Morgunblaðið - 06.12.1986, Side 33

Morgunblaðið - 06.12.1986, Side 33
33 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 *— --------------------------—------------------------------------------------ Sverrir Einarsson En nú er svo komið að tannlæknar þurfa sjálf- ir á tannvernd að halda. Vernd gegn tönnum þeirra bakbíta sem ástunda iðju sína í Ork- inni við Austurvöll. að bera þessa tölu saman við þær stéttir sem erfíðast áttu í þessari launaþróun eins og það sé sök tann- lækna. Á þessu tímabili varð launaþróun tannlækna lægri en hjá BHM-mönnum og svipuð og hjá alþingismönnum en það þykir Jó- hönnu ekki ástæða til að nefna. Sem dæmi um skilningsleysi hennar á þessum málaflokk þá hef- ir Jóhanna lagt fram frumvarp á Alþingi, sem hún taldi vera tann- vemdarfrumvarp en þegar að var gáð kom í Ijós að ekki ein einasta króna hefði farið til þess þarfa verks þó frumvarpið hefði verið sam- þykkt. Þá grípur Jóhanna fegins hendi afskræmda prósentutölu sem hún hefír ekkert leyfí til að trúa og notar hana í þeim tilgangi að reikna tannlæknum hveijum og einum laun upp á 8 millj. kr. og sameigin- leg skattsvik upp á 1,5 milljarð og birtir þetta í þingskjali. Á sínu §öl- miðlafylleríi sem nú stendur yfír hefír Jóhanna hvað eftir annað sagt að laun tannlækna séu 63 þús. kr. á mánuði þótt hún viti vel að talan sé 50% hærri. Og nú hentar vel að hafa meðaltalstölu. Þetta em aðeins nokkur dæmi um starfshætti þingmannsins gagn- vart því vandamáli sem hún þykist vera að vinna að. Á Alþingi hefír hún leyft sér að túlka þær tölur sem enn er ekki aðstaða til að melta með því orðalagi og dylgjum að allir tannlæknar séu skattsvikarar jafnvel þótt augljóst sé að stórir hópar tannlækna hafa engan mögu- leika á að stunda slíka iðju. Ég mun ekki ræða tölur við Jóhönnu frekar. Slíkt mun bíða þar til ljölmiðlafyll- eríi frúarinnar lýkur og timburmenn taka við. Það er ekki tilgangurinn með þessari grein að hvítþvo íslenska tannlæknastétt gagnvart skattsvik- um. Skattsvik á Islandi er þjóðar- íþrótt. Engin stétt, þar með talin stétt heilagrar Jóhönnu, kemst und- an því að eiga innan sinna vébanda slíka íþróttamenn. Umræður um þetta mál hafa ávallt verið í gangi og orsakanna leitað. Meðal ástæðna sem nefndar hafa verið em ósann- gjöm skattalög sem verður að teljast handvömm þingmanna. Þingmenn einir hafa hinsvegar þá sérstöðu meðal stétta að geta haft það í sinni hægri hendi að gera öll þeirra skattamál lögleg. Það geta ekki allar stéttir ákveðið það á sínum aðalfundi að kostnaður við endurmenntun sé frádráttarbær eða að kostnaður við bíl skuli tekinn til greina. Aðrar stéttir geta heldur ekki ákveðið að áunnin lífeyrissjóðs- prósenta skuli vera 3,5% á ári né að leyfílegt skuli vera að fara bak- dyramegin í ríkissjóð ef greiðslur stéttarinnar hrökkva ekki til. Ég ætla ekki að mæla skattsvik- um bót en ég ætla að halda því fram að raunveruleg eða ímynduð skattsvik hjá einstaklingum úti í þjóðfélaginu sé hjóm eitt hjá þeim skattsvikum sem birtast í því hvem- ig farið er með þann skattpening sem alþingismönnum hefír verið trúað fyrir. Þetta mat endurómaði einnig í orðum bankastjórans sem lýsti því yfír að tjónið af Hafskipsmálinu væri lítið miðað við það tjón sem hlytist af stjómmálamönnum og bankar þyrftu að standa undir og endurómar einnig í ræðum alþingis- manna þegar þeir telja sig þurfa að koma höggi á pólitískan and- stæðing. Áhugaleysi annarra þingmanna Þráinn Karlsson Morgunblaðið/Gunnar Rafn Gerðuberg: Þráinn Karlsson flytur einþáttunga TVEIR einþáttungar eftir Böð- var Guðmundsson verða frum- sýndir í Gerðubergi, Breiðholti, laugardaginn 6. desember, undir samheitinu “Er það einleikið“. Þráinn Karlsson leikari flytur báða einþáttungana sem heita “Vamarræða mannkynslausnara" og “Gamli maðurinn og kven- mannsleysið." Þráinn á 30 ára leikafmæli um þessar mundir og ákvað að halda upp á það með sýn- ingu einþáttunganna. Hann fékk Böðvar Guðmundsson til liðs við sig og er seinni þátturinn sérstaklega skrifaður fyrir þessa sýningu. Vam- arræðan hefur áður birst í smá- sagnasafni Böðvars. Efni fyrri þáttarins verður best lýst með nafninu, “Vamarræða mannkjmslausnara," þótt hveijum sé í sjálfsvald sett hvaða merkingu hann leggur í lausnir og vöm “lausnarans" og viðbrögð samfé- lagsins við honum, segir í frétt um sýninguna. I seinni þættinum segir miðaldra maður ævi sína, allt frá bemsku- dögum í sveitinni, þaðan sem leiðin liggur út í heim og endar á olíubor- palli í Norðursjónum. Leikstjóri sýningarinnar er Þór- hildur Þorleifsdóttir, leikmynd er eftir Jón Þórisson, lýsingu annast Láms Bjömsson og Bjami Ingvars- son er “altmuligmand." Sýningar á einþáttungunum verða aðeins fímm hér í Reykjavík og verða allar sýndar í næstu viku. (Fréttatilkynning) á þessu máli öllu er okkur tann- læknum óskiljanlegt. Þeir virðast njóta þess að þiggja matreiðslu Jó- hönnu á öllum hennar tölum og losna þannig við óþægindi af því að bijóta þessi mál til mergjar. Slíkt er þessu máli hættulegt. Það er óhægt um vik fyrir tann- lækna að halda uppi vöm í þessu máli. Ég á t.d. ekki von á því að þessi grein verði lesin upp í útvarpi eða birt í sjónvarpi. Jóhanna hefír hinsvegar verið ólöt að matreiða tölur sínar ofan í landslýð í gegnum ríkisfjölmiðlana og aðra. Tannlækn- ar hafa ekki aðgang að stofnunum hins opinbera né mannskap til að vinna þær upplýsingar sem gefa mundu raunsanna mynd af því sem birt hefir verið. Jóhanna hefír leikið þann ljóta leik að nefna ávallt með- altöl þótt í hópi starfandi tannlækna séu menn sem em komnir um aldur fram og vinna stuttan vinnudag, og aðrir sem ná ekki fullu starfsári af ýmsum ástæðum svo sem veik- indum, námi erlendis og að ógleymdum miklum íjölda ungra tannlækna sem eru að vinna sig upp á þegar mettuðum markaði. Með þessari grein ákæri ég Jó- hönnu fýrir lúaleg og ofstækisfull vinnubrögð. Ég ásaka aðra þing- menn fyrir algert áhugaleysi á þessum málaflokki um áratuga skeið og afskiptaleysi af gangi þessa máls í þingsölum. Ég ásaka opinbera fjölmiðla og fjölmiðla í einkaeigu fýrir að draga upp óraunsæja mynd af íslenskri tann- læknastétt, byggða á eindæmum. íslensk tannlæknastétt hefir frá stofnun félags síns unnið fómfúst starf að tannvemd meðal þjóðarinn- ar með þeim tiltæku ráðum sem boðist hafa á hveijum tíma á stof- unni, í blöðum og öðrum fjölmiðlum. Þeir hafa því miður oftast talað fyrir daufum eyrum stjómmála- manna og embættismanna þar til tókst að koma hæl milli stafs og hurðar með stofnun tannvemdar- sjóðs sem var skilyrði fyrir samn- ingnum við Tryggingastofnun ríkisins árið 1975. Sjóðurinn skilaði því miður ekki því hlutverki sem honum var ætlað, en hann hreyfði við embættismönnum sem loks sinntu þeirri kröfu Tannlæknafé- lags íslands að fá til starfa í heilbrigðisráðuneytinu tannlækni með víðtæka þekkingu á vandamál- inu. Þessi embættismaður hefír afkastað meiru á stuttum tíma en menn óraði fýrir. Vonandi er að áframhald verði á þessari þróun. En nú er svo komið að tannlækn- ar þurfa sjálfír á tannvemd að halda. Vemd gegn tönnum þeirra bakbíta sem ástunda iðju sína í Örkinni við Austurvöll. Um vinskap Jóhönnu við íslenska tannlækna- stétt, sem hún heldur að fólki í fjölmiðlum, gildir hið fomkveðna að sé hún vinur þá þurfum við ekki á neinum óvini að halda. Höfundur er tannlæknir. urknstal ^ „Yatnsu-loftvog t f 1 • •• r* r r Jolagjonn 1 ar Loftvog er ómissandi á hvert heimili, — þetta er „þrumu“ loftvog. 1. Lægö 2. Breytilegt 3. Hæð Sænsku fyrirtækin Lindshammar, Pukeberg og Skruf framleiöa sérstaklega fallegar vörur, en þær eru aöeins hluti af því mikla úrvali sem viö bjóöum í kristals- og glervörum. Þessi vatnsloftvog er einstök, — líklega elsta loftvogstegund í heimi, vitað er aö sams- konar loftvog var notuö áriö 711 og nefnd „Þrumuflaska“. Fyrirtækiö Skruf framleiðir þessa loftvog/ír kristal og er hún aö öllu leyti handunnin. Verð kr. 2.400 Pantanir óskast sóttar Póstsendum IEIÍH- I.KISTHI Laugavegi 5, sími 14320.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.