Morgunblaðið - 14.11.1986, Side 14
eftirJón Sigurðsson
Að undanfömu hafa nokkur
orðaskipi farið manna í millum um
nýstárlegt hugtak eða hálfgert ný-
mæli, svo nefnda „kennslu á
háskólastigi", einkum í tilefni fyrir-
ætiana menntamálaráðherra um
slfka starfsemi á Akureyri. Fyrir
skemmstu varpaði Bjöm Þ. Guð-
mundsson háskólakennari orðum á
Haildór Biöndal aiþingismann um
þetta í Morgunblaðinu.
Þar eð umræðumar eiga sér stað
í fjölmiðli vona ég að mér fyrirgef-
ist að leggja orð í belginn.
Bjöm Þ. Guðmundsson gerir mun
á því í Morgunblaðsgreinum sínum
að rætt sé annars vegar um „há-
skólakennslu" og hins vegar um
„kennslu á háskólastigi". Reyndar
þykir honum lítið tii nýmælisins
koma og má ráða af orðum hans
að hann telji helst að minnkaðar
kröfur um þekkingu og hæfni felist
í því.
Að sumu leyti er hæfa í þessu,
einkum í því að „háskólakennsla"
í hefðbundinni merkingu og notkun
orðsins var ævinlega ætluð tiltölu-
lega fámennu úrvalsliði námsfólks.
Erlend hugtök, sambærileg nýmæl-
inu „kennslu á háskólastigi", fela
allt önnur blæbrigði í sér, allt aðra
samfélagstilvísan ef svo mætti að
orði kveða; þá er beinlínis átt við
skólastig sem hæfí vemlegum hluta
upp vaxandi kynslóðar.
Húsasmíði á
háskólastigi
Mergur málsins er þó annar.
Þessi heiti tvö lýsa eiginlega ólíkum
þrepum í þróun skólamála á Vest-
urlöndum.
„Háskólakennsla" er gamalgróið
orð í íslensku og inntak þess er
fengið frá hefðbundnum fræðslu-
stofnunum meginlandsþjóða í
Evrópu og þeim viðhorfum sem
ráðið hafa starfsemi þeirra. Þar er
svo litið á að öil starfsemi „há-
skóla" sé í senn leit að þekkingu,
meðferð þekkingar og miðlun henn-
ar, en þessir þættir séu óaðskiljan-
legir og eigi að vera algerlega
samofnir, þetta á sér stað á öllum
áföngum „háskólans" og kröfur
hans til starfsmanna og nemenda
miðast við alla þessa þáttu. Þeir
einir eiga erindi í „háskóla" sem
slfkar kröfur standast og í þessum
efnum er óþarft að fjölyrða um
námsaðdraganda þeirra að öðru
leyti.
„Kennsla á háskólastigi" vísar tii
mjög ólíks fræðslumálaumhverfis
og þetta hugtak er ættað frá ensku
mælandi þjóðum, einkum frá
Bandaríkjamönnum, en hefur á
síðari árum hlotið stuðning marg-
víða, m.a. á Norðurlöndum. í sem
allra skemmstu og grófustu máli
má orða viðhorfin sem svo:
„Kennsla á háskólastigi" er öll sú
skipuleg fræðslustarfsemi sem á sér
stað sem framhald eftir að nemandi
hefur lagt að baki með fullnægj-
andi árangri u.þ.b. 12 ára fyrri
skólagöngu á grunnskóla- eða
framhaldsskólastigi. Hér er ekki
minnst á rannsóknir eða þekkingar-
leit í sjálfri sér; hér er ekki miðað
við neinar þær kröfur sem aðeins
úrvalslið geti uppfyllt; hér er ekki
miðað við neinar sérstakar „há-
skólagreinar" heldur á hugtakið
jafnt við um margvísleg önnur við-
fangsefni eins og t.d. hjúkruna-
rfræði, fasteignamiðlun, sjávarút-
vegsfræði, sölustjómun, flugnám,
meistarastig í húsasmfði o.s.frv. En
hugtakið vísar beint til námsað-
dragans í skipulegu almennu
skólakerfi.
Reyndar er fleira sem greinir
þetta tvenns konar orðalag að.
„Háskólakennsla" felur það óljóst í
sér að „háskólanám" sé ein órofa
braut frá upphafi til lokaprófs þar
sem þáttur sjálfstæðrar þekkingar-
leitar nemandans vex smám saman
á kostnað þekkingarmóttöku. í
þessu er ekkert sem heitir í sjálfu
sér, eitt fremur en annað, „kennslu-
stofnun", „rannsóknastofnun",
„vísindastarf" eða „embættispróf"
þar eð starfið er ofið úr öllum þess-
um þáttum sameiginlega. „Kennsla
á háskólastigi" dregur hins vegar
dám af skólakerfinu t.d. vestan
hafs en þar taka „kennslustofnanir
á háskólastigi" fyrst við af fram-
haldsskólastiginu. Þar ljúka menn
fyrst almennu háskólaprófi eftir
3—4 ára „nám á háskólastigi" áður
en þeir geta haldið áfram til náms
og starfa á „rannsóknastigi",
„vísindastigi" eða gengið til innrit-
unar í „stofnun sem veitir embætt-
ispróf". Hér er m.ö.o. búið að skipta
„háskólanum" í tvö aðgreind skóla-
stig innan skólakerfisins, almennt
„háskólastig" annars vegar og hins
vegar „vísindastig" eða „rann-
sóknastig" eða „stig embættis-
14
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986
Sverrir má ekki bila
prófs", — Hvaða heiti sem fundið
kynni að verða og menn gætu sæst
á að nota um þetta.
Tilvera Laga-
deildar vefengd
Ef dæmi má taka af fræðasviði
Bjöms Þ. Guðmundssonar laga-
kennara felur þetta í sér hvorki
meira né minna en vefengingu á
tilveru núverandi Lagadeildar Há-
skóla íslands eins og hún leggur
sig; sama á við um t.d. Guðfræði-
deildina. Af þessum nýju viðhorfum
leiðir það nefnilega að nemandi sem
hyggst ljúka t.d. lögfræðiprófi held-
ur fyrst til „almenns háskólanáms"
í félagsvísindum í „kennslustofnun
á háskólastigi" og lýkur þaðan „há-
skólaprófi" eftir 3—4 ár en á þá
fyrst kost á því að innritast til 1
eða 2 ára í sérstaka „lögfræðistofn-
un“ eða „lagaskóla", þ.e. ef hann
hefur náð þeim námsárangri sem
sú stofnun krefst og jafnvel öðlast
einhveija starfsreynslu á milli ef
stofnunin gerir kröfúr um slíkt að
auki. Hins vegar er alls ekki víst að
í þessu felist nein lenging lögfræði-
námsins í heild; það er annað mál
og óskylt þessu. En „almenna há-
skólaprófið" er þá að sfnu leyti í
senn gilt lokapróf á sínu sviði og
einnig nauðsynlegur áfangi áður en
leið opnast til frekari „vísinda- og
rannsóknarstarfa“ og/eða til undir-
búnings undir „sérstakt embættis-
próf“.
Ástæða er til að ítreka það að
menn hafa talað um „kennslu á
háskólastigi" norðan íjalla, þ.e.
starfsemi skóla á þessu „almenna
háskólastigi". Ekki hef ég hins veg-
ar spumir af því að fyrirætlanir séu
uppi um „háskólakennslu" þar í
hefðbundinni merkingu orðsins. En
á þessu tvennu er reginmunur eins
og hér hefur verið reynt að lýsa
nokkmm orðum.
Sjálfsagt er hæpið að íslenska
samfélagið geti smæðar vegna og
annarra aðstæðna haldið uppi fleir-
um en einni stofnun á hveiju sviði
sem standi undir nafninu „vísinda-
stofnun“ eða „rannsóknastofnun"
eða að ástæða sé til að efna hér
til fleiri en einnar stofnunar á
hveiju „embættissviði". Hins vegar
höfum við öll tök á því, ef nauðsyn-
legs þjóðlegs metnaðar gætir, að
starfrækja nokkrar sambærilegar
„kennslustofnanir á almennu há-
Jón Sigurðsson
„ Af öllum þessum
ástæðum vil ég eindreg-
ið hvetja Sverri
Hermannsson mennta-
málaráðherra til að
halda áfram beint af
augum í viðleitni sinni
varðandi „kennslu á
háskólastig-i“ norðan
fjalla.“
skólastigi" við þau viðfangsefni sem
mestrar aðsóknar njóta og mest
verða hagnýtt í samfélaginu. Mörg
viðfangsefni og svið koma hér til
álita. Nefna má margs konar við-
fangsefni á sviði hjúkrunar, líknar-
starfa og uppeldismála; ýmis
viðfangsefni á sviði rekstrar, bók-
færslu, markaðsfræða og stjómun-
ar, margt það er lýtur að
samfélagsmaglum, félagsvísindum,
störfum í ríkisstofnunum, Qólmiðl-
um, söfnum o.fl.; nokkur svið
náttúrufræði, jarðfræði, eldíjalla-
könnunar, fiskifræði, haffræði og
veðurathugana o.s.frv.; margvísleg
svið tölvufræði og tölvustarfa; og
loks ýmislegt sem lýtur beinlínis
að íslenskum atvinnuvegum.
Háskólinn í tvennt
Margir eru þeirrar skoðunar að
íslendingar geti ekki komist hjá því
Ágúst Petersen sýnir
í Listasafni ASÍ
SÝNING á málverkum Ágústs Petersen verður
opnuð i Listasafni ASÍ, Grensásvegi 16,
Reykjavík, á morgun laugardag kl. 14. Ágúst
er fæddur í Vestmannaeyjum 20. nóvember
1909. Hann lærði teikningu hjá Birni Björnssyni
teiknara og gullsmið, en síðar stundaði hann
nám við Myndlistarskólann í Reykjavík og var
Þorvaldur Skúlason aðalkennari hans. Ágúst
starfaði lengst af sem húsamálari, en síðasta
aldarfjórðunginn hefur hann alfarið snúið sér
að myndlistmm.
í fréttatilkynningu
frá Listasafni ASÍ segin
„Verk Ágústs eru oftast
Ijóðrænar stemningar,
þar sem iiturinn en ekki
línan situr í fyrirrúmi.
Hann hefur einkum vak-
ið athygli fyrir portrett-
myndir sínar, en þær eru
málaðar eftir minni og
eru næmar og persónu-
legar lýsjngar á því,
hvemig Ágúst skynjar
persónuleika fyrirsát-
ans, fremur en að ytra
útliti sé lýst í smáatrið-
um. Ekki er hægt að
segja að allir fríkki í
meðförum Ágústs, en
sjón er sögu ríkari. Vest-
mannaeyjar og hörð
lífsbaráttan í sjávar-
Ágúst Petersen.
þorpum er Ágústi einnig
mjög hugleikið. Tekið
verður mið af þessu við
val dagskráratriða á
sýningu Ágústs, en
síðdegis á sunnudögum
verður m.a. boðið upp á
tónlist og upplestur með
kaffinu í safninu. Við
opnunina munu Gísli
Helgason og Herdís
Hallvarðsdóttir flytja
tónlist.
í tilefni sýningarinnar
gefur Listasafn ASÍ út
skyggnuflokk með
myndum af 12 verkum
til kynningar á list
Ágústs. Þess má einnig
geta, að Ágúst hefur
ákveðið að færa safninu
að gjöf málverkið
„Morgunn við Ræn-
ingjaflöt". Myndin lýsir
því hvemig hann skjmj-
aði blóði drífna söguna
á þeim stað þar sem
alsírskir ræningjar stigu
á land í Eyjum. Verkið
verður afhent við opnun
sýningarinnar.
Sýning Ágústs stend-
ur til 7. desember og
verður opin kl. 16-20
virka daga, en kl. 14-22
um helgar.
Eitt af verkum Ágústs.
að stíga það skref sem hér hefur
verið lýst í aðaldráttum, að skipta
núverandi „háskólastigi" í tvennt.
Þessir menn halda því fram að þarf-
ir samfélagsins fyrir langa skóla-
göngu upp vaxandi kynslóðar séu
orðnar svo miklar að hjá þessu verði
ekki komist lengur. Að sama skapi
hafa óskir og vonir unga fólksins
aukist og em m.a. studdar þeirri
hröðu framþróun framhaldsskóla-
stigsins sem átt hefur sér stað á
liðnum áratug. Því má reyndar
halda fram að íslendingar vannýti
þann tíma og það íjármagn sem til
skólamála rennur vegna þess m.a.
að hér er haldið uppi 4 ára fram-
haldsskóla en nágrannar okkar
miða flestir við að framhaldsskóla-
stigið sé aðeins 3 ár; og einnig
vegna þess að hér verða menn að
leggja 5—6 ára háskólagöngu að
baki fyrir lokapróf en algengt er í
nágrannalöndum að menn geti lokið
skilgreindum og sérhæfðum áfanga
á t.d. 2 árum og haldið síðan til
arðbærra starfa ef hugur þeirra,
námsforsendur, árangur og metn-
aður standa ekki til frekari fræði-
legs frama.
Ýmsar ábendingar um þessi efni
mun vera að fínna í þeirri skýrslu
um fræðslumál íslendinga sem birt-
ist fyrr á þessu ári á vegum OECD.
Hér er komið að öðrum víðtækum
þáttum þessa máls, þ.e. endurmót-
un alls skólakerfísins, — t.d. með
þvf að böm hefy gmnnskólagöngu
ári fyrr en nú er gert, en þannig
má losa talsvert fjármagn til smá-
bamaumsjónar, og ljúki grunn-
skólaprófi þá árinu yngri en nú er,
— með því að lengja skólaáríð um
t.d. einn mánuð á ári hveiju og
auka vægi móðurmáls og stærd-
fræði í grunnskólanum en stytta
síðan framhaldsskólastigið um eitt
ár og ná þannig sambærilegri nýt-
ingu ára og fjármagns við það sem
tíðkast í langflestum nágrannalönd-
um okkar, — og með því að tryggja
fjölbreytni og tilraunagleði á fram-
haldsskólastiginu til þess að það
þjóni sem best breytilegum þörfum
samfélagsins. Brejrtingar af þessu
tagi eru að ýmsu leyti tengdar
þeirri breytingu „háskólans" sem
hér hefur verið gerð að umtalsefni.
Mikilvægt atríði er að nú þegar
stundar mikill meiri hluti upp vax-
andi kynslóðar íslendinga fram-
haldsskólanám. íslendingar hljóta á
næstu árum að steftia að því að
talsverður hluti upp vaxandi kjm-
slóðar fái kost á „námi á háskóla-
stigi“ í þeirri merkingu sem hér
hefur verið rædd. Fátt á að verða
því til fyrirstöðu t.d. að þeir skólar
sem nú þegar veita fræðslu á 4.
ári framhaldsskólastigsins geti, eft-
ir breytingu skólakerfisins, veitt
sambærílega fræðslu áfram, þ.e.
að segja á 1. ári nýs „almenns há-
skólastigs" annaðhvort sem inn-
gang að frekara námi eða sem
sérhæfðan raunhlítan áfanga sem
stefnir að störfum í samfélaginu.
Munurinn á framhaldsskólastiginu
og „háskólastiginu" er þá hvort eð
er einkum fólginn í vaxandi sér-
hæfingu, aukinni áherslu á sjálf-
stæð vinnubrögð og á hagnýtingu
þekkingar en minnkandi vægi „al-
mennra kjamagreina" og minni
handleiðslu. Menn verða að geta
gert ráð fyrir því að forsendur þessa
séu fyrir hendi þegar nemandi hef-
ur að baki 12 ára skipulega skóla-
göngu, og slíkt er sameiginleg
reynsla nágrannaþóðanna enda þótt
í skólamálum hafi gengið auðvitað
á ýmsu hjá þeim ekki síður en ís-
lendingum.
Af öllum þessum ástæðum vil ég
eindregið hvetja Sverri Hermanns-
son menntamálaráðherra til að
halda áfram beint af augum í við-
leitni sinni varðandi „kennslu á
háskólastigi" norðan fjalla. Sverrir
hefur sýnt það í starfí að hann bil-
ar ekki og hefur mikinn og heil-
brigðan þjóðlegan metnað. I þeirri
von að hann gefi sér stund til að
lesa þessi orð lýk ég þeim með
þeirri ósk að hann haldi enn áfram
og hefji undirbúning þeirrar um-
breytingar „háskólans" og skóla-
kerfisins sem hér hefur verið gerð
að umtalsefni. Það er verðugt og
mikilvægt þjóðþrifaverk.
Höfuadur er skólastjóri á Bifröat