Morgunblaðið - 12.11.1986, Page 36

Morgunblaðið - 12.11.1986, Page 36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986 Von og vonleysi í ís- lenskum stjómmálum eftirPétur Guðjónsson Þegar þingflokkur og meirihluti landsnefndar BJ gekk til liðs við höfuðandstæðinga sína „fjórflokk- inn“, spáðu margir að fylgi okkar í Flokki mannsins myndi aukast að ynun. Við værum jú að berjast á móti hinu staðnaða kerfí „flór- flokksins" svo eðlilegt væri að fyrrverandi kjósendur Bandalagsins myndu flykkjast til okkar. Víst er, að margir sjá okkur sem arftaka þeirrar stefnu sem Vil- mundur heitinn Gylfason markaði þegar hann stofnaði BJ. Þeir eru fegnir því að enn sé til staðar sið- ferðisiegt hugsjónaafl sem berst gegn spilltu samtryggingakerfí eig- inhagsmunapotara. En því miður hefur samruni Bandalagsmannanna við Qórflokkinn orðið þess valdandi að margir hafa gefið upp vonina um að hægt sé að breyta núverandi flokkakerfí. Það sem verra er, þeir eru orðnir vonlitlir um að nokkur geti breytt óréttlætinu og miðstýr- ingunni í þjóðfélaginu. Svik Bandalagsmanna auka vonleysið Svik bandalagsmanna við hug- sjónir stofnandans, Vilmundar heitins, hefur aukið á kaldhæðni fólks. Það segir „Sagði ég ekki. Það er sami rassinn undir þeim öll- um. Þið verðið alveg eins um leið og þið farið á þing, hugsið bara um eigið skinn og til í hvaða málamiðl- un sem er, til þess að geta haldið áfram að verma þingsætin." Elða, „það þýðir ekkert að vera með smáflokk hér á landi. Lítið á stjóm- málasöguna okkar, smáflokkar eru stofnaðir en hverfa að nokkrum ámm liðnum. Þetta eru góð og gild rök og styðjast því miður við staðreyndir. Einnig er skiljanlegt að fólk sé lang- þreytt á loforðum stjómmála- manna, svo oft hefur það orðið fýrir vonbrigðum. Það þarf annaðhvort óraunsæja bjartsýni eða algjört minnistap til að treysta núverandi þingflokkum, svo oft hafa þeir svik- ið gefin loforð. Hver man ekki eftir því að ríkisstjómarflokkamir ætl- uðu að leysa húsnæðisvandann? Bæta heilbrigðiskerfíð sem nú er í hættu? Eða loforð A-flokkanna um að bæta kaupmátt fólks en svo lögð- ust þeir í eina sæng með stjómar- fíokkunum og samþykktu síðustu samninga sem lögbinda vinnu- þrælkun í landinu? Síðan tóku allir þingmennimir við gífurlegum launahækkunum án þess að nokkur þeirra svo mikið sem tísti um að það væri siðlaust, á meðan umbjóð- endur þeirra — þeir sem borga laun þeirra — eiga að sætta sig við þre- falt og allt að tífalt lægri laun. Er nema von að fólk treysti ekki stjóm- málamönnum! Ekkert gagn að upp- gjof Hins vegar gerir það lítið gagn að horfa vondaufum augum fram á veginn, þótt fortíðin og núverandi ástand gefí ekki tilefni til bjart- sýni. Til lítils er að kvarta yfir aflaleysi þegar hjakkað er á sömu dauðu miðunum af gömlum vana, í stað þess að sýna þá skynsemi að breyta um stefnu og leita nýrra. Málið snýst því ekki um hvemig þjóðfélagið er eða hefur verið, held- ur hvað það er sem við viljum. Hvers konar þjóðfélagi viljum við búa í? Hvers konar framtíð viljum við búa bömum okkar? Og hveijum treystum við best til þess að hrinda áhugamálum okkar og hugsjónum í framkvæmd? Mikil fíónska væri að ætla núver- andi þingflokkum að gera róttækar breytingar í átt til réttlætis og vald- dreifðs þjóðfélags. Þeir væru löngu búnir að því hefði hugur fylgt máli. Það eina sem þeir munu gera er að afsaka sig eina ferðina enn, rétt fyrir þamæstu kosningar, og segja okkur hvemig aðrir komu í veg fyrir að hægt var að standa við gefín loforð. Væru alþingismenn framkvæmdastjórar hjá stóm fyrir- tæki væri búið að reka þá fyrir löngu, því fyrirtæki hafa ekki efni á því að hlusta á afsakanir, talna- runur og meðaltöl, hversu vel sem þau kunna að hljóma. Fyrirtækið vill árangur og tekur frekar áhættu með nýjum óreyndum fram- kvæmdastjóra en að hlusta á afsakanir annars sem lofar öllu fögru en stefnir velferð þess í hættu. Að treysta einhveijum fjór- flokknum fyrir atkvæði sínu er álíka gáfulegt og að fara alltaf með bílinn sinn á sama verkstæðið sem gerir illa við hann, stendur aldrei við tímasetningar eða kostnaðaráætlun og skilar honum stundum í verra ástandi. í þokkabót skammast þeir út í athugasemdir við viðgerðina og kostnaðinn og segja með vand- lætingarsvip að ástand bflsins sé manni sjálfum að kenna. Flestir myndu skipta fljótt um verkstæði, jafnvel fara á eitthvað óþekkt því allt er betra en vitleysan sem fram fer á því fyrmefnda. Hvað er til bragðs fyrir þá sem vilja sjá raunverulegar „lagfæring- ar“ á þessu þjóðfélagi? Sumir velja þann kostinn að gera ekkert, þ.e. skila auðu eða kjósa alls ekki. En það er eins og að fara aldrei með bflinn í viðgerð því engu verkstæði sé treystandi. Það skilar aðeins þeim árangri að skrölt er um á bil- Pétur Guðjónsson „Við viljum þjóðfélag þar sem menn sætta sig ekki við það sem er þeim á móti skapi, held- ur leita ávallt að nýjum lausnum, þrátt fyrir vonbrigði og mótbyr.“ aðri bfldruslu. Það eina sem hefst með slíku vantrausti er, að fyrr eða síðar stoppar bíllinn, trúlega þó ekki fyrr en hann er búinn að valda miklu angri. Atkvæðum kastað á glæ með stuðningi við fjórflokkinn Að gera ekkert tryggir og við- heldur núverandi ástandi. Þeir sem vilja sjá einhveija hreyfíngu — vilja komast inn í annað og betra þjóð- félagsmunstur — verða að gera eitthvað. Þeir vita að varla er hægt að láta „fjórflokkinn" ráða ferð- inni, því þá ná þeir aldrei á leiða- renda. En hvað með Kvennalistann? Hann er jú ekki inni í samtrygging- arkerfinu? Tilvist Kvennalistans er skiljan- leg, því konur búa við mikla mismunun eins og reyndar fleiri, svo sem launþegar, bændur, ungt fólk, fatlaðir og ellilífeyrisþegar. En sumum fínnst nú þingmenn Kvennalistans vera famir að hljóma ansi lfld og karlamir sem þær em að amst við. Þær tóku líka möglun- arlaust við launahækkunum á Alþingi, eins og hinir. Mörgum fínnst að þjóðfélagið þurfí ekki á meiri sundmngu að halda og því sé betra að vinna að réttindum kvenna innan annarra flokka. Þeir benda einnig á að aðskilnaðarstefna kvennalistans bijóti í bága við mannréttindasáttmála SÞ. Þar sem þær beijast fyrir mannréttindum, er heilsteyptara að leyfa karlmönn- um að taka fullan þátt í starfínu, þar með talið að fara í framboð fyrir listann. Að tala um Kvennalistann sem tímaskekkju eða neita honum um tilvemrétt vegna smæðar hans er hins vegar bæði fásinna og hroki. Fásinna, því konur em ennþá beitt- ar ranglæti fyrir það eitt að vera konur. Hroki, vegna þess að hinir flokkamir vom jú einhvem tíma litlir og í lýðfijálsu landi ættum við frekar að stuðla að velgengni mis- munandi skoðana eins og þær birtast í mörgum smáflokkum held- ur en að reyna að þröngva hugmyndasnauðri grámennsku upp á landslýð. Eina vonin sem þjóð- félagið getur haft um að „fjórflokk- urinn" breytist, er að aðrir veiti honum samkeppni og aðhald. Þjóð- félagið þarf svo sannarlega á því að halda að hann breytist eða aðrir betri taki við. í báðum tilfellum er það þjóðfélaginu í hag, að til séu aðrir flokkar fyrir utan „fjórflokk- inn“, þótt hann sjálfur sé vitaskuld ekkert of hrifínn af samkeppninni. Litlar líkur á breyting- um ef fáir kjósa ■ Flokk mannsins Fyrir þá sem vilja sjá gagngerar breytingar en aðhyllast ekki Stykkishólmur; Svæðisstöð RARIK í Stykkishólmi heimsótt Stykkighólmi. ÞAÐ HEFIR lengi verið ætlun mín að heimsækja bækistöðvar RARIK út á Hamraendum í Stykkishólmi, en það hefir dreg- ist. Loks lét ég verða af því einn morguninn. Rafmagnsveitur ríkisins eru skiptar í svæði. Vest- urlandsveita er með aðaistöðv- arnar í Stykkishólmi frá 1980. Innan svæðisins eru svo vinnu- flokkar bæði í Búðardal, Ólafsvík og Borgarnesi. Borgarnes sér um Borgarfjörð og Mýrasýslu og einnig um byggða- línu frá Brennimel á Hvalíjarðar- strönd og norður yfír Holtavörðu- heiði að Hrútatungu. Búðardalur sér um Dalasýslu og rekstur byggðalínu frá Hrútatungu og vest- ur að Mjólká í Amarfirði. Ólafsvík sér um Snæfellsnes inn að Eiði norðanverðu og suðurbyggð Snæ- fellsness að Ökrum á Mýrum. Síðan sér Stykkishólmur umk Stykkis- hólm, Helgafellssveit og Skógar- strönd. Ég heimsótti Asgeir Þór Ólafsson, rafveitustjóra í Stykkis- hólmi, og tók hann mér með sinni venjulegu alúð og leysti vel úr spumingum. Ég varð fljótt var við áhuga hans á að uppbygging raf- veitukerfisins gæti orðið sem best og varanlegust og eins að RARIK gæti veitt þá þjónustu sem henni hefði verið ætlað og eins og hægt væri að veita þjónustuna á sem skaplegustu verði. Aðalstöðvamar eru í rúmgóðri byggingu þama á Hamraendum, lóðin víggirt og hægt að hafa á henni nauðsynlega varahluti og verkfæri stofnunarinnar án þess að eiga nokkuð á hættu. Skipulag vinnusvæðisins er þannig að sem best nýting náist í starfinu. Hver Ásgeir Þór Ólafsson, rafveitustjóri i Stykkishólmi. hefír sinn afmarkaða bás. „Við höfum verið að byggja rekstunnn upp undanfarin ár,“ sagði Ásgeir. „Það er mikið verk og horfandi á þær framfarir sem em í tækni á hveiju ári verður fram- kvæmdum og hagræðingu seint lokið. Ég tel engan vafa á að þessi svæðaskipting RARIK hafí skilað sér vel. Nálægðin við þau störf sem unnin em hefír mikið hagræði í för með sér og öll hagræðing gefur meira fyrir þá fjármuni sem í verk- in fara. Það sé ég best eftir að hafa átt þess kost að stjóma þessu svæði hér á Vesturlandi og fylgist með þróun síðustu ára.“ Ég spyr um framkvæmdir síðustu ára. Árið 1985 vom miklar fram- kvæmdir. Lögð 66 kv. lína frá Vogaskeiði út í Kolgrafarfjörð, 23 km. Þá var mikið unnið að 66 kv. um Staðarsveit að Fróðárheiði. Skipt um einangrara á Hellissands- línu á 68 svæðum. Framsveitarlína frá Akurtröðum að Hallbjamareyri endurbyggð. Skipt um alla einan- grara og fúna staura og stög. Skipt um vír á Norðurárdalslínu alls um 12 km auk margs annars sem of langt yrði upp að telja. í Stykkis- hólmi var sett upp spennistöð við Hamraenda og gengið frá spenni- stöð við Rækjunes og heilsugæslu- stöðina. í Ólafsvík var lagður 800 metra háspennustrengur og 130 metra háspennustrengur á Hellis- sandi. Stækkaðir spennar vegna aukins álags. í innanbæjarkerfum sett upp 80 götuljós. Heimtaugar í árslok vom 2.608 orkusala smásala 93.934 Mwh. og fjölgun heimtauga 59. Aðalstöðvar RARIK í Stykkishólmi. Framkvæmdir á þessu ári má nefna: Háspennulagnir í Gmndar- fírði samtals 1450 metrar og í Stykkishólmi 1260 metrar. Þá vom endumýjaðar háspennulínur í Dala- sýslu fyrir 3,3 milljónir auk annarra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.