Morgunblaðið - 06.12.1986, Síða 79

Morgunblaðið - 06.12.1986, Síða 79
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 79 Heimsbikarinn: Jón Páll ívatnsrúm? JÓNI Páli var í gœr afhent Innsiglað umslag af eigendum verslunarinnar Vatsrúm í Brogartúni 29. Umslag þetta má Jón ekki opna fyrr en á miðnœtti á gamlárskvöld þannig að hann veit ekki enn hvað er f þvf. Fyrirtækið hét á Jón ef honum tækist að endurheimta titilinn „Sterkasti maður heims" og er áheit þetta í umslaginu. Hvort það er vatsrúm sem Jóni er heitið skýrist ekki fyrr en á nýju ári, en þangað til býður Jón og vonar að hann geti hvílst næstu árin í vatnsrúmi. • Það gekk mikið á þegar UBK vann Fram f Höllinni fyrir skömmu 19:21. Um helgina leika Framarar við Víkinga og Breiðablik tekur á móti Valsmönnum f Digranesi. Báðir leikirnir hefjast klukkan 20 á sunnu- dagskvöldið. íþróttir helgarinnar: - UBK gegn Val og Víkingur mætir Fram MIKIÐ verður um að vera f bolta- íþróttum um þessa helgi. Heil umferð verður í 1. deild karla og kvenna í handknattleik og einnig verða margir leikir f neðri deild- unum. Fjölmargir leikir verða á íslandsmótinu í körfuknattleik og blaki. Handknattleikur Haukar og KA mætast í 1. deild karla í Hafnarfiði i dag kl. 14. Á morgun leika Stjarnan og KR í Digranesi kl. 14. Annað kvöld kl. 20 leika Breiðablik og Valur í Digra- nesi, Víkingur og Fram í Laugar- dalshöll og FH og Ármann í Hafnarfirði. Þrír leikir verða í 1. deild kvenna í dag, laugardag. Fram og Víkingur ieika í Laugardalshöll kl. 14. og síðan leika KR og Ármann strax á eftir. ÍBV og FH leika í Vestmanna- eyjum kl. 14.45. Stjarnan og Valur leika í Digranesi á morgun kl. 15.15. Körfubolti Tveir leikir fara fram í úrvals- deildinni á morgun. Fram og Njarðvík leika í Hagaskóla kl. 14 og KR og Valur leika á sama stað kl. 20. KR og ÍBK leika í 1. deild kvenna í Hagaskóla kl. 15.30 á morgun. Á Akureyri leika Þór og ÍS í 1. deild karla í dag kl. 14 og á morgun leika Breiðablik og Grindavík í Digranesi kl. 17. Blak Þrír leikir verða á íslandsmótinu í blaki í dag, tveir á Akureyri og einn í Digranesi. KA og Fram leika í 1. deild karla kl. 14 og í kvenna- deildinni leika KA og Breiðablik kl 15.45. Báðir þessir leikir eru á Akureyri. í Digranesi leika HK og HSK í karlablakinu og hefst leikur- inn klukkan 16.45. Badminton Um helgina fer fram opið af- mælismót í badminton í iþrótta- húsinu á Selfossi. Keppt verður í A- og B-flokki. Keila Síðasta umferðin fyrir jól í 2. deild íslandsmótsins í keilu fer fram í dag og hefst kl. 17.30. Inn- anhússmót Coca Cola í keilu fer fram á morgun og hefst kl. 11.30. Hlaup í dag fer fram víðavangshlaup UMFK í Keflavík. Hlaupið hefst kl. 14 við íþróttavallarhúsið við Hring- braut. í kvennaflokki 15 ára og eldir, drengjaflokki 15—18 ára og karlaflokki verða hlaupnir 8 km. í flokkum 14 ára og yngri verður hlaupnir 4 km bæði í telpna- og piltaflokkum. Verðlaun verða fyrir fyrsta sæti í öllum flokkum. Fimleikar Bikarmót Fimleikasambands ís- lands í fimleikum kvenna og karla fer fram í Laugardalshöll kl. 14.15 á morgun, sunnudag. Alls eru 72 þátttakendur í mótinu og koma þeir frá fjórum félögum. Stórleikir í handboltanum Zurbriggerv eykurenn forystuna PIRMIN Zurbriggen frá Sviss jók í gær forystu sína í heimsbikar- keppninni á skíðum er hann vann brunkeppni sem fram fór i frönsku ölpunum. Zurbriggen er nú með 75 stig í keppninni um heimsbikarinn og hefur nokkurt forskot á Muller sem er í öðru sæti. Þessi sigur var mjög mikilvægur fyrir Zurbriggen því þetta var fyrsti sigur hans í Evrópu í rúmt ár og veitir honum eflaust sjálfstraust í þeim mótum sem eftir eru í Evrópu. í fyrra meiddist Zurbriggen í þessari sömu braut með þeim af- leiðingum að hann varð að hætta keppni í nokkrar vikur og kostaði það hann trúlega titilinn í fyrra. í gær geystist Zurbriggen niður hina 3.354 metra löngu braut á tveimur mínútum 0.98 sekúndum og var sigur hann nokkuð öruggur því Markus Wasmeier frá Þýska- landi varð annará2:01.15 sekúnd- um. í þriðja sæti varð Michael Mair frá Ítalíu á 2:01.34 og Stefan Niederseer frá Austurríki varð fjórði á 2:01.65. Landi Zurbriggen, Peter Múller, varð í fimmta sæti á 2:01.74. „Þetta var mikilvægur sigur fyrir mig. Ég var dálítið hræddur vegna meiðslanna sem ég fékk hér í fyrra en þegar ég kom að staðnum þar sem ég datt þá ákvað ég að láta bara vaða. Ég held ég hafi stokkið eina 70-80 metra þarna og það var ekkert mál,“ sagði Zurbriggen eftir að hann kom í mark. „Ég er búinn að býða í þrjú ár eftir því að byrja vel í keppninni og nú finn óg að ég get unnið þau mót sem ég tek þátt í þannig a£^ ég ætti að hafa góða möguleika a að vinna titilinn," sagði svisslend- ingurinn hinn ánægðasti með sigurinn. Röð efstu manna í keppninni um heimsbikarinn er nú þannig: Zurbriggen ............. 75 stig Muller ................. 51 stig Richard Pramotton ...... 40 stig Heinzer ................ 39stig Wasmeier ............... 37 stig Alpiger ................ 34stig Stock .................. 34 stig Stenmark ............... 25stig JoelGaspoz ............. 23stig Hubert Strolz .......... 23 stig JonasNilson ............ 20stig Girardelli ............. ISstig^,.. Sigurður setti sveinamet SIGURÐUR Þorleifsson setti f vikunni glæsilegt sveinamet í langstökki á innanfélagsmóti hjá KR sem haldið var í Baldurshaga.^ Sigurður stökk 6.65 metra en eldra metið átti Sigurður Sigurðs- son og var það 6.59 metrar. Sigurður er aðeins 16 ára gam- all og á framtíðina fyrir sér í þessari grein. „Þessi drengur á eftir að ná langt. Hann er „super maður" og á eftir að stökva yfir sjö metrana á næstunni," sagði Valbjörn Þor- láksson í samtali við Morgunblaðið en Valbjörn þekkir vel til Sigurðar. Morgunblaðið/Bjarni Millertil Hibs Frá Bob Hennessy, fréttaritara Morgunblaðslns á Englandi. SKOSKA fólagið Hibernian hefur ráðið til sfn nýjan framkvæmda- stjóra fyrir John Blackley sem var Leiðrétting FUNDUR HSÍ með forráðamönn- um handknattleiksdeilda verður f dag klukkan 14 en ekki á morgun eins og við sögðum á miðviku- daginn. rekinn fyrir hálfum mánuði. Sá nýji heitir Alex Miller og er stjórl hjá St. Mirren og hefur verið þar f tvö ár. Miller mun stjórna Hibs í dag á heimavelli gegn Rangers en ekki er enn vitað hver tekur við hjá St. Mirren. Forráðamenn Hibs fengu hvorki fleiri né færri en 50 umsókn- ir um stöðu framkvæmdastjóra félagsins og þeir völdu sem sagt Alex Miller úr þeim hópi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.