Morgunblaðið - 12.11.1986, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 12.11.1986, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986 Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykianesi: Kjartan Jóhannsson hlaut efsta sætið KJARTAN Jóhannsson alþingis- maður fékk flest atkvæði í 1. sætið á framboðslista Alþýðu- flokksins í Reykjanesi í prófkjöri sem þar fór fram um helgina. Karl Steinar Guðnason alþingis- maður hlaut flest atkvæði í 2. sætið og Rannveig Guðmundss- dóttir forseti bæjarstjómar Kópavogs fékk flest atkvæði i 3. sætið, Guðmundur Oddsson skólastjóri og bæjarfulltrúi í Kópavogi fékk flest atkvæði í 4. sæti og Elín Harðardóttir flest atkvæði í 5. sætið en kosið var um fimm sæti á listanum. Alls kusu 3505 í prófkjörinu og atkvæði skiptust þannig á fram- bjóðendur: Kjartan Jóhannsson fékk 2022 atkvæði í 1. sætið, 2734 í 1.-2. sætið, 3050 í 1.-3., 3233 í 1.-4. og 3316 í 1.-5. sætið. Karl Steinar Guðnason hlaut 854 at- kvæði í 1. sæti, 2351 í 1.-2., 2747 í 1.-3., 3031 í 1.-4. og 3165 í 1.-5. sætið. Rannveig Guðmundsdóttir fékk 213 atkvæði í 1. sætið, 711 í 1.-2., 1910 í 1.-3., 2474 í 1.-4. og 2909 atkvæði alls. Guðmundur Oddsson fékk 242 atkvæði í 1. sæti, 495 í 1.-2., 752 í 1.-3., 1227 í 1.-4. og 1679 atkvæði alls. Elín Harðardóttir fékk 6 atkvæði í 1. sæti, 126 í 1.-2. sæti, 421 í 1.-3., 993 í 1.-4. og 1868 í 1.-5. sæti. Þrír frambjóðendur til viðbótar „ÉG er afskaplega ánægð yfir að hafa verið valin í þetta sæti og ég held að listinn sé mjög sterkur í heildina. Ég er sátt við að í fimm efstu sætunum skuli tóku þátt í prófkjörinu. Ámi Hjör- leifsson fékk 1650 atkvæði, þar af 1127 í 1.-4. sæti, Kjartan Sig- tryggsson fékk 1614 atkvæði alls og Grétar Mar Jónsson fékk 1324 atkvæði alls. Kosning var bindandi í fyrstu fimm sætin en kjördæmisráð mun ganga endanlega frá framboðslista Alþýðuflokksins og er búist við að listinn liggi fyrir innan nokkurra vikna. vera tvær konur. Það sýnir visst sjónarmið í mínum flokki þó ég sé nú að vona að ég hafi ekki aðeins verið valin í þetta sæti vegna þess að ég er kona“, sagði Rannveig Guðmundssdóttir, for- seti bæjarstjóraar Kópavogs sem hlaut 3. sætið i prófkjöri Al- þýðuflokksins í Reykjanesi. A „Anægður með þessa „Sátt við að tvær konur séu í 5 efstu sætunum“ -segir Rannveig Guðmundsdóttir miklu þátttöku“ -segir Kjartan Jóhannsson í FYRSTA lagi er ég ánægður með þessa miklu þátttöku í próf- kjörinu, sem er mun meiri en síðast og sýnir vaxandi gengi flokksins í kjördæminu", sagði Kjartan Jóhannsson alþingis- maður í samtali við Morgun- blaðið, en hann fékk flest atkvæði í prófkjöri Alþýðu- flokksins í Reykjanesi um helg- ina. „Ég vil þakka öllum sem tóku þátt í próflqörinu. Úrslitin voru greinilega afdráttarlaus og listinn er sigurstranglegur. Ég er persónu- lega þakklátur fyrir það mikla traust sem mér var sýnt og þakka þeim sem veittu mér liðsinni. Ég óska sigurvegurunum í hverju sæti einnig til hamirigju með sinn sig- ur“, sagði Kjartan. Þegar Kjartan var spurður hvað Alþýðuflokkurinn í Reykjanesi stefndi að mörgum þingmönnum í næstu kosningum svaraði hann: „Við stefnum að því að verða stærsti flokkurinn í kjördæminu". „ÉG er mjög ánægður með þessi úrslit og átti von á þeim varð- andi þrjú efstu sæti listans. Ég tel listann mjög sigurstranglegan eins og kjósendur hafa valið hann“, sagði Karl Steinar Guðna- son alþingismaður í samtali við Morgunblaðið en hann fékk flest atkvæði í 2. sæti framboðslista „Ég held að við hljótum að stefna á að minnsta kosti þrjá þingmenn, ég mun að minnsta kosti hamast við að komast á þing í þessu þriðja sæti. Það var mjög góð þátttaka í prófkjörinu og það sýnir örugglega góða stöðu flokksins núna“, sagði Rannveig. Alþýðuflokksins í Reykjanesi í prófkjöri um helgina. Karl sagði aðspurður að Alþýðu- flokkurinn gerði sér von um að fá a.m.k. þijá þingmenn í kjördæminu og þegar tölur úr bæjarstjómar- kosningunum væru lagðar saman væri stutt í fjóra þingmenn. „Mjög ánægður með úrslitin“ - seg’ir Karl Steinar Guðnason u vc i i 'i: Morgunblaðið/Bjami Leikararnir tveir, þeir Michael Simpson frá Bandaríkjunum og Nik Abraham frá Dómíniska lýðveldinu Gestaleikur í Þj óðleikhúskjallaranum: Fjallar á gamansaman hátt um aðskilnaðar- stefnuna í Suður-Afríku CAFÉ Teatret í Kaupmannahöfn flytur gestaleik á litla sviðinu í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld og annað kvöld. Fyrsta sýning þess var í gær. Flutt verður Suður-afríkanskt leikrit „Wosa Albert" og er það gamansöm úttekt á aðskilnaðarstefnu Suður- Afríku. Leikarar eru tveir,'þeir Michael Simpson frá Banda- ríkjunum og Nik Abraham frá Dómínaska lýðveldinu auk Sam Oudo frá Filabeinsströndinni, en hann sér um tónlistarflutning a meðan á sýningu stendur. „Wosa Albert" íjallar um upprisu Jesú í Suður-Afríku og er þannig í mótsögn við fullyrðingar Bú- anna um að aðskilnaðarstenfan sé afleiðing af kristnum uppruna þeirra. Leikendumir tveir bregða sér í ein 50 hlutverk í stuttum þáttum, allt frá forsætisráðherr- anum til aldraðrar konu, sem leitar sér matar í ruslatunnu. Leikhópurinn kemur hingað til lands frá Finnlandi og er Island síðasta landið sem hann heim- sækir á leikferðalagi sínu um Norðurlönd. Hann hefur því verið þijá mánuði að ferðast með gestaleikinn um Norðurlönd. Leikurinn var skrifaður í Suður- Afríku fyrir tveimur árum og var þar fyrst frumsýndur, en er nú bannaður þar i landi. Leikstjóri er Peter Bensted frá Bretlandi. Hann segir sjálfur um leikritið að það sé ekki einungis gott og skemmtilegt leikrit, held- ur líka tímabært og nauðsynlegt. „Leikritið mun skerpa afstöðu sumra, opna augu þeirra sem ekki hafa tekið afstöðu og von- andi fá alla til að sjá heim svertingjanna á annan hátt en þann sem yfirleitt birtist í sjón- varpi og dagblöðum. Svo miklu getur leiklistin komið til leiðar." j „Okkar menn voru stöðv- aðir af lögreglunni“ - segir Paul Watson hjá Sea Shepherd Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, frétta- ritara Morgunblaðsins f Bandaríkjunum „ÉG get staðfest að mennirnir voru tveir og annar heitir Rodney Coronado, en það var enginn David Howard viðriðinn þetta,“ sagði Paul Watson, forsvarsmaður Sea Shepherd samtakanna er hann var spurður hvort mennirnir, sem frömdu skemmdarverkin hjá Hval h.f. hefðu verið Rodney Coronado og Dawid Howard. „Ég get ekki gefið upp nafnið á hinum manninum. Mér skilst að íslendingur hafi verið handtekinn, og þykir mér það leitt, vegna þess að enginn íslend- ingur tók þátt í þessum aðgerðum." „Mennimir fóru fyrst í hvalstöð- ina í Hvalfirði og skemmdu þar vélar og tæki“, sagði Watson enn- fremur. „Síðan héldu þeir til Reykjavíkur, en voru stöðvaðir af lögreglunni á leiðinni. Þeir sögðust vera að koma úr skoðunarferð og fengu að halda áfram. Þeir héldu rakleiðis niður á höfn, gengu úr skugga um að enginn væri í hval- bátunum tveimur og tóku botnlok- ana úr klukkan tuttugu mínútur yfír fimm. Bátamir voru sokknir klukkan sex. Mennimir fóru úr landi með Lúxemborg-vélinni klukkan 7:45 á sunnudagsmorgun." — Þú stjómaðir þessu og skipu- lagðir frá Vancouver? „Ég lagði reglumar, þar á meðal þær að alls ekki mætti valda meiðsl- um á mönnum." — Vom Kanadamenn viðriðnir þetta? „Ég er eini Kanadamaðurínn sem átti aðild að þessu." — Hversvegna lýstuð þið ábyrgð á hendur ykkur, því farið þið í fjöl- miðla? „Auk þess að hefta hvalveiðam- ar, vildum við auglýsa það fyrir öllum heiminum að Island stundar ólöglegar hvalveiðar. Við viljum að fólk fordæmi þessar veiðar og styðji efnahagsaðgerðir okkar, sem felast í því að kaupa ekki íslenskar fiskaf- urðir, ferðast ekki með íslenskum flugfélögum — það er að segja að koma íslandi á kné til að landið hætti þessum glæpsamlegu hval- veiðum. Við ætlum ekki að sitja auðum höndum á meðan hvölunum er út- rýmt af fólki sem þráast við að fylgja settum reglum. Við vöruðum ísland við í fyrra að við neyddumst til að grípa til þessara ráða ef hval- veiðum væri haldið áfram." — Halda íslendingar ekki bara áfram að veiða hvali með þeim bát- um sem eftir eru? „Við höfum þegar valdið þeim tveggja eða þriggja milljón dollara tjóni, sem lýrir verulega hagnað af hvalveiðum á íslandi. Ef þeir halda áfram, þá höldum við áfram. Þeir skulu ekki hafa einn einasta dollara upp úr krafsinu, við ætlum að sjá til þess. Við höfum ekki minnsta samviskubit af að eyði- leggja þessar hryðjuverkavélar sem sigla um Norður-Atlantshafið og ógna hvölunum með sprengiskutl- um. Þetta er hræðilega andstyggi- leg meðferð á einni viðkvæmustu og skynsömustu skepnu í heimin- um.“ — Ætlarðu að halda áfram að beina spjótum gegn íslandi eða mega aðrar hvalveiðiþjóðir eiga von á aðgerðum ykkar? „Við sendum íslandi, Noregi, Sovétríkjunum og Japan aðvaranir á síðasta ári og kváðumst ætla að hindra hvalveiðar þeirra. Við höld- um fast við þessa stefnu. Það má búast við samskonar aðgerðum gegn hinum hvalveiðiþjóðunum." — Ertu að segja að búast megi við að hvalbátum í Noregi, Sov- étríkjunum og Japan verði sökkt af meðlimum í Sea Shepherd sam- tökunum? „Já, það er búið að undirbúa það. Ég býst við að þeir muni auka öryggisgæslu og það er ágætt, af því að það veldur aukaútgjöldum. Ég vona að þeir eyði milljónum í að koma í veg fyrir það sem við höfum fullan hug á að gera. Eitt er víst, hvalbátar fá hvergi trygg- ingu hér eftir." — Geta samtök eins og Sea Shepherd tekið valdið í sínar hendur ef þau telja eitthvert ríki bijóta al- þjóðlög eða samþykktir? „Vissulega. Þeirri grundvallar- reglu var komið á með Numberg réttarhöldunum eftir síðari heims- styijöldina. Siðareglureru landslög- um æðri, lögin víkja fyrir því sem maður telur rétt af samviskuástæð- um. Þeir sem björguðu gyðingum frá Þýskalandi á stríðsárunum gerðust brotlegir við þýsk lög. En þeir gerðu það sem var siðferðilega rétt. Island brýtur alþjóðalög og við verðum að bijóta íslensk lög til að framfylgja þessum æðri lögum. Alþjóða hvalveiðiráðið hefur eng- an framkvæmdaaðila sem fylgir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.