Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1986 37 og það þótt þeir viti, að gyðingur, sem vill flytjast burt, missir líklega vinnuna, sætir ofsóknum og verður hugsanlega dæmdur í margra ára fangelsi eða útlegð. Hrottaskapurinn, sem fyrri stjórnir hafa jafnan sýnt gyðingum og andófsmönnum, er jafnvel enn augljósari af hendi áróðursmeistar- ans Mikhails Gorbaehev. Þrátt fyrir það hefur Sovétmönnum orðið vel ágengt í að búa til aðra og fegurri mynd af Gorbachev og alræðis- stjórninni, sem hann veitir forstöðu. Meðan á Daniloff-málinu stóð töldu margir vestrænir blaðamenn, að handtaka fréttamannsins bryti í bága við stefnu Gorbachevs og að KGB hlyti því að hafa tekið fram fyrir hendur honum. Þessar vanga- veltur sýna hve vel einræðisstjórn- inni hefur tekist að koma því inn hjá fólki, að hún eigi eitthvað sam- eiginlegt með Bandaríkjunum og öðrum frjálsum þjóðum hvað varðar siðferðilegt mat og mannréttindi. Hugtakabrengl Hvernig hefur Sovétstjórnin farið að við að koma sér upp þessari ímynd? Ein aðferðin er að hamra á þeim hugtökum, sem Vestur- landabúar eru vanir - „lögmæti", „lýðræði", „þjóðþing';, „réttarhöld" og „lögfræðingar". Ollum þessum orðum, sem eiga við í lýðræðisþjóð- félagi, er ætlað að gefa til kynna, að eitthvað sé sameiginiegt með bandarísku^ réttarfari og sovéska Gúlaginu. Ég hef skoðað fangelsi í ísrael og get því borið um það sjálf- ur, að á Vesturlöndum á jafhvel orðið „fangelsi" ekkert skylt við þær prísundir, sem ég hef séð í Sovétríkjunum. Sambandið, sem er á niilli Bandaríska lögmanriafélags- ins og þeirra, sem þeir halda að séu kollegar sínir í Sovétríkjunum, sýn- ir best hve aðferðin er árangursrík. Því miður er það svo, að raun- verulegir starfsbræður bandarísku lögfræðinganna, þeir, sem vilja vinna í anda réttlætis og laga, eru á bak við lás og slá víða um Sov- étríkin. Ég var í Hollandi nýlega og hitti þar fyrir hóp manna, m.a. fulltrúa kirkjufélaga, friðarhreyfinga, Am- nesty International, óháðra kommúnistaflokka og verkalýðs- félaga. Ég sagði þeim, að mér liði eins og ég væri aftur staddur öfugu megin við rimlana því að í Sovétríkj- unum væri aðeins hægt að finna þeirra líka í fangelsi. Tilraunir Sov- étmanna til að flagga með eftirlík- ingar af svona samtökum sýna hve stjórnvöld telja það mikilvægt, að fólk haldi, að vestrænt gildismat ráði einnig austur þar. Helsinki-fundurinn í Vín og leið- togafundurinn í Reykjavík, annar um mannréttindamál og hinn um afvopnun, eru greinar á sama meiði og óaðskiljanlegir. Eftir fundinn í Reykjavík kváðust talsmenn Gorbachevs gera sér fulla grein fyrir því en sneru síðan öllu á hvolf. Mannréttindi tekin sem gísl Sovétmenn, sögðu þeir, eru til- búnir til að gefa eftir hvað varðar sovéska gyðinga en áhersla Reag- ans, Bandaríkjaforseta, á geim- varnaáætlunina er hér Þrándur í Götu. Þessi augljósa atlaga að varn- arstefnu forsetans er dæmd til að mistakast. Hún er byggð á þeim misskilningi Sovétmanna, að leyfi- legt sé að taka mannréttindin í gíslingu til að ná fram meiri eftir- gjöf í öryggismálunum. Með tilvísan til þessara undarlegu skoðana hafa sumir vestrænir fréttaskýrendur bent á, að kannski væri rétt að leggja minni áherslu á mannréltind- in og lækka þannig verðið, sem Sovétmenn setja upp fyrir að fylgja Helsinki-sáttmálanum. Frjálsum þjóðum ber skylda til að skýra út sambandið á milli ör- yggismála og mannréttinda. Aherslan, sem vestrænar þjóðir leggja á raunverulegt frelsi í Sov- étríkjunum, er engin uppgerðar- krafa, sem sovéskir samningamenn geta svarað með gagnkröfu. Hels- inki-sáttmálinn skyldar Sovét- stjórnina til að virða borgaraleg réttindi og í honum eru framtíð- arsamskipti Austurs og Vesturs bundin því, að við samninginn sé staðið. Skyldu kröfur okkar um mannréttindi og brottflutningsleyfi valda því, að Sovétmenn gera sífellt meiri gagnkröfur? Ættum við að hætta þeim? Verslum ekki með fólk Svarið er afdráttarlaust nei. Við erum ekki á neinum uppboðsmark- aði. Við megum ekki nota gyðinga sem gjaldmiðil fyrir eða gegn geim- varnaáætluninni. Við getum ekki fallist á þann skilning Sovétmanna, að rétt sé að versla með líf manna. Við verðum að herða baráttuna fyrir frelsi allra samviskufanga. Við verðum að berjast fyrir því, að sov- éskir gyðingar fái að flytjast úr landi. Raunverulegur árangur í af- vopnunarviðræðum er kominn undir árangri í þessum efnum. Ef þetta fólk fengi frelsi myndi það sýna, að Sovétmenn hefðu í raun stigið skref í átt til gagn- kvæms trausts og skilnings. Við, sem ekki viljum slá af kröfunum gagnvart Sovétmönnum, vitum, að það erum við, sem erum að leggja grunninn að gagnkvæmu trausti og búa í haginn fyrir raunverulegri afvopnun. Þessi eru tengslin milli Reykjavíkur og Vínar. Höfundw var isovéskum fmiga- búðum frá árínu 1978 þar til hmm varlátinn Imis ífebrúaráþessu árí. Hann ernú búsettur íísrael. Greinþessi birtist upphaflega i The WaiIStreetJournal Of margir f arsímar í Reykjavík: Rásum fjölgað í byrjun janúar RÁSUM i móðurstöðvum far- símakerfisins verður fjölgað um næstu áramót til að bregðast við örri fjölgun notenda. Að sögn Ólafs Indriðasonar, deildarstjó- ara tæknideildar Pósts og Síma, rikir nú hálfgert vandræða- ástand i farsímamálum í Reykjavík og á nokkrum stöðum úti á landi. Um síðustu helgi höfðu verið seldir 1940 farsimar. Fimm mánuðir eru liðnir eru síðan kerfið var opnað. Til sam- anburðar eru jafn margir far- símar á íbúa í Finnlandi þar sem kerfið var sett upp fyrir fimm árum. Ólafur sagði að kerfið hefði upp- haflega verið miðað við 2000 síma, með jafnri dreifingu á öllu landinu. í ljós hefur komið að notkunin í Reykjavík er mun meiri en búist var við. Móðurstöðvar sem þjóna farsímum á höfuðborgarsvæðinu eru fjórar, á Öskjuhlíð, Þorbjarnar- fjalli við Grindavík, Skálafelli og á Akranesi. Nú eru 28 rásir í þessum stöðvum en þeim verður fjölgað í 60 um áramótin. Einnig er fyrir- huguð stækkun á stöðvunum í Grímsey, Vestmannaeyjum, Höfn í Hornafirði og Þverfjalli í ísafírði. Ólafur sagði að víða úti á landi væru móðurstöðvar aðeins búnar tveimur rásum. í bígerð væri að stækka þessar stöðvar um helming. Níutíu og fjórar rásir væru í notkun á öllu landinu en í vetur yrði þeim fjölgað um a.m.k. 50%. Hvort frara- hald yrði á þeirri vinnu næsta sumar væri hinsvegar vafa undirorpið, þar sem ýmsar blikur væru á lofti í tekjumálum Pósts og Síma. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁSGEIR SVERRISSON Sýrland: Assad f orseti á við ærinn vanda að etja ÞAÐ biæs ekki byrlega fyrir Hafez Assad, forseta Sýrlands, þessa dagana. Vestræn ríki hafa gripið til refsiaðgerða gegn stjórn hans og áhrif hans innan arbaheimsins fara ört dvínandi. Þá er gríðarleg hernaðaruppbygging undanfarinna ára að sliga efna- hag Sýrlendinga. Vestrænir fréttaskýrendur telja að upphaf ógæfunnar megi rekja til ársins 1983 þegar Assad fékk hjartaáfall. Þá hófst mikil valdabarátta innan hers og stjórnar og litlu munaði að borg- arastyrjöld skylli á. Áhrifa þessa gætir enn. Assad getur heilsu sinnar vegna ekki sinnt störfum sínum af sömu elju og áður og það hefur veikt stöðu hans innan- lands. Assad er ljóst að veldi hans er ógnað. Að undanförnu hefur hann hert alla öryggisgæslu og er talið að um 250.000 manns séu í sérsveitum hers og lögreglu. Efnahagurinn að hrynja Útgjöld til öryggis- og varnar- mála hafa farið ört vaxandi á undanförnum árum. Síðustu fj'ög- ur ár hefur Assad varið 12 mili- jörðum Bandaríkjadala til að treysta varnir landsins.í ár rennur helmingur tekna ríkissjóðs til ör- yggis- og varnarmála, samkvæmt opinberum tölum. Sökum þessa er efnahagur landsins kominn að hruni og óánægja almennings fer vaxandi. Miðstýring efnahagslífs- ins bætir ekki úr skák. Nauðsynja- vörur svo sem brauð, hveiti og mjólk eru iðulega ófáanlegar og rafmagn er skammtað. Framboð á neysluvarningi er takmarkað þar sem innflutningur hefur verið heftur. Gífurlegur halli er á ríkis- sjóði og gjaldeyrisforði landsins er að þrotum kominn. Stuðningur Sýrlandsstjórnar við írani í Persaflóastríðinu hefur einnig komið niður á efnahag landsins. Ríki vinveitt írökum hafa hætt efnahagsaðstoð við Sýrlendinga, sem talin er hafa numið 1,3 milljörðum Banda- ríkjadala á ári. Samhliða þessu hafa tekjur Sýrlendinga af olíu- sölu minnkað sökum fallandi olíuverðs. Brostnar vonir Sýrlandsstjórn hefur undan- farna mánuði orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru á sviði ut- anríkismála. Fyrir nokkrum mánuðum bundu ríki Vesturlanda vonir sínar um frið í Mið-Austur- löndum við Assad. Hersveitir hans réðu lögum og lofum í Líbanon og vestrænir embættismenn töldu hann geta fengið fylgismenn ír- ana í Beirút til að sleppa gislum sínum úr haldi. Allt reyndust þetta tálvonir einar. Bardagar liðs- manna Frelsissamtaka Palestínu og amal-shíta í Líbanon hafa aldr- ei verið harðaðri og allar friðar- umleitanir Sýrlendinga hafa reynst árangurslausar. Er þetta einkum neyðarlegt í ljósi þess að Assad var í eina tíð helsti stuðn- ingsmaður Arafats, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu. Þá hafa Sovétmenn, bandamenn Sýrlend- inga, aukið enn frekar á vanda Assads. Sovétmenn beita sér nú fyrir því að hinar ýmsu fylkingar Palestínumanna sameinist. Ef þær tilraunir reynast árangursrík- ar mun það verða til þess að draga enn frekar úr áhrifum Sýrlend- inga í Líbanon. Að sjálfsögðu er Assad andvígur slíkum samein- ingarhugmyndum en hann er í vanda staddur þar sem Sýrlend- ingar skulda Sovétmönnum 15 milljarða Bandaríkjadala og það lán geta þeir einfaldlega ekki borgað. Auk þess eru Sovétmenn í bandalagi við íraka og virðist Assad vera í litlu uppáhaldi hjá þeim þessa dagana. Áhrif írana í Líbanon hafa auk- ist á kostnað Sýrlendinga og bandalag ríkjanna tveggja virðist riða til falls. Ayatollah Khomeini, leiðtogi írana, stefnir að því að flytja íslömsku byltinguna út til Líbanon en Assad telur nauðsyn- legt að treysta ítök Sýrlendinga þar. Sýrlendingar mega ekki við því að missa tök sín á landinu og gildir þá einu hvort litið er til þeirra eigin öryggishagsmuna eða hugsanlegra átaka við ísraela. Stuðningur við hryðju- verkamenn Stuðningur Sýrlandsstjórnar við hryðjuverkamenn sem látið hafa til sfn taka á Vesturlöndum hefureinnig reynst æði dýrkeypt- ur. í Vestur-Þýskalandi voru nýlega kveðnir upp dómar yfir tveimur hryðjuverkamönnum sem notið höfðu aðstoðar sýrlenskra embættismanna við að fram- kvæma ódæðisverk sín. Stjórnin í Bonn ákvað að reka fjóra sýr- Hafez Assad Sýrlandsforseti. lenska embættismenn úr landi og samskipti ríkjanna eru lítil sem engin. Ríkisstjórn Margaret Thatcher sleit stjórnmálasam- bandi við Sýrlendinga þegar fullsannað þótti að þeir hefðu staðið að baki tilraun til að sprengja ísraelska farþegaþotu í loft upp í London. Ríki Evrópu- bandalagsins og Bandaríkin ákváðu í kjölfar þessa að tak- marka stjórnmálasamskipti við Sýrlendinga. Stuðningur Assads við írani hefur orðið til þess að draga úr áhrifum hans ekki síst eftir að ljóst varð að fsraelar höfðu flutt bandarísk vopn til ír- an. Allt hefur þetta orðið til þess að veikja stöðu Assads á alþjóða- vettvangi og innan arabaheims- ins. Sýrlendingar hafa einangrast og virðast vera að missa ítök sfn í Mið-Austurlöndum. Stuðningur- inn við írani gæti reynst banabiti Assads. Persónulegt hatur hans á Saddam Hussein, forseta íraks, hefur leitt hann út á hálan ís. Hafez Assad rændi völdum í Sýrlandi árið 1970. Að undan- förnu hafa þær raddir heyrst að honum kunni að verða steypt af stóli. Assad virðist hafa fullan stuðning hersins þannig að vald- arán er fremur ólíklegt. Hins vegar er ljóst að hann á erfitt verk fyrir höndum. Ef ekki tekst að finna lausn á efnahagsvanda þjóðarinnar mun almenningur fagna nýjum valdhöfum. Heimildir: AP, Newsweek og Economist. Útgjöld til hermála eru að sliga efnahag Sýrlendinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.