Morgunblaðið - 12.11.1986, Page 56

Morgunblaðið - 12.11.1986, Page 56
STERKTKORT SEGÐU [RnARHÓLL ÞEGAR W EERÐ ÚTAÐ BORÐA S\m 18833----- MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Skýrsla um viðskipti Útvegsbankans og Hafskips: Hagsmunagæslu bankans í mörgum atriðum ábótavant HAGSMUNAGÆZLU Útvegsbankans, hvað varðar viðskipti hans við Hafskip, allt frá árinu 1978-85 hefur ekki verið sinnt sem skyldi. Þetta kemur fram í ítarlegri og viðamikilU skýrslu, sem viðskiptaráð- herra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun, en skýrslan var nnnin samkvæmt lögum frá þvi 24. desember sl. af þeim Jóni Þor- steinssyni hæstaréttarlögmanni, Brynjólfi I. Sigurðssyni, dósent og Sigurði Tómassyni, löggiltum endurskoðanda. Bar nefndinni að kanna hvort nm óeðlilega viðskiptahætti hefði verið að ræða í við- skiptum Útvegsbankans og Hafskips. í skýrslunni kemur fram að bankaeftirlitið hafí ítrekað talið að greiðslutryggingar miðað við skuld- bindingar Hafskips við Útvegs- bankann væru ónógar. „Öll þessi -J£.riði og allar kringumstæður voru því ríkulegt tilefni fyrir bankann til að fylgjast með rekstri félagsins og sýna ýtrustu varfæmi í viðskipt- um við félagið," segir í skýrslunni. Sömuleiðis gerði hagdeild Út- vegsbankans athuganir á Hafskip 1980 og 1981 að frumkvæði banka- stjómar. í síðari athuguninni eru dregin fram ýmis atriði, sem sýna fram á nauðsyn þess að vel verði fylgst með rek8tri félagsins að því er segir í skýrslunni, sem hafí átt <•61 gefa bankastjóm enn frekara tilefni til gagnaúrvinnslu. Hins vegar segir, að það liggi fyrir, að eftir athugunina 1981 hafi engar frekari tölulegar úrvinnslur eða athuganir á ársreikningum eða áætlunum Hafskips, verið gerðar hjá hagdeild bankans frá 1981-84. Það hafí næst verið gert upp úr miðju ári 1985. Ljóst sé að banka- sijóm hafí ekki nýtt sér sérfræði- lega þekkingu innan hagdeildar eftir 1981, heldur hafi gögn frá Hafskip á árunum 1981 til 1984 einungis verið yfírfarin á fundum bankastjómar og að mestu treyst á upplýsingastreymið frá félaginu. Gagnrýni kemur fram í skýrsl- unni um það hvemig staðið hefur verið að greiðslutryggingum, og mati bankans á þeim. Bankaeftirlit- ið hafi gagnrýnt víxla og ekki metið þá gilda tryggingu fyrir skuldbind- ingum Hafskips gagnvart bankan- um. Þá er of hátt veð á kaupskipum gagnrýnt. Nefndin fullyrðir að ef banka- stjóm og/eða eftirlitsmaður hefðu skoðað samsetningu og verðmat trygginga með lágmarksgagnrýni og haft umsagnir bankaeftirlitsins að leiðarljósi, þá hefði mátt sjá þeg- ar árið 1981 að bankinn þurfti verulega auknar tryggingar til að áhætta bankans væri hófleg. Segir nefndin að Útvegsbankinn hafí ekki gætt þess sem skyldi að hafa næg- ar tryggingar fyrir skuldbindingum Hafskips við bankann. „Veikleikar tryggingarstöðunnar voru löngum svo augljósar, að bankinn átti að gera sér grein fyrir þeim, auk þess sem bankaeftirlitið hafði hvað eftir annað aðvarað bankann í þessum efnum," segir orðrétt í skýrslunni. Hversu illa hafí tekist til, megi gleggst sjá af því að bankinn hafí þegar afskrifað í ársreikningi sínum fyrir árið 1985, 422 milljónir, sem tap á þessum viðskiptum og enn séu ekki öll kurl komin til grafar, þar sem heildarkröfur bankans á hendur þrotabúi Hafskips nemi um 800 milljónum króna. Ekki sé hægt að búast við að bankinn fái nema um þriðjung af þessum kröfum greiddan. Sjá nánar fregnir úr skýrslu nefndarinnar á bls. 2. Frá fundi samninganef nda VSIogVMSÍ í húsnæði Vinnuveitendasam- bandsins í gærdag. VSÍ hefur rætt við flest landssambönd ASÍ: Morgunblaðið/ól.K.M. Óákveðið hvernig staðið skuli að samningunum - segir Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ „NIÐURSTAÐAN af viðræðun- um við landssamböndin er sú, að hvorki þau né Alþýðusamband íslands hafa markað um það ákveðna stefnu hvernig aðildar- félögin muni standa að komandi kjarasamningum og að ákvörð- Sea Shepherd-mennirnir: Stöðvaðir af lögreglu á leið til Keflavíkur Ooronado vann hjá Sláturfélaginu í fimm daga MENNIRNIR tveir, sem grunaðir eru um skemmdarverkin á eign- um Hvals h.f., voru stöðvaðir af lögreglu við Shell-stöðina við Öskjulilíð um klukkan 5.30 á sunnudagsmorgun, eða um hálftíma eftir að þess varð vart að Hvalur 7 var að sökkva. Þeir voru þá á leið til Keflavíkur og fengu að halda áfram för sinni eftir að gengið hafði verið úr skugga um að ekki var um ölv- unarakstur að ræða. Útlendinga- eftirlitið hafði afskipti af mönnunum á meðan þeir dvöldu hér á landi og meðal annars var annar þeirra, Rodney Coronado, kallaður fyrir eftir að.hafa starf- að í finun daga hjá Sláturfélagi Suðurlands án atvinnuleyfis. Þórir Oddsson, vararannsóknar- *J#igreglustjóri, sem stjómar rann- sókn málsins staðfesti ofangreindar upplýsingar í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Hann sagði að engar upplýsingar hefðu legið fyrir hér á landi um menn þessa né tengsl þeirra við Sea Shepherd sam- tökin. Afskipti útlendingaeftirlitsins hefðu meðal annars stafað af tíðum aðseturskiptum þeirra á meðan á dvöl þeirra stóð svo og ólöglegri vinnu Coronado hjá Sláturfélaginu. Að öðru leyti hefðu mennimir ekki verið taldir varhugaverðir fremur en aðrir útlendir ferðamenn sem hingað koma. Leitt hefur verið að því getum að íslendingur, sem á við geðræn vandamál að stríða, væri viðriðinn skemmdarverkin í Hvalfírði. Að- spurður sagði Þórir að talið væri nánast óhugsandi að svo væri. Maðurinn hefði verið tekinn í Hval- fírði á sunnudag vegna geðrænna vandamála og í fyrstu var ekki ta- lið útilokað að hann gæti verið viðriðinn málið. Verksumerki bentu hins vegar til þess að þar hefði einn maður ekki verið að verki og allra síst í því ástandi sem viðkomandi maður var í. Paul Watson, forsvarsmaður Sea Sepherd samtakanna, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær, að Rod Coronado hefði verið að verki hér á landi um helgina. Hins vegar kannaðist hann ekki við nafn David Howard. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun sá hafa ferð- ast undir fölsku nafni og talið að þar kunni að vera kominn Nick Taylor, sem var í áhöfn Sea Shep- herd við Færeyjar í sumar. Sjá viðtal við Paul Watson á bls. 22. unar þar að lútandi er ekki að vænta fyrr en eftir formanna- ráðstefnu ASÍ seinnihluta þessa mánaðar," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands eftir fund VSÍ og Verkamanna- sambands íslands í gærdag, en VSÍ hefur undanfarið átt viðræð- ur við flest landssambönd ASÍ. Þórarinn sagði að VSÍ hefði skýrt það sjónarmið sitt að mikilvægt væri að ná saman samningum hið fyrsta til þess að tryggja árangur efnahagsstjómar og það sem náðst hefur fram hvað varðar lækkun verðbólgu og aukin kaupmátt. Hann sagði að það hefði komið skýrt fram á fundinum í gær, að VMSÍ legði ríka áherslu á að stöð- ugleiki í efnahagsmálum yrði tryggður, þar sem það væri verst hagsmunum láglaunafólks að verð- bólga stigi á ný. Uppsagnarfrest- ur fóstra framlengdur BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum i gær að fram- lengja uppsagnarfresti fóstra um þijá mánuði. Fóstrur á dagheimilum borg- arinnar höfðu sagt upp störfum frá og með 1. febrúar 1987. Borgarráð ákvað að nýta sér heimild í lögum um framleng- ingu og framlengdi frestinn um þrjá mánuði. Uppsagnimar taka því ekki gildi fyrr en 1. maí 1987. Þórarinn sagði að fundur yrði í sambandsstjóm VSÍ 28. nóvember næstkomandi til að ræða viðhorfin I efnahagsmálum og komandi samningaviðræður. Verðlagsstofnun: Verðlag á ísafirði enn hæst VERÐLAG í verslunum á ísafirði reyndist einna hæst á landinu í september þegar Verðlagsstofn- un kannaði verð á 370 vöruteg- undurn í 120 matvöruverslunum um allt land. Samkvæmt könnun- inni var verðlag á ísafirði 8% hærra en verðlag á höfuðborgar- svæðinu og hafði munurinn aukist frá hliðstæðri könnun sem gerð var í janúar. Vegna þess hvað verðlag á ísafirði hefur reynst hátt í verðkönnunum gerði Verðlagsstofnun sérstaka at- hugun á verðmyndun þar síðastlið- inn vetur. Þá kom meðal annars í ljós að smásöluálagning var þar mun hærri en á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem óhagkvæm innkaup og milliliðakostnaður heildsala og um- boðsmanna virtust hækka verðið. Verðlag í Vestmannaeyjum reyndist einnig vera hátt. Aftur á móti kem- ur fram að verðlag er einna lægst t Keflavík. Sjá einnig verðkönnun Verð- lagsstofnunar og fréttatilkynn- ingu á blaðsíðu 31.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.