Morgunblaðið - 12.11.1986, Síða 38

Morgunblaðið - 12.11.1986, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986 Opið bréf til bæjar- stjórnar Selfoss eftír Ásu Líneyju Sigurðardóttur Mig langar að gera aö umtals- efni hundahald á Selfossi. Eins og við vitum er hundahald bannað í Selfosskaupstac) en bæjarstjóm er heimilt að veita undanþágur frá því, að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum sem eru m.a. að hundurinn skal skráður, greiða skal leyfis- gjald, hann ska! vera tiyggður og hundurinn skal aldrei ganga laus á almannafæri, heldur vera í taumi í fylgd með aðila sem hefur fullt vald yfir honum. Margir hundaeigendur hafa fengið leyfi fyrir hundum sínum að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru. Þeir eru líka margir, von- andi flestir, sem sinna með sóma þeirri ábyrgð og þeim skyldum sem fylgja því að vera hundaeig- andi og er það vel. Hvers eiga þeir hundaeigendur að gjalda sem hlíta þeim reglum sem settar eru, þegar aðrir hunda- eigendur geta leyft sér að bijóta þessar reglur hvað eftir annað án þess að nokkuð sé aðhafst? Þá á ég við að hundar ganga lausir hér um bæinn án þess að hafa fylgdarmenn. Maður fer varla svo út úr húsi að rekast ekki á einn eða fleiri lausa hunda. Ástandið er sérlega slæmt á morgnana, þá ganga þeir oft í hópum um götumar, jafnvel gelt- andi. Oftast eru þetta sömu hundamir sem ganga lausir dag eftir dag. Það hvarflar jafnvel að manni að þeir séu hreinlega lokað- ir úti. Og heyrt hefur maður þann fyrirslátt að fólk hafí ekki tíma til að fara út að ganga með hund- inn. Hundurinn þarf að fara út og Ása Líney Sigurðardóttir „Það er vitað mál að margir af þessum brotlegu hundaeig- endum gera ekkert í málinu fyrr en kom- ið er við pyngjuna hjá þeim. fá hreyfíngu og ef fólk hefur ekki tíma til að sinna þeirri skyldu að fara út að ganga með hundinn, þá hefur það ekkert að gera með að halda hund. Víða er það svo að böm þora ekki út að leika sér vegna hund- anna sem ganga lausir. Hvers eiga þau að gjalda? Eiga bömin að vera inni á meðan hundamir eru úti að viðra sig? Nú langar mig að beina nokkr- um spumingum til bæjarstjómar. Hvað hafa verið veittar margar undanþágur til hundahalds á Sel- fossi? í 2. gr. b-lið í samþykkt um hundahald í Selfosskaupstað segir m.a. að greiða skuli leyfisgjald og skuli það standa straum af kostn- aði við eftirlit með hundum í kaupstaðnum. Hvemig er háttað eftirliti með hundum hér á Selfossi? Eg minnist þess að hafa ein- hvem tíma séð auglýsingu þar sem óskað var eftir hundaeftirlits- manni er annast skyldi eftirlit með því að reglum væri framfylgt. Var hann aldrei ráðinn eða fer bara svona lítið fyrir honum? I 2. gr. F-lið í áðumefndum samþykktum um hundahald segir m.a. svo: „Við brot á skilyrðum fyrir undanþágu til hundahalds skal fjarlægja viðkomandi hund. Skal honum komið í vörslu sé um minni háttar brot að ræða í fyrsta skipti. Eigandi hundsins verður þá að leysa hann þaðan út gegn greiðslu handsömunargjalds vegna brotsins." I framhaldi af þessu vaknar spuming: Hefur Selfosskaupstað- ur yfir að ráða aðstöðu þar sem brotlegum hundum er komið í vörslu? Það er vitað mál að margir af þessum brotlegn hundaeigendum gera ekkert í málinu fyrr en kom- ið er við pyngjuna hjá þeim. Úrbóta er þörf. Ég veit að marg- ir em á sama máli og ég, ekki síst þeir hundaeigendur sem fara eftir reglunum. Hvað hefur bæjarstjóm hugsað sér að gera í þessum málum? Eða ætlar hún kannski ekkert að gera? Höfundur er húsmóðir á Selfossi ognemi. Bílnum leiddist einum á bilastæðinu og ákvað því að bregða sér út í Tjöm, þar sem félagsskap var að fá. Leikhúsferðin endaði illa LEIKHÚSGESTUR nokkur varð fyrir óskemmtilegri reynslu að lokinni leikhúsferð á laugardagskvöld. Þegar hann kom hress og kátur út úr leikhúsinu eftir sýningu og ætlaði sér að bmna heim reyndist bíllinn hans ekki vera á sínum stað. Hann hafði gengið frá hon- um á bflastæði á homi Vonar- strætis og Ijamargötu, en eitthvað ókyrrðist bfllinn og ákvað að bregða sér í bað. Þegar eigand- inn vitjaði hans var hann því kominn hálfa leið út í Tjömina. íbúar Tjamarinnar urðu undr- andi, en syntu síðan rólega að þessum óboðna gesti. Ekki hættu þeir sé þó of nærri, enda aldrei að vita hveiju bfllinn tæki upp á næst. Slysavarnardeild kvenna í Mývatnsdeild 20 ára: Mývetningum boðið upp á 5 metra langa tertu Mývatnssveit. Slysavarnadeild kvenna, Hring- urinn í Mývatnssveit, er 20 ára um þessar mundir . Af þvi tilefni bauð deildin öllum Mývetningum sem slitið hafa bamsskónum, til mannfagnaðar í Skjólbrekku s.l. laugardagskvöld. Hófst sam- koman klukkan 21.00. Fjölmenni var og mjög rausnarlegar veit- ingar á borð bornar , kaffi og 5 metra löng afmælisterta. Formaður Hrings, Ásdís Illuga- dóttir, setti samkomuna og stjórn- Kaupmenn - verzlunarstjórar aði henni. Skemmtiatriði voru fjölbreytt, upplestur, söngur og gamanmál. Raktir voru nokkrir þættir úr starfi deildarinnar frá upphafi. Héðinn Sverrisson formað- ur björgunarsveitarinnar Stefáns þakkaði Hringskonum fyrir marg- víslegan Qárhagslegan stuðning á undanfömum árum. Það fé hefur björgunarsveitin notað til að bæta tækjakost sinn og annan búnað. Fyrir þau fjárframlög færði hann deildinni fagurlega skreytta blóma- körfu. Þá barst slysavamardeildinni skeyti frá Kvenfélagi Mývatnssveit- ar og Slysavamarfélagi íslands. Að lokum var stiginn dans fram á nótt. Kristján Skagafjörður: Ekið inn í hrossastóð Hofsósi. BYLUR skall hér yfir á laugar- dag og snjóaði nær samfellt fram á mánudag. Um tíma varð ófært á milli Hofsóss og Sauðárkróks. Fólk sem var að koma frá Akur- eyri varð fyrir því að aka á hross hjá Hofsstaðaseli í Blönduhlíð. Tvö hross drápust og það þriðja slasað- ist það mikið að nauðsynlegt reyndist að lóga því á staðnum. Bíllinn stórskemmdist en fólkið var í bflbeltum og sakaði ekki. Ófeigur Komatjarðarkartöflur, Helga, GuBauga og Premter, pakkaðar og ópakk- aðar - Bökunarkartöflur - Steikafkartöflur - laukur, hoflenskur, pakkaður og ópakkaður — HvrUaukur - Periulaukur - Rauðiaukur - Hvftkál — Rauðkát — Kínakál — Blómkál — Gulrófur — Rauðnófur — Gulrætur — Tómatar - Agúrkur — Paprika rauð, gul, graen og hvit - Mats - Spergilkál — Eggakfin — Fennel — Radísur — SeUery — Rósin- kál — Courgettes — Steinselja- Mikid úrval ávaxta. MATA HF. SPVQAGOH ÐUM 4 SIMI 68^300 PÓSTHOLF1600 121 REYKJAVÍK ÓSA/SlA Fjölbreytt úrval af fallegum gjafavörum. Við útbúum failegan jólapakka og sjáum um að hann komist til viðtakanda á réttum tíma. /4lafossbúðin VESTURGÖTU 2, SÍMI 13404 Sendum um allan heim.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.