Morgunblaðið - 12.11.1986, Side 29

Morgunblaðið - 12.11.1986, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986 29 Morgunblaðið/Sig.Jóns. Jón H. Kristófersson bilstjórí ásamt dóttur sinni, Krístínu Ástu. Þetta var alveg hryllilegt Morgunblaðið/Sig Jóns. lóttir á heimili sinu að Syðra Seli. Selfossi. “ÉG TÓK eftir þvi að þaklúgurn- ar þeyttust upp og svo fór allt af stað“, sagði Agnes Böðvars- dóttir Syðra Seli i Hrunamanna- hreppi sem var farþegi i Landleiðarútunni sem valt ofan við Hveradali sl laugardag. “Ég hugsaði, guð hvað er að ske, svo greip ég I eitthvað þegar rútan fór á hliðina og hélt mér dauðahaldi. Þetta gerðist svo snöggt að ég var eiginlega dofin á eftir", sagði Agnes sem sat fremst farþeganna og þurfti að ýta heilli rúðu ofan af sér þegar rútan hafði stöðvast. “Við Sigrún og litla telpan fórum út rétt strax og komumst í skjól í bíl og sfðan í annan á Sel- foss. Þetta var alveg hryllilegt en mér fannst fyrir öllu að litla telpan slapp“, sagði Agnes sem sjálf er heilmikið marin, en sagði að líklega hefði hún sloppið betur hefði hún haft bflbelti. Sig Jóns. farin að keppa um óperugesti, en það væri skoðun óperudeildarinnar að samkeppni á þessu sviði geti ekki leitt til góðs. „óperusöngvar- ar, einir íslenskra sviðslistamanna, hafa ekki hlotið fastráðningu hjá ríkinu og er með ólíkindum hvað óperusöngvarar hafa atorkað til þessa án nokkurs atvinnuöryggis og án þess að geta stundað list- grein sína óskiptir. Nokkrir íslensk- ir óperusöngvarar hafa, kosið að starfa erlendis. Fleiri vilja starfa hér heima sem betur fer, en allt of margir endast ekki til að búa við óviss sultarlaun og leggja söng- inn á hilluna," sagði Júlíus Vífíll. Tónlistarhúsinu, sem rísa á inni í Laugardal, hefur verið breytt tniðað við fiskvinnslu og hins vegar vegna loka sláturtíðar. Enda þótt skráðum atvinnuleys- isdögum hafi fjölgað um 15% frá mánuðinum á undan voru skráðir dagar í nýliðnum mánuði miklu mun færri en í októbermánuði undanfar- in 3 ár. Að meðaltali voru skráðir rösklega 16 þúsund atvinnuleysis- dagar í októbermánuði árin 1983-1985. í þessu sambandi er þó rétt að hafa í huga að samning- ar um fastráðningu fískvinnslufólks eru nú komnir til framkvæmda og gætir áhrifa þess vafalaust nú þeg- ar f fjölda þeirra sem koma til þannig að þar mun hægt að fiytja viðamiklar óperur, en þáttur húss- ins sjálfs hefur þó ekki verið mótaður. „Að mínu mati koma tvær hugmyndir til greina, annað hvort að Sinfóníuhljómsveit íslands fastr- áði óperusöngvara alveg eins og nú er gert við hljóðfæraleikara og semji síðan við t.d. Tónlistarhúsið, Þjóðleikhúsið eða íslensku óperuna, um að fá söngvara í lengri eða skemmri tíma. Hinn möguleikinn væri að setja á stofn sérstaka stofn- un, og til þess þyrfti ný lög frá Alþingi, sem myndi skipuleggja óperusöngvara í hin ýmsu hlutverk, en aðrir möguleikar verða vissulega ræddir á ráðstefnunni," sagði Júlíus Vífill. árstíma atvinnuleysisskráningar þ.e. að skráðum atvinnulausum fer fækk- andi af þessum sökum. Beinn samanburður við fyrri ár er af þess- ari ástæðu ekki einhlítur. Þegar á heildina er litið verður atvinnuástand á landinu að teljast mjög gott miðað við árstíma, segir í frétt ráðuneytisins. Bráðabirgða- niðurstöður af könnun Þjóðhags- stofnunar og Vinnumálaskrifstof- unnar á atvinnuhorfum benda til þess, að eftirspum atvinnulffsins eftir mannafla sé um þessar mund- ir um 3% umfram framboð eða sem svarar 2700 manns. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÖNNU BJARNADÓTTUR Sovétmönnum þokað í mannréttíndamálum Gyðingar mótmæla á Reykjavíkurfundi leiðtoganna. Fundur George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Edward Shevardnadse, utanrikisráðherra Sovétríkjanna, í Vin á dögunum bar engan árangur á sviði afvopnunarmála en var ekki alveg árangurslaus hvað mannréttindamál varðar. Shultz greindi Shevardnadse „ítarlega og hreinskilnislega“ frá áhyggjum Banda- ríkjamanna af mannréttindamálum í Sovétríkjunum og hvatti Sovétmenn til að samþykkja reglubundnar viðræður um þau. “Við teljum að þeir séu nú samþykkir því að þessi mál verði rædd á reglulegum fundum okkar um tvíhliða málefni.og að við getum því rætt þau,“ þau,“ sagði Shultz í yfirlýsingu eftir fundinn. „Ég mun að sjálfsögðu halda áfram að taka þessi mál upp á ráð- herrafundum og við munum vekja athygli á þeim í hvert skipti sem við hittum Sovétmenn. Það er timi til kominn að Sovétmenn átti sig á hersu alvarlegum augum við á Vesturlöndum lítum mannréttindabrot þeirra og hversu veruleg hindrun þau eru í sambandi við langtímaþróun á tengslum okkar við þá.“ Otrúleg breyting hefur orðið á viðbrögðum Sovétmanna við umræðu um mannréttindamál á tæpu ári. Fram til þessa hafa þeir talið það afskipti af innanrík- ismálum þegar þau hafa verið nefnd. En stöðugur þiýstingur hefur orðið til þess að þeir gefa nú til kynna að þeir séu reiðubún- ir að ræða þennan vanda og vilji leysa hann. „Styrkleikur allra þjóðfélaga felst í getu þeirra til að verða fullkomnari," sagði She- vardnadse í ræðu sinni á Vínar- ráðstefnunni um öryggi og samvinnu í Evrópu. „Sovétríkin telja sjöundu grein Helsinki sátt- mála mjög mikilvæga, en hún fjallar um virðingu fyrir mann- réttindum og grundvallarfrelsi, þar á meðal hugsana-, samvisku-, trúarbragða- eða sannfæringar- frelsi," sagði ráðherrann. Hann sagði að lög og reglur varðandi alþjóðatengsl og mannúðarmál, eins og aðskildar fjölskyldur og hjónabönd Sovétmanna og útlend- inga, væru í endurskoðun. Hann sagði að Sovétmenn notuðu Bem- arskjalið um mannleg tengsl til leiðbeiningar við gerð nýrrar reglugerðar um þessi mál. Bandaríkijamenn neituðu að samþykkja Bemarskjalið á undir- búningsfiindi sérfræðinga fyrir Vínarráðstefnuna nú í maí. Ráða- mönnum í Washington þótti það of almenns eðlis en fulltrúar ann- arra aðildarlanda að Helsinkisátt- mála voru reiðubúnir að samþykkja það. Bandaríkjamenn leggja megináherslu á að fá Sov- étmenn til að standa við þau orð sem þeir skrifuðu undir í Helsinki og Shevardnadse endurtók í Vín. Þeim þykir viðbótarsamþykktir lítils virði ef uppmnalegi sáttmál- inn er virtur að vettugi. EP Baráttuhópar fyrir mannrétt- indum, sovéskir andófsmenn og einstaklingar sem hafa orðið við- skila við ættingja sína í Sovétríkj- unum em áberandi hvar sem ráðamenn stórveldanna hittast. Þeir halda blaðamannafundi og vekja athygli fólks á málstað sínum. Það er ekki síst vegna þrýstings þessa fólks sem Sovét- menn fjalla nú um mannréttinda- mál þegar þeir koma til Vesturlanda. Aberandi barátta þess setur blett á ímynd hins nýja Sovéts Gorbachevs. Það vakti athygli á leiðtoga- fundinum í Genf í janúar siðast liðnum þegar talsmaður Sovét- manna rauk út af blaðamanna- fundi og neitaði að taka þátt f ihonum fyrr en andófskonan Irina og Anatoli Koryagin, sem báðir vom í Helsinkihópnum, lausa og Shultz nefndi báða auk Andrei Sakharovs í ræðu sinni á Vínar- ráðstefnunni. Ákveðnir einstakl- ingar em tilnefndir hveiju sinni og nöfn þeirra nefnd sem oftast í opinberri ræðu en þeir era að- eins dæmi um alla þá sem ekki njóta fullra mannréttinda í Austur Evrópu, eins og oft var bent á við setningu Vínarráðstefnunnar. Shevardnadse lagði til í ræðu sinni að fundur um mannréttindi og mannúðarmál yrði haldinn í Moskvu. Það þykir vafasöm til- Grivnina var farin úr salnum. Talsmenn stjómarinnar harðneit- uðu að ræða mannréttindamál og voru í vamarstöðu. Viðhorf þeirra á Reykjavíkurfundinum og á þeim vikum, sem em liðnar síðan er allt annað. Þeir sögðu Gyðingum sem spurðu um ættingja sína í Sovétríkjunum á blaðamanna- fundum á Hótel Sögu að þar væri hvorki staður né stund til að fjalla um einstök mál og bentu fólkinu á að koma til viðræðna eftir fundina. Alex Goldfarb var meðal þeirra sem ræddu við Gennadiy Gerasimov, talsmann sovéska utanríkisráðuneytisins, í Reykjavík. David Goldfarb, faðir hans, var leyft að fara frá Sov- étríkjunum eftir Reykjavíkurfund- inn, en hreyfing var þegar komin á mál hans fyrir fundinn. Einstaklingar sem hafa fengið- leyfi til að flytja frá Sovétríjunum en em nú viðskila við ættingja sína og vini telja það mjög mikils virði að koma málstað sínum á framfæri við Sovétmenn þegar þeir koma til fúndarhalda á Vest- urlöndunú Frægir einstaklingar, eins og Juri Orlov sem var meðal stofnenda eftirlitshópsins með Helsinkisáttmála og fékk að fara frá Sovétríkjunum skömmu fyrir Reykjavíkurfundinn, vekja mesta athygli við þessi tækifæri. Orlov var gestur bandarísku sendi- nefndarinnar á Vínarráðstefiiunni og átti fund með fjölda fulltrúa á henni. Hann var á lista yfir þá sem Bandaríkjamenn hafa lengi reynt að fá lausa. Nú leggja þeir áherslu á að fá Anatoli Marchenko laga, sérstaklega með tilliti til þess að raddir baráttuhópa um mannréttindi fá vart að heyrast þar. Gerasimov og Juri Kaschlev, sendiherra Sovétríkjanna á Vínar- ráðstefnunni, sögðu á blaða- mannafundi að hugmyndin væri að fulltrúar aðildarlanda Helsk- inkisáttmála myndu fjalla um mannúðarmál og mannréttindi á breiðum gmndvelli á fundinum. “Við viljum ná árangri varðandi þessi málefni," sögðu þeir og töldu það vænlegra til árangurs ef full- trúar aðildarlandanna sæktu hann en ef tilfinningasamt fólk sem tengist málefninu persónulega fjallar um það. Þeir sögðu, að við- horf Sovétmanna til þessa mála hefði ekki breytzt heldur hefði það þróast í ákveðna átt. Hin nýja reglugerð um vega- bréfsáritanir og fararleyfi frá Sovétríkjunum á að koma út í janúar. Hún mun ekki breyta neinu um lög varðandi flutnings leyfi fyrir þá sem hafa unnið í tengslum við ríkisleyndarmál, þá sem eiga einhveijar eignir eða hafa komist í kast við lögin. Sovét- menn munu óspart beita þessu í sambandi við flesta þekkta Sovét menn sem vilja fara úr landi. En þessi lög ná ekki til þriggja ára bama sem foreldrar á Vesturlönd- um fá ekki til sín eða aðskilinna hjóna. Sovétmenn virðast nú reiðubúnir að fjalla um og jafnvel leysa vanda þessa fólks. Það er spor í rétta átt. En þeir eiga enn langt í land, aður en unnt verður að segja, að sjálfsögð mannrétt- indi séu í heiðri höfð í Sovétrflgun- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.