Morgunblaðið - 06.12.1986, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986
"Í9
Kveikt á
ljósum
Hamborgar-
jólatrésins
KVEIKT verður á Hamborgar-
jólatrénu, sem Reykjavíkurhöfn
hefur nú eins og mörg undanfar-
in ár fengið sent frá Hamborg,
í dag, laugardag, kl. 16.00.
Tréð er gjöf frá klúbbnum
Wikingerrunde, sem er félagsskap-
ur fyrrverandi sjómanna, blaða- og
verslunarmanna í Hamborg og ná-
grenni.
Dr. Christine Reinke-Kunze
blaðamaður frá Hamborg er hingað
komin ásamt manni sínum til þess
að afhenda tréð, sem að venju verð-
ur reist á hafnarbakkanum við
Hafnarbúðir. Afhendingin fer fram
kl. 16.00 að viðstöddum borgar-
stjóranum í Reykjavík, sendiherra
Þýska sambandslýðveldisins á ís-
landi og öðrum gestum.
Hafnarstjóri mun veita trénu
móttöku.
Lúðrablásarar munu leika við
Hafnarbúðir frá kl. 15.45.
Félag þingeyskra
kvenna:
Jólafundur
á sunnudag
FÉLAG þingeyskra kvenna
heldur jólafund sinn á Hótel
Esju næstkomandi sunnudag.
í fréttatilkynningu frá félaginu
eru félagskonur hvattar til að
fjölmenna og taka með sér
gesti. Fundurinn hefst kl. 15.00.
Líf og fjör
í miðbæn-
umtiljóla
SAMTÖKIN Gamli miðbærinn
hafa ákveðið að efna til skemmt-
ana, vörukynninga og ýmissa
uppákoma á f östudögum og laug-
ardögum í jólamánuðinum, eins
og gert hefur verið áður. Búið
er að leggja grunninn að unglinga-
tónleikum, bókmenntakynning-
um, leiksýningum, kórsöngvum,
dansleik, flugeldasýningu og
ýmsu fleiru auk þess sem fyrir-
tæki munu kynna vöru sina og
þjónustu með fjölbreyttum hætti.
Ymislegt góðgæti verður á boð-
stólum, ásamt þvi sem margir
vinir barnanna munu koma í
heimsóknir og rabba við þau.
Fyrsta uppákoman var um
síðustu helgi er Skólahljómsveit
Kópavogs lék á þremur stöðum í
miðbænum, þ.e. á Hlemmi, við
Laugaveg 7 og á Lækjartorgi, en
næstu dagskrár verða öllu viða-
meiri.
Föstudaginn 5. desember voru
unglingatónleikar á Lækjartorg.
Laugardaginn 6. desember verða
dagskrár á a.m.k. fjórum stöðum í
miðbænum, þ.e. við Hlemm, að
Laugavegi 18, Gauk á Stöng og á
Lækjartorgi.
Dagskráin í dag verður sem hér
segir:
Við Hlemm kl. 14.00: Karlakór-
inn Fóstbræður syngur nokkur
jólalög.
Við Laugaveg 18 kl. 15.00: Jóla-
sveinamir koma í heimsókn og
rabba við bömin, syngja og sprella
og kl. 15.00-16.00 mun Leppalúði
fljúga yfir og dreifa sælgæti.
Gaukur á Stöng kl. 14.00-16.00:
Bókmenntakynning og söngur. Þar
munu rithöfundamir Thor Vil-
hjálmsson, Arni og Lena Bergmann,
Einar Már Guðmundsson, Sigurður
A. Magnússon, Kjartan Ámason,
Sjón og Sverrir Stormsker lesa úr
verkum sínum. Höfundar munu
einnig selja áritaðar bækur.
Lækjartorg kl. 15.00: Karlakór-
inn Fóstbrasður syngur jóiaiög;
og er kominn í jólaskapið eins og
allir sjá sem leggja leið sína þangað
í dag. í fjölmörgum verslunum
Glæsibæjar er mikið úrval af góm-
sætum jólamat og góðum jólagjöf-
um. í dag verður líka margt til
skemmtunar fyrir börnin.
Pað ríkir sannkölluð jolastemning í Glæsibæ í dag
Við höfum opið til 4. Allir velkomnir.
BÆR í BORGINNI