Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.12.1986, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 Skemmtikvöld Kven- félags Borgarness KVENFÉLAG Borgarness efndi nýlega til skemmtikvölds i Hótel Borg-arnesi. Þai’ var starfsemi félagsins kynnt á léttum dúr og sagðar ferðasögui. Fram komu hjónin Kjartan Ragnarsson og Guðrún Asmundsdóttir. Söng Kjartan lög úr ýmsum leik- verkum, svo sem „Saumastofunni" og „Þrem skálkum". Einnig kynnti Kjartan drög að framhaldi leik- þáttarins „Skúla fógeta" sem frumfluttur var á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgai' sl. sumar. Guð- rún las úr verkum Þórbergs Þórðarsonar. Þá komu einnig fram þau Bergþóra Ámadóttir og Finn- inn Mecki Knif, sungu þau og spiluðu eigin lög við eigin texta og annarra. Var þessi skemmtun mjög vel sótt og var fjáröflunamefnd Kvenfélagsins ánægð með árangur- inn. Fjáröflunamefndin kallaði sig „Gunnumar" því hún er þannig skipuð: Guðrún Broddadóttir, Guð- rún Jónsdóttir og Guðrún Kristjáns- dóttir. Guðrún Ásmundsdóttir spurði hvort að hún gæti ekki feng- ið inngöngu í félagið út á nafnið og var henni sagt að hún væri vel- komin í félagið ef hún vildi. Að sögn Herdísar Guðmunds- dóttur formanns Kvenfélag Borgar- ness verður félagið 60 ára á næsta ári. í dag væru um 40 starfandi félagar og snerist starfsemin aðal- lega um Skallagrímsgarðinn í Borgamesi sem félagið hefur rækt- að og séð um. Af annarri starfsemi sagði Herdís að væri helst að nefna kertasölu félagsins fyrir jólin. Ágóðinn af kertasölunni rynni til gjafa og glaðnings fyrir vistfólk Dvalarheimilisins í Borgarnesi. TKÞ Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Fjáröflunarnefnd kvenfélagsins kynnti starfsemi félagsins í léttum dúr. Kjartan Ragnarsson leikari og rithöfundur iék á Herdís Guðmundsdóttir formaður Kvenfélags gitar og song log úr ýmsum leikverkum. Borgarness Hytur ávarp á skemmtikvöldi féla^- ins. BÓKHLAÐAN CATHERINE COOKSON Vertu saell Hamilton Ifsennltre gab land íMpg gamansöWsagaféftirfeirmfaf vinsælli höfundum Breta um |þessár mundiJRaga úmTÖrlög?sem latæéngan ósnortinn. Skemmtileg saga! TlMABÆR Svissnesk kartöflukaka (Rösti). Kartöflur í aðalrétt Heimilfishorn Bergljót Ingólfsdóttir Það er kunnara en frá þurfi að segja að kartöflur er hægt að hafa í margskonar rétti og bakst- ur. Þegar komið er fram í desember og allsheijar veisluhöld í mat og drykk eru á næsta leiti er ekki úr vegi að hafa máltíðim- ar í léttara lagi fram að þeim tíma. Það má því stinga upp á kartöflum í aðalrétt einhvem daginn, mjöl- miklar kartöflur eru einkar ljúf- fengar í slíka rétti en aðrar tegundir mjög vel nothæfar. Svissnesk kartöflu- kaka (Rösti) V4 tsk. salt, V< tsk. pipar, 1 egg, 2 matsk. smjör, smjörlíki eða jurtaolía, IV2 bolli riflnn ostur, 1 lítil græn paprika. Kartöflumar rifnar og settar í skál, saman við er sett rifinn lauk- ur, hveiti, salt, pipar og egg. Smjörlíkið hitað á pönnunni og kartöflumar síðan settar út á og jafnað vel. Bakað við vægan straum í 10—15 mín, kökunni snúið við og ostinum stráð yfír, bakað þar til hann bráðnar. Ætlað fyrir 4. 4 sneiðar beikon, 450 g kartöflur, 1 meðalstór laukur, '/8tsk. salt, Vs tsk. pipar, smjör eða smjörlíki. Hýðið skorið af hráum kartöfl- unum og þær rifnar á grófu ri§ámi. Laukurinn er sömuleiðis rifínn og blandað saman við kart- öflumar. Beikonið steikt og skorið í smá bita og sett saman við, salti og pipar stráð yfír. Smjör eða smjörlíki sett á pönnu og hitað vel áður en kartöflumar eru setta út á. Hitinn hafður í meðallagi og kartöflumar bakaðar í ca. 10 mín. áður en snúið er. Bakað á hinni hliðinni þar til þetta er meyrt. Borið fram með græn- metissalati og brauði. Ætlað fyrir 2. Kartöflu-osta-kaka 700 g kartöflur, 1 lítill laukur, 1 matsk. hveiti, 2 matsk. söxuð steinselja, Kartöfluréttur „a la Nykroel“ IV4 kg kartöflur, 4—5 litlar gulrætur, 1 púrra, 3 dl mjólk, IV2 dl ijómi, 1 hvítlauksrif, 2—2V2 tsk. salt 1—V2 tsk. pipar, 1—2 tsk. paprikuduft, 3 tsk. hveiti, 1 dl rifínn ostur, 1—2 matsk. graslaukur. Kartöflurnar afhýddar og skomar í þunnar sneiðar, sömu- leiðis gulrætur og púrra. Kartöfl- ur og grænmeti lagt í lög í smurt ofnfast fat, kryddi stráð yfír hvert lag. Rjóma, mjólk og mörðu hvítlauksrifí blandað saman og hellt yfír grænmetið. Osti og gras- lauk blandað saman og stráð yfír allt saman. Bakað í ofni við meðal- hita í ca. 1 klst. eða þar til allt er meyrt. Borið fram með grænmetissal- ati og góðu brauði. Kartöflurnar rifnar á járni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.