Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 43 Landgrunn íslands: Leit að nýtanleg’- um auðlindum „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa löggjöf og reglur um samstarf við erlenda aðila til leitar að nýtanlegum auðlindum í land- grunni Islands. Verði m.a. fjallað um réttindi og skyldur leitaraðila, heimildir til nýting- ar rannsónarniðurstaðna, öryggisráðstafanir til þess að koma í veg fyrir mengun hafs- ins vegna auðlindarannsókna og önnur þau atriði sem máli skipta i þessu efni“. Svo hljóðar tillaga sem tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Gunnar G. Schram og Friðrik Sophusson hafa lagt fram á Al- þingi. í greinargerð er vitnað til lagna nr. 41/1979 um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn, sem kveða m.a. á um að fullveld- isréttur íslands nái til hafsbotns- ins og neðansjávarsvæða utan landhelgi allt að ytri mörkum landgrunnsins. Þessi fullveldis- réttur tekur til rannsókna og hagnýtingar á ólífrænum auð- lindum sem þar eru. Sjö ár eru liðin frá því þessu merku lög vóru sett. Hinsvegar hafa ekki enn verið settar reglur eða sér- stök lagaákvæði um rannsóknir á auðlindum landgrunnsins og hagnýtingu þeirra. Sljórnarfrumvörp: Réttindi og skyldur ríkis- starfsmanna Fleiri ganga til úrskurðar í Kjaradómi ' Stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, fylgifrumvarp með frum- varpi um kjarasamninga opinberra starfsmanna, var lagt fram fyrir skemmstu. í frumvarpinu segir að þrátt fyrir ákvæði laga um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna skuli eftirtöldum aðilum óheimilt að standa að verkfalli: 1) Starfsmenn Alþingis og stjómarráðs, 2) Starfsmenn skrifstofu Forseta ís- lands og starfsmenn íslenzkra sendiráða erlendis, 3) Hæstarétt- arritari, starfsmenn Hæstaréttar, héraðsdómarar, lögreglustjórar, fulltrúar lögrelgustjórans í Reykjavík, tollstjóri, tollgæzlu- stjóri, 4) Starfsmenn ríkissátta- semjara, ríkissaksóknara og ríkislögmanns, 5) Forstöðumenn stjómsýslustofnana ríkisins og staðgenglar þeirra, 6) Forstöðu- menn atvinnurekstrar- og þjón- ustufyrirtækja ríkisins og staðgenlgar þeirra, nema þeir séu ráðnir sérstakri ráðningu, 7) Aðr- ir þeir er gegna embættum sem öldungis verður jafnað til þeirra manna sem getið er í 1.-6. tölulið. Ágreiningur um það, hvort maður falli undirþessi ákvæði, skal lagð- ur fyrir Félagsdóm. Þá hefur verið lagt fram frum- varp til laga um Kjaradóm, sem einnig er hliðarfrumvarp við fmm- varp til laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna, sem breytir starfssviði dómsins til samræmis við ákvæði þess fmm- varps. Samkvæmt fmmvarpi þessu er Kjaradómi ætlað það verkefni áfram að dæma æðstu embættismönnum laun. Við þann hóp hefur hinsvegar verið bætt sex starfsheitum: landlækni, yfir- dýralækni, ríkislögmanni, rektor Kennarháskóla, skrifstofustjóra Alþingis og ríkisendurskoðenda. Útivinnandi konur 79.000: Fleiri konur en karl- ar taka stúdentspróf Skýrsla ráðherra um jafnrétti kynjanna. í skýrslu félagsmálaráðherra um mat á heimilis- og umönnun- arstörfum til starfsreynslu, kemur m.a. fram, að árið 1984 vóru 119.698 konur í landinu, þar af 72.045 sem unnu „einhver störf á vinnumarkaðinum“, alls 45.197 ársverk. 28.334 konur unnu fullt starf (40-52 vikur), 13.275 konur unnu 3/4 vinnu- dags, 16,229 konur vóru í hálfs dags starfi, en 14.207 unnu fjórð- ung úr degi. Atvinnuþátttaka kvenna er mest á aldrinum 45-49 ára. Atvinnuþátttaka er svipuð hjá giftum og ógiftum konum. í skýrslu sama ráðherra um framkvæmdaáætun til fjögurra ára til að ná fram jafnrétti kynjanna kemur fram að tiltækar kannanir bendi til nokkurs launamunar á milli kvenna og karla, bæði á al- mennum vinnumarkaði og í þjón- ustu hins opinbera. „Hann getur starfað af ýmsu, t.d. menntun, vinn- utíma, starfsaldri o.fl. Ýmislegt bendir þó til að ekki sé hægt að skýra þennan launamun kynjanna eingöngu á þann hátt“. Ríkisstjórn- in hefur ákveðið að grípa til eftirtal- inna aðgerða: 1) Könnun á launamun kynjanna, 2)Úrvinnslu upplýsinga, 3) sveigjanlegum vinn- utíma til að stuðla að jafnari þátttöku kynjanna í heimilisstörfum og atvinnulífi, 4) nýju starfsmati, þar sem „hefðbundin kvennastörf" verði sérstaklega endurskoðuð, 5) námskeiða fyrir konur, sem stofna vilja fyrirtæki. í skýrslunni kemur og fram að skólaárið 1983/1984 luku fleiri konur en karlar stúdentsprófí. Kon- MMnCI ur munu og í meirihluta meðal þeirra er stunda nám við Háskóla Islands. úr OCKS [MiKáffifflíB mimdiw sögusatm Hitchcoc •n miííi Rioiiua' agripuhpigmeliartokum íhverri ALFREÞ ^ WÍTCHCOCK annarri í pessu einstæoa smásagnasafni. Magnprungm bok sem heldur fyrir manni vöku. TMABÆR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.