Morgunblaðið - 14.11.1986, Síða 46

Morgunblaðið - 14.11.1986, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986 Minning: Sigurður Sigurgeirs son bankafulltrúi Fæddur 6.júlí 1920 Dáinn 8. nóvember 1986 í dag fer fram útför Sigurðar Sigurgeirssonar, bankafulltrúa, frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Andlát hans bar að í bifreiðaslysi á Hellisheiði siðastliðinn laugardag. Helfregnin þennan óveðursdag kom ástvinum og okkur samstarfsmönn- um Sigurðar í Útvegsbankanum á óvart. Hann hélt af stað frá Umferðar- miðstöðunni í Reykjavík þennan laugardagsmorgun, hress og glaður í huga, austur yfír flall og hugðist gista í sumarhúsi að Flúðum er hann var að reisa sér og íjölskyldu sinni til sumardvalar og síðar að loknum starfsdegi til lengri dvalar í unaðsreit íslenzkrar sveitasælu. Áfram skyldi ferðinni heitið á sunnudagsmorgni að Hruna í Ár- nessýslu, til fomvinar síns, prófasts Sveinbjamar Sveinbjamarsonar, og vera þar viðstaddur guðsþjónustu þann dag, en prófasturinn áformaði að kveðja þá söfnuð sinn eftir 42 ára þjónustu í sókninni. Nár var Sigurður fluttur til Reykjavíkur eftir slysið á Hellis- heiði. Sigurður Sigurgeirsson fæddist á ísafírði, 6. júlí 1920, sonur hjón- anna Guðrúnar Pétursdóttur frá Hrólfsskála á Seltjamamesi og Sig- urgeirs Sigurðssonar, regluboða frá Eyrarbakka, þá prestur á ísafírði og prófastur í ísaQarðarsýslu, síðar biskup yfir íslandi, skipaður frá 1. janúar 1939 til dánardags 13. októ- ber 1953. Sigurður átti því heimili hér í höfuðboiginni í tæplega hálfa öld. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1941. Stundaði síðan verzlunar- rekstur um skeið og fékkst nokkuð við innflutning. í Útvegsbanka íslands í Reykjavík hóf hann störf 1. marz 1946 en varð forstöðumaður spari- sjóðsdeildar bankans 1. júlí 1963 og hefír jafnframt haft með höndum ráðgjafastörf hin síðari ár. Enda var hann í gegnum árin mörgum viðskiptamönnum bankans hjálp- samur við afgreiðsluborðið. Sigurður hefír víða komið við sögu félagsmála starfsmanna Út- vegsbanka íslands. Hann tók fyrr á árum þróttmikinn þátt í marg- breytilegum félagsþáttum banka- manna. Hrókur fagnaðar á gleðistundum og hugkvæmur skipuleggjari árshátíða, afmælis- fagnaða og ferðalaga í hópi samstarfsmanna sinna. Sigurður var á 40 ára afmæli Starfsmannafélags Útvegsbankans sæmdur gullmerki félagsins fyrir margháttuð störf að framgangi góðra mála. Sigurður átti sæti í stjórn Sam- bands íslenzkra bankamanna í tvö ár og vann þar ágæt störf, var m.a. fulltrúi stéttarinnar á erlendri grund. Hann var einnig góður liðsmaður margra gagnmerkra félagssamtaka og m.a. í forystusveit og stjóm Þjóðræknisfélags íslendinga og Karlakórs Reykjavíkur. Eigi skai hér gleymt að geta hinna margþættu starfa og þjón- ustu Sigurðar í þágu Langhoits- kirkju og hinnar stórkostlegu byggingarsögu safnaðarins. Var hann mikill og vakandi stuðnings- maður kirkju sinnar. Þar hefír hann og aðstoðað við guðsþjónustur og annast bamaguðsþjónustur. Sigurður kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Pálinu Guðmunds- dóttur, mætri konu og mikilhæfri, ættaðri úr Reylg'avík, 5. nóvember 1949. Þau hafa lengst af í 37 ára bú- skapartíð sinni átt heimili í Skeiðar- vogi 111, hér í borg. Hafa þau átt þar fagurt og aðlaðandi heimili og óteljandi unaðsstundir með bömum þeirra sex, sem öll hafa fetað dyggi- lega í fótspor foreldra sinna á sviði dugnaðar og trúmennsku. Þau eru: Sigurgeir, flugstjóri hjá Flugleiðum, Sigrún, gift Halldóri Gunnarssyni, tæknifræðingi, Anna Svanhvít, meinatæknir, Guðrún Rósa, læknir, við framhaldsnám í geðlækningum í Svíþjóð, Kjartan verzlunarmaður hjá fyrirtækinu IKEA og Haraldur, námsmaður, er lauk stúdentsprófí á síðastliðnu vori. Mikil sorg hvílir yfír heimilinu að Skeiðarvogi 111. Ástkær heimilisfaðir er horfínn yfír móðuna miklu. Ég votta §öl- skyldu, öllum ættingjum og vinum Sigurðar Sigurgeirssonar innilega hluttekningu og samúð. Stjóm _ og starfsmenn Útvegs- banka íslands þakka Sigurði Sigurgeirssyni liðnar samveru- stundir. Minningin þerrar sorgartárin. Adolf Björnsson Skjótt hefur sól brugðið sumri, því séð hef ég fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri. Sofinn er nú söngurinn ljúfí í svölum fjalldölum, grátþögull harmafugl hnípir á húsgafli hveijum. (J. Hallgr.) Sannlega hefur sól brugðið fögru sumri og umhleypingar haustsins þjarmað að landsfólkinu, votu og köldu faðmlagi sínu. Undir fargi skýja og veðra þrengir að í sál og sinni, líkt sem heiðrík dagsbrún sé ekki framar í vændum, en svellalög og sviptivindar valda háska á vegleiðum manna. Sumum verður þetta örlögþrunginn raunveruleiki, þá þeir eru hrifnir ugglausir í einni andrá frá ástvinum og samferða- mönnum. Svo var um þann, sem hér er minnst, er hann fórst við annan mann í sviplegu slysi í Hveradölum laugardaginn 8. nóv- ember. Það mun síst ofmælt, að Sigurð- ur Sigurgeirsson er mörgum mikill harmdauði, er hann fellur frá aðeins 66 ára gamall. Hann var hvers manns hugljúfi og maður engra skyndikynna, heldur ræktaði hann ástúðlegt samband við fjölda fólks í órofa samfellu alls síns æviskeiðs frá bemsku. Þessa gætti jafnt í einkallfi sem í félagssamtökum og starfslífí. Hann var fæddur á ísafirði 6. júlí 1920, sonur prest- hjónanna þar, Sigurgeirs Sigurðs- sonar og Guðrúnar Pétursdóttur, ólst þar upp og komst í nána snert- ingu við mannlífið þar og á næstu fjörðum. Þetta var fyrir mín kynni af honum, en alla tíð fylgdu upp- vaxtarárin fyrir vestan honum eins og bjartur geisli, sem var stöðugt endurvarpað inn í líf vinanna þar og þaðan. Hann hélt stöðugri snert- ingu við kviku mannlífsins þar og endumýjaði kynnin við nýjar kyn- slóðir. Mörg voru þau samkvæmin, sem hann kom seint I eða skrapp úr, af því að hann mat meira að sitja í tryggðum við sjúkrabeð vin- ar, öldungs eða umkomuleysingja, aðstoða við sjúkraflutninga og út- réttingar og létta þrautastundir. En hann var líka hrókur fagnaðar, þegar hann birtist, hvers manns aufúsugestur, og gat létt lund sína betri samvisku en flestir aðrir. Ungur festi Sigurður kynni og vináttu við grannklerka föður síns fyrir vestan. Sem biskupssonur hér fyrir sunnan var hann í þjóðbraut prestastéttar landsins. Hann ók biskupsbílnum fyrir föður sinn, ók prestunum á prestsetrin og á prestafundi, hafði næmt skyn á sérkenni og stundum skringileik þeirra, en lagði aldrei illt orð til þeirra, varð vinur þeirra og félagi. Alla tíð síðar var Sigurður rótfastur kirkjunnar maður með lifandi áhuga á starfí hennar í hverri sókn landsins og hinn virkasti í safnaðar- starfi sóknarkirkju sinnar, Lang- holtskirkju, formaður Bræðrafélags hennar um árabil og einn af frum- kvöðlum kirkjubyggingarinnar frá fyrstu tíð til hins síðasta. Þar stóð hann sjálfur fyrir umfangsmiklu æskulýðsstarfí. Slíkt starf varð ekki hrist fram úr erminni eftir að mætt var á staðnum og spurul augu ung- menna störðu og kröfðu saðningar. Margt kvöldið, þegar aðrir lágu á sjónvarpsmeltunni einbeitti hann sér í dundurherbergi sínu í kjallar- anum við undirbúning les- og leikþátta fyrir ungdóminn. Og það- an frá stólnum flutti hann eftir- minnilega leikmannsprédikun, þar sem hann fléttaði saman reynslu sína og föður síns af trúartrausti sæbarins fólks fyrir vestan. Þó held ég varla að honum hafi beinlínis verið eftirsjá í að verða ekki prest- ur. Til þess þekkti hann amstur og angist preststarfsins of vel af ná- inni kynningu, en prestvitund og lífsfylling kennimennsku fylgdu honum, án þess að embætti þyrfti til. Faðir minn, sem var gjöfull á auknefni og glöggur á verðleika manna til þeirra, kallaði hann oft séra Sigurð og taldi fyllilega til unnið utan embættis. Tók ég það gjaman eftir honum, þegar mér þótti tilefni gefast. Sigurður nam við Menntaskólann á Akureyri til loka 4. bekkjar, en hélt áfram við Reykjavíkurskólann eftir að fjölskyldan flutti suður og lauk þar stúdentsprófí 1941. Þótt hann innritaðist í viðskiptadeild, gerði hann ekki frekara með hana, heldur sneri sér að viðskiptarekstri. En viðskiptaleiðir go sambönd tóku miklum umskiptum um þessar mundir, svo að hann var sáttur við að taka upp starf í Útvegsbankan- um 1946 og þjónaði honum dyggi- lega æ síðan, um langt árabil sem deildarstjóri sparisjóðsdeildar og síðustu árin jafnframt sem ráðgjafí þess fólks, sem í bankann leitar. Með hliðsjón af mannkostum hans var engin tilviljun að hann var beð- inn að taka það hlutverk að sér. Mér er einnig kunnugt um að á starfsferli sínum beitti hann sér í kyrrþey fyrir gagnkvæmni í skipt- um bankans við innlánaeigendur. Mannhyggja Sigurðar var svo sterk að tiltölu við peningahyggjuna að mun hafa torveldað honum að hasla sér heils hugar völl á vipskipta- og fésýslusviðinu, sér sjálfum til mestrar fremdar og ábata. Sönn lífshamingja veittist honum I þeim mun ríkari mæli. Mannkostir hans nutu sín til fulls í margháttuðu félagsstarfí, sem hann tók sér fyrir hendur. Ófá áhugaefni tók hann I arf frá eld- huganum föður sfnum. Frímúrara- regluna leit hann á sem merkisbera sannrar vináttu í óvægum heimi. Karlakór Reykjavíkur átti hug hans og ástundun og var söngförin til Ameríku 1946 minnisstæðust, sterkur andblær frelsis og vináttu eftir þrúgandi innilokun stríðsár- anna. Þar var hann kominn á slóðir Vestur-íslendinga sem urðu honum mikill starfsvettvangur: Hann starf- aði mjög mikið fyrir Þjóðræknis- félagið og var forseti íslandsdeildar þess um langt skeið. Sinnti hann því af óþreytandi elju að halda uppi sambandi, skipuleggja heimsóknir, birta gestalista og koma gestunum í samband við ættingja. Fyrir starf þetta hlotnaðist þeim hjónum sá heiður og ánægja að vera boðið í heimsókn um Islendingabyggðir I Vesturheimi árið 1968. Var þeim tekið líkt og þjóðhöfðingjum og um leið af einlægari vináttu en slíkir eiga að venjast. Hér heima var hann sæmdur fálkaorðunni fyrir sitt ósérplægna og heilladijúga starf að þessum málum. Sigurður kvæntist árið 1949 Pálínu Guðmundsdóttur, verksljóra Matthíassonar, sem þá var nýlega látinn, og Sigurrósar Þorsteins- dóttur, en þau heiðurshjón bjuggu á Lindargötu og settu sinn svip á umhverfi sitt þar. Þar með urðum við svilar. Pálína var þá nýútskrif- aður stúdent frá MR, glæsileg og bráðgreind stúlka. Athöfnin er mér minnisstæð. Sigurgeir biskup gaf brúðhjónin saman í Dómkirkjunni, en þá voru kirkjubrúðkaup enn mjög fátíð. Sfðan var gengið yfír á Hótel Borg þar sem móðir brúðar- innar bauð til samsætis og loks var samverustund á biskupssetrinu í Gimli við Lækjargötu. En líf ungra hjóna er ekki ein samfelld brúðkaupsterta. Við tóku bameignir og þrotlaus vinna við að koma upp heimili og síðan að byggja yfír það. Við vorum mjög svo samferða I þessu, flytjandi til og frá, uns komið var í örugga eig- in höfn. Enda sagði hann við mig af einu slíku tilefni: „Já, já, alltaf að bera hvor annan, vertu velkom- inn og komdu sem oftast." Glettnin brást honum aldrei og síst þegar baslið var mest. Pálína reyndist afburða myndarleg húsmóðir og hefur ætíð ríkt sérstakur heimilis- hugnaður hjá þeim hjónum og hafa þau búið á sama stað í Skeiðarvogi 111 frá því að þau byggðu yfír sig. Samhentum tókst þeim að nýta efti- in svo að Pálína gat helgað sig uppeldi bamanna án þess að vinna úti þar til þau vom uppkomin að kalla. Enda veitti ekki af þar sem bömin urðu sex og hafa öll komist til góðs þroska. Þau em: Sigurgeir flugstjóri, Sigrún húsfreyja, Anna Svanhildur meinatæknir, Guðrún læknir, Kjartan útvarpsvirki og Haraldur stúdent og löggæslunemi. Bamaböm þeirra em orðin 5, auga- steinar ömmu og afa. Við tók merkileg lífsreynsla, sem var eins og að ganga í endumýjun lífdaganna, þegar Pálína dustaði rykið af 28 ára gömlu stúdents- prófí og hóf nám í Kennaraháskól- anum haustið 1977 ásamt Rósu systur sinni, sem hampaði nýju öld- ungadeildarprófí. Við Sigurður fengum uppriflun á gömlu pensúmi og urðum námsráðgjafar kennara- efnanna, sem útskrifuðust saman á björtum dýrðardegi sumarið 1980. Kynnin urðu enn nánari við þetta samnám og samvinnu systranna upp frá því. Einum lífsdrauminum varð þó lengi vel að fresta, sumarbústaðn- um, raunar of lengi. Eftir langan og vandaðan undirbúning reistu þau hann á fögm landi Flúða í Hruna- mannahreppi. Þama á ættarslóðum Sigurðar varð honum fljótt vel til vina, enda frændur á næstum hveij- um bæ. Var honum þakklæti ríkt í huga fyrir hve vel þeim var tekið, svo að hann var farinn að hugsa heim á þær sióðir. Þeim hjónum var það algjört yndi að koma upp bú- staðnum og búa allt í haginn fyrir dvöl þar. Þangað var örlagaferð Sigurðar heitið, ásamt því að sækja heim gamlan vin að messu í Hruna. Því er átakanlegt að hann fékk þessa ekki lengur notið og eina huggunin að hann sé floginn „til sóllanda fegri", þar sem guðsþjón- ustur eru enn skærari en I sveitum austur. „Þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs- manns getið," var sagt til foma. Sigurður var góður maður í þess orðs fyllsta skilningi, án sérgreiningar eða fyrirvara. Því var þroskandi og þakkarvert að vera samferðamaður hans á lífsleið- inni og sjálfum sér lifði hann til mikillar gæfu, þótt ekki entist leng- ur. Við biðjum nánustu líknar og blessunar og honum sjálfum hins sama á eilífðarbrautinni. Bjarni Bragi Jónsson Elzti hluti bankahúss Útvegs- bankans, áður íslandsbanka, er hlaðinn úr íslenzkum, höggnum grásteini. Hver steinn er vandlega skorðaður sem hluti af heild, traustri heild. Fagurt vitni þeirra gleymdu handa, sem hlóðu þessa fögru byggingu I upphafí aldarinn- ar. Lífsstíll Sigurðar Sigurgeirsson- ar, deildarstjóra innlánsdeildar bankans, var í fallegu samræmi við traustleika þessa húss. Starfsvett- vangur hans var jafnan í þessum hluta bankans. Sigurður var, öltum öðrum fremur, hin ytri ásýnd bank- ans. Með alúðlegri og traustvekj- andi framgöngu sinni leiðbeindi hann þúsundum viðskiptamanna elskulega um frumskóga innlána. Sérhver fékk hjá honum persónu- lega og nána umfjöllun og ráðgjöf, allt eftir óskum hvers og eins. Sigurður var að möigu leyti hin góða hönd fortíðarinnar í bankan- um — en samt með fullkomið samband við nútíðina. Hann hafði gáfur til að greina á milli kjama og hismis í hveiju máli — vafninga- laust. Á okkar tímum, þegar rík til- hneiging er til þess í stofnunum að svipta þær persónulegu viðmóti og hafa frammi við aðilja sem er eigin- legra að rýna í talnadálka en horfa I augu manna, var það Útvegsbanka íslands mikið lán að hafa slíkan liðs- mann í fremstu víglínu. Mann, sem allir treystu — jafíit yfírmenn og samstarfsmenn sem hinn almenni viðskiptamaður. Við sviplegt fráfall Sigurðar Sig- urgeirssonar ríkir sorg í hugum allra starfsmanna bankans okkar. En við munum alla tíð hið vamm- lausa og glaðværa fordæmi sem hann var okkur. Megi líknandi hönd Guðs verða öllum syrgjendum hans styrkur á þessari sorgarstundu. Eyjólfur Halldórs Sigurður Siguigeirsson fæddist á ísafirði 6. júlí 1920, sonur hjónanna Guðrúnar Pétursdóttur frá Hrólfs- skála á Seltjamamesi og Sigurgeirs Sigurðssonr biskups. Hann starfaði lengst af við Útvegsbankann, sem deildarstóri sparisjóðsdeildar aðal- bankans síðustu árin. Að kvöldi laugardagsins 8. nóv. sl. var ég staddur á heimili kunn- ingja, þegar mér bámst þær óvæntu sorgarfréttir, að Sigurður mágur minn og vinur hefði látist f bílslysi fyrr um daginn. Það er erfítt að lýsa því róti tilfínninga, þeirri tóm- leikakennd, sem um hugann fara, því safni skyndimynda frá sam- skipturn okkar í gegnum árin, sem í einni svipan birtist fyrir hugskots- sjónum okkar. Orð fá aldrei lýst tilfínningum, né heldur annar tján- ingarmáti okkar mannanna svo sem tón- eða myndlist, því að enginn miðill tjáir betur sannar tilfínningar en við sjálf með tali okkar og at- ferli í gleði og sorg. Dauðinn er okkur alltaf íhugun- arefni, ofast sársaukafullt, jafnvel þótt við vitum, að allt, sem lifír, skuli um síðir deyja. Við erum sátt yið tilhugsunina og deilum ekki um það við höfund tilverunnar. Og þó, kynni einhver að segja, því að aðför dauðans er í huga okkar vissulega skilyrt, bæði okkar eigin, 'en ekki síst samferðamanna okkar. Dauð- inn á að vera öldnum líkn eins og svefninn þreyttum. En eins og frost- nótt að sumri er óvænt og óvelkom- in er skyndileg heimsókn „mannsins með ljáinn“, persónugervings hins kaldlynda, miskunnarlausa og óréttláta dauða, óvænt og nístandi sár. Þá er auðvelt að fyllast biturð, ef ekki væri fyrir trúna, sem ég veit, að Sigurður vinur minn og mágur átti, trúna sem gerir engan dauða óréttlátan hversu sársauka- fullur sem hann er eftirlifendum, trúna, sem hjálpar okkur að skynja vin okkar glaðan, gamansaman og lifandi eins og við gjaman sáum hann á meðal vor. Nú þegar ég lít yfír árin, sem ég átti með Sigurði, skynja ég bet- ur, að ég naut samverustundanna með honum og hlakkaði til þeirra, þegar ég átti þeirra von. Hann var mjög lifandi persónuleiki, hlýr og einlægur, hafði áhuga á mönnum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.