Morgunblaðið - 06.12.1986, Síða 43

Morgunblaðið - 06.12.1986, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 43 Landgrunn íslands: Leit að nýtanleg’- um auðlindum „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að undirbúa löggjöf og reglur um samstarf við erlenda aðila til leitar að nýtanlegum auðlindum í land- grunni Islands. Verði m.a. fjallað um réttindi og skyldur leitaraðila, heimildir til nýting- ar rannsónarniðurstaðna, öryggisráðstafanir til þess að koma í veg fyrir mengun hafs- ins vegna auðlindarannsókna og önnur þau atriði sem máli skipta i þessu efni“. Svo hljóðar tillaga sem tveir þingmenn Sjálfstæðisflokks, Gunnar G. Schram og Friðrik Sophusson hafa lagt fram á Al- þingi. í greinargerð er vitnað til lagna nr. 41/1979 um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn, sem kveða m.a. á um að fullveld- isréttur íslands nái til hafsbotns- ins og neðansjávarsvæða utan landhelgi allt að ytri mörkum landgrunnsins. Þessi fullveldis- réttur tekur til rannsókna og hagnýtingar á ólífrænum auð- lindum sem þar eru. Sjö ár eru liðin frá því þessu merku lög vóru sett. Hinsvegar hafa ekki enn verið settar reglur eða sér- stök lagaákvæði um rannsóknir á auðlindum landgrunnsins og hagnýtingu þeirra. Sljórnarfrumvörp: Réttindi og skyldur ríkis- starfsmanna Fleiri ganga til úrskurðar í Kjaradómi ' Stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, fylgifrumvarp með frum- varpi um kjarasamninga opinberra starfsmanna, var lagt fram fyrir skemmstu. í frumvarpinu segir að þrátt fyrir ákvæði laga um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna skuli eftirtöldum aðilum óheimilt að standa að verkfalli: 1) Starfsmenn Alþingis og stjómarráðs, 2) Starfsmenn skrifstofu Forseta ís- lands og starfsmenn íslenzkra sendiráða erlendis, 3) Hæstarétt- arritari, starfsmenn Hæstaréttar, héraðsdómarar, lögreglustjórar, fulltrúar lögrelgustjórans í Reykjavík, tollstjóri, tollgæzlu- stjóri, 4) Starfsmenn ríkissátta- semjara, ríkissaksóknara og ríkislögmanns, 5) Forstöðumenn stjómsýslustofnana ríkisins og staðgenglar þeirra, 6) Forstöðu- menn atvinnurekstrar- og þjón- ustufyrirtækja ríkisins og staðgenlgar þeirra, nema þeir séu ráðnir sérstakri ráðningu, 7) Aðr- ir þeir er gegna embættum sem öldungis verður jafnað til þeirra manna sem getið er í 1.-6. tölulið. Ágreiningur um það, hvort maður falli undirþessi ákvæði, skal lagð- ur fyrir Félagsdóm. Þá hefur verið lagt fram frum- varp til laga um Kjaradóm, sem einnig er hliðarfrumvarp við fmm- varp til laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna, sem breytir starfssviði dómsins til samræmis við ákvæði þess fmm- varps. Samkvæmt fmmvarpi þessu er Kjaradómi ætlað það verkefni áfram að dæma æðstu embættismönnum laun. Við þann hóp hefur hinsvegar verið bætt sex starfsheitum: landlækni, yfir- dýralækni, ríkislögmanni, rektor Kennarháskóla, skrifstofustjóra Alþingis og ríkisendurskoðenda. Útivinnandi konur 79.000: Fleiri konur en karl- ar taka stúdentspróf Skýrsla ráðherra um jafnrétti kynjanna. í skýrslu félagsmálaráðherra um mat á heimilis- og umönnun- arstörfum til starfsreynslu, kemur m.a. fram, að árið 1984 vóru 119.698 konur í landinu, þar af 72.045 sem unnu „einhver störf á vinnumarkaðinum“, alls 45.197 ársverk. 28.334 konur unnu fullt starf (40-52 vikur), 13.275 konur unnu 3/4 vinnu- dags, 16,229 konur vóru í hálfs dags starfi, en 14.207 unnu fjórð- ung úr degi. Atvinnuþátttaka kvenna er mest á aldrinum 45-49 ára. Atvinnuþátttaka er svipuð hjá giftum og ógiftum konum. í skýrslu sama ráðherra um framkvæmdaáætun til fjögurra ára til að ná fram jafnrétti kynjanna kemur fram að tiltækar kannanir bendi til nokkurs launamunar á milli kvenna og karla, bæði á al- mennum vinnumarkaði og í þjón- ustu hins opinbera. „Hann getur starfað af ýmsu, t.d. menntun, vinn- utíma, starfsaldri o.fl. Ýmislegt bendir þó til að ekki sé hægt að skýra þennan launamun kynjanna eingöngu á þann hátt“. Ríkisstjórn- in hefur ákveðið að grípa til eftirtal- inna aðgerða: 1) Könnun á launamun kynjanna, 2)Úrvinnslu upplýsinga, 3) sveigjanlegum vinn- utíma til að stuðla að jafnari þátttöku kynjanna í heimilisstörfum og atvinnulífi, 4) nýju starfsmati, þar sem „hefðbundin kvennastörf" verði sérstaklega endurskoðuð, 5) námskeiða fyrir konur, sem stofna vilja fyrirtæki. í skýrslunni kemur og fram að skólaárið 1983/1984 luku fleiri konur en karlar stúdentsprófí. Kon- MMnCI ur munu og í meirihluta meðal þeirra er stunda nám við Háskóla Islands. úr OCKS [MiKáffifflíB mimdiw sögusatm Hitchcoc •n miííi Rioiiua' agripuhpigmeliartokum íhverri ALFREÞ ^ WÍTCHCOCK annarri í pessu einstæoa smásagnasafni. Magnprungm bok sem heldur fyrir manni vöku. TMABÆR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.