Morgunblaðið - 12.11.1986, Side 18

Morgunblaðið - 12.11.1986, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986 Verst að sjá ekki pöndur Ein af þeim allra fyrstu til að senda Barnasíðunni bréf var hún Guðný Einarsdóttir, stelpa úr Vesturbæ Reykjavíkur. Bamasíð- an hitti hana að máli og spurði hvers vegna hún hefði sent okkur bréf? — Eg vissi svarið við mynda- gátunni. Þannig var það nú. Guðný hef- ur sent okkur bréf öðru hvoru síðan og birtir hafa verið brandar- ar frá henni. Við viljum vita meira um þessa stelpu. Ertu einbimi, Guðný? — Nei, ég á eldri bróður og yngri systur sem ekki er orðin eins árs. Hvemig var að eignast systkin þegar þú varst orðin sjö ára? — Það var bara gaman. Tíminn er fljótur að líða. Fyrst var hún svo lítil en svo stækkar hún svo fljótt. Við snúum okkur að síðastliðnu sumri. — Mér finnst sumarið besti árstíminn. Hvers vegna? — Það er svo margt hægt að gera. Við fórum í sumarbústað- inn. Það var hálf óhugnanlegt að koma þangað í vor. Allt fullt af kóngulóm. Það þurfti að þrífa allt. Ég á bú við hólinn þar. Þar er lítið hús og svo kindur, kýr og hestar úr leggjum, homum og kjálkum. Gerðirðu eitthvað sérstakt ann- að síðastliðið sumar? — Já, ég fór í sumarbúðir í Ölveri. Það var gaman þar. Við sungum mikið og fórum í leiki. Blásið var í lúður til að kalla í mat o.fl. Ég ætla aftur í sumar- búðir. Guðný er nemandi í Melaskóla og er þar í 2. bekk, þ.e. 8 ára bekk. En hún mætti seinna til skólans en aðrir í bekknum. Hvers vegna? — Við vorum í Englandi. Við bjuggum í Oxford. Hvemig var að vera í Englandi? — Það var gaman þar. Ég sá margar stórar og fallegar kirkjur. Ein heitir Westminster Abbey. Hún var alveg sérstök. Það er svo skrýtið að inni í kirkjunni eru margar kapellur, ein til að biðja, önnur skímarkapella o.fl. Við sáum líka kastala og háskóla. Fóruð þið ekki á einhver söfn? — Við fórum á náttúrugripa- safn. Þar sá ég stein frá Islandi og beinagrind af risaeðlu, fflatönn Nestið hans Guðjóns Guðjón, vinur Bamasíðunnar, er mikill matmaður. Hann vakn- ar snemma á morgnana til að smyija sér nesti. Fyrst ætlaði mamma hans ekki að leyfa hon- um það. Hún var hrædd um að nestið yrði ekki nógu gott ef hann smyrði það sjálfur. En Guðjón lofaði að búa bara til Guðjón er eins og þið vitið hollt nesti. ágætis drengur og stóð auðvitað Við hvað leikur Siggi sér? Það færðu að vita ef þú dregur strik á milli talnanna í röð frá 1 til 72. við það sem hann hafði lofað mömmu sinni. Á teikningunni sjáum við eina af samlokunum hans Guðjóns, þ.e. bflasamlok- una. Guðjón smurði tvær sneiðar af seyddu rúgbrauði, setti á þær lifrarkæfu og lagði þær saman. Síðan valdi hann mót (eins og notuð eru til að skera út pipar- kökumar fyrir jólin). Hann valdi bflamót og skar bfl úr brauðinu. Afskurðinn utanaf notaði hann sem viðbót við morgunmatinn. Ofan á þessa bflasamloku setti hann tveir sneiðar af eggi og hafði þau fyrir dekk. Gluggana á bflinn skar hann sjálfur út úr osti. Nú beið vinur okkar Guðjón eftir því að nestistíminn kæmi í skólanum. En Guðjón er ekki einn um að bíða, allir bekkjarfé- lagar hans bíða spenntir eftir því að sjá nestið sem hann kem- ur með. Ef til vill fáum vð seinna að sjá fleiri sýnishom af nestinu hans Guðjóns. og skíði af hval. Við sáum líka dýragarð í London. Þar voru krókódflar og eiturslöngur. Mér þótti verst að sjá ekki pöndur þar. Varstu eitthvað í skóla þama úti? — Já, ég var í bamaskóla þar. Ég kunni ekki mjög mikið í ensku, en stundum útskýrðu þau fyrir mér með handapati og bending- um. Ég átti gríska vinkonu, hún heitir Jóhanna, pabbi hennar var að læra eðlisfræði við háskóla í borginni. Við reyndum að skilja hvor aðra, önnur talaði grísku/ ensku og hin íslensku/ensku. Þetta gekk samt ágætlega. Hvað gerðuð þið í skólanum? — Þetta var bara venjulegur skóli. Við fómm f ferðalag og skoðuðum myllu sem malar hveiti. Síðan átti að skrifa ritgerð um ferðina. Við vomm líka í sundi í skólanum. Við þurftum að hafa sundhettu í sundinu. Ég var í skólanum í hádeginu. Hvað gerðirðu svo þegar skól- inn var búinn? — Stundum horfði ég á sjón- varp. Það vom fjórar stöðvar sem hægt var að velja um. Ég horfði mest á alls konar teiknimyndir. Guðný, nú ertu komin heim til íslands aftur, hvemig var að koma heim? — Það er gott að vera komin heim, en svolítið kalt. Nú er ég komin í bekkinn minn í Melaskól- anum og byijuð aftur í Tón- menntaskólanum. Ég er að læra á píanó þar. hvað gerirð’u þegar þú ert ekki í skólanum? — Ég leik mér, læri auðvitað og æfi mig á píanóið. Mér fínnst gaman að lesa, svo skrifa ég stundum. Hvað ertu að skrifa? — Bara eitthvað, bréf, sögur og stundum „bulluljóð". Hvaða framtíðardrauma hefur svo næstum átta ára stelpa í Vest- urbænum? — Ef ég verð ekki flugfreyja þá verð ég e.t.v. hjúkrunarkona, annars listmálarí! Já, það er úr mörgu að velja og tækifærin sem ungu fólki bjóð- ast eru óteljandi. Tíminn leiðir í ljós hvað Guðný og aðrir jafnaldr- ar hennar eiga eftir að verða. Þökk fyrir spjallið Guðný og gangi þér vel. s+l» WM >1* Myndagátan 16 Svarið við Myndagátu 15 var appelsína. Það voru margir sem vissu rétt svar. Ur bunkanum drógum við að þessu sinni tvö nöfn þeirra sem sendu svarbréf. Það voru Helga Lára Þorsteins- dóttir úr Reykjavík og Haukur Þorgeirsson úr Kópavoginum. Það eru margir krakkar sem senda bamasíðunni bréf og það er mjög gaman. í þetta sinn komu bréf frá bömum á átta stöðum af landinu og eru þeir merktir inná litla íslandskortið. Það væri gaman að fá næst bréf frá fleiri stöðum! Myndagáta 16 er ekki það þung að þið ættuð að geta svarað henni. Sendið svörin og hugmyndir og tillögur að efni á síðuna, eða sendið stutta sögu eftir ykkur sjálf. Passið að senda bréfin tímanlega í póstinn. Utanáskrift bamasíðunnar er Bamasíðan, Morgunblaðinu, Aðalstræti 6, 101 Reylyavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.