Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 Minar bestu þakkir til allra þeirra sem glöddu mig meö heimsóknum, skeytum og gjöfum á 80 ára afmœli mínu 29. < nóvember sl. Svavar Sigfinnsson, Máshólum 10, Reykjavík. MAHHFÓLKIÐ HIH DÝRIH n BÓKAÚTGÁFAN RAUDSKINNA * A A * 1 Á * Jólatilboð! # Meiabo Borvél með meiru Kraftmikil 480w borvél meö Vi" patr- ónu, stiglausri hraðastillingu, afturábak og áfram snúningi og höggi. Auðvelt að breyta í skrúfvél. Vandaður gripur í góðri tösku. kr. 6.970,- RB. BYGGINGAVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. Búnaðarfélag Fljótsdalshrepps: Farið fram á leiðrétt- ingu fullvirðisréttar Geitagerði, Fljótsdal. BÚNAÐARFÉLAG Fljótsdals- hrepps hefur samþykkt að fara fram á leiðréttingu á hlutdeild héraðsins V- framleiðslu sauð- fjárafurða. Á fjölmennum fundi í félaginu var þetta samþykkt. Tvær tillögur um landbúnaðar- mál komu fram á fundinum og voru þær báðar samþykktar. Fyrri tillagan sem samþykkt var frá stjórn Búnaðarfélagsins og var hún svohljóðandi: „Fundur haldinn í Búnaðarfélagi Fljótsdalshrepps 27. nóv. 1986 mótmælir skerðingu á búum, sem eru undir 300 ærgildum á þeirri forsendu, að engin fjölskylda lifir á minna búi. Með þeirri stefnu, sem mörkuð hefur verið, sýnist okkur að einstök byggðarlög hljóti að fara í eyði, þar sem ekkert tillit er tekið til aðstæðna og byggðarsjónarmiða. Varðandi aðstöðu okkar í Fljóts- dalshreppi bendum við á eftirfar- andi: Bú eru smá og möguleikar vart aðrir fyrir hendi en sauðfjárbúskap- ur. Afréttarlönd eru víðáttumikil og jafnvel talin vannýtt. Fjallskil kosta því mikinn mann- afla og eru tímafrek og væru óviðráðanleg fáum. Grisjun byggðarinnar frá því sem þegar er orðin, gæti hæglega leitt til auðnar. Með þetta í huga lítum við boðaða skerðingu mjög alvarleg- um augum og teljum hana orka tvímælis, svo ekki sé meira sagt. Það hefur aukið á vandræði okkar, að árin '84 og '85, sem skapa full- virðisréttinn, eru einhver lélegustu afurðaár hér í sveit í langan tíma. Samþykkjum við því að fara fram á leiðréttingu, svo að byggð megi haldast hér áfram eins og hún hef- ur gert um aldir. Teljum við það best tryggt með því, að við höldum kvótanum okk- ar, sem var langt undir landsmeðal- tali. Til vara förum við fram á, að framleiðsla áranna '83 og '86 mæli allan fullvirðisréttinn, því fram- leiðsla þeirra ára mun vera hér með eðlilegum hætti í flestum tilfellum." Hin tillagan var svohljóðandi, en hún var borin upp af Guttormi V. Þormar: „Fundur í Búnaðarfélagi Fljótsdæla haldinn fimmtudaginn 27. nóv. 1986 varar alvarlega við skipulagslausum búmarkskaupum Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og bendir á eftirfarandi í því sambandi: I. Fyrirsjáanlegt er, að með kaup- um á fullvirðisrétti getur svo farið í mörgum tilvikum, að heil byggðar- lög leggist í auðn, þar sem eðlilegu samfélagi verður ekki lengur haldið uppi. II. Leið sú, sem boðuð hefur verið, getur því aðeins komið til greina, að hún sé í fullu samráði við við- komandi sveitarstjórnir. III. Tilboð þau, sem sett hafa verið fram, þ.e. um kaup á fullvirðis- rétti, koma fram á alröngum tíma árs. IV. Framleiðsla þeirra, er fram- leiddu minna en 300 ærgildisafurðir mjólkur og sauðfjárafurða verð- lagsárið 1985-1986 og höfðu meirihluta tekna sinna af mjólkur- framleiðslu og sauðfjárrækt á árunum 1984 og 1985, falli ekki undir skerðingarákvæði. V. Fundurinn telur, að hér sé ekki vandamál einnar stéttar að ræða, heldur samfélagslegt vandamál. Landsbyggðin öll, þar með talið þéttbýlið allt í kringum landið, á hér alvarlegra hagsmuna að gæta." G.V.Þ. * 1 É. * ± J * * ABREFAz SJÓÐURINNHF veitir einstaklingum tækifæri til góðrar ávöxtunar í hlutabréfum með samspili skattfrádráttar og arðsemi traustra atvinnufyrirtækja. Til sölu eru hlutabréf í nýstofnuðu hlutafélagi Hlutabréfasjóðnum hf. Hlutabrófasjóðurinn hf. uppfyllir skilyrði laga nr. 9 frá 1984 um skatt- frádrátt. I þvi felst að kaup einstaklinga á hlutabréfum í sjóðnum eru frádráttarbær frá skatti upp að vissu marki. (Samkvæmt stjórnarfrumvarpi verður heimill frádrátturvegna hlutabréfakaupa íárkr. 44.540 hjá einstaklingum og kr. 89.080 hjá hjónum). Hlutabréfasjóöurinn hf. mun nota ráð- stöfunarfé sitt til kaupa á hlútabréfum og skuldabréfum traustra fyrirtækja. Hlutabróf Hlutabréfasjóðsins hf. selja eftirtaldir Verðbrefamarkaöur Fjárfestingarfélagsins Fjárhúsinu, Hafnarstræti 7, 101 Reykjavík, sími 28566. KAUPÞING HF. Húsiverslunarinnar, sími 686988. aðilar: HMARK Hlutabrefamarkaðurinn hf. Skólavörðustíg 12, 3.h., Reykjavík, sími 21677. Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hf. Ármúla 7, 108 Reykjavík, sími681040. Hlutabréfasjóöurinn hf. hefur nú þ&gar keypt hlutahréf og skuldabréf eftirtalinna aðíla: Almennra trygginga M. Tollvörugeymslunnar hf. Eímskipafélags íslands hf. Glitnis hf. Ham'piðjunnar hf. Samvinnusjóðsins hf. Flugleiða hf. Siátufélags Suðurlands fðnaðarbankans hf. og búnaðardeíldar SÍS. Verzlunarbankans hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.