Morgunblaðið - 06.12.1986, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 06.12.1986, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 Fimmtudags- leikritið Fimmtudagsleikritið sagði frá list- málara reyndar konu sem fengin er af oddvitum Feneyjalýðveldisins til að mála mynd af : Orrustunni við Lepanto. Listmálarinn lætur ekki nægja að mála myndina samkvæmt forskrift flotamálaráðuneytisins held- ur leggur ofuráherslu á að sýna þjáningar stríðsmannanna sundur- skotin líkin.blóðfossinn. Auðvitað sárgremst karlrembusvinunum er stýra Feneyjalýðveldinu þessi túlkun orrustunnar og er listmálarinn leiddur yfir Andvarpabrúna er liggur yfir Rio Di Palazzo sýkið frá skrifstofu sak- sóknara Feneyjaborgar í höllu Dógans til dýflissunnar þar sem rottumar ráða n'kjum. En Dóginn(æðsti yfirmaður Feneyjajer listvinur og því leiðir hann listmálarann aftur yfir Andvarpa- brúna til veislu . Stríðsmyndin alræmda er meira að segja hengd upp í Markúsarkirkjunni og lýðurinn dáist að lostafengnum lýsingum hins sturl- aða málara er auðvitað er hér aðeins að lýsa sínu sauruga lífemi. Þannig snúa valdsmennimir listinni sér í hag eins og venjulega. Ég rek ekki frekar gang verksins enda stefnan sú að eyða sem fæstum dálksentimetmm í að rekja efnisþráð.þess í stað vil ég nú freista þess að meta listrænt gildi :Orrustunnar við Lepanto eftir How- ard Barker. Texti Barkers er margslunginn og laðar Qölmargar skýrt mótaðar per- sónur fram á magnþrungið sögusviðið: í fyrsta lagi er hér lýst á áhrifamikinn hátt blóðvellinum við Lepanto. Höf- undur leiðir fram ýmiss fómarlömb orrustunnar svo sem einn auman sol- dát er lifir á því að sýna á sér innyflin og svo stendur stálör í gegnum höfuð- kúpu kauða. Þá situr fyrir aðmíráll stútfullur af sjálfsþótta og mannfyrir- litningu-sannkaljaður persónugerv- ingur valdsins. I öðm lagi kynnumst við sérstæðum heimi listmálarans þar sem tilfinningaofsinn molar Jeríkó- múra hins borgaralega velsæmis. í þriðja lagi er svo heimur fangelsins hljóður og óngvekjandi þar sem listin sigrast á dauðakyirðinni. í fjórða lagi kynnumst við heimi Dógans þar sem valdið hefir afskræmt hjartalagið. Það er ekki létt verk að nálgast heim Barkers. Hinar brosmildu út- varpsstjömur desembermánaðar er skreyta jólamarkaðinn fá ekki snert slíkt verk nema glassúrinn flói yfir bakka. Leikstjóm Jóns Viðars Jóns- sonar er af öðmm toga. Rætur hennar em storknar hjartablóði einsog mynd- in af Ormstunni við Lepanto eða stýrðu máski leikaramir verkinu? Ég hygg að hér hafi allir lagst á árar; leikstjórinn Jón Viðar.þýðandinn Sverrir Hólmarsson og ekki síst leikar- amir en þar fóm fremst í flokki þau Margrét Akadóttir í hlutverki listmál- arans og Erlingur Glslason í hlutverki Dógans þá má ekki gleyma Sigurði Skúlasyni í hlutverki lítilssiglds elsk- huga fyrrgreinds hetjulistmálara. Hinn mikilfenglegi gondóll er þetta hugumstóra fólk fleytti um óræð sýki Fengeyjaborgar var sannkölluð lista- smíð. Vil ég nota hér tækifærið og benda útvarpshlustendum og sjón- varpsglápumm á endurflutning þessa verks næstkomandi þriðjudagskveld klukkan 22.20. Ég hef ekki alveg yfirgefið hinn blakka gondól er leiddi mig um furðu- heima Feneyjaborgar. Málverkið stórfenglega af Ormstunni við Lep- anto kveikti hugsýn: Ég sá fyrir mér óendanlegar breiður smágervra list- muna á skreyttum jólaborðum. Hvar er listin? Er hana aðeins að finna í skrautbandi auglýsingaiðnaðarins og silkimjúku tungutaki þáttastjóranna er beina Geislanum að stórstimum augnabliksins? Hvenær sjáum við til dæmis málverk er sprettur af hjarta- blóði listamannsins? Myndir er jafnast á við Næturverði Rembrandts.Uppgjöf Breda eftir Velazquez, Sixttnsku Kap- ellu Michaelangelo.Helvítismyndir Hieronymusar Bosch.Kristsmynd Gmnewald.grafíkverk Durers eða undraverk Botticeili? Skiptir máski hjartablóð pensilfaranna ekki lengur máli heldur aðeins að listframleiðend- ur njóti velvildar hinna nýju Dóga? Ólafur M. Jóhannessona ÚTVARP/SJÓNVARP iSSl Ríkisútvarpið: Tónspegill ■■■^H Þátturinn „Tón- "I FT 00 spegill" verður á A O ““ dagskrá ríkisút- varpsins í dag kl. 15.00 að vanda. í þessum þætti gefst hlustendum kostur á að heyra hljómsveitina Súld leika nokkur lög í beinni útsendingu. Hljóm- sveitarmeðlimir leika aðeins fmmsamda djass- tónlist. Hljómsveitina Súld skipa: Szymon Kuran fiðlu- leikari, Tryggvi Hubner gítarleikari, Stefán In- gólfsson bassaleikari og Steingrímur Guðmundsson trommuleikari Rás2: Gunnlaugur SÍRfússon á Kvöldvaktinni Gunnlaugur 9n00 Sigfússon verð- ur á Kvöldvakt- inni á rás 2 frá kl. 20.00 til 23.00 í kvöld. í þættin- um verður leikin tónlist af ýmsu tagi og em kynning- ar í lágmarki enda hér komið til móts við óskir þeirra sem fysir að hlusta á notalega tónlist í útvarpi á kvöldin án talmálsinn- skota. segir í frétt frá rás 2. Þar sem enginn þunga- rokksþáttur er nú lengur á rás 2 er fyrsti hálftími Kvöldvaktar jafnan helgað- ur þeirri tegund tónlistar en frá kl. 20.30 er vappað vítt og breitt um dægur- heima og víða komið við. Þegar Kvöldvaktinni lýkur kl. 23.00 tekur Ás- geir Tómasson við og verður á Næturvakt rásar 2 til kl. 3.00. UTVARP LAUGARDAGUR 6. desember 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustendur". Pétur Péturs- son sér um þáttinn. Fréttir eru sagðar kl. 8.00, þá lesin dagskrá og veöurfregnir sagðar kl. 8.15. Að þeim loknum er lesið úr forustu- greinum dagblaðanna. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30I morgunmund. Þáttur fyrir börn í tali og tónum. Umsjón: Heiðdís Norðfjörð. (Frá Akureyri.) 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir 10.25 Morguntónleikar a. Adagio og allegro op. 70 eftir Robert Sohumann. David Geringas og Tatjana Schatz leika á selló og píanó. b. Sónata nr. 6 í E-dúr eftir Eugéne Ysaye. Gidon Krem- er leikur á fiölu. c. Fantasia f f-moll eftir Franz Schubert. Sara Fuxon og Bart Berman leika fjór- hent á píanó. 11.00 Vísindaþátturinn. Umsjón: Stefán Jökulsson. 11.40 Næst á dagskrá. Stiklaö á stóru í dagskrá útvarps um helgina og næstu viku. Umsjón: Trausti Þór Sverrisson. 12.00 Dagskrá og tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir, tilkynning- ar og tónleikar að þeim loknum. 14.00 Sinna. Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 15.00 Tónspegill. Þáttur um tónlist og tónmenntir á liðandi stund. Umsjón: Magnús Einarsson og Ólaf- ur Þórðarson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Barnaleikrit: „Júlíus sterki" eftir Stefán Jónsson. Tíundi þáttur: Jólaskemmt- unin. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Leikendur: Borgar Garðarsson, Róbert Arn- finnsson, Herdís Þon/alds- dóttir, Þorsteinn Ö. Stephensen, Inga Þórðar- dóttir, Jón Gunnarsson, Margrét Guðmundsdóttir og Jón Júlíusson. Sögumað- SJÓNVARP LAUGARDAGUR 6. desember 14.25 Þýska knattspyrnan — Bein útsending. Stuttgart — Leverkusen. 16.20 Hildur Dönskunámskeið i tíu þátt- um. 16.45 (þróttir Umsjónarmaöur Bjarni Fel- ixson. 18.30 Ævintýri frá ýmsum löndum 21. Draumur farandsalans. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Sögumaöur Helga Jónsdóttir. 18.55 Auglýsingarogdagskrá 19.00 Smellir 19.25 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Gamla skranbúðin (The Old Curiosity Shop). Nýr flokkur — Fyrsti þáttur. Framhaldsmyndaflokkur i tíu þáttum frá breska sjón- varpinu BBC, gerður eftir samnefndri sögu Charles Dickens. Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar 20.40 (sland á allra vörum Svipmyndir frá leiötogafundi stórveldanna og öllu um- stanginu sem hann olli í Reykjavik. Einkum er sjón- um beint að starfi frétta- manna, innlendra sem erlendra, og hvernig þeir gerðu fundinum og Tslandi skil í fjölmiölum. Myndefni úr safni fréttastofu Sjón- varpsins. Texti: Guðni Bragason. Myndgerð: Þum- all — kvikmyndagerö. 21.25 Klerkur í klípu (All in Good Faith). Fimmti þáttur. Þýðandi Stefán Jök- ulsson. 21.50 Áfram læknir — Endursýning. (Carry On Doctor). Bresk gamanmynd frá 1967. Leikstjóri Gerald Thomas. Leikendur: Frankie Howard, Kenneth Williams, Barbara Windsor, Charles Hawtrey og fleiri. Áfram-flokkurinn er kominn á sjúkrahús, ýmist sem læknar, sjúklingar eða hjúkrunarfræðingar, og verður því spítalalífiö galsa- fengið í meira lagi. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 23.20 Maöur að mínu skapi (Un Homme Qui Me Plait). Frönsk biómynd frá 1970. Leikstjóri Claude Lelouch. Aðalhlutverk: Jean-Paul Belmondo og Annie Girad- ot. Ástarsaga í léttum dúr um franska kvikmynda- stjörnu og landa hennar sem er tónlistarmaöur. Þau kynnast í Hollywood og fara saman í skemmtiferö þótt báðum sé Ijóst að ævintýriö verði skammvinnt. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. 1.20 Dagskrárlok. STÖD TVO LAUGARDAGUR 6. desember 16.00 Hitchcock Svarta tjaldið (The Black Curtain). Banda- rískur glæpaþáttur. 16.45 Meistarakokkurinn Meistarakokkurinn Ari Garð- arsson kennir þjóðinni matreiðslu. Ari er eini ís- lendingurinn sem starfaö hefur á 5 stjörnu hóteli í Bandaríkjunum (þau eru aðeins 7 talsins þar vestra). Til gamans má geta þess að þegar hann fór frá hótel- inu missti það eina stjörnu. 17.15 Allt er þá þrennt er (Three is Company). Banda- riskur gamanþáttur. 17.40 Undrabörnin (Whiz Kids). Bandarískur unglingaþáttur. 18.30 Allt í grænum sjó (Love Boat). Bandariskur skemmtiþáttur. 19.30 Fréttir 19.55 Undirheimar Miami (Miami Vice). Bandarískur framhaldsþáttur. 20.40 Martröðin (Picking Up The Pieces). Bandarísk kvikmynd frá CBS. Mynd þessi fjallar á átakan- legan hátt um upplausn hjónabands og uppbygg- ingu fjölskyldu á nýjan leik. Aðalhlutverk eru leikin af Margot Kidder, James Far- entino. 22.10 Auga nálarinnar (Eye Of The Needle). Bresk kvikmynd frá 1981 með Donald Sutherland og Kate Nelligan í aöalhlutverkum. Myndin fjallar um njósnir Þjóðverja í Bretlandi á stríðsárunum. 00.00 Tilgangur lifsins (Meaning of Life). Bresk kvikmynd frá 1983, gerð af hinum margfræga Monty Python-hópi. Brugð- iö er upp atriðum af öllum hugsanlegum mannlegum raunum sem snerta okkur öll. Gamanmynd i sérflokki. Leikstjóri er Terry Jones. Myndin er þó ekki við hæfi barna. 1.60 Myndrokk 5.00 Dagskrárlok. ur: Gisli Halldórsson. (Áður útvarpað 1968). 17.00 Að hlusta á tónlist. Tíundi þáttur: Hvað er menúett? Umsjón: Atli Heimir Sveinsson. 18.00 islenskt mál. Guðrún Kvaran flytur þáttinn. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir 19.30 Tilkynningar. „(slands þúsund ár". Andrés Björns- son les ritgerð eftir Kristján Eldjárn. 20.00 Harmonikuþáttur. Umsjón: Högni Jónssori. 20.30 Bókaþing. Gunnar Stef- ánsson stjórnar kynningar- þætti um nýjar bækur. 21.00 (slensk einsöngslög. Jón Sigurbjörnsson syngur lög eftir Sveinbjörn Svein- björnsson, Þórarin Jónsson og Markús Kristjánsson. Ólafur Vignir Albertsson leikur með á píanó. 21.20 Guðaö á glugga. Umsjón: Pálmi Matthías- son. (Frá Akureyri). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir 22.20 Mannamót. Leikið á grammófón og litið inn á samkomur. Kynnir: Leifur Hauksson. 24.00 Fréttir 00.05 Miðnæturtónleikar. Um- sjón: Jón Örn Marinósson. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 03.00. LAUGARDAGUR 6. desember 9.00 Óskalög sjúklinga Helga Þ. Stephensen kynnir. 10.00 Morgunþáttur í umsjá Ástu R. Jóhannes- dóttur. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. í-xíHtwljí} LAUGARDAGUR 6. desember 08.00—12.00 Valdís Gunnars- dóttir. Valdís leikur tónlist úr ýmsum áttum, lítur á það sem framundan er hér og þar um helgina og tekur á móti gestum. Fréttir kl. 08.00, 09.00 og . 10.00. 12.00—15.00 Jón Axel á Ijúf- um laugardegi. Jón Axel i góðu stuði enda með öll uppáhaldslögin ykkar. Aldr- ei dauður punktur. Fréttirkl. 14.00. 15.00—17.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Helgi Rúnar Óskarsson leikur 40 vinsæl- ustu lög vikunnar. Fréttir kl. 16.00. 17.00-18.30 Vilborg Hall- dórsdóttir á laugardegi. 13.00 Listapopp í umsjá Gunnars Salvars- sonar. 15.00 Við rásmarkið Þáttur um tónlist, íþróttir og sitthvað fleira. Umsjón: Sig urður Sverrisson ásamt íþróttafréttamönnunum Ing- ólfi Hannessyni og Samúel Erni Erlingssyni. 17.00 Tveir gítarar, bassi og tromma Svavar Gests rekur sögu íslenskra popphljómsveita í tali og tónum. 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Hlé. 20.00 Kvöldvaktin Gunnlaugur Sigfússon. 23.00 Á næturvakt með Ásgeiri Tómassyni. 03.00 Dagskrárlok. Vilborg leikur notalega helg- artónlist og les kveðjur frá hlustendum. Siminn hjá Vil- borgu er 611111. Fréttir kl. 18.00. 18.30—19.00 í fréttum var þetta ekki helst. Edda Björg- vins og Randver Þorláks bregða á leik. (Þessi dag- skrá er endurtekin á sunnudegi.) 19.00-21.00 Rósa Guð bjartsdóttir litur á atburði síðustu daga, leikur tónlist og spjallar vlð gesti. 21.00-23.00 Anna Þorláks- dóttir i laugardagsskapi Anna trekkir upp fyrir kvöld ið með tónlist sem engan ætti að svikja. 23.00—04.00 Þorsteinn Ás- geirsson og Gunnar Gunnarsson. Nátthrafnar Bylgjunnar halda uppi stanslausu fjöri. 04.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Haraldur Glsla son leikur tónlist fyrir þá sem fara seint i háttinn og hina sem fara snemma á fætur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.