Morgunblaðið - 12.11.1986, Síða 21

Morgunblaðið - 12.11.1986, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986 21 rannsóknir hafa verið gerðar hér í Danmörku á þessu sviði, enda óhægt um vik þar sem eiturlyíja- sjúklingar eru oftast lagðir inn á sjúkrahús undir sjúkdómsheitunum sýking og li'rarbólga (hepatitis). Eg hef haft samband við yfírhjúkr- unarkonur á Epidemisk afd. M, Lyflækningadeild A (Lifrar- og blóðsjúkdómar) og infektionsdeild bæklunarlækriingardeildar Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn. Þær áætla að fjöldi innlagðra eitur- lyíjasjúklinga á deildum þeirra liggi á bilinu 15 til 20 á hveiju ári. Legu- tíminn er áætlaður frá einni upp í átta vikur. Hver legudagur kostar 3000 d. kr. (15.000 ísl. kr.). Sé tekið meðaltal af þessum tölum er niðurstaðan sú, að meðhöndlun eit- urlyijasjúklinga á deildum þessum kosti samtals u.þ.b. 24.800.000 ísl. kr. á ári. íbúafjöldi móttökusvæðis Rfkisspítalans er u.þ.b. 80.000 ein- staklingar. Misnotkun á vímugjöfum er ekki aðeins sjúkdómur einstaklinga, heldur einnig sjúkdómur margra vestrænna þjóðfélaga. Jafnréttis- og siðferðiskennd sú sem ríkir í þessum þjóðfélögum er hvöt að fjár- festingu í heilbrigðisþjónustu fyrir allan almenning, jafnt fátæka sem ríka. Og það þjónustukerfi hefur víðast hvar vaxið í takt við þróun- ina á sviði læknavísinda, og orðið að bákni sem efnahagur margra þessara ríkja ræður ekki við. Við endurskoðun stöðunnar og íhugun vandamálsins hafa sérfræðingar á sviði heilbrigðismála orðið sammála um að fyrirbygging sjúkdóma væri besta lausnin, bæði frá sið- ferðislegum og efnahagslegum sjónarhóli séð. Það sama gildir um eiturlyfjaneyslu og aðra sjúkdóma. Fyrirbygging er besta lausnin. Hingað til hefur fyrirbygging eit- urlyfjaneyslu verið aðallega fólgin í því að reyna að hindra innflutning á ólöglegum vímugjöfum. Sú aðferð hefur vafálaust haft einhver áhrif, en þó ekki næg. Því það er sama hve kílóin verða mörg af hvítu, rauðu og bláu dufti sem safnast fyrir í skrifborðsskúffum og kjall- araholum lögreglunnar; Peninga- gráðugir smyglarar finna alltaf nýjar leiðir til þess að véita neytend- um hina eftirsóttu vöru. Það er að segja svo lengi sem einhveija neyt- endur er að fínna. Heilsuvemd byggir að mestu leyti á fræðslu. Fræðslu almennings á sviði næringar, um eiturefni, vinnustellingar, vinnuaðstöðu o.s.frv. Slík fræðslustarfsemi krefst fjármagns. Og árangurinn af slíkri ijárfestingu kemur ekki í ljós fyrr en eftir tiltölulega langan tíma, — þegar bættar neyslu- og lífsvenjur sýna sig svart á hvítu á reikningum sjúkrahúsanna. Það sama á við um fyrirbyggingu eiturlyfjaneyslu. Til- tölulega lítil áhersla hefur verið lögð á fræðslu á því sviði bæði í Dan- mörku og á íslandi. Sú aðferð þykir kannski of dýr. Menn eiga kannski erfitt með að sætta sig við það að sjá beinan árangur af slíku starfi, — í krónum og aurum, og velja því frekar að sjá árangurinn í kílóum af heróíni og kókaini sem lögregla og tollverðir ná í. Frekar en fræði- legan möguleika á því að einhver ótölulegur hópur ungs fólks verði ekki háður eiturlyfjum fyrir sakir fræðslustarfsemi. Því það er oftast- nær ungt fólk sem verður eiturlyQa- neyslunni að bráð, og sú staðreynd gerir hörmungina ekki minni. Hlutlægt mat á árangri fyrir- byggingar og fræðslu á þessu sviði er erfitt, ef ekki ómögulegt. Við getum aldrei vitað hve margir myndu ánetjast eiturlyfjum ef slíkt fyrirbyggingarstarf hefði ekki verið unnið. Því vaknar sú spuming, hvort nokkur aðferð sé of dýr, — hvort það sé nokkum tímann hægt að veija of miklu §ármagni til fyrir- byggingar á böli því sem eiturlyfja- neyslan veldur neytendanum sjálfum, aðstandendum og þjóð- félaginu í heild? Því hvað kostar líf, — og hvað kostar þjáning? Höfundur er læknanemi; fyrrver- andi hjúkrunardeildarstjóri á bæklunarlækningardeild Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn. Signý, Haukur og Rannveig i búningum úr uppfærslunni á Brúð- kaupi Figaros. Islenskir söngnemar í sýningarferð um Evrópu ÞRÍR ungir íslendingar sem stunda nám í sönglist við tónlist- arháskólann í Vínarborg voru meðal söngvara í sýningu „Junge Oper Wien“ á Brúðkaupi Figaros fyrr á þessu hausti. Sýningin fór sigurför um rúmlega þrátíu borgir Mið-Evrópu, í Vestur- Þýskalandi, Sviss, Hollandi og Austurriki. Morgunblaðinu barst stuttur úrdráttur úr dómum gagnrýnenda um sýninguna þar sem frammistaða islensku söng- nemana er rómuð. Rannveig Bragadóttir sem hefur stundað nám í Vínarborg í fjögur ár fór með hlutverk Cherubino í sýningunni, Signý Sæmundsdóttir sem hefur numið við skólann í þijú og hálft ár söng greifynjuna Almav- iu og Haukur Haraldsson sem á tveggja ára nám í Vín að baki söng Dr. Bartolo. Kennari þremenning- anna er Próf. Helene Meznesky- Karusso. í hlutverkin var valið úr stórum hópi umsækjenda. Þrír sungu til skiptis hvert hlutverk. Ákveðið er að önnur slík söngferð verði farin í byijun næsta árs með óperuna „Ariadne auf Naxos" eftir Richard Strauss. Signý og Rannveig munu syngja hlutverk í þeirri sýningu. Að ári verður sýningin á Brúðkaupi Figaros tekin upp að nýju þegar „Junge Oper Wien" fer í söngferða- lag til Japans. 7. Chiun, wiH teach you-Remo- the fine art ofputting brains behind your fisi ADICK CLARK/LARRY SPIEGEL/MEL BERGMAN ««*<». AGUY HAMILTON^FRED WARD JOEL GREY WILFORD BRIMLEY 'REMO: UNARMED AND DANGEROUS" J.APRESTON GEORGE COE - CHARLES CIOFFI KATE MULGREW LKSSS ELLEN MIROJNICK —— tt.io.MARK MELNICK JACKSON DE GOVIA ANDREW LASZLOW, A.S.C. _- — - -TKlWírtO'rtl*MtStÍT RICHARD SAPIR & WARREN MURPHY COMOUO CRAIG SAFAN 0 n«Min DICK CLARKE MEL BERGMAN JUDY GOLDSTEIN lúnM. CHRISTOPHERWOOD LARRYSPIEGEL “""SGUYHAMILTON KWniTOriUIf ORÍOlY Lögreglumaðurinn Ed Makin (FRED WARD) er úrskurðaður látinn eftir fyrirsát glæpamanna. Hann fær nýtt andlit, nýja ímynd og nýtt nafn - REMO WILLIAMS Leyniþjónustan fær honum erfitt verkefni: að uppræta glæpamenn sem eru svo voldugir að lögreglan nær ekki til þeirra. Með hina fornu morðlist Sinanju að vopni verður Remo að lífshættulegri bardagavél. Fyrsta sendiför hans er í deiglunni... ATERLOO MADAME CLAUDE changed therr^ ^°Urs Columbia Pictures ANORPHM AKI> PROIRY niON FRANCOLSF. FABIAN • ML RRAY HEAD • I MADAMF (ÍAIIDF AJUSTJAI-CKIN FILN KLmS kÍnsÍcI • ROBFRT WFBBER • JIA VIBEKE KNUDSFN ..... ANDREF/ FRANCOLS PFRROTMARC MICHFI MAl’RiCERONET ANDRFGBRIJNEli SFRGE GAINSBOURG ZZ ;JY DILK^n PKOOUm CMIRF WVAL MADAME CLAUDEi ItGil FUNNY GIRL ISLENSKUR TEXTI are the ■ \ucWestpeople inthewortú' BARBRA STREJSAND-OMAR SHARI :RJNNYGPLo KA ICDKKD AMCFkANOS Wy,TCRPC)GEjCN.ta.««> ® ^ WÍSÍWIER U| BORGARTÚNI 24 INTERNATIONAL VIDEO

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.