Morgunblaðið - 12.11.1986, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 12.11.1986, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986 53_ • Christine Magnusson • Stefan Karlsson • Maria Bengtsson • Kirsten Larsen • Efrí röð frá vinstri: Árni Þór Hallgrímsson, Þorsteinn Páll Hœngsson, Broddi Kristjánsson, Jóhann Kjartansson. Fremri röð frá vinstri: Elísabet Þórðardóttir, Kristín Magnúsdóttir, Inga Kjartansdóttir og Þórdís Edwald. eru þar skammt undan þótt auðvit- að góður árangur saensku tennis- drengjanna skyggi þar örlítið á. En það er í Malasíu og Indó- nesíu sem badminton er íþrótt númer eitt, tvö og þrjú. Þar er látið með bestu badmintonspilarana eins og Suður-Ameríkumenn láta með knattspyrnuhetjur sínar. Toppleikmenn frá Evrópu eiga erfitt með að venjast því að þurfa lögregluvernd fyrir aðdáendum sínum þegar þeir keppa í þessum löndum, á meðan þeir geta farið allra sinna ferða í heimalöndum sínum áreitnislaust. Nýlega barst hingað dagblað frá Jakarta þar sem forsíðan var lögð undir þá frétt að keppendur Indónesíu hefðu fallið út í undanúrslitum bad- mintonkeppni Asíu-leikanna. Slíkur er áhuginn í þessum löndum. En það er Kína sem er spútnik- landið í badmintoníþróttinni. Kínverska kvenfólkið er nánast ósigrandi í dag og karlarnir eru líka í fremstu röð. Breiddin hjá þeim er ótrúleg og þar koma sífellt fram leikmenn í heimsklassa. Á milli (s- lands og Kína hafa skapast skemmtileg tengsl og komið verð- ur nánar að því síðar. Fyrr á árum var töluverður mun- ur á badminton í Evrópu og Asíu. í Evrópu og þá sérstaklega Dan- mörku, var mest lagt upp úr tækni og fallegum stíl. Asíuleikmennirnir voru hins vegar fyrst og fremst snöggir og fljótir. Eftir því sem samskipti þessara svæða fóru vax- andi, breyttist þetta þannig að báðir aðilar fóru að tileinka sér það besta frá hinum. ( dag er því mun- ur á stíl meiri á milli einstaklinga en svæða. Það er rétt að hafa í huga að á því svæði í Asíu þar sem badmin- ton er í fremstu röð íþróttagreina, búa tveir þriðju hlutar mannkyns- ins. Helstu mótin Á Ólympíuleikunum í Seoul árið 1988 verður badminton sýningarí- þrótt og endanlega ein af keppnisí- þróttunum á leikunum árið 1992. Nú stefnir líka í að áhugamanna- reglur Ólympíusambandsins verði rýmkaðar það mikið að bestu bad- mintonleikmennirnir geti keypt á leikunum í framtíðinni þótt þeir séu atvinnumenn. Heimsmeistaramótið er haldið annað hvert ár og verður næst í Kína sumarið 1987. Þar fyrir utan er það All England mótið, sem haldið er árlega, sem vekur mesta athygli þótt vegur þess sé aðeins farinn að minnka núna og þá sér- staklega árið sem HM er haldið. Heimsmeistarakeppni landsliða er kölluð „Thomas cup“ hjá karla- liðunum en „Uber cup“ hjá kvennaliðunum. Þau fara fram annað hvert ár á móti HM. Þá er fyrst keppt í heimsálfuriðlum en 2—3 efstu liðin úr þeim mæta síðan í lokakeppnina. Kínverjar sigruðu bæði Thomas og Uber cup nú í ár. Þar með eru talin þau mót sem sjálfgefið þykir að allir bestu leik- mennirnir mæti á. Það er orðið mjög erfitt fyrir mótshaldara að ná bestu leikmönnunum saman því fyrir það fyrsta koma þeir frá öllum heimshornum og svo eru mótin hreinlega orðin það mörg. Það eru því mótin sem bjóða hæstu peningaverðlaun sem draga til sín stærstu nöfnin. En hvernig stendur þá á því að marg- ir stigahæstu leikmenn heimsins mæta nú til Reykjavíkur á Norður- landamótið sem býður engin peningaverðlaun. Norðurlandamótið Norðurlandamótið í badminton á sér langa hefð sem það býr nú að þegar boðið er í vinsælustu leik- mennina. Það hefur alltaf talist sterkur titill að vera Norðurlanda- meistari og nú þegar atvinnu- mennirnir þurfa að sýna meistara- titla þegar þeir gera auglýsinga- samninga þá er Norðurlandamótið ómissandi hlekkur. Þeir koma því hingað til lands ekki bara til að leika heldur til að vinna. Það verð- ur því grimmt barist á fjölum Laugardalshallarinnar um næstu helgi. Badmintonsamband íslands hefur alltaf lagt mikið upp úr Norð- urlandamótinu og hefur alltaf sent á það keppendur. Fyrr á árum áttu íslensku keppendurnir kannski ekki mikið erindi þangað og töpuðu yfirleitt fyrstu leikjum sínum og voru úr leik. En það var annað sem vannst með þessari þátttöku. Það var rétturinn til að halda mótið á 5 ára fresti. Mótið var fyrst haldið .* hér árið 1976 og síðan aftur 1981. Þetta hafa tvímælalaust verið stærstu badmintonviðburðirnir hérlendis og fóru mótin ágætlega fram í bæði skiptin og var um góða og spennandi keppni að ræða. Nú hefur skipulagi mótanna í einliðaleik verið breytt lítillega þannig að keppendur (slands, Nor- egs og Finnlands keppa í sérstök- um undanriðlum í einliðaleik. Þetta gefur keppninni aukið gildi fyrir þessar þjóðir því það getur verið góður árangur að vinna undanriðil áður en menn lenda á móti at- vinnumönnunum frá Danmörku og Svíþjóð. Staða íslands íslendingar hafa nú skapað sér fastan sess í alþjóða badminton og -nú fara okkar bestu leikmenn í keppni erlendis 2—3 á vetri. Það er einkum í liðakeppnum því slíkt fyrirkomulag gefur keppendum kost á flestum leikjum. Einstakl- ingsmótin’eru erfiðari að sækja því þar getur óheppinn keppandi dottið út í fyrstu umferð. ^ í tveimur síðustu Evrópumótum hefur ísland hafnað í 13. sæti. Það ' er í sjálfu sér ágætur árangur því þar með erum við fyrir ofan Finna (15) og Norðmenn (16). Landsliðs- fólkið er hinsvegar farið að þyrsta í betra númer og verður örugglega keppt að því í framtíðinni. En það er í Evrópukeppni félags- liða sem nafn íslands ber hæst. Þar býr lið TBR við þá sérstöðu að hafa getað teflt fram íslenska landsliðinu óbreyttu til keppni og hefur það lið komist í undanúrslit tvö síðastliðin ár. í fyrra tapaði lið- ið fyrir því fræga danska liði Gentofte en í ár fyrir sænska liðinu BMK Aura. í þeim leik vannst þó- sætasti sigur (slendinga frá upp- hafi þegar Broddi Kristjánsson sigraði sænsku stjörnuna Stefan Karlsson i einliðaleik. Eins og áður er getið hafa ís- lendingar átt góð samskipti við Kína á badmintonsviðinu. Það felst helst í því að Kínverjar hafa sent hingað þjálfara 6 undanfarin ár. Þetta hafa verið mjög kærkomnar sendingar því bæði hafa þetta verið reyndir þjálfarar og góðir spilarar. Einnig hafa kínversk keppnislið komið hingað tvisvar sinnum. ■r~ Landsleikur Á föstudagskvöldið kl. 20 munu íslendingar og Norðmenn leika landsleik í Laugardalshöllinni. Þessar þjóðir hafa oft leikið lands- leiki og báru Norðmenn ávallt sigur úr býtum framan af. í Evrópu- keppninni fyrir tæpum þremur árum snerist dæmið hinsvegar við þegar íslendingar unnu frækinn sigur 5—0. Á síðasta Evrópumóti síðastliðið vor unnu ístendingar svo aftur 4—1. Norðmenn, sem koma nú hingað með sitt sterkasta lið, ætla örugglega að hefna harma sinna og ekki mundi það skaða ef það tækist á heimavelli íslendinga. Það má því búast við hörku keppni á föstudaginn því íslenska lands- liðsfólkið mun örugglega ekki vanmeta andstæðinga sína. Erlendir keppendur Allar Norðurlandaþjóðirnar koma hingað með sína sterkustu menn. Þar eru auðvitað mest áberandi dönsku og sænsku atvinnumennirn- ir. Hér eru nokkrir þeirra kynntir nánar. Steen Fladberg/Jesper Helledie (D). Geysisterkir tvíliðaleikmenn. Þeir komust á verðlaunapall á þremur fyrstu heimsmeistara- mótunum sem haldin voru, fengu brons í Malmö '79, silfur í Indó- nesíu '81 og urðu heimsmeistar- ar í Kaupmannahöfn '83. Eru núverandi Evrópumeistarar. Fladberg hefur mikið úthald og leikur líka tvenndarleik. Hann var áður þekktur fyrir að taka þátt ( öllum greinum á Norðurlanda- mótum. Helledie er mjög skemmtilegur leikmaður sem gaman er að fylgjast með. Morten Frost (D) Er talinn sterkasti badminton- leikmaður í heimi. í dag er mikil breidd í toppnum í einliðaleik og Morten Frost tapar vissulega leikjum en hann vinnur fleiri mót en nokkur annar. Hann hefur unnið All-England þrisvar og er núverandi Evrópumeistari. Keppti ekki í NM í fyrra en hafði áður unnið það 7 sinnum í röð í einliðaleik. Stefan Karlsson (S)/Mark Christiansen (D) Karlsson hefur lengi verið sterkasti leikmaður Svía. í tvíliða- leik hefur hann unnið All-England og þrisvar orðið Evrópumeistari en aldrei með sama meðspilara. Var í úrslitum i tvenndarleik í síðustu HM. Er núverandi Norð- urlandameistari í tvíliða- og tvenndarleik. Hann er mjög tekn- iskur og snöggur leikmaður. Karlsson tekur nú þátt í tvíliða- leik ásamt Dananum Mark Christiansen en það er furðu al- gengt að leikmenn í fremstu röð í Evröpu hafi meðspilara af ööru þjóðerni. Christansen hlaut óvænt brons í tvíliðaleik á síðasta HM. Michael Kjeldsen (D) Lék áður tvfliðaleik með Mark Christiansen en einbeitir sér nú að einliðaleik. Danir stilla honum nú upp í annað sæti á styrkleika- lista. Ib Fredriksen (D) Er núverandi Norðurlanda- meistari í einliðaleik. Leikmaður sem gefst aldrei upp. Tapaði á móti Morten Frost í úrslitum á siðasta EM. Kirsten Larsen (D) Hún tapaði fyrir Helen Troke (E) í úrslitum á síðasta EM en þær tvær eru taldar vera einu stúlkurnar í heiminum í dag sem geta veitt kínverska kvenfólkinu einhverja keppni. Hún keppti ekki í síðasta NM en sigraði í einliða- leik árið áður. Christine Magnusson/Maria Bengtson (S) Magnusson sterkust af sænska kvenfólkinu og núver- andi Norðurlandameistari í ein- liðaleik. Bengtson er núverandi Norðurlandameistari í tvenndar- leik ásamt Stafan Karlsson. Dorte Kjær/Netti Nielsen (D) Eru númer eitt i tvíliðaleik í Danmörku og núverandi Norður- landameistarar. Fengu silfur á síðasta EM. Þær leika báðar tvenndarleik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.