Morgunblaðið - 06.12.1986, Side 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986
4
Hugprýði og
handstyrkur
Morgunblaðið/RAX
Jón Vigfússon í Holti í Vestmannaeyjum með tvenn heiðurslaun
fyrir björgunarafrekið 1928, Carnegie-peninginn og bikar Fiskifé-
lags íslands.
eftir Aðalstein
Jóhannsson
Þegar ég stóð nýlega við nokk-
um tíma á gömlum heimaslóðum í
Vestmannaeyjum, þar sem ég ólst
upp fram á unglingsár, hitti ég að
máli merkan mann, sem var mér
minnisstæður frá fyrri tíð. Það er
Jón Vigfússon vélstjóri í Holti.
Á þorranum 1928, þegar Jón var
tvítugur að aldri, var hann einn
flmm manna í áhöfn Eyjabátsins
Sigríðar, sem hrakti í stórviðri und-
ir Ofanleitishamri og brotnaði í
spón. Jón lenti þá í þeirri þrekraun
að klífa þrítugan hamarinn (u.þ.b.
30 álnir) án hjálpartækja og gera
viðvart um félaga sína, svo að þeim
var bjargað. Sigið var til þeirra og
þeir dregnir upp á bjargbrún. Þetta
mikla björgunarafrek vakti óskipta
athygli víðsvegar, og Jón var sæmd-
ur tvennum heiðurslaunum, afreks-
bikar frá Fiskifélagi íslands og
peningi Camegie-sjóðsins danska,
þar sem stendur á annarri hliðinni:
Belpnning for udvist heltemod.
Á sjómannadaginn í fyrra birti
Morgunblaðið viðtal, sem Ámi
Johnsen alþm. átti við Jón Vigfús-
son um hina miklu mannraun við
Ofanleitishamar 14. febr. 1928. Þar
kemur fram að þeir Sigríðarmenn
fóru í róður kl. 3 að nóttu f vondu
veðurútliti og sama gerðu menn á
sjö öðmm bátum. Þeir lentu í aust-
anroki, slagviðri og slæmu skyggni
og komu loks um níuleytið að kvöldi
upp undir Heimaey vestanverða, en
vissu þó ekki vel hvar þeir voru.
Þar hugsa þeir sér að halda sjó og
bíða birtingar, en það fór á annan
veg.
Með leyfl Áma Johnsens tek ég
hér upp kafla úr viðtali hans við
Jón, sem segir svo frá:
„Eftir stutta stund hrekk ég upp
við það að báturinn tekur hastar-
lega niðri. Ég þaut upp og bakkaði.
Þá slóst skrúfan í gijót og stopp-
aði. Þama veltumst við á skerinu
og þá hugsaði maður með sjálfum
sér, man ég: Á maður að deyja
svona ungur? Ég man það, að ég
bað Guð að styrkja mig til að taka
þessu með ró, og svo losnaði bátur-
inn í því af skerinu og veltist þama
um, og við sáum ekkert út fyrir
myrkri. Við höfðum ekkert rafljós,
en Ijóskastari var um borð, slíkir
vom þá komnir í nokkra báta. Mér
datt í hug að ná í hann og setja
hann upp. Það gerðum við og lýst-
um. Þá sáum við einungis þverhnípt
bjargið framundan og ekkert ann-
að. Það var ekki hægt að ímynda
sér nokkra möguleika aðra en þetta
væri búið.
Þá berst báturinn upp að landinu.
Ég var aftur á, fer fram á og sé
að þar framundan er lítill stallur í
berginu. Og ég segi við strákana:
Hvað, ætlið þið ekki að reyna að
komast í land? Ég var í leðurstígvél-
um. Það var venja hjá mótoristum
þá, snara mér úr þeim og stekk í
land. Ég reiknaði með að það væri
hált eins og reyndist. Sjórinn gekk
yfir þennan stall, en ég komst svo-
lítið ofar og bjóst við að þeir hefðu
komið á eftir mér. En þegar ég lít
við er báturinn kominn frá berginu
og enginn kominn upp í bergið
nema ég.
Já, þama velktist báturinn í
brimlöðrinu, og það vom þung
augnablik að horfa á það og vera
þama í bjarginu. Svo skeði það
ótrúlega, báturinn kemur aftur að
berginu á nákvæmlega sama stað
og stoppar. Ég fikra mig niður á
stallinn og held mér þar þannig,
að um leið og strákamir stökkva í
bergið geta þeir gripið í mig, og
þama komust þeir allir upp á ör-
skoti. Á sama laginu allir. Kannski
var það hálf mínúta, kannski ein
mínúta. En um leið og sá síðasti
er stokkinn í bergið rennur báturinn
frá berginu og kom aldrei nálægt
landi aftur. Síðar reyndist þetta
eini staðurinn þar sem möguleiki
var að komast upp í bergið á stóm
svæði.
Enginn mannlegur máttur réð
ferð bátsins að nibbunni, sem við
komumst upp á. Svo fíkmðum við
okkur til þama í berginu. Líklega
hefur klukkan verið um 10 að
kvöldi dags þann 14. febrúar 1928.
Við fundum skúta. Það skvettist
upp á okkur sjórinn, en svo fjaraði
út og varð heldur kyrrara í skútan-
um. En þama höfðum við lítið
svigrúm til þess að hreyfa okkur.
Við vomm í skútanum alla nóttina
og fram í birtingu. Það var vissu-
lega dálítið kaldsamt. . .
I birtingu sáum við loks hvar við
vomm staddir, og þá fór Eiður
formaður að tala við mig og spyija
mig hvort ég treysti mér til þess
að fara þama upp bergið. Ég féllst
á að reyna það, og áður en ég lagði
í bergið reyndi ég að beija mér til
hita, því mér var ansi kalt og var
á sokkaleistunum.
Áður en ég lagði af stað fékk
ég lánaðan sjóvettling hjá einum
hásetanum og hafði hann á annarri
hendi til þess að róta snjó úr berg-
inu og reyna að fínna handfestu,
en það var mikill snjór í berginu á
örðunum. Svo hélt ég sjóvettlingn-
um á milli tannanna á meðan ég
fíkraði mig upp. Þetta gekk alivel
þangað til ég var kominn upp í
mitt bergið, þá ætlaði mér að ganga
illa að fínna handfestu. En ég hafði
samt að vega mig upp, og síðan
gekk ágætlega upp undir brún. Þá
blasir það við, að brúnin slútir fram
yfír sig. Það leit illa út í þessari
stöðu, og það var líka innbyggt að
við vomm hræddir, peyjamir í Eyj-
um, við hamarinn, hann var svo
laus í sér. En einhvemveginn hafði
ég að teygja fíngurgómana í festu
á brúninni, og hún hélt, en ég varð
hreinlega að vega rnig upp á fíngur-
gómunum.
Mér ætlaði að ganga illa að kom-
ast síðasta spölinn, en það hafðist.
Ég varð ógurlega kátur, þegar ég
var kominn upp, en líklega hef ég
verið um 15 mínútur á leiðinni. Ég
leit aldrei við. Það var engin von
til þess að komast aftur niður þá
leið, sem ég fór upp ...
Þegar ég lagði í bjargið, var það
ekki alveg árennilegt...
Ég vissi líka að Hamarinn er
mjög laus. Maður var vanur príli
eins og strákar á þessum ámm en
ég stundaði aldrei fjallamennsku.
En það var ekki frost, og það hafði
verið enn erfiðara við slíkar aðstæð-
ur. En ég átti í raun enga möguleika
á að snúa aftur niður, þegar ég
hafði lagt í bergið, upp undir 20
metra hátt þverhnípt bjarg.
Jú, mér er sagt að þama hafí
verið ókleift, en ég hélt nú alveg
ró minni og einbeitti mér að þessu
og þakkaði Guði fyrir, þegar ég var
kominn upp á brún ... Yfímáttúr-
FUÚGIÐ / JÓLAFRÍIÐ
Flugleiðir hafa nú sett upp yfir
50 aukaflug innanlands fyrir
jólin.
Við gerum okkar besta til þess
að koma öllum á ákvörðunar-
stað áður en hátíðin gengur í
garð.
Vinsamlega bókið far tíman-
lega, því síðustu ferðir fyrir jól
fyllast fljótt.
Til þess að forðast biðraðir á
flugvelli bendum við farþegum
okkar á að kaupa farmiða í
söluskrifstofum okkar eða hjá
ferðaskrifstofum.
Söluskrifstofur Flugleiða eru:
Lækjargötu 2 (Nýja bió).
Hótel Esju við Suðurlands-
braut.
Álfabakka 10 (í Mjóddinni).
Farpantanir í síma 26622.
FLUGLEIÐIR fBBF