Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 1
80 SIÐUR OG LESBOK STOFNAÐ 1913 276. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 Prentsmiðja Morgimblaðsins Miklar óeirðir í París í gær: Franska sljómin kem- ur til móts við stúdenta Stúdentar í átökum við lögreglu Til harðra átaka kom í París í gær, er stúdentum og lög- reglu lenti saman. Beittu lögreglumennirnir óspart kylfum og þóttu þessir at- burðir minna mjög á stúd- entaóeirðirnar í Frakklandi 1968. Paris, Reuter. FRANSKA stjórnin ákvað í gær- kvöldi að fresta umræðu um þrjú mjög umdeild atriði í frumvarpi þvi, sem hún hefur lagt fram um umbætur í háskólamálum. í sjón- varpsávarpi, sem Rene Monory menntamálaráðherra flutti óvænt í gærkvöldi, sagði hann, að felld yrðu úr frumvarpinu að svo komnu þau atriði, sem snerta námsgjöld, þýðingu prófa og námsmannaráðgjöf. Samkvæmt upphaflega frum- varpinu áttu franskir háskólar að fá að ákveða námsgjöld sín sjálfir og setja sínar eigin prófreglur. Monory vísaði hins vegar á bug þeim kröfum námsmanna, að frum- varpið yrði algerlega fellt niður og sagði, að stjómin myndi að öðru leyti fylgja því fast eftir og fá það samþykkt á þjóðþinginu svo fljótt sem tök væm á. í París fóm mörg hundmð þús- und stúdenta í fjöldagöngu í gær til að mótmæla áformum stjómar- innar í háskólamálum. Lauk göngunni með hörðum átökum milli stúdenta og lögreglu og minntu þau mjög á stúdentaóeirðimar vorið 1968. Alain Peyrefitte, sem þá var menntamálaráðherra í stjóm de Gaulles, sagði í gær í Strasbourg, að stjómin ætti að fallast á kröfur stúdenta og fella niður þau þijú meginatriði háskólafrumvarpsins, sem þeir hefðu einkum sett fyrir sig. AP/Símamynd Mjög ófriÖlegt hefur verið á Indlandi alla þessa viku vegna stöÖ- ugra átaka milli síka og hindúa. Hér sést hópur lögreglumanna beita bareflum gegn síkum í Nýju Delhí í gær. Mannvígum linnir ekki á Indlandi: Herinn í viðbragðs- stöðu í Nýju Delhí Nýju Delhí, Reuter. INDVERSKA hernum var skipað i viðbragðsstöðu í gær i Nýju Delhi og héruðunum .umhverfis, eftir að sjö manns höfðu verið drepnir i átökum fyrir utan stærsta hof sika i borginni. Atburður þessi varð með þeim hætti, að ungur maður úr hópi síka ók vörubíl með ofsahraða á hóp lögreglumanna, sem stóðu vörð fyr- ir utan hofíð, með þeim afleiðingum, að þrír lögreglumenn biðu bana. Mikil heift greip þá um sig á meðal félaga þeirra og þrifu þeir þá út, sem með bílnum voru og börðu þá til dauða með kylfum sínum. Atburður þessi vakti mikinn óhug um allt Indland í gær og varð hann til þess að auka enn á þá spennu, sem farið hefur þar vaxandi dag frá degi síðan um síðustu helgi, er öfgasinnaðir síkar myrtu 24 hindúa í Punjab. Noregur: Mikil óvissa um nýja fj árlagafrumvarpið Osló, Reuter. MINNIHLUTASTJÓRN norska verkamannaflokksins lagði í gær fram nýtt fjárlagafrumvarp fyrir árið 1987. Sagði Gunnar Berge fjarmálaráðherra, að mikið væri undir því komið nú að fá frumvarpið samþykkt til þess að auka traust manna á norsku krónunni, en hún hefur átt í vök að verjast. Að undanförnu hafa átt sér stað miklar viðræður milli stjómarinn- ar og sumra stjómarandstöðu- flokkanna um fjárlagafrumvarpið. Samt er með öllu óvíst, hvort stjóminni tekst að afla því nægi- legs þingfylgis, er það kemur til atkvæðagreiðslu á Stórþinginu 16. desember nk. Verkamanna- flokkurinn ræður ásamt vinstri sósíalistum yfir 77 þingsætum þar, en borgaraflokkamir eru þó í meirihluta með 80 þingsæti. Nýja frumvarpið er ekki veru- lega frábmgðið því, sem lagt var fram fyrr á þessu ári. Berge sagði, að stjómin hefði þó fallizt á málamiðlun um að draga úr tekjum ríkisins um 550 millj. n. kr. Johan Jakobsen, leiðtogi Mið- flokksins, sagði í gær, að hið endurskoðaða fjárlagafrumvarp stjómarinnar væri fremur til þess fallið að auka óvissu í stað þess að draga úr henni. Gaf hann í skyn, að svo gæti vel farið, að frumvarpið yrði aftur fellt. Náist ekki samkomulag um íjárlagafrumvarpið, má búast við mikiili óvissu í efnahagsmálum og stjómmálum í Noregi. Sumir spá stjómarkreppu og orðrómur er á kreiki um, að ekki verði hjá því komizt að fella gengi norsku krón- unnar aftur. Afanasyev, aðalritstjóri Pravda: „Marxistar eru ekki friðarsinnar“ Moskvu, Reuter. „MARXISTAR eru ekki friðarsinnar. Þeir álíta, að varnarstríð og frelsisstríð séu eðlileg og réttlát." Þannig kemst Viktor Afan- asyev, aðalritstjóri Pravda, málgagns sovézka kommúnistaflokks- ins, að orði i grein um hugmyndafræði i blaði sinu í gær. Afanasyev heldur því fram, að á kjarnorkuöld sé þörf á „nýjum hugsunarhætti í stjómmálum", þar sem styijöldum og valdbeit- ingu sé hafnað sem tæki til að ná pólitískum markmiðum, en bætir síðan við: „Sovézki komm- únistaflokkurinn setur mannúðar- sjónarmið og mannslíf ofar öðru en víkur þó ekki frá flokks- og stéttarviðhorfinu gagnvart þjóð- félagsatburðum og styijöldum." „Flokkurinn styður alþjóða- hreyfingar kommúnista og þjóð- frelsishreyfingar og heldur uppi viðstöðulausri hugsjónabaráttu gegn stéttarandstæðingum sínum," segir Afanasyev enn- fremur og hefur það eftir Lenin, stofhanda Sovétríkjanna, að kommúnisminn eigi örugglega eftir að leggja heiminn undir sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.