Morgunblaðið - 06.12.1986, Qupperneq 66
MORGUNBLAÖIÐ, LAUGARDÁGUR 6. DÉSEMBÉR 1986
66
Minning:
Helga Ag. Asmunds■
dóttir, Grindavík
Fædd 13. ágúst 1888
Dáin 25. nóvember 1986
Mig langar með örfáum orðum
að minnast hennar ömmu minnar
Helgu Á. Ásmundsdóttur, sem and-
aðist þann 25. nóvember 98 ára að
aldri.
Það eru margar minningar sem
koma upp í huga manns þegar litið
er til baka. Þær voru til dæmis vin-
sælar Grindavíkurferðimar hjá
okkur systkinunum en þar bjuggu
amma og afi nær allan sinn bú-
skap. Það var öruggt að amma átti
alltaf eitthvað gott í búrinu sínu
sem vel var þegið. Amma og afi
voru alla tíð mjög samrýnd og ég
minnist þess þegar að ég var lítil
þá hugsaði ég með mér að þegar
ég yrði stór þá ætlaði ég að vera
svona skotin í manninum mínum
eins og hún amma var í honum afa.
Haustið 1977 fluttust amma og
afí á Hrafnistu í Hafnarfírði, þar
sem þeim leið mjög vel. Því miður
varð samvera þeirra þar ekki löng,
því í mars 1978 andaðist afí og var
það að vonum mikill missir fyrir
ömmu. Eftir að afí dó eignaðist
amma mjög góða vinkonu, Guð-
björgu Jónsdóttur, og áttu þær
saman margar góðar stundir.
Amma var alla tíð heilsuhraust
þar til í haust er hún varð að leggj-
ast inn á súkrahús í fyrsta skiptið
á sinni löngu ævi. Hafði hún á orði
að sér fyndist mjög bagalegt að
tefja starfsfólk sjúkrahússins með
dvöl hennar þar. Og heim á Hrafn-
istu komst hún áður en hún kvaddi
þennan heim.
Þrátt fyrir að amma hafi nú kvatt
og þau afí séu nú saman á ný lifa
minningamar um hana áfram og
allt hið góða sem hún kenndi mér
gleymist ekki.
Hafrún Dóra
í dag, laugardaginn 6. desember,
verður jarðsungin frá Grindavíkur-
kirkju amma mín, Helga Ágústa
Ásmundsdóttir, og verður hún lögð
til hinstu hvílu f Staðarkirkjugarði
við hliðina á manni sfnum, Magnúsi
Magnússyni.
Langri vegferð er lokið, vegferð
sem hófst f Þorkelgerði í Selvogi,
en þar fæddist amma þann 13.
ágúst 1888. Voru æviárin þvf orðin
rúmlega nfutfu og átta. Hún var
dóttir hjónanna Guðrúnar Einars-
dóttur ljósmóður og Ásmunds
Ásmundssonar bónda f Þorkelgerði.
Guðrún hafði eignast eina dóttur
áður en hún kynntist Ásmundi, hét
hún Helga, en dó aðeins sjö ára
gömul, og hét amma eftir henni.
Asmundur var ekkjumaður þegar
hann giftist Guðrúnu og átti hann
einn son er Vilmundur hét, en hann
er látinn fyrir mörgum árum. Ás-
mundur og Guðrún slitu samvistir
en áður höfðu þau eignast aðra
dóttur, Aðalheiði. Guðrún hóf síðar
sambúð með Halldóri Halidórssyni
og eignuðust þau einn son, Kristin.
Mjög var kært með þeim systkinum
öllum svo og systkinabömum
ömmu, en öll hafa þau reynst henni
vel og glatt hana í ellinni með heim-
sóknum og öðru.
Tólf ára gömul fór amma að
Krossi í Ölfusi og þótt aldurinn
hafí ekki verið hár má reikna með
að nokkuð hafí hún þurft að vinna
fyrir lifibrauði sínu. Frá Krossi
fermdist hún í Kotstrandarkirkju
þegar aldur leyfði. Eftir það er hún
í vist á ýmsum stöðum og meðal
annars lærði hún karlmannafata-
saum í Hvassahrauni. Árið 1916
ræðst hún svo hlutakona að Hrauni
í Grindavík og má þá segja að
lffssaga hennar hafí verið ráðin, því
þar kynntist hún manni sínum,
Magnúsi Magnússyni sjómanni, en
þau giftust 21. desember árið 1918.
Búskap sinn hófu þau á Hrauni en
fluttust að Móakoti í Staðarhverfí
vorið 1919. Eftir að þau hófu bú-
skap f Móakoti hófu þeir útgerð
saman Magnús og séra Brynjólfur
Magnússon prestur á Stað. Var þá
oft mannmargt heimilið í Móakoti
og starfsdagur húsfreyju langur,
og til marks um það var til þess
tekið að amma var stundum búin
að sauma heila flík þegar aðrir
komu á fætur að morgni.
Þau hjón eignuðust þijár dætur;
Ásrúnu fædda 16. desember 1919,
dóttur fædda andvana og Ástu
fædda 3. nóvember 1924. Ásrún
var gift Þórhalli Einarssyni bif-
reiðastjóra og eignuðust þau tvö
böm, þau bjuggu allan sinn búskap
í Grindavík. Ásrún andaðist langt
um aldur fram, þann 29. október
1969. Var það afa og ömmu mikið
áfall, en guðstrúin veitti þeim styrk
þá eins og alltaf áður. Ásta er gift
Júlíusi Sigurðssyni skipstjóra og
eiga þau fimm böm. Þau hafa allt-
af búið í Hafnarfírði.
Mjög var þeim afa og ömmu
Staðarhverfið kært. Þar fæddust
og uxu úr grasi dætur þeirra og
þar sáu þau strit hversdagsins bera
ávöxt. Afi hafði alltaf nokkum bú-
skap, bæði kýr og kindur, samhliða
sjósókninni. Kom það æði oft í
ömmu hlut að annast um skepnum-
ar, sérstaklega hin síðari búskapar-
ár þeirra í Móakoti, því í kringum
1940 varð afi að hætta sjómennsku
sökum heilsubrests og fara að vinna
í landi. Þá var ekki vinnu að hafa
nema í Jámgerðarstaðahverfí, því
varð það að árið 1945 flytjast þau
frá Móakoti að Nesi í Jámgerðar-
staðahverfi.
Ég, sem þessar línur rita, dvaldi
oft vegna heilsubrests móður
minnar langdvölum hjá afa og
ömmu. Eftir að móðir mín fékk
heilsuna aftur lét ég það ekki aftra
mér þótt nokkur vegalengd aðskildi
hverfín, að leggja land undir fót
þótt stuttur væri, mislíkaði mér eitt-
hvað heima. Þar var mér alltaf tekið
opnum örmum og kom það þá í
hlut afa að fara og gera grein fyr-
ir ferðum mínum og fá þá jafíivel
dvalarleyfí fyrir mig til eins eða
tveggja daga.
Amma vann aldrei utan heimilis,
hennar starfsvettvangur var heimil-
ið og umhyggja hennar fyrir sínum
nánustu var sett öllu ofar. Hún var
sérstaklega nærfærin við sjúka og
var oft leitað til hennar í sambandi
við slíkt, sjálfsagt hefur hún margt
lært af Guðrúnu móður sinni, en
hún var með fyrstu lærðu ljósmæðr-
um þessa lands. Guðrúnu og mann
hennar, Halldór, tóku amma og afi
til sín að Móakoti og dvöldust þau
hjá þeim til æviloka og eru þau
bæði jarðsett í Staðarkirkjugarði.
Fæðingarsveit ömmu, Selvogur-
inn, var henni alltaf mjög kær, hún
ljómaði alltaf þegar minnst var á
þann stað og Strandarkirkja var svo
sannarlega hennar guðshús.
Þegar árin færðust yfír og þeim
hjónum fannst þau ekki geta að
öllu leyti séð um sig sjálf ákváðu
þau að fara á dvalarheimili fyrir
aldraða og 9. nóvember 1977, þeg-
ar Hrafnista í Hafnarfirði var vígð,
urðu þau fyrstu vistmennimir þar.
Þá voru þau komin í nábýli við
Ástu dóttur sína, Júlíus mann henn-
ar og böm þeirra. Þegar þau fíuttu
frá Grindavík fannst langafa- og
ömmubömunum hér æði tómlegt
þegar ekki var lengur hægt að
koma við f Nesi og heilsa upp á
þau, en minningin um þessi góðu
hjón fylgir þeim langt út yfír gröf
og dauða. Dvöl afa á Hrafnistu var
stutt en góð, hann andaðist í svefni
15. mars 1978. Þá sýndi amma enn
einu sinni hvílíkur kjarkur og æðru-
leysi henni var gefíð. Almættið hlúir
að þeim sem á það treysta.
Ámma var alla tíð mikil hann-
yrðakona og þegar amstur hvers-
dagsins minnkaði sat hún öllum
stundum við að sauma, hekla eða
pijóna og eiga bamaböm og fleiri
ættingjar hennar margt fallegt eft-
ir hana.
Þótt amma hafí verið komin á
nítugasta og níunda aldursárið hélt
hún fullri dómgreind allt fram á
síðustu daga. Hún hafði stálminni
og var hafsjór af fróðleik bæði úr
fortfð og nútíð, því alla tíð fylgdist
hún vel með atburðum líðandi
stundar. Þessir síðustu haustmán-
urðir urðu henni erfíðir því þá
veiktist hún þannig að hún fann
að leiðarlok vom í nánd en það var
hún farin að þrá.
Nú að Ieiðarlokum er mér efst í
huga þakklæti til þessarar góðu
konu sem í engu mátti vamm sitt
vita. Þakklæti til allra sem reynd-
ust henni svo vel, þar ber fyrst að
telja dóttur hennar Ástu, Júlíus
mann hennar og þeirra böm, því
varla leið sá dagur að eitthvert
þeirra kæmi í heimsókn og gleddu
hana með nærveru sinni. Forstöðu-
og starfsfólki Hrafnistu í Hafnar-
fírði eru færðar alúðarþakkir fyrir
þá góðu umönnun sem hún naut
þar og þessu fólki var hún innilega
þakklát. Sérstakar þakkir vil ég
færa Guðbjörgu Jónsdóttur frá
Sjónarhóli í Hafnarfírði fyrir þá
miklu tryggð og vináttu sem þessi
aldna heiðurskona sýndi ömmu, en
hún sat við sjúkrabeð hennar svo
oft sem hún gat uns yfír lauk. Að
t
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
KRISTMUNDUR BALDURSSON,
verkstjóri,
Njarðvflcurbraut 22,
Njarövflc,
varð bráökvaddur fimmtudaginn 4. desember.
Björg Krlstlnsdóttlr,
Pálína,
Anna,
Hulda,
Broddi.
t
Eiginkona mín og móöir okkar,
ÞÓRDÍS HÓLM SIQURÐARDÓTTIR,
andaöist á Landspítalanum 4. desember.
Guölaugur Stefánason,
Sólveig og Hllmar.
t
Útför móður minnar,
GUÐMUNDU BJARNADÓTTUR,
Lönguhlfö 23,
fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 8. desember kl. 13.30.
Grótar Sigurösson.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu viö fráfall og útför,
ÁGÚSTS ÞORVALDSSONAR,
á Brúnastöðum,
Guö blessi ykkur öll.
Ingveldur Ástgeirsdóttlr,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu viö fráfall
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ARA L. JÓHANNESSONAR,
Neöstutröö 2,
Kópavogi.
Áágeröur Einarsdottir,
Einar Arason,
Karl Arason,
Jóhannes Arason,
Arnfrföur Aradóttir,
Haukur Matthfasson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug viö fráfall og útför
bróður okkar og mágs,
ÓLAFS ALBERTSSONAR,
frá Hesteyri.
Elfsabet Albertsdóttir,
Emilfa Albertsdóttir,
Helga Albertsdóttir,
Borghild Albertssori,
Hrefna Magnúsdóttir
og systkinabörn.
endingu vil ég þakka ömmu fyrir
allt sem hún var mér og fjölskyldu
minni. Ég hef þá trú að hún sé nú
komin til æðri og betri heima og
hafí sameinast þeim sem á undan
eru farnir og henni voru kærir.
„Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“
Ættingjum og vinum hennar sendi
ég dýpstu samúðarkveéyur. Hönd
Guðs leiði ykkur.
Kristinn H. Þórhallsson
Helga Ásmundsdóttir fæddist í
Nesi í Selvogi 1888 og ólst þar
upp. Leiðin lá síðan til Grindavíkur,
þar sem hún bjó í nær 60 ár, þar
af 25 ár í Móakoti í Staðarhverfi.
Þar verður hún jörðuð í dag.
Helga varð rúmlega 98 ára göm-
ul. Á afmælisdaginn í sumar dvaldi
hún langa stund með ættingjum og
vinum og gjörði þeim glaðan dag.
Þess minnumst við nú og margra
góðra og skemmtilegra smaveru-
stunda. I glímu sinni við Elli kerl-
ingu hélt hún vel skýrleik sínum
og minni. Frásagnir hennar frá
löngu liðnum tíma eru lifandi og
eftirminnilegar, hvort sem var frá
vinnumennskuárum austur í sveit-
um nálægt aldamótum eða lífinu í
Staðarhverfí og atburðum þar.
Sá er þetta ritar tengdist §öl-
skyldu Helgu fyrir 12 árum og
þakka ég henni umönnun og nær-
gætni við mig og mína fyrr og
síðar. Hún fylgdist ótrúlega náið
með högum síns fólks og engu
líkara en hún fyndi á sér hvemig
leið. Það var unun að fylgja smáum
langömmubömum á hennar fund
og sjá hvemig hún náði til þeirra
með hlýju og einlægni og hve þau
virtu hana og dáðu. Þannig held
ég að þetta hafí verið með alla
ættliði fjölskyldunnar. Hún náði til
þeirra yngstu og hélt traustum
böndum við þá eldri og naut virðing-
ar þeirra og aðdáunar.
Fyrir þetta og margt fleira á hún
þökk okkar allra. Hvfl í friði.
Stefán Bergmann
Þegar ég sest niður til þess að
skrifa nokkur kveðjuorð til
langömmu minnar, Helgu Ás-
mundsdóttur, er vissulega margt
sem mér kemur í hug. Ég skil hve
heppin við bamaböm hennar vorum
að fá að alast upp við ástríki slíkrar
konu sem hún var.
Við dáðumst oft að þvi hversu
fordómalaus hún var gagnvart okk-
ur, unga fólkinu, við áttum alltaf
skilning hennar vísan hvað sem við
tókum okkur fyrir hendur. Það var
aldrei neitt kynslóðabil í samskipt-
um hennar við okkur. Bama- og
bamabamabömin áttu hug og
hjarta ömmu. Það var notalegt til
þess að vita að hún fylgdist með
okkur og mundi eftir okkur hveiju
og einu.
Amma hafði minni á við unga
stúlku og það var alltaf gaman að
spjalla við hana því hún var vel
inní flestum þeim málum sem hæst
bar hveiju sinni. Sérstaklega fylgd-
ist hún með málum er vörðuðu
Grindavík. Mér er það minnisstætt
þegar ég heimsótti hana í haust og
hún lá fársjúk, þá spurði hún mig
hvort ekki gengi vel með laxeldið
í Staðarhverfinu. Amma gat einnig
sagt okkur sögur og ýmsan fróðleik
frá uppvaxtarárum sínum og bú-
skapnum í Staðarhverfínu.
Þegar amma og afí bjuggu í
Nesi hér í Grindavík vorum við
systkinin oft daglegir gestir, þar
var alltaf gaman að koma. Afí hafði
einnig sterkan persónuleika, svo
hress og skemmtilegur sem hann
var. Það var því engin lognmolla í
kringum þau hjónin og oft glatt á
hjalla í Nesi sérstaklega þegar allir
afkomendur þeirra voru saman
komnir í litla húsinu. Vissulega
söknuðum við þess að geta ekki
komið við í Nesi eftir að amma og
afí fluttust á Hrafnistu í Hafnar-
firði, en við heimsóttum þau þangað
þegar við gátum. Nú þegar þau eru
bæði horfín okkar sjónum eigum
við margar og góðar minningar
eftir. Systkini mín, maðurinn minn
og dóttir þökkum elsku ömmu sam-
fylgdina.
Valdís Inga Kristinsdóttir