Morgunblaðið - 14.11.1986, Side 37

Morgunblaðið - 14.11.1986, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986 37 KNÞ kaupir hlut Jök- uls hf. í Stakfelliini KAUPFÉLAG Langnesing'a á Þórshöfn hefur keypt hlut Jökuls hf. á Raufarhöfn í togaranum Stakfelli. Jökull átti 40% í togaranum, en hann hefur verið gerður ót frá Þórshöfn. Þá hefur Jökull keypt hlut Kaupfélags Langnesinga í Fiskiðju Raufarhafnar. Kaupfélag Langnesinga átti áður 12% hlut í Stakfellinu og á því nú 52%. Kaupfélagið átti 20% hlut í Fiskiðju Raufarhafnar en eftir þess- ar breytingar eiga Jökull hf. og Raufarhafnarhreppur samtals 60% hlutafés í Fiskiðjunni. I samningi Jökuls hf. og Kaup- félagsins á Þórshöfn er tekið fram að Jökull fái 25% af ísfiskafla Stak- fellsins næstu tvö árin og síðan 15% á ári í þijú ár þar á eftir. Raufar- hafnarmenn fá því aðlögunartíma til að afla sér aukins hraéfnis með öðrum leiðum. Stakfellinu verður fljótlega breytt í frystiskip og Rauf- arhafnarbúar töldu ekki heppilegt að eiga þennan mikla hlut í slíku skipi gerðu út frá Raufarhöfn - í framtíðinni yrði mest allur afli unn- in um borð. * Geir „grípur“ tíl sinna ráða! KA-MENN unnu frækilegan sigur á Val, 28:23, í 1. deildinni í handknattleik í fyrrakvöld. KA hafði unnið einn leik af þremur í deildinni en tapað tveimur og voru Valsmenn taldir mun sigurstranglegri. En margt fer öðruvísi en æzlað er: eftir að Valur hafði yfirhöndina fyrstu mínúturnar réði KA ferðinni og sigraði örugglega. Vel studdir af fjölmörgum áhorf- endum iéku KA-menn mjög vel og Valsmenn, þrátt fyrir að taka á öllu sínu, urðu að Iúta í lægra haldi. Á myndinni hefur Jón Kristjáns- son laumað knettinum inn á línuna til Péturs Bjarnasonar. Geir Sveinsson „grípur“ hins veg- ar til sinna ráða og stöðvaði Pétur i þetta sinn. En Pétur gafst ekki upp og hafði skorað sjö mörk áður en yfir lauk. Stefán endur- kjörinn formaður AÐALFUNDUR knattspyrnudeildar KA var haldinn í vikunni. Stefán Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður og raunar varð aðeins ein breyting á sljórn deildarinnar, Sveinn Brynjólfsdon kom í stað Erl- ings Aðalsteinssonar. Stjómin er annars þannig skipuð að Stefán er formaður, sem fyrr segir, Ólafur Ólafsson er varaform- aður og Gestur Jónsson gjaldkeri. Ekki hefur verið skipað í ritarastöð- una en aðrir í stjóm era Gunnar Kárason, Örlygur Ivarsson, Magnús Magnússon og Sveinn Brynjólfsson. A aðalfundinum var Tryggvi Gunnarsson, markakóngur KA- liðsins, heiðraður. Fékk hann forláta stein, áletraðan, í tilefni þeirra 28 marka sem hann skoraði í 2. deildinni síðastliðið sumar en það er met í deildinni. 5. flokksmót KA: 9. sinfonía Beethovens í fyrsta sinn á Akureyri Sinfoníuhljómsveit íslands held- ur tvo konserta á Akureyri eftir áramót. Báðir verða þeir í íþróttaskemmunni á Oddeyri, sá fyrri 15. janúar og sá síðari 22. maí í vor. 15. janúar verður sinfonían með Vínartónleika, og verða þeir síðan endurteknir í Reykjavík tveimur dögum síðar. Tónleikamir í mái verða af öðram toga; þar verður flutt Mozart kon- serton fyrir tvær fiðlur og síðan 9. sinfonía Beethovens. Sú sinfonía hefúr aldrei verið flutt á Akureyri fyrr en það verða hvorki fleiri né færri en um 200 manns sem taka þátt í að flytja verkið. Jólakort KFUMogK KFUM og K á Akureyri hef- ur gefið út jólakort til styrktar félagsheimilinu að Sunnuhlíð 12. Félagsmenn ætla að ganga í hús í bænum og selja kortin. Stykkið kost- ar 25 krónur og hefst sala um næstu helgi. Kortið prýðir mynd tekin af Páli Pálssyni ljósmyndara á mið- nætti síðastliðið gamlárskvöld. Sýnir hún hluta Brekkunnar og áletrunina „Jesús lifir“ í Vaðla- heiðinni, en undanfarin tvö ár hafa unglingar í KFUM og K myndað þessi orð þar með eldi í kyndlum. A kortinu er áletraður sálmurinn „Þá nýfæddur Jesús“ eftir Björgvin Jörgensson. Leikið á litlum velli á lítíl mörk í JÚNÍ á næsta ári ætlar knatt- spyrnudeild KA að halda mót fyrir 5. flokk og verður félögum um allt land boðin þátttaka. Framvegis verður þetta árlegur viðburður. Stefán Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar KA, sagðist í samtali við Morgunblaðið reikna með að 24 lið tækju þátt í mótinu. Leikið verður á litlum völlum og notuð minni mörk en venjulega. „Við foram út í þetta til að búa til meiri verkefni fyrir 5. flokks strákana en verið hafa - og leyfa þeim að leika á litlum velli. Þeir keppa enn á stóram velli en ég vona að_ það breytist eftir næsta þing KSÍ. Tillaga var flutt á síðasta þingi um að breyta þessu en var felld þá. Mér heyrist hins vegar að almennt séu mennað færastá þá skoðun að rétt sé að láta strákana leika á minni velli,“ sagði Stefán. 10 daga iðnsýning ATVINNUMÁLANEFND hefur nú lagt fram tillögu þess efnis að iðnsýning sú sem halda á á næsta ári í tilefni af 125 ára afmæli Akureyrarbæjar standi i tíu daga og verði síðari hluta ágúst mánað- ar. Nefndin hefur ennfremur lagt til að I tengslum við sýninguna verði komið á fót ráðstefnu um stöðu iðnað- ar á Norðurlandi og framtíðarmögu- leika hans. Sölusýning Nyljalistar Júdóhelgi á Akureyri UM HELGINA gefst almenningi kostur á að sjá þá starfsemi sem fram fer meðal júdómanna á Akureyri, en ungir iðkendur þessarar íþróttagreinar úr höf- uðstað Norðurlands hafa vakið mikla athygli fyrir góðan árang- ur undanfarin ár. Allir flokkar munu æfa um helg- ina, laugardag og sunnudag, í KA-heimilinu undir stjóm Reino Kaþólsk messa MESSA er lcl. 11.00 á sunnudaginn hjá kaþolsku kirkjunni, Eyrarlands- vegi 26, að venju. Alltaf er messað þar á þessum tíma, auk þess kl. 18.00 alla virka daga. Fagerlund landsliðsþjálfara og Jóns Óðins Óðinssonar þjálfara heima- manna. Dagskráin hefst kl. 10.00 í fyrra- málið og stendur alveg til rúmlega 20.00. Það era 10-14 ára drengir sem byija, kl 12.00 taka síðan 15 ára og eldri við, kl. 14.00 kemur flokkur 5-7 ára, 10-14 ára drengir koma aftur kl. 16.00, kl. 18.00 verðal5 ára og eldir aftur „til sýn- is“ og kvennaflokkur mætir svo á svæðið kl. 20.00. Á sunnudasginn verður byijað kl. 9.00 og byijar síðasti flokkuqinn að æfa þann dag kl. 17.00. Báða dagana frá kl. 13.00-17.00 verður selt kaffi og kökur á staðn- um. Það ergert í fyáröflunarskyni. FÉLAGIÐ Nytjalist verður með sölusýningu í Gamla Lundi um helgina. Hún verpur opnuð í dag kl. 17.00 og er opin til kl. 21.00. Á morgun og sunnudag er svo opið frá kl. 14.00 til 21.00. Þarna verður meðal annars til sölu grafík, myndvefnaður, útskurð- ur, almennur vefnaður og Ieirmunir. Aðalfundur félagsins var haldinn í síðasta mánuði. Þórey Eyþórs- dóttir er foraur, Ragnhildur Thor- oddsen ritari og Unnur Ólafsdóttir gjaldkeri. Þær eru allar frá Akur- eyri. Meðstjómendur eru Guðmund- ur Ármann Siguijónsson, einnig frá Akureyri, og Oddný Magnúsdóttir, Húsavík. Varamenn eru Áma Áma- son Akureyri og Kolbrún Ólafs- dóttir Hauganesi. Félagið hefur staðið fyrir nám- skeiðum í almennum vefnaði og tuskubrúðugerð. Fyrirhuguðu eru fleiri námskeið, meðal annars í tó- vinnu og myndvefnaði. Félagið er til húsa í gamla útvarpshúsinu við Norðurgötu. Fræðslufundir era haldnir fyrsta miðvikudag hvers mánaðar yfír vetrarmánuðina og opið hús er á hveiju fimmtudags- kvöldi. Húsmæður á Akureyri Hafið þið áhuga á að fá ykkur morgungöngu sem borgar sig? Hafið þá samband við af- greiðslu Morgunblaðsins á Akureyri. Sími 23905. Morgunblaðið á Akureyri Hafnarstræti 85, sími23905.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.