Morgunblaðið - 06.12.1986, Síða 78
Bobby Robson
ráðinn fram yfir
HM á Ítalíu
- Bryan Robson hefur góð laun
Frá Bob Hennessy, fréttamanni Morgunblaðsins á Englandi.
BOBBY Robson, þjáifari enska
landsliðsins, hefur gert samning
við enska knattspyrnusambandið
fram yfir næstu heimsmeistara-
keppni á Ítalíu 1990. Hann mun
hafa um 75 þúsund pund í árs-
tekjur hjá sambandinu.
Wimbledon, sem kom upp úr
2. deild í fyrra, vill fá að setja upp
gervigrasvöll. Tíu félög í deildar-
keppninni vilja setja upp gervigra-
svöll. Nú eru fjögur lið með
gervigras í Englandi QPR og Lu-
ton, sem leika í 1. deild, og Oldham
og Preston.
Vikukaup Robsons
145 þúsund íslenskar
Það kostar mikla peninga að
reka knattspyrnulið eins og Manc-
hester United. Ellefu leikmenn
v United hafa meira en 50 þúsund
pund á ári, eða um 3 milljónir
íslenskar. Tekjuhæstur þeirra er
fyrirliðinn, Bryan Robson, hann
hafði um 2400 pund (145 þúsnd
íslenskar) á viku. Hann lék aðeins
26 leiki á síðasta keppnistímabili
og hefur því haft um 4800 pund
(290 þúsnd íslenskar) fyrir hvern
leik, sem gerir 55 pund fyrir hverja
mínútu sem hann spilaði.
Fer Bearndsley
til Liverpool?
Nú eru uppi háværar raddir í
Engalndi um að Peter Bearndsley,
Newcastle, verði næsti kónungur
á Anfield Road í Liverpool. Hann
er sagður kjörinn til að taka stöðu
Kenny Dalglish hjá liðinu. Bearnds-
ley er þó ekki falur fyrir minna en
tvær milljónir punda, hann er
samningsbundinn hjá Newcastle
til þriggja ára. Það er þó ekki talið
útilokað að Liverpool kaupi hann
þegar lan Rush fer til Juventus.
• Bobby Robson, landsliðs
þjálfari Englendinga.
Skíði:
Daníel f 20. sæti
á sterku móti
f Frakklandi
DANÍEL Hilmarsson, skíðamaður
frá Dalvík, hafnaði f 20. sæti af
130 keppendum á sterku svig-
móti í Valthorens í Frakklandi á
fimmtudaginn.
Flestir af bestu skíðamönnum
heims tóku þátt í mótinu og sigr-
aði Bandaríkjamaðurinn Felix
McGrath á tímanum 1.33,58
mínútum. Grega Benedik, Júgó-
slavíu, varð annar á 1.33,83, er.
hann varð sjötti í fyrsta svigi
heimsbikarsins um síðustu helgi.
Þriðji varð Austurríkismaðurinn,
Bernhard Knauss, á 1.33,91 mín.
Tími Daníels var 1.39,83 mínúta,
sem er nokkuð góður árangur þeg-
ar tekið er tillit til þess að þetta
var fyrsta keppni hans í vetur.
Guðmundur Sigujónsson féll úr
keppni í fyrri ferð en hann hafði
mjög slæmt rásnúmer, eða 105.
• Danfel Hilmarsson
Rok Petrovic, sem sigraði í svig-
keppni heimsbikarsins í fyrra, varð
í þriðja sæti eftir fyrri ferð en féll
út í seinni.
íþróttafólk heiðrað í Vestmannaeyjum:
Birgir Ágústsson
íþróttamaður
Vestmannaeyja
- Radinka Hatzig hlaut Guðlaugsbikarinn
Vestmannaeyjum.
VESTMANNAEYINGAR hafa
valið fþróttamann ársins 1986
og veitt ýmsar aðrar viðurkenn-
ingar til afreksfólks f fþróttum.
Þetta er árlegur viðburður í
Eyjum á þessum árstfma og
ávallt er beðið með eftirvænt-
ingu efir fréttum af þvf, hvaða
fþróttafólk hampar hinum
glæsilegu og eftirsóttu verðlau-
nagrlpum sem veíttir eru af-
reksfólkinu.
Á ársþingi ÍBV um síðustu
helgi var kunngert um val íþrótta-
manns Vestmannaeyja 1986 og
varð Birgir Ágústsson, 16 ára
gamall golfleikari, fyrir valinu að
þessu sinni. Sérstök valnefnd
innan ÍBV komst að samdóma
áliti um þessa útnefningu. Birgir
er kornungur og stórefnilegur
golfspilari sem hefur staöiö sig
mjög vel á golfvellinum og vakið
athygli. Hann varð unglinga-
meistari íslands í fyrra og lék i
sumar með unglingalandsliðinu í
Belgíu. Þrátt fyrir ungan aldur
sigraði Birgir í nokkrum sterkum
mótum í Eyjum í sumar og var
framarlega í mfl. á meistaramóti
GV. Hann varð unglingameistari
Vestmannaeyja í golfi í ár. Birgir
er einnig sundmaður góður og
keppir með hinni dugmiklu
sunddleild ÍBV.
Þá var og kunngert á árs-
þinginu hvaða sundmaður hefði
hlotið hinn stórglæsilega Guð-
laugsbikar í ár. Þennan bikar gaf
ÍSÍ til minningar um hið frækilega
sundafrek Guðlaugs Friðþórs-
sonar á sínum tíma. Bikarinn er
veittur þeim sundmanni ÍBV sem
nær bestum meðalárangri i hin-
um fjórum 100 metra sundgrein-
um. Það var hin stórefnilega
sundstúlka, Radinka Hadzig,
sem hlaut Guðlaugsbikarinn ann-
að árið í röð. Hún hefur verið
dugleg við að bæta Vestmanna-
eyjametin og staðið sig með
mikilli prýði á mótum þeim sem
hún tók þátt í á þessu ári. Rad-
inka hlaut 445,5 stig en næstur
henni að stigum varð Arnoddur
Erlendsson með 444,875 stig.
Þriðji í röðinni varð síðan Birgir
Ágústsson, íþróttamaður Vest-
mannaeyja.
Sundfólk ÍBV hefur staðið sig
mjög vel á þessu ári og hefur
verið mikil drift í sunddeildinni
undanfarin ár. Deildin er ekki fjöl-
menn en krakkarnir hafa sýnt
frábæran áhuga og mikla elju-
semi við æfingar og keppni.
Foreldrar krakkana hafa stutt og
starfað með þeim af mikilli fórn-
fýsi og áhuga. Sundfólk úr Eyjum
stóð sig vel á mörgum mótum á
árinu og lið ÍBV vann 3. deild
bikarkeppninnar í sundi með yfir-
burðum. Fjölmörg Vestmanna-
eyjamet hafa fallið á þessu ári.
Árlega eru útnefnd Sund-
drottning og Sundkongur
Morgunblaöið/Sigurgeir
• Radinka Hatzig hlaut Guðlaugsbikarinn annað áriA í röð. Hún ar hór ásamt Guðlaugi Friðþórssyni
og Guðmundi Þ.B. Ólafssyni formanni ÍBV.
Vestmannaeyja. Þau sæmdar-
heiti hljóta þau sem vinna bestu
afrekin á meistaramóti Vest-
mannaeyja í sundi samkvæmt
alþjóðlegri stigatöflu. í ár hlutu
þessi sæmdarheiti þau Radinka
Hadzig og Arnoddur Erlendsson.
-hkj.
• Birgir Ágústsson, iþróttamaður Vestmannaeyja 1986.