Morgunblaðið - 06.12.1986, Side 15
í
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986
15r
Mozart — betri en oft áður.
Sinfóníur Gustavs Mahler eru
flestar stórar í sniðum, skrifaðar
fyrir stóra hljómsveit og ósjaldan
einnig fyrir kóra og einsöngvara.
Vegna fámennis hljómsveitarinn-
ar hefur því verið erfíðleikum
bundið að flytja Mahler. En þama
hefur 4. sinfónían nokkra sér-
stöðu. Hljómsveitin er minni um
sig en í flestum öðrum sinfóníum
Mahlers. Yfír verkinu hvílir léttur
áhyggjulaus blær, sem nær há-
marki í lokaþættinum, er byggir
á einföldu sönglagi, og er um
margt ólíkur þeim viðamiklu loka-
þáttum sem fylgja öðrum sinfóní-
um hans. Og víst skilaði Gabriel
Chmura hér góðu verki. Mér gast
mjög vel að túlkun hans, sem ein-
kenndist af fágun og virðingu
fyrir höfundi. Honum tókst að
móta þetta fallega verk á sann-
færandi hátt. Það á ekki hvað
síst við um þriðja þáttinn, en í
honum felst mikil fegurð og tign,
þar sem hann líður áfram í upp-
hafínni ró. En vegna þess hve
langur hann er verður að felast í
flutningnum spenna til að halda
athygli áheyrandans og það tókst.
í hinum ljúfa lokaþætti fór Sólrún
Bragadóttir með einsöngshlut-
verkið og gerði því góð skil. Hún
söng mjög músíkalskt og vel, og
túlkaði dásemdir himnan'kis af
hlýju og innileik. Rödd hennar er
falleg og vel skóluð, en barst hins
vegar ekki nógu vel fram í salinn,
enda Háskólabíó þekkt fyrir ann-
að en góðan hljómburð. Það er
ljóst að mikils má vænta af Sól-
rúnu Bragadóttur. Tónleikamir
voru vel sóttir og hljómsveit,
stjómanda og einsöngvara vel
tekið.
Sínfóníutónleikar
Mozart og Mahler voru við-
fangsefni Sinfóníuhljómsveitar
íslands á sjöttu áskriftartónleik-
unum í Háskólabíói sl. fímmtu-
dagskvöld. Það var pólski
stjómandinn Gabriel Chmura sem
leiddi hljómsveitina þetta kvöld,
en einsöngvari var nýjasta söng-
stjaman okkar, Sólrún Bragadótt-
ir sópran, sem nýlega var ráðin
til tveggja ára við óperuna í Kais-
erslautem og kvaddi sér eftir-
minnilega hljóðs með glæsilegri
frammistöðu á nýrri hljómplötu
nú í haust. Wolfgang Amadeus
Mozart verður sífellt undrunarefni
þeirra, sem kynna sér verk hans
og ævi. Vitandi í hverslags basli
hann átti, er hann samdi síðustu
sinfóníur sínar, er næstum óskilj-
anlegt hvílík glaðværð og léttleiki
einkennir Es-dúr sinfónfuna nr.
39, sem hér var flutt. Það er engu
líkara en Mozart hafí lifað í tveim-
ur heimum. Ömurlegum vemleik-
anum annars vegar, en f Sólrúnu Bragadóttur fagnað af áheyrendum. Við hlið hennar er Gabriel Chmura, hljómsveitarstjóri.
Tönlist
Egill Friðleifsson
Háskólabió 4.12. ’86.
Stjómandi: Gabriel Chmura.
Einsöngvari: Sólrún Bragadóttír.
Efnisskrá: W.A. Mozart, Sin-
fónia nr. 39 í Es-dúr K.543, G.
Mahler, Sinfónia nr. 4 í G-dúr.
upphæðum listarinnar hins vegar,
þar sem snilli hans og sköpunar-
gáfa óx því meir sem aðstæður
hans versnuðu og heilsu hrakaði.
Hingað til hefur það ekki verið
sterkasta hlið hljómsveitarinnar
okkar að fást við Mozart, en í
þetta sinn tókst betur til en oft
áður. Gabriel Chmura náði góðum
tökum á hljómsveitinni. Hann
lagði áherslu á hina nettari og
ffnlegri hlið. Mótaði hveija hend-
ingu skýrt og greinilega og hélt
utan um allt af fagmannlegri ná-
kvæmni, og útkoman varð ágætur
vel eða vera hlutlaus ella.
En ekki vekja árásargimi sem
hvetur til neikvæðrar framkomu
alveg án orsaka. Ekki er Ara og
félögum hans gefíð tækifæri til
að útskýra fyrir Emil og sjálfúm
þeim hver er undirrót þess verkn-
aðar, sem gerir þá að skítseiðum.
Heldur er slegið á strengi með-
aumkunar vegna þess að Emil er
foreldralaus — og skrýtinn og „á
bágt“.
Forstöðumaður búðanna er eftir
lýsingunni að dæma allsendis ófær
um að gegna þeirri stöðu. Helstu
rökin fyrir því er að fínna í máli
Emils og framkomu hans við Ara
og Tinnu er þau hafa eytt nótt
saman á eyðibýli í námunda við
sumarbúðimar.
í ævintýraþrá og ævintýraleit,
sem þau gera sér ljóst að geti
valdið brottrekstri.
Stjómlaus reiði og særandi orð
marka framkomu forstöðumanns
og vekja uppsteit hjá krökkunum
sem svara honum fullum hálsi á
móti. Höfundur bjargar þeim
ósköpum með því að andlátsfregn
fósturfoður Ara berst í sama mund
til sumarbúðanna.
„Afí gamli" í sumarbúðunum
vekur mikinn hlátur hjá Ara þegar
hann hoppar þúfu af þúfu á eftir
ijúpu og hermir eftir henni. Og
mikla meðaumkvun þegar hann
lokar sig inni grátandi, af því að
hann fær ekki að vera með í knatt-
spymukeppni.
Eðvarð Ingólfsson varð met-
söluhöfundur á síðasta ári. Hann
er dáður af lesendum unglinga-
bóka og það er ekki út í loftið.
Hér finnst mér hann hafa skotið
yfir mark gagnvart mannlegum
tilfínningum.
Það er líka spuming hvort höf-
undar unglingabóka eigi að hafa
ástarfjöllyndi krakkanna sem að-
alinntak sagna sinna, nema
opinská rök séu fyrir því til hvers
það geti leitt.
— En Eðvarð nær til unglinga,
þau skilja hann vel, því hljóta að
verða gerðar miklar kröfur til hans
og framtíðarvonir bundnar við rit-
störf hans.
Málfar sögunnar er lipurt og
lifandi. Góður ytri frágangur er á
bókinni.
köflum mjög vel útfærður.
Seinna verk tónleikanna var tríó
í C-dúr, opus 87, eftir Brahms.
Þetta er feikna fallegt skáldverk.
Þrátt fyrir að Brahms sé
klassískur í formskipan og jafn-
vel úrvinnslutækni, er ritháttur
verksins mjög sannfærandi og
sérstaklega fallegur í öðrum
þætti, sem er í tiibrigðaformi.
Segja má að þama hafí tekist
vel til með samskipan hljóðfæra-
leikara því þó enn megi merkja
einum of sterkt persónuleg sér-
kenni hvers og eins em þama
að verki svo færir listamenn, að
með frekari samvinnu ættu þeir
að hafa allt með sér í að koma
upp meistaratríói.
Það er sannarlega eitthvað
sem allir tónlistarunnendur
kynnu að meta, því svo vill til,
að mörg meistaraverk höfuð-
sniliinganna eru rituð fyrir
strengi og píanó.
Stórefnilegur
píanóleikari
Kammertónleikar
feiltök og það í raun svo lítil að
ekki tekur að telja þau með og
mun það næsta fátítt að einleik-
ari skili svo fáguðum leik á fyrstu
tónleikum sínum. Ekki er nóg með
að Guðmundur hafí leikið vel hvað
snertir réttar nótur, heldur bar
leikur hans merki sterkrar tilfínn-
ingar fyrir tónblæ og sérlega
fallegri hendingaskipan. Það eina
sem vantaði var háskinn og vog-
unin er þó skilaði sér aftur á
móti nokkuð í síðustu verkunum.
Það sem stendur eftir eru vönduð
vinnubrögð í tæknilegri útfærslu,
músikölsk mótun hendinga og
feikna falleg tónmótun, svo að
nú er að bíða þess að Guðmundur
Magnússon láti af óþarfa hóg-
værð, því það var eina sem þessi
efnilegi listamaður skýldi sér á
bak við.
Tónlist
Jón Asgeirsson
Efnisskrá:
Schubert Tríó í Es-dúr, op. 100
Brahms Trfó í C-dúr, op. 87
Flytjendur:
Halldór Haraldsson,
Guðný Guðmundsdóttir,
Gunnar Kvaran.
Aðrir tónleikar Kammer-
músíkklúbbsins á þessu starfsári
voru haldnir í Bústaðakirkju sl.
mánudag. Flutt voru tvö tríó,
ópus 100 eftir Schubert og ópus
87 eftir Brahms. Tríóið eftir
Schubert er frá árinu 1827.
Ritháttur verksins hefur mjög
verið til umræðu af sérfræðing-
um, sérstaklega seinni þættimir.
Fyrsti þátturinn er mjög skýr í
formi og þrátt fyrir að Schubert
leiki léttlega með fallegar
sönglínur hemur hann þær innan
hins tematiska ramma. Þessi
kafli var á margan hátt mjög vel
leikinn. Annar þáttur er sagður
vera tónhugmynd úr sænsku
þjóðlagi er Schubert heyrði sung-
ið á tónleikum. Hvað sem þessu
líður, ber þessi kafli sterk ein-
kenni alþýðulagsins. Það sama
má segja um síðasta þáttinn, sem
er mjög í anda Lánder-dansa.
Þriðji þátturinn er unninn í kan-
ón-formi en sagt er að Schubert
hafí rétt áður en hann lést verið
farið að huga sér til náms í
kontrapunkti. í heild var tríóið
mjög fallega flutt, sérstaklega
Scherzo-þátturinn (sá þriðji). Það
er fjarri því að strengjaraddimar
séu léttar en hlutur píanósins er
samt langtum meiri en strengj-
anna og var leikur Halldórs á
Tónlist
Jón Asgeirsson
Guðmundur Magnússon „deb-
úteraði" sl. þriðjudag en hann
hefur undanfarin ár stundað nám
í Köln og starfar nú sem kennari
við Tónlistarskóla Garðabæjar. Á
efnisskránni voru a-moll sónatan
opus 143, eftir Schubert, b-moll
sónatan, sú með sorgarmarsinum,
eftir Chopin, tvö smálög eftir
Messiaen, fjórir þættir úr opus
56, eftir Skijabin og síðast á efnis-
skránni var svo seinni útgáfa
Liszts af Feneyjum og Napoli, sem
eru þrír þættir, Gondoliere, Canz-
one og Tarantella. Margt er mjög
erfitt í þessum verkum og var
leikur Guðmundar vel unninn. Það
var elcki fyrr en síðast á efnis-
Halldór Haraldsson, Guðný Guðmundsdóttír og Gunnar Kvaran. skránni, sem heyra mátti smá