Morgunblaðið - 06.12.1986, Page 1

Morgunblaðið - 06.12.1986, Page 1
80 SIÐUR OG LESBOK STOFNAÐ 1913 276. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 Prentsmiðja Morgimblaðsins Miklar óeirðir í París í gær: Franska sljómin kem- ur til móts við stúdenta Stúdentar í átökum við lögreglu Til harðra átaka kom í París í gær, er stúdentum og lög- reglu lenti saman. Beittu lögreglumennirnir óspart kylfum og þóttu þessir at- burðir minna mjög á stúd- entaóeirðirnar í Frakklandi 1968. Paris, Reuter. FRANSKA stjórnin ákvað í gær- kvöldi að fresta umræðu um þrjú mjög umdeild atriði í frumvarpi þvi, sem hún hefur lagt fram um umbætur í háskólamálum. í sjón- varpsávarpi, sem Rene Monory menntamálaráðherra flutti óvænt í gærkvöldi, sagði hann, að felld yrðu úr frumvarpinu að svo komnu þau atriði, sem snerta námsgjöld, þýðingu prófa og námsmannaráðgjöf. Samkvæmt upphaflega frum- varpinu áttu franskir háskólar að fá að ákveða námsgjöld sín sjálfir og setja sínar eigin prófreglur. Monory vísaði hins vegar á bug þeim kröfum námsmanna, að frum- varpið yrði algerlega fellt niður og sagði, að stjómin myndi að öðru leyti fylgja því fast eftir og fá það samþykkt á þjóðþinginu svo fljótt sem tök væm á. í París fóm mörg hundmð þús- und stúdenta í fjöldagöngu í gær til að mótmæla áformum stjómar- innar í háskólamálum. Lauk göngunni með hörðum átökum milli stúdenta og lögreglu og minntu þau mjög á stúdentaóeirðimar vorið 1968. Alain Peyrefitte, sem þá var menntamálaráðherra í stjóm de Gaulles, sagði í gær í Strasbourg, að stjómin ætti að fallast á kröfur stúdenta og fella niður þau þijú meginatriði háskólafrumvarpsins, sem þeir hefðu einkum sett fyrir sig. AP/Símamynd Mjög ófriÖlegt hefur verið á Indlandi alla þessa viku vegna stöÖ- ugra átaka milli síka og hindúa. Hér sést hópur lögreglumanna beita bareflum gegn síkum í Nýju Delhí í gær. Mannvígum linnir ekki á Indlandi: Herinn í viðbragðs- stöðu í Nýju Delhí Nýju Delhí, Reuter. INDVERSKA hernum var skipað i viðbragðsstöðu í gær i Nýju Delhi og héruðunum .umhverfis, eftir að sjö manns höfðu verið drepnir i átökum fyrir utan stærsta hof sika i borginni. Atburður þessi varð með þeim hætti, að ungur maður úr hópi síka ók vörubíl með ofsahraða á hóp lögreglumanna, sem stóðu vörð fyr- ir utan hofíð, með þeim afleiðingum, að þrír lögreglumenn biðu bana. Mikil heift greip þá um sig á meðal félaga þeirra og þrifu þeir þá út, sem með bílnum voru og börðu þá til dauða með kylfum sínum. Atburður þessi vakti mikinn óhug um allt Indland í gær og varð hann til þess að auka enn á þá spennu, sem farið hefur þar vaxandi dag frá degi síðan um síðustu helgi, er öfgasinnaðir síkar myrtu 24 hindúa í Punjab. Noregur: Mikil óvissa um nýja fj árlagafrumvarpið Osló, Reuter. MINNIHLUTASTJÓRN norska verkamannaflokksins lagði í gær fram nýtt fjárlagafrumvarp fyrir árið 1987. Sagði Gunnar Berge fjarmálaráðherra, að mikið væri undir því komið nú að fá frumvarpið samþykkt til þess að auka traust manna á norsku krónunni, en hún hefur átt í vök að verjast. Að undanförnu hafa átt sér stað miklar viðræður milli stjómarinn- ar og sumra stjómarandstöðu- flokkanna um fjárlagafrumvarpið. Samt er með öllu óvíst, hvort stjóminni tekst að afla því nægi- legs þingfylgis, er það kemur til atkvæðagreiðslu á Stórþinginu 16. desember nk. Verkamanna- flokkurinn ræður ásamt vinstri sósíalistum yfir 77 þingsætum þar, en borgaraflokkamir eru þó í meirihluta með 80 þingsæti. Nýja frumvarpið er ekki veru- lega frábmgðið því, sem lagt var fram fyrr á þessu ári. Berge sagði, að stjómin hefði þó fallizt á málamiðlun um að draga úr tekjum ríkisins um 550 millj. n. kr. Johan Jakobsen, leiðtogi Mið- flokksins, sagði í gær, að hið endurskoðaða fjárlagafrumvarp stjómarinnar væri fremur til þess fallið að auka óvissu í stað þess að draga úr henni. Gaf hann í skyn, að svo gæti vel farið, að frumvarpið yrði aftur fellt. Náist ekki samkomulag um íjárlagafrumvarpið, má búast við mikiili óvissu í efnahagsmálum og stjómmálum í Noregi. Sumir spá stjómarkreppu og orðrómur er á kreiki um, að ekki verði hjá því komizt að fella gengi norsku krón- unnar aftur. Afanasyev, aðalritstjóri Pravda: „Marxistar eru ekki friðarsinnar“ Moskvu, Reuter. „MARXISTAR eru ekki friðarsinnar. Þeir álíta, að varnarstríð og frelsisstríð séu eðlileg og réttlát." Þannig kemst Viktor Afan- asyev, aðalritstjóri Pravda, málgagns sovézka kommúnistaflokks- ins, að orði i grein um hugmyndafræði i blaði sinu í gær. Afanasyev heldur því fram, að á kjarnorkuöld sé þörf á „nýjum hugsunarhætti í stjómmálum", þar sem styijöldum og valdbeit- ingu sé hafnað sem tæki til að ná pólitískum markmiðum, en bætir síðan við: „Sovézki komm- únistaflokkurinn setur mannúðar- sjónarmið og mannslíf ofar öðru en víkur þó ekki frá flokks- og stéttarviðhorfinu gagnvart þjóð- félagsatburðum og styijöldum." „Flokkurinn styður alþjóða- hreyfingar kommúnista og þjóð- frelsishreyfingar og heldur uppi viðstöðulausri hugsjónabaráttu gegn stéttarandstæðingum sínum," segir Afanasyev enn- fremur og hefur það eftir Lenin, stofhanda Sovétríkjanna, að kommúnisminn eigi örugglega eftir að leggja heiminn undir sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.