Morgunblaðið - 06.12.1986, Page 48

Morgunblaðið - 06.12.1986, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 Skemmtikvöld Kven- félags Borgarness KVENFÉLAG Borgarness efndi nýlega til skemmtikvölds i Hótel Borg-arnesi. Þai’ var starfsemi félagsins kynnt á léttum dúr og sagðar ferðasögui. Fram komu hjónin Kjartan Ragnarsson og Guðrún Asmundsdóttir. Söng Kjartan lög úr ýmsum leik- verkum, svo sem „Saumastofunni" og „Þrem skálkum". Einnig kynnti Kjartan drög að framhaldi leik- þáttarins „Skúla fógeta" sem frumfluttur var á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgai' sl. sumar. Guð- rún las úr verkum Þórbergs Þórðarsonar. Þá komu einnig fram þau Bergþóra Ámadóttir og Finn- inn Mecki Knif, sungu þau og spiluðu eigin lög við eigin texta og annarra. Var þessi skemmtun mjög vel sótt og var fjáröflunamefnd Kvenfélagsins ánægð með árangur- inn. Fjáröflunamefndin kallaði sig „Gunnumar" því hún er þannig skipuð: Guðrún Broddadóttir, Guð- rún Jónsdóttir og Guðrún Kristjáns- dóttir. Guðrún Ásmundsdóttir spurði hvort að hún gæti ekki feng- ið inngöngu í félagið út á nafnið og var henni sagt að hún væri vel- komin í félagið ef hún vildi. Að sögn Herdísar Guðmunds- dóttur formanns Kvenfélag Borgar- ness verður félagið 60 ára á næsta ári. í dag væru um 40 starfandi félagar og snerist starfsemin aðal- lega um Skallagrímsgarðinn í Borgamesi sem félagið hefur rækt- að og séð um. Af annarri starfsemi sagði Herdís að væri helst að nefna kertasölu félagsins fyrir jólin. Ágóðinn af kertasölunni rynni til gjafa og glaðnings fyrir vistfólk Dvalarheimilisins í Borgarnesi. TKÞ Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Fjáröflunarnefnd kvenfélagsins kynnti starfsemi félagsins í léttum dúr. Kjartan Ragnarsson leikari og rithöfundur iék á Herdís Guðmundsdóttir formaður Kvenfélags gitar og song log úr ýmsum leikverkum. Borgarness Hytur ávarp á skemmtikvöldi féla^- ins. BÓKHLAÐAN CATHERINE COOKSON Vertu saell Hamilton Ifsennltre gab land íMpg gamansöWsagaféftirfeirmfaf vinsælli höfundum Breta um |þessár mundiJRaga úmTÖrlög?sem latæéngan ósnortinn. Skemmtileg saga! TlMABÆR Svissnesk kartöflukaka (Rösti). Kartöflur í aðalrétt Heimilfishorn Bergljót Ingólfsdóttir Það er kunnara en frá þurfi að segja að kartöflur er hægt að hafa í margskonar rétti og bakst- ur. Þegar komið er fram í desember og allsheijar veisluhöld í mat og drykk eru á næsta leiti er ekki úr vegi að hafa máltíðim- ar í léttara lagi fram að þeim tíma. Það má því stinga upp á kartöflum í aðalrétt einhvem daginn, mjöl- miklar kartöflur eru einkar ljúf- fengar í slíka rétti en aðrar tegundir mjög vel nothæfar. Svissnesk kartöflu- kaka (Rösti) V4 tsk. salt, V< tsk. pipar, 1 egg, 2 matsk. smjör, smjörlíki eða jurtaolía, IV2 bolli riflnn ostur, 1 lítil græn paprika. Kartöflumar rifnar og settar í skál, saman við er sett rifinn lauk- ur, hveiti, salt, pipar og egg. Smjörlíkið hitað á pönnunni og kartöflumar síðan settar út á og jafnað vel. Bakað við vægan straum í 10—15 mín, kökunni snúið við og ostinum stráð yfír, bakað þar til hann bráðnar. Ætlað fyrir 4. 4 sneiðar beikon, 450 g kartöflur, 1 meðalstór laukur, '/8tsk. salt, Vs tsk. pipar, smjör eða smjörlíki. Hýðið skorið af hráum kartöfl- unum og þær rifnar á grófu ri§ámi. Laukurinn er sömuleiðis rifínn og blandað saman við kart- öflumar. Beikonið steikt og skorið í smá bita og sett saman við, salti og pipar stráð yfír. Smjör eða smjörlíki sett á pönnu og hitað vel áður en kartöflumar eru setta út á. Hitinn hafður í meðallagi og kartöflumar bakaðar í ca. 10 mín. áður en snúið er. Bakað á hinni hliðinni þar til þetta er meyrt. Borið fram með græn- metissalati og brauði. Ætlað fyrir 2. Kartöflu-osta-kaka 700 g kartöflur, 1 lítill laukur, 1 matsk. hveiti, 2 matsk. söxuð steinselja, Kartöfluréttur „a la Nykroel“ IV4 kg kartöflur, 4—5 litlar gulrætur, 1 púrra, 3 dl mjólk, IV2 dl ijómi, 1 hvítlauksrif, 2—2V2 tsk. salt 1—V2 tsk. pipar, 1—2 tsk. paprikuduft, 3 tsk. hveiti, 1 dl rifínn ostur, 1—2 matsk. graslaukur. Kartöflurnar afhýddar og skomar í þunnar sneiðar, sömu- leiðis gulrætur og púrra. Kartöfl- ur og grænmeti lagt í lög í smurt ofnfast fat, kryddi stráð yfír hvert lag. Rjóma, mjólk og mörðu hvítlauksrifí blandað saman og hellt yfír grænmetið. Osti og gras- lauk blandað saman og stráð yfír allt saman. Bakað í ofni við meðal- hita í ca. 1 klst. eða þar til allt er meyrt. Borið fram með grænmetissal- ati og góðu brauði. Kartöflurnar rifnar á járni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.