Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 72
tfgmtfyUtitffe STERKTKDRT MlftVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Deila beitningarmanna og útgerðar- manna í Keflavík harðnar: Verkfallsverðir -hirtu fjölda bjóða Eigandinn kærði þjófnað til lögreglunnar MIKILL hiti var í gær kominn f kjaradeilu beitningarmanna og útvegs- manna í Keflavík og nágrenni. Beitningarmenn tóku í sína vðrslu 47 bjóð af vörubfl fyrir utan heunili Garðars Magnussonar, útgerðar- manns, þar sem þeir tðidu að verkfallsbrot hefði verið framið er þau voru beitt. Garðar var ekki heima er bjóðin voru tekin og kærði hann þjófnað á þeim til lðgreglunnar. Sáttafundur í deilu þessari hófst á miðnætti í gær. Verkfallsverðir beitningarmanna tóku 47 bjóð af vörubíl Garðars Magnússonar, útgerðarmanns Boða GK, fyrir framan heimili hans í gærkvöldi. Fyrr hafði hann reynt að koma þeim um borð í bátinn, en ^jserkfallsverðir hindruðu þá ætlan. Ók hann að svo búnu heim með bjóð- in á vörubfl, en beitningarmenn fylgdu honum eftir og urðu sér út um vörubíl og tóku bjóðin í sína vörslu. Þau eru nú geymd fyrir utan - , hús Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Beitning- armenn töldu að framið hefði verið verkfallsbrot með beitningu þessara bjóða og útgerðarmaðurínn hafi fengið menn til að beita bjóðin á fölskum forsendum. Garðar Magnússon sagði i sam- við Morgunblaðið, að þessi atburður væri rétt eins og hver ann- ar þjðfnaður og ætti ekkert skylt við verkfallsvörslu. Beitningarmenn hefðu hindrað sig í að koma bjóðun- um í borð um bátinn án þess að hafa til þess nokkurn rétt. Hann hefði þá haldið heim og farið á fund útvegsmanna til að ræða hvað gera skyldi. Er hann hefði komið heim, hefði allt veríð horfíð, 47 bjóð, og ekkert annað að gera en að kæra þjófnað. Hann sagði að bjóðin hefðu verið beitt í beitningarskúr sínum og ekkert hefði verið athugavert við það. ^Tal Helztu kröfur beitningarmanna eru að réttur þeirra til launa í veik- indum eða vegna slysa verði sá sami og hjá landverkafólki, kauptrygging verði samsvarandi 13 setningum á mánuði, en hver setning samsvarar 8 bjóðum. Þeir vilja fá hækkun á greiðslu fyrir hvern bala úr 375,60 í 440,20 krónur, hvort tveggja með orlofi. Halldór Ibsen, framkvæmdastjóri Útvegsmannafélags Suðurnesja, sagði í samtali við Morgunblaðið, að útvegsmenn vildu að þeir tækju laun samkvæmt hlut eins og aðrir, sem lifðu af þessum veiðum. Við það öðluðust þeir sömu friðindi og sjó- menn. Það vildu beitningarmenn ekki fallast á og heldur vera í ákvæðisvinnu en með réttindi fast- ráðins fólks. sjá bls. 28. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Verkfallsverðir flytja bjóðin af vörubíl Garðars Magnússonar, útgerðarmanns, yfir á eigin vörubfl fyr- ir utan heúnili Garðars á ellefta tímanum í gærkvöldi. Mikil fundahöld sjálfstæðismanna um Borgarspítalann: Akvörðun um sölu spítal- ans tekin ínnan fárra daga «| £t DAGAR TIL JOLA MIKIL fundahðld voru í gær um fyrirhugaða sðlu Borgarspítal- ans. Fundur var með starfsfólki Borgarspítalans, þingmðnnum Reykjavíkur og borgarf ulltrúum, þar sem starfsfólk mótmælti fyr- irhugaðri sðlu spftalans. Að sðgn Daviðs Oddssonar borgarsrjóra verður ákvörðun um framtíð spitalans tekin innan fárra daga. Þingflokksfundur sjálfstæðis- manna var halHinn í gærkvðldi þar sem hugmyndir um sðlu spitalans voru ræddar og verður annar fundur haldinn í dag. Sam- kvæmt heimildum blaðsins munu sumir sjálfstæðismenn vera andvígir sðlunni og enn aðrir vilja fresta ákvðrðun máisins um a.ra.k. ár. Miklar umræður urðu á fundi með starfsfólki Borgarspítalans, þing- mönnum og borgarfulltnium. Ólafur Þ. Jónsson, formaður læknaráðs Borgarspítalans sagði að enginn þeirra er tóku til máls hefði verið meðmæltur sölu spítalans, nema Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðis- ráðherra. Pundur var haldinn í fulltniaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í gær og mættu Davíð Oddsson og Ragnhildur Helgadóttir á fundinn og kynntu fyrirhugaðar söluhug- myndir. Engar samþykktir voru þó gerðar á fundinum, en í fulltrúarað- inu kom fram andstaða við hug- myndirnar í fyrradag. Fundur var haldinn í þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi. Fundurinn hófst klukkan níu og stóð fram yfir miðnætti, og verður annar fundur haldinn í dag. Að sögn Ragn- hildar Helgadóttur heilbrigðisráð- herra vom málin rædd vandlega. Þorsteinn Pálsson f ormaður Sjálf stæðisflokksins: Ný kynslóð í ríkisstjórn fyrir sjálfstæðismenn ÞORSTEINN Páisson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í beinni útsendingu í Stöð 2 í gærkvöidi, að færí hann með forystu í flokknum við myndun ríkisstjórnar að loknum þingkosningum myndi ný kynslóð manna skipa ráðherraembætti að háifu sjálf- stæðismanna. Þá sagðist hann ætla að breyta starfsháttum á þann veg, að hann myndi sjálfur gera tillðgur um menn í emhættin. Þorsteinn Pálsson sagði, að það hefðu orðið kynslóðaskipti í for- ystu Sjálfstæðisflokksins. Það væri eðíilegt, að það yrðu fleiri fulltrúar nýrrar kynslóðar í ríkis- stjórn fyrir flokkinn en nú er, þegar hann gengi næst til stjórn- armyndunar. Það ¦væú ljóst, að einhverjir af núverandi ráðherrum flokksins yrðu að víkja. Þorsteinn sagði, að það myndi að sjálfsögðu ráðast af því, hvaða ráðherraembætti flokkurinn fengi í sinn hlut, hvernig tillaga sín yrði. Hann minnti á, að þingflokk- ur sjálfstæðismanna hefði síðasta orðið um ráðherraefni flokksins. Hann ætlaði á hinn bóginn að breyta um starfshætti frá því, sem verið hefði undanfarin ár og taka að nýju upp þá skipan, að formað- ur flokksins legði ákveðna tillögu um menn fyrirþingflokkinn. Hann taldi ekki tímabært að nefna nokkra einstaklinga. Morgunblaðið/Þorkell Mjög fjölmennur fundur var haldinn í Borgarspítalanum í gær með starfsfólki spitalans, ráðherrum, þingmönnum og borgarfulltrúum. Agreiningiir tefur talningu verulega béffrOb ° o TALNING atkvæða í prófkjðri Alþýðuflokksins á Vestfjðrðum var enn ekki hafin á miðnætti i nótt vegna ágreinings í kjðdæmisráði. Þó var búist við að talning hæfist f nótt. Meginágreiningsefnin munu tvö. Deilt er um 12 atkvæði frá Hólmavík, sem stuðningsmenn Sighvats Björg- vinssonar telja að hljóti að hafa verið greidd eftir kjördag og 28 atkvæði frá Bolungarvík, sem menn Sighvats segja að greidd hafi verið af mönnum flokksbundnum í öðrum flokkum. Baráttan millí Sighvats og Kar- vels Pálmasonar er mjög tvísýn. Um 1300 manns greiddu atkvæði í próf- kjörinu, en í síðustu kosningum fékk Alþýðuflokkurinn 903 atkvæði. Úlfar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.