Morgunblaðið - 06.12.1986, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 06.12.1986, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 37 AP/Símamynd Grjóti varpað í lögreglu MIKLAR stúdentaóeirðir voru í París aðfaranótt föstudags. Á þessari mynd má sjá hvar stúlka nokkur tekur þátt f látunum og varpar grjóti að lögregluþjónum. Stúdentar fylktu liði á vinstri bakka Signu i París til að mótmæla áætlunum frönsku stjórnarinn- ar í skólamálum. Gengi gjaldmiðla London, AP. GENGI Bandaríkjadollara hækkaði gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum heims f gær. Verð á gulli hélst stöðugt. í Tókýó kostaði dollarinn 162,80 japönsk jen (162,20) þegar gjaldeyrismörkuðum lokaði í gær. í London kostaði sterlingspund- ið 1,4285 dollara (1,4305) síðdeg- is í gær. Gengi annarra helstu gjald- miðla var á þann veg að dollarinn kostaði: 1,9945 vestur-þýsk mörk (1,9775), 1,6627 svissneska franka (1,6490), 6,3525 franska franka (6,4775), 2,2520 hollensk gyllini (2,2350), 1.380,50 ítalskar lírur (1.370.00) og 1,3803 kanadíska dollara (1,38215). 389 dollarar fengust fyrir tróju- únsu af gulli (387,50) þegar viðskiptum lauk í London í gær. Varnarmálaráðherrafundur NATO í Brussel: Rætt um mikilvægi hefðbundinna vopna Brilssel. Frá Önnu Bjaraadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. MIKILVÆGI hefðbundinna vopna í varnarsamstarfi Norður-Atlants- hafsbandalagsrikjanna var megin umræðuefní vamarmálaráðherra bandalagsins á árlegum fundi þeirra f BrUssel nú f vikunni. Carr- ington lávarður, aðalfram- kvæmdastjóri NATO, lýsti yfir ánægju með skref, sem stigin hafa verið til að endurbæta hefðbundið varnarkerfi bandalagsins á und- anfömum mánuðum og lagði áherslu á mikilvægi þess að halda áfram á sömu braut, á blaða- mannafundi sem hann hélt að loknum ráðherrafundinum. „Stöð- ugt jafnvægi er ávallt nauðsynlegt og þvf er ekki hægt að fjaíla um kjaraorkuvopn ein sér. Fækkun kjarnorkuvopna myndi auka mik- ilvægi þess að leiðrétta núverandi ójafnvægi f hefðbundnum her- afla,“ segir f lokaskjali fundarins. Vamarmálaráðherramir hittust skömmu eftir Reykjavíkurfund leið- toga stórveldanna og lýstu þá yfir stuðningi við hugmyndir Bandaríkja- forseta í afvopnunarmálum. Þeir endurtóku stuðning sinn við stefnu Bandaríkjanna á fundinum nú. Þeir telja, að raunhæfast sé að stefna fyrst að 50% fækkun langdrægra kjamorkuvopna, eins og Ronald Reagan og Margaret Thatcher voru sammála um á fundi sínum í Camp David eftir leiðtogafundinn, og telja að samkomulag um meðaldræg kjamorkuvopn í Evrópu eigi ekki að vera háð samkomulagi á öðrum svið- um kjamorkuvopnatakmörkunar. Núlllausnin sem slík, sem felur í sér brottflutning meðaldrægra kjam- orkuvopna frá Austur- og Vestur- Evrópu, er ekki nefnd í lokaskjali fundarins, en Carrington lávarður sagði að Atlantshafsbandalagið myndi fagna framvindu samninga- viðræðna í Genf í átt að núlllausninni. Það vakti athygli á fundi ráðherr- anna, að Danir lýstu ekki lengur yfir andstöðu við meðaldræg kjam- orkuvopn í Evrópu en þeir em enn andvígir geimvamaráætlun Banda- ríkjamanna. Það kom fram á blaðamannafund- inum, að brot Bandaríkjamanna á SALT II-samningnum og vopnasala þeirra til írans vom lauslega rædd á fundi ráðherranna. Caspar Wein- burger, vamarmálaráðherra Banda- ríkjanna, sagði að nokkrar þjóðir hefðu lýst yfir óánægju með að Bandaríkjamenn hefðu brotið SALT Il-samninginn en aðrar þjóðir hefðu bent á, að Sovétríkin hefðu marg- brotið hann. „Samningurinn var vemlega gall- aður, hann var aldrei endanlega samþykktur og er löngu útmnninn," sagði Weinberger og bætti við að Sovétmenn hefðu ekki haldið hann nema þegar það hentaði þeim. „Þeir hafa komið 72 SS-25 kjamaflaugum fyrir og hafa þar með brotið samn- inginn," sagði hann. Weinberger sagði að hann hefði gert ráðhermm bandalagsins grein fyrir ástæðum Bandaríkjaforseta fyrir „hinni tak- mörkuðu vopnasölu" til írans og fundurinn hefði snúið sér að mikil- vægari málefnum að því loknu. Samkomulag og eining settu svip á fundinn og menn lýstu yfir ánægju með það að honum loknum. Einar Benediktsson, sendiherra og fasta- fulltrúi íslands hjá Atlantshafs- bandalaginu, sat fundinn fyrir íslands hönd ásamt Sverri Hauki Gunnlaugssyni, sendiherra og skrif- stofustjóra vamarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Valgeiri Ár- sælssyni, sendifylltrúa í Briissel, Robert Trausta Ámasyni, sendiráðu- nauti í vamarmálaskrifstofu utanrík- isráðuneytisins, og Benedikt Ásgeirssyni, sendiráðunauti í Brúss- el. Nú í DÝRTIÐINNI biðja allir um ÓDÝRU STJÖRNU JÓLAKORTIN FAST I FLESTUM BÓKA- GJAFA- OG RITFANGAVERSLUNUM LITBRÁ HF. SÍMAR 22930 - 22865 Gufustraujárn frá Philips. Verð kr. 2.867. Hitabursti frá Philips. Verð kr. 1.490. Ryksuga frá Philips. Verð frá kr. 5.840. Wo, Super1500 hárblásari. . Verð kr. 2.995 bJó °*T A/(j Utvarpsklukk- urfrá Philips. Verð kr. 4.200 Vasadiskó frá Philips. Verð kr. 2.275. Stereo-ferða- tæki frá Philips. Verð kr. 7.900. 3ja kamba raf- magnsrakvél frá Philips. Verð frá kr. 5.280. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI8- S. 27500
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.