Morgunblaðið - 06.12.1986, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986
37
AP/Símamynd
Grjóti varpað í lögreglu
MIKLAR stúdentaóeirðir voru í París aðfaranótt föstudags. Á
þessari mynd má sjá hvar stúlka nokkur tekur þátt f látunum
og varpar grjóti að lögregluþjónum. Stúdentar fylktu liði á vinstri
bakka Signu i París til að mótmæla áætlunum frönsku stjórnarinn-
ar í skólamálum.
Gengi gjaldmiðla
London, AP.
GENGI Bandaríkjadollara
hækkaði gagnvart öllum helstu
gjaldmiðlum heims f gær. Verð
á gulli hélst stöðugt.
í Tókýó kostaði dollarinn
162,80 japönsk jen (162,20) þegar
gjaldeyrismörkuðum lokaði í gær.
í London kostaði sterlingspund-
ið 1,4285 dollara (1,4305) síðdeg-
is í gær.
Gengi annarra helstu gjald-
miðla var á þann veg að dollarinn
kostaði: 1,9945 vestur-þýsk mörk
(1,9775), 1,6627 svissneska
franka (1,6490), 6,3525 franska
franka (6,4775), 2,2520 hollensk
gyllini (2,2350), 1.380,50 ítalskar
lírur (1.370.00) og 1,3803
kanadíska dollara (1,38215).
389 dollarar fengust fyrir tróju-
únsu af gulli (387,50) þegar
viðskiptum lauk í London í gær.
Varnarmálaráðherrafundur NATO í Brussel:
Rætt um mikilvægi
hefðbundinna vopna
Brilssel. Frá Önnu Bjaraadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
MIKILVÆGI hefðbundinna vopna
í varnarsamstarfi Norður-Atlants-
hafsbandalagsrikjanna var megin
umræðuefní vamarmálaráðherra
bandalagsins á árlegum fundi
þeirra f BrUssel nú f vikunni. Carr-
ington lávarður, aðalfram-
kvæmdastjóri NATO, lýsti yfir
ánægju með skref, sem stigin hafa
verið til að endurbæta hefðbundið
varnarkerfi bandalagsins á und-
anfömum mánuðum og lagði
áherslu á mikilvægi þess að halda
áfram á sömu braut, á blaða-
mannafundi sem hann hélt að
loknum ráðherrafundinum. „Stöð-
ugt jafnvægi er ávallt nauðsynlegt
og þvf er ekki hægt að fjaíla um
kjaraorkuvopn ein sér. Fækkun
kjarnorkuvopna myndi auka mik-
ilvægi þess að leiðrétta núverandi
ójafnvægi f hefðbundnum her-
afla,“ segir f lokaskjali fundarins.
Vamarmálaráðherramir hittust
skömmu eftir Reykjavíkurfund leið-
toga stórveldanna og lýstu þá yfir
stuðningi við hugmyndir Bandaríkja-
forseta í afvopnunarmálum. Þeir
endurtóku stuðning sinn við stefnu
Bandaríkjanna á fundinum nú. Þeir
telja, að raunhæfast sé að stefna
fyrst að 50% fækkun langdrægra
kjamorkuvopna, eins og Ronald
Reagan og Margaret Thatcher voru
sammála um á fundi sínum í Camp
David eftir leiðtogafundinn, og telja
að samkomulag um meðaldræg
kjamorkuvopn í Evrópu eigi ekki að
vera háð samkomulagi á öðrum svið-
um kjamorkuvopnatakmörkunar.
Núlllausnin sem slík, sem felur í
sér brottflutning meðaldrægra kjam-
orkuvopna frá Austur- og Vestur-
Evrópu, er ekki nefnd í lokaskjali
fundarins, en Carrington lávarður
sagði að Atlantshafsbandalagið
myndi fagna framvindu samninga-
viðræðna í Genf í átt að núlllausninni.
Það vakti athygli á fundi ráðherr-
anna, að Danir lýstu ekki lengur
yfir andstöðu við meðaldræg kjam-
orkuvopn í Evrópu en þeir em enn
andvígir geimvamaráætlun Banda-
ríkjamanna.
Það kom fram á blaðamannafund-
inum, að brot Bandaríkjamanna á
SALT II-samningnum og vopnasala
þeirra til írans vom lauslega rædd
á fundi ráðherranna. Caspar Wein-
burger, vamarmálaráðherra Banda-
ríkjanna, sagði að nokkrar þjóðir
hefðu lýst yfir óánægju með að
Bandaríkjamenn hefðu brotið SALT
Il-samninginn en aðrar þjóðir hefðu
bent á, að Sovétríkin hefðu marg-
brotið hann.
„Samningurinn var vemlega gall-
aður, hann var aldrei endanlega
samþykktur og er löngu útmnninn,"
sagði Weinberger og bætti við að
Sovétmenn hefðu ekki haldið hann
nema þegar það hentaði þeim. „Þeir
hafa komið 72 SS-25 kjamaflaugum
fyrir og hafa þar með brotið samn-
inginn," sagði hann. Weinberger
sagði að hann hefði gert ráðhermm
bandalagsins grein fyrir ástæðum
Bandaríkjaforseta fyrir „hinni tak-
mörkuðu vopnasölu" til írans og
fundurinn hefði snúið sér að mikil-
vægari málefnum að því loknu.
Samkomulag og eining settu svip
á fundinn og menn lýstu yfir ánægju
með það að honum loknum. Einar
Benediktsson, sendiherra og fasta-
fulltrúi íslands hjá Atlantshafs-
bandalaginu, sat fundinn fyrir
íslands hönd ásamt Sverri Hauki
Gunnlaugssyni, sendiherra og skrif-
stofustjóra vamarmálaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins, Valgeiri Ár-
sælssyni, sendifylltrúa í Briissel,
Robert Trausta Ámasyni, sendiráðu-
nauti í vamarmálaskrifstofu utanrík-
isráðuneytisins, og Benedikt
Ásgeirssyni, sendiráðunauti í Brúss-
el.
Nú í
DÝRTIÐINNI
biðja allir um
ÓDÝRU
STJÖRNU
JÓLAKORTIN
FAST I FLESTUM
BÓKA- GJAFA- OG
RITFANGAVERSLUNUM
LITBRÁ HF.
SÍMAR 22930 - 22865
Gufustraujárn
frá Philips.
Verð kr. 2.867.
Hitabursti frá
Philips. Verð
kr. 1.490.
Ryksuga frá
Philips. Verð
frá kr. 5.840.
Wo,
Super1500
hárblásari. .
Verð kr. 2.995
bJó
°*T
A/(j
Utvarpsklukk-
urfrá Philips.
Verð kr. 4.200
Vasadiskó frá
Philips. Verð
kr. 2.275.
Stereo-ferða-
tæki frá Philips.
Verð kr. 7.900.
3ja kamba raf-
magnsrakvél
frá Philips.
Verð frá
kr. 5.280.
Heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI8- S. 27500