Morgunblaðið - 14.11.1986, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986
31
at/ Dimamyna.
Mark Thatcher og Diane Burgdorf frá Dallas trúlofuðu sig i gær. Á myndinni eru þau með foreld-
rum Marks, Margaret og Denis Tahtcher.
Sonur Thatcher trúlofar sig:
Japansheimsókn Aquino lokið:
Ótryggt ástand
á Filippseyjum
Leiðtogi stærsta vinstriflokksins finnst myrtur
Manila, Filippseyjum, AP.
CORAZON Aquino, forseti
Filippseyja, kom í gær heim úr
heimsókn til Japans en ferðina
tókst hún á hendur „með hálfum
huga“ að eigin sögn vegna orð-
róms um yfirvofandi valdarán.
Ráðherra ríkisstjómarinnar, þ. á
m. Juan Ponce Enrile, tóku á móti
Aquino við komuna en Enrile hefur
einna helst verið orðaður við hugs-
anlegt valdarán. Aquino sagði við
komuna, að þegar hún hefði farið
frá Manila hefðu alls kyns hviksög-
ur gengið staflaust um borgina og
því hefði hún verið á báðum áttum
um hvort hún ætti að fara. Minnti
hún ráðherra ríkisstjómarinnar á,
að þeim bæri að hjálpa henni, ekki
vinna gegn henni.
Talsmenn stærsta vinstriflokks-
ins á Filippseyjum tilkynntu I gær,
að formaður flokksins væri horfínn
og hótuðu miklum mótmælaaðgerð-
um ef í ljós kæmi, að hermenn eða
hægrisinnaðir öfgamenn hefðu
rænt honum. Skömmu síðar fannst
formaðurinn, Rolando Olalia, myrt-
ur við hraðbraut í norðurhluta
Manila. Olalia hefur verið harðorður
í garð hersins og á þriðjudag kvaðst
hann mundu hvetja til allsheijar-
verkfalls og mótmæla ef herinn
reyndi að ræna völdunum.
Sögursagnir em um, að foringjar
í hemum, hlynntir Enrile, hafí lagt
á ráðin um að ráðast á og ræna
leiðtogum vinstrimanna í þeirri von,
að stuðningsmenn þeirra biygðust
harkalega við. Mótmælin ætluðu
þeir síðan að hafa að skálkaskjóli,
lýsa yfír neyðarástandi og ræna
völdunum.
Millj ónamæringsdóttir
frá Texas hin heppna
Lundúnir, AP.
TELKYNNT var um trúlofun
Marks Thatcher og Diane
Burgdorf í Lundúnum í gær.
Tilkynningin birtist í þartil-
gerðum dálki Tbe Times og
Tbe Daily Telegraph. Ungfrú
Burgdorf er dóttir milljóna-
mærings frá Texas.
Enn hefur ekkert verið upp-
gefíð um hvar eða hvenær
brúðkaupið fari fram, en talið er
að þau gifti sig í Dallas snemma
á næsta ári og að þau muni búa
þar áfram.
Hjúin hafa þekkst í eitt og
hálft ár, en þau kynntust vegna
viðskipta Marks og föður Diane,
en hann er einn umsvifamesti bíla-
sali Texas. Burgdorf-§ölskyldan
þykir þó ekki tiltakanlega auðug
á Texas-vísu.
Á óvart hefur komið hversu
jákvæð bresku blöðin hafa verið,
en þeim hefur borið saman um
að Diane sé hinn álitlegasti kven-
kostur og að Mark sé vel að henni
kominn.
Makbeð á japönsku
London, AP.
HARMLEIKURINN „Makbeð"
eftir William Shakespeare hef-
ur verið færður í nýjan búning.
Sögusviðið er Japan á 16. öld.
Leikfélag frá Tókýó, sem
nefnist Toho, mun flytja verkið
á sviði breska Þjóðleikhússins
í London, sagði Peter Hall leik-
hússtjóri í gær.
Hall sagði þegar, hann kynnti
áætlun leikhúsins fyrir árið 1987,
að tekist hefði að afla 250 millj-
óna punda til að færa upp
sýningu japanska leikhópsins í
London.
Verkið verður flutt sex sinnum
og eiga áhorfendur þess kost að
hlýða á þýðingu textans samtím-
is í heymartólum.
Toho leikhópurinn ætlar einnig
að sýna leikritið „Medea“ eftir
Evripídes á japönsku. Japönsku
leikaramir fengu einróma lof
gagmýnenda fyrir flutning sinn
á þessum gríska harmleik á Edin-
borgar hátíðinni í fyrra.
Hall sagði að á næsta leikári
Þjóðleikhússins yrði „Lér kon-
ungur“ fluttur með Anthony
Hopkins í aðalhlutverki og Ingm-
ar Bergman myndi leikstýra
„Hamlet" eftir Shakespeare.
Corazon Aquino ásamt Fidel Ramos, yfirmanni herráðsins. Hann
virðist traustur stuðningsmaður hennar en Enrile, vamarmálaráð-
herra, er hins vegar grunaður um græsku.
BÓKAÚTSALA BÓKAFORLAGA
VIÐ ÞINGHOLTSSTRÆTI
AÐ ÞINGHOLTSSTRÆTI 3
Föstudag kl. 9—18
Laugardag kl. 9—16
Sunnudag kl. 13—16
Skáldsögur
Barnabækur
Fræðirit
Ævisögur o.fl.
Pófeaatsftfcm^pgasa ÍSAFOLD
J¥
m 31
Bökaúigðfa
BÓKAGERÐIN LILJA
Í>ÐS báLZ