- um. Á fundinum voru mættir Þor- steinn Geirsson ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu og Indriði Þor- láksson ftr. í fjármálaráðuneytinu og auk þeirra Þorleifur Pálsson, Helgi Jónsson og Gísli Guðmundsson, starfsmenn dómsmálaráðuneytisins. í upphafí fluttu þeir ávarp Ásgeir Pétursson bæjarfógeti, formaður dómarafélags fslands, og Þorsteinn Geirsson. Auk almennra aðalfundar- starfa var fjallað um stöðu þessara embætta og þá sérstaklega í sam- bandi við kjaramál. Þá var einnig rætt mjög um ýmsa þætti í rekstri embættanna, bæði varðandi hagræð- ingu og breytta skipun og í þvi sambandi var farið yfír fjárlagatillög- ur í fíárlögum 1987 og þær skýrðar og ræddar. Tóku margir til máls um þennan lið. Á laugardaginn var aðalefni fund- arins nýju sveitarstjómarlögin, sem gera ráð fyrir því að allar sýslunefnd- ir verði lagðar niður og skili af sér fyrir árslok 1988. Á fundinum var þá mættur Jóhann Einvarðsson að- stoðarmaður félagsmálaráðherra. Flutti hann erindi um sveitarstjómar- lögin ásamt þeim Jóni ísberg sýslu- manni Húnvetninga og Rúnari Guðjónssyni sýslumanni Borgfirð- inga. Spunnust af erindum þeirra miklar umræður. Á laugardaginn skoðuðu fundar- menn Norska húsið, sem nú er verið að endurbyggja og lagfæra og mun brátt verða tekið í notkun sem Aðalfundur sýslumannafélags íslands var haldinn í Stykkishólmi. Hér eru f élagsmenn ásamt mökum á tröppum Hótels Stykkishólms. Byggðasafn sýslunnar og hefír sýslu- nefndin verið framkvæmdaaðili að þessu átaki. Séra Gísli Kolbeins ræddi við fundarmenn um Norska húsið sem á sínum tíma var stór og merkileg byfTK'ng- Það var byggt af Áma Thorlacius kaupmanni árið 1828 og því senn 160 ára. Er það á tveimur hæðum og með risi og allur viður sóttur til Noregs og því nefnt Norska húsið. Er saga um hversu fljótlega gekk að ná í efniviðinn. Húsið er lát- ið halda sinni fyrstu gerð enda viðimir ófúnir. Dáðust fundarmenn ig komu þeirra til Reykjavíkur og baráttu við kirkjuyfírvöld. Sumt í frásögninni minnir á höfunda kreppuáranna eða höfunda mótaða af þeim. Sem betur fer leggur þó Einar Már alúð við ævintýrið og þar þykir mér honum takast best. I ævintýralegri frásögn þar sem skopskyn höfundarins nýtur sín ágætlega rís sagan hæst. Hann getur jafnvel minnt á William Heinesen, en það gildir þó fyrst og fremst um uppbyggingu sögunnar. Hvemig sagan sveiflast milli raunsæis og furðu gerir það að verkum að hún reynir töluvert á lesandann. Vafalaust gerir Einar Már hinum „almenna lesanda" erf- itt fyrir, en vonandi hræða þessi orð ekki menn frá því að verða sér úti um söguna og lesa hana upp til agna. í heild sinni er sagan merki- leg tilraun þótt hún hangi ekki alveg saman og geti verið ruglings- leg á köflum. Til þess að orða betur það sem átt er við í umsögninni er nauðsynlegt að rifja upp vanda Daníels prests í lokakaflanum. Daní- el vaknar í svitabaði því að martrað- ir fullar af íjúkandi dropum ryðjast með ógn gegnum náttmyrkrið. Um leið sér hann fyrir utan gluggana „vemleika draumsins" martröð „einsog ljósrit af sjálfri sér“. Eftirmáli regndropanna gæti ver- ið formáli nýrra verka. að byggingunni og öllu því sem hana áhrærði og þótti fengur í að skoða húsið. Eitt aðalumræðuefni fundarins var um stöður dómarafulltrúa við emb- ættin og hversu erfíðlega gengi að manna þau. Eins og málin standa í dag vantar dómarafulltrúa víða um land. Þessu mun valda að launalqör eru ekki slík að eftir stöðunum sé sótt. Sveitarstjóm Stykkishólmshrepps hafði móttöku fyrir gesti í fundarlok. Eiginkonur margra bæjarfógeta og sýslumanna voru í fylgd með þeim og var þeim sýndur bærinn og allar þær framfarir sem hafa átt sér stað á vegum Stykkishólmshrepps. Þá skoðuðu þær Bókasafnið sem bóka- safnsfræðingur, Sigurlína Sigur- bjömsdóttir, sýndi þeim og eins sjúkrahúsið og störf FYansiskussystra að mannúðar- og líknarmálum og fylgdu systur þeim um nýju bygging- una sem gestum fannst stórkostleg. Að Iokum fór fram stjómarkjör og var Jóhannes Amason einróma end- urkjörinn formaður. Aðrir í stjóm voru kosnir Halldór Þ. Jónsson sýslu- maður Skagfirðinga, Sigurður Helgason sýslumaður Norðmýlinga, Rúnar Guðjónsson sýslumaður Borg- fírðinga og Ríkarður Másson sýslu- maður Strandamanna. Arni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.